Fjórar vikur í keppni... áttaði mig í rauninni ekki á því hvað væri stutt í þetta fyrr en ég var að spjalla við einn í dag sem kveður mig með því að segja.. "sjáumst á Akureyri"!!! What the f&/%..
Ég get ekki sagt að ég sé búin að æfa sérstaklega hnitmiðað fyrir keppnina... ég meiddi mig eitthvað í öxlinni þegar ég var á æfingu í fitnessbrautinni fyrir þrem vikum og gat ekki gert almennilega axlapressu... ekki samt séns að ég myndi segja stelpunum frá því ;) Er öll að koma til... er samt búin að vera að taka massífan kvið og er svaka dugleg að æfa að öðru leyti!
Tvisvar á dag síðustu tvær vikur og ég er gjörsamlega að halda mér niðri til að æfa ekki meira... ég er með manneskju á kantinum sem passar upp á að ég geri hlutina rétt! :) Kenndi mér að of mikið vinnur gegn mér...
Markmiðið er að ná axlapressu og kvið í kringum mínútuna... við tökum almennilega hópæfingu þegar Anna Bella og Björk eru búnar að keppa á Norðurlandamótinu um næstu helgi! Þá byrjar ballið... for sure!
Erfiðast við þetta allt er mataræðið.. mér finnst bara ekkert sérstaklega spennandi að fá mér hreint prótein í vatn þegar ég er svöng á kvöldin... var þó að renna einu slíku glasi niður... próteinið frá Vaxtarræktinni er lifesaver! Og svo helgarnar... ennþá aðeins of loose... en þetta er nú samt allt að koma... ég er komin vel af stað! Ef ég spái í því þá hef ég heldur ekki "djammað" í rúma tvo mánuði... og sjaldan liðið betur :)
Ég hef ábyggilega einhvern tíman talað um CrossFit hérna áður... ég tók eina slíka æfingu í dag uppi í Sporthúsi...
Æfingin var: 5 hringir á tíma
15 x clean m/10 kg
21 x upphífingar
Ég var í svona 12 mín og grínlaust ég stóð á öndinni eftir hana!! Þetta er sennilega eitt árangursríkasta líkamsræktarkerfi sem í boði er..
Anyways.. er farin í háttinn... ætla að mæta á brettið snemma í fyrramálið!
Og hey já, búin að fá út úr vörumerkjastjórnun, er með 8.0 fyrir áfangann! Sátt!!