miðvikudagur, desember 27, 2006
Eins og amma sagði við 19 ára systur mína þegar hún frétti að hún ætti 35 ára kærasta... "strákar eru líka svo óþroskaðir"
Eins og vinir mínir vita hef ég mjög gaman að því að skoða stjörnurnar mínar. Þetta er hluti af spili sem ég fékk áðan...
Það sem gerir þig hér aðdáunarverða/n er óbilandi hugrekki, vilji, festa og hæfileiki til að gera drauma þína að veruleika. Þér er ráðlagt að gleyma aldrei þínum innstu þrám.
Þetta er einmitt eitthvað sem er mikið að sækja á mig núna þegar ég nálgast krossgötur í lífi mínu... Ég held að minn stærsti kostur og um leið versti galli sé sá að ef ég virkilega þrái eitthvað nógu mikið þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til að öðlast það og hætti ekki fyrr en ég hef reynt allt!! Ég honestly trúi því, og sumum finnst ég kannski dálítið naive, en ég trúi því að ekkert sé ómögulegt. Vandamál og hindranir eru til að leysa og yfirstíga!!
a Dream come true
mánudagur, desember 25, 2006
Ég fór ekki á fætur fyrr en klukkan var að verða þrjú í dag... ekkert að gera annað en að gera ekki neitt... ágætis tilbreyting... alveg yndislegt!!
Annars hlakka ég hrikalega til á morgun... við Rakel ætlum saman í ræktina... lengi lengi því að við erum báðar búnar að liggja í jólanamminu... þannig að við þurfum að vera duglegar... ég er líka búin að vera veik síðan á fimmtudag og hef því ekkert mætt í ræktina síðan þá... ætlum að fara í spa-ið á eftir.... mmm... get ekki beðið...
Fékk góðar gjafir í gær. Kærar þakkir fyrir mig :) Fékk m.a. tvö eintök af Konungsbók þannig að nú get ég lesið hana tvisvar!! vei.. ;)
Ætla að fara í freyðibað... það er eitthvað svo jóló... svo undir sæng og horfa á TV og lesa bók... Ahh... love it love it love it...
Jólaknús,
Saló
mánudagur, desember 18, 2006
Ég er loksins loksins loksins búin að skila af mér BS verkefninu mínu!! :) Síðustu 6 sólarhringa held ég að ég sé samtals búin að sofa svona 20 tíma... án gríns!
Akureyrarferðin
Ég fór beina leið norður þar sem við vinkonurnar ætluðum nú aldeilis að sletta úr klaufunum... mistókst nú eitthvað aðeins þar sem litla hunangsbollan hún Soffía datt og braut á sér fótinn aðeins nokkrum tímum eftir að við komum norður!! Hvað á það eiginlega að þýða...?!! Brunuðum beina leið upp á slysó með hana þar sem í sjokki sínu reytti af sér brandarana... En eins og ég sagði við hana; "everything happens for a reason"... ;) I can feel it... she's gonna fall in love with a handsome doctor...
En ég hafði það nú heldur betur gott hjá Sirrí og Tóta! Skelltum okkur á Sálina í Sjallanum á laugardaginn... og maaan! ég skemmti mér vel :) Endaði svo í aldeilis góðu eftirpartýi með vinum hennar Soffíu ;) Takk fyrir mig Sirrí og Tóti!!! Hlakka til að koma aftur eftir áramót með Soffíu, Hillary og Gunna!! :) Þá langar mig að vera í superwoman búningnum...
Ég fór og hitti ömmu sem tók að sjálfsögðu á móti mér með nýbökuðum smákökum og sætu stelpuna mína hana Emelíu, dóttur bróður míns, sem sýndi mér hvað hún var orðin þrusugóð í fimleikum og las fyrir mig alveg heilan helling... það er samt á svona stundum sem maður sér hvað maður er að eldast... en ég hafði gaman að henni!!
Laugar Spa
Ég held ég gæti vanist því... úff... við Rakel fórum í ræktina í dag... eftir langt hlé! fimm dagar síðan við fórum síðast en við höfum löglega afsökun þar sem við höfum verið dag og nótt að vinna að því að klára BS!
Fór í fyrsta skipti... vá... það vantar sko ekki flottheitin þarna... við þurftum náttla að prófa allar sánurnar og heita pottinn og hvíldarherbergið... þvílíkur munur!!
Flugfelag.is
Er að bíða eftir því að vélarnar frá Færeyjum og Skotlandi verði staðfestar... virðist vera bilað veður því það er annað hvort búið að aflýsa flugi eða það í athugun á alla áfangastaði innanlands!! Gaman gaman... lítur út fyrir að ég verði að vinna langt fram á kvöld... kannski maður ætti nú bara að skella sér í ljós á meðan maður bíður... orðin svo hvít að það er hræðilegt!!
Annars er jólaundirbúningurinn í hámarki hér á heimilinu... bakstur og skreytingar og hvaðeina... ég er ekki frá því að ég sé að komast í jólaskap...
föstudagur, desember 08, 2006
þriðjudagur, desember 05, 2006
Þökk sé henni og stjörnumerkjapælingunum gat hún sagt mér að ég væri að færast inn á nýtt tímabil í lífinu sem væri stjórnað af stjörnumerkinu fiskunum sem þýðir að ég er að verða aðeins kærulausari, þrái ævintýri og ég fer fast á eftir draumum mínum sem ég sé ljóslifandi fyrir mér :) Skemmtilegt tímabil en varasamt :)
Það skýrir af hverju ég hef ekki; litað glósurnar mínar þessa önnina, reyndar bara ekki gert glósur yfir höfuð, raðað fötunum mínum skipulega í fataskápinn, hrúguna af fötum á skenknum inni hjá mér, "mætinguna" í skólann, skýrir líka af hverju ég hef sofið til 11 eða lengur alla morgna undanfarna mánuði... jesús... það er scary að sjá þetta svona samantekið svart á hvítu!! :S
sunnudagur, desember 03, 2006
ætlaði að sjá casino royale með Soffíu og Rakel áðan... en það var uppselt þegar röðin kom loksins að okkur í miðasölunni þannig að við tókum þá skyndiákvörðun að fara á einhverja fjölskyldu/grín/jólamynd í staðin... I have one thing to say about that; "bad decision"... ég gat þó alveg hlegið af einhverjum aulabröndurum af og til... vanalega hef ég alveg gaman að svona jólamyndum en þessi var frekar mikið af hinu góða...!!! Man ekki alveg hvað hún heitir... hanging out with the Butts' eða eitthvað álíka....
Mig sem langaði upphaflega að sjá Borat!! Ég lýsi hér með eftir einhverjum sem er til í að koma á þá mynd með mér áður en hún hættir í bíó.... það virðast nefnilega allir búnir að sjá hana nema ég!!
Er í engu jólaskapi... aldrei komið fyrir mig áður að það sé 3. des og ég ekki í neinu jólastuði at all!! What's wrong with me????
Fór með Karó í ræktina í dag, vorum rosa duglegar!! fórum svo í gufu á eftir.. næææs...
Ég get ekki beðið eftir föstudeginum... ég á pantað í klippingu... á laugardaginn í litun og plokkun og svo á ég ljósakort sem ég þarf að fara að nota og on top of it all fékk ég mér spa kort í laugum yfir jólin.... hversu yndislegt verður það að klára þetta dæmi???
Farin að snúa mér að "financial markets and institutions"...
Peace, Saló
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Kannski tími til kominn að líta á glósur úr gerð og greiningu... ég held það sé deginum ljósara að sumir þurfi samt að fara í endurtektarpróf í janúar... ég er ekki að fíla það, vil klára það sem hægt er að klára strax... ekki eyða jólunum í prófalestur.... NEMA kannski að ég fái einhvern myndarlegan aukakennara!! ;)
Gekk bara super í lögfræðinni í morgun... og rosa ánægð með það!
Það er ekki langt í einkunn fyrir spænskuna... mér sýnist á öllu að það verði 8.0 :)
Þannig að ég er nú bara pretty sátt við lífið þrátt fyrir smá kæruleysi....
Sakna samt pínu familíunnar... búin að vera svo upptekin undanfarna daga að ég hef ekkert getað eytt tímanum með þeim... bæti úr því um leið og ég get!!
En vá!! Eruði ekki að grínast í mér hvað ég var að eignast geðveikan disk!!! Þið verðið öll að útvega ykkur hann... þetta er ítalskur tónlistarmaður, Zucchero, sem syngur dúett með rosa flottum listamönnum.... meðal annars Macy Grey, Jeff Buckley, Tom Jones, Ronan Keating, Paul Young, Sting, Pavarotty, Eric Clapton og fleiri og fleiri snillingum!!
Hann er svo geðsjúkur að ég hef hlustað á hann í botni síðan ég eignaðist hann.... Sprengdi meira að segja öryggið í bílnum hjá mér því ég blastaði græjurnar svo!!!
Nýtt release er að koma í Body Combat og kennaranámskeið á næstunni... búin að bíða ansi lengi eftir að komast... þannig að ég hlakka bara frekar mikið til!!
Held að þetta sé it for now... nema kannski að ég þarf að fara að fá mér vin sem getur farið með mig á deit þar sem stelpunum í vinkonuhópnum sem eru á lausu fækkar ört... hvað varð um að njóta þess að vera á lausu... ;)
Come in bed, take me home...
sunnudagur, nóvember 26, 2006
Kláraði DELE með stæl seinni partinn á föstudaginn!! Fagnaði því með því að skella mér með Hverópíum á Tapas.... orðin fastagestur alveg klárlega! Humarinn þarna er bara svo ómótstæðilegur... úff! Ætluðum svo rétt að kíkja á röltið við Rakel en það lengdist nú aðeins... Fórum á Rex þar sem allt var stappað af miðaldra karlmönnum sem vildu ólmir skála við okkur... leist ekkert spes á það þannig að við fórum og tókum smá rölt á Vegó og Oliver áður en við fórum heim. Rosa góð tónlist á Oliver... mjög langt síðan maður hefur lent í góðu partýi þar!
Í gærkvöldi fórum við Rakel á opnunina á DOMO, rosa flottur staður... mæli með að þið kíkjið þangað!! Þaðan á Vegó þar sem við vorum fram undir morgunn... Ekki þekktar fyrir að hanga í röðum... húkkuðum okkur því far heim og lentum á alveg hreint mega hressum gaur!! Sátum svo tvær og kjöftuðum til hálf átta þar til við rotuðumst... Erum búnar að liggja í hláturskasti í dag yfir uppákomum helgarinnar.... Ég átti alveg nokkrar góðar línur... eins og mér einni er lagið... og djúpar samræður um samskipti kynjanna.... Mjög áhugavert...
Dagurinn í dag er algjörlega búinn að fara í ekki neitt annað en hangs.. en ætla að kíkja á lögfræðina núna rétt áður en ég fer að sofa.... kæruleysin að fara með mig ég veit ekki hvert!!!
En ætla nú fyrst að henda mér í langþráð bað....
Eitthvað minna duglegar í ræktinni um helgina... verður bætt úr því snemma í fyrramálið!! (sem er kl.11 í mínum sólarhring...)
Var að spá, hvar getur maður lært svona súludans... mér finnst það frekar töff sport nefnilega og ég hef heyrt að það sé þokkalegt workout líka...
Chiao bello
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
22 dagar í ekkert annað en það....
Mig langar að sjá Bond um helgina... eða jafnvel Borat... einhver til í það??
DELE prófið á morgun... fínt að fá diplóma upp á spænskukunnáttuna...
Nostalgíudagar eftir prófin... við vinkonurnar ætlum að skella okkur norður yfir heiðar í heimsókn til Sirrí. Fara á sjallaball eins og í gamla daga, út að borða á Greifann og jafnvel að maður kíki í "bláa lónið" í Mývatnssveitinni...
Peace out... farin að skoða gömul DELE próf... hugsið fallega til mín! ;)
mánudagur, nóvember 20, 2006
En ömurlegt að vera að moka þegar maður gæti verið að búa til snjókall eða snjóhús... hugsaði til afa heitins sem byggði flottasta snjóhúsið í götunni fyrir mig og stóra bróður á sínum tíma... sem ég svo skemmdi með brussugang nokkrum mínútum seinna... fannst nefnilega ýkt kúl að hoppa á þakið á því beint fram af svölunum hjá afa og ömmu... svo hátt náði snjórinn í gamla daga á Akureyri!!
Man bara hvað ég grenjaði hrikalega mikið og skammaðist mín... við sem vorum búin að safna saman öllum krökkunum í hverfinu til að leika við okkur... úff... leiðinlega frekju litla systirin... eitthvað annað en núna!! ;)
En já... stoppaði nú samt litla dónalega strákpjatta sem voru að dúndra snjóboltum í bíla í hverfinu mínu. Þegar ég sá að þeir ætluðu að kasta í bílinn minn stoppaði ég bílinn og sagði þeim að þeir væru allir ættleiddir og þær ættu bara að hunskast heim til sín...
Við erum Rakel erum búnar að vera rosa duglegar í ræktinni... fólk er farið að þekkja okkur fyrir að vera alltaf í Laugum... þá hlýtur manni nú að vera að miða eitthvað! :)
Verkefni - próf - verkefni - próf... svona lítur næsti mánuður út... ég hlakka svo til jólafrísins að það hálfa væri ágætt!! Vá hvað ég ætla að njóta þess að vera í fríi...
Luv, Saló
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Hreyfing einkennir þig á þessum árstíma. Þú ert án efa mjög hrifin/n af íþróttum sem veitir þér nægt rými. Stöðnun, eirðarleysi og leiðindi er eitthvað sem þú virðist ekki þola og er það vissulega af hinu góða í fari vogar. Þú elskar náungann, í stórum stíl og ættir ekki að hika við að njóta þess að blanda geði við fólkið sem þú umgengst næstu daga og dagana sem framundan eru. Skemmtilegt ævintýri bíður þín.
Skemmtilegt... var einmitt í ræktinni í morgun með Rakel. Við erum að tala um killer workout... vika 2! Við gengum út úr World Class rangeygðar, titrandi og við það að kasta upp... tókum svo allsvakalega á því! Ákváðum nefnilega að skiptast á að lyfta og sippa... úff með þessu áframhaldi kemst maður jafnvel í fermingarkjólinn...
Peace
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Stafariddari
Persónuleiki
Fyndinn, ljúfur og myndarlegur maður birtist hér. Hann er hlýr, gjafmildur, skemmtilegur og vinamargur en fólk dregst samstundis að persónuleika hans við fyrstu kynni. Hann leitar nánast uppi ævintýri hvar sem hann stígur niður fæti og tekst sífellt á við nýja reynslu. Oft á tíðum er hann villtur og óábyrgur.
Aðstæður
Spenna og hraði eiga vel við hérna. Ferðalag, flutningar og líkamleg hreyfing birtist þegar kemur að aðstæðum þar sem breytingar til batnaðar og ævintýri eru framundan hjá þér.
Stafagosi
Persónuleiki
Hér er á ferðinni lífleg manneskja sem færir þér skemmtilegar stundir og ekki síður spennu. Vinátta ykkar er án efa byggð á trausti. Persónan sem um ræðir birtist mér mjög glaðleg og nýtur þess að spjalla við þig oftar en ella. Viðkomandi færir þér góðar fréttir innan tíðar.
Aðstæður
Efnahagslegt öryggi knýr hjarta þitt ekki áfram hér heldur kýst þú að láta dekra við þig eins og lítið barn. Þú virðist vita hvað þú þráir á sama tíma og þú ert hugmyndrík/ur, næm/ur og þolgóð/ur. Þú ert fær um að skilja eigin tilfinningar. Hér birtist þú yndislega sveigjanleg/ur, greiðvikin/n og undantekningarlaust töfrandi í alla staði. Hér lætur sálin án efa undan með því að hlýða á hjartað. Glampi skín úr augum þínum sökum vellíðunar.
...mmm hljómar ekki illa! ;)
Fór á Vetrarhátíðina í skólanum í gær. Skemmti mér bara ágætlega... kíkti svo í bæinn með stelpunm og Balaz. Fór í fyrsta skipti á ellefuna og ég verð að segja að mér fannst bara frekar mikið stuð þar... Núna er ég frekar þreytt eitthvað... þó hafragrauturinn sem ég fékk mér í morgunmat hafi bjargað deginum!! Búin að koma mér fyrir uppi í sófa með teppi... í leggings og hettupeysu... eins og mér líður best!! Æi hvað mig er farið að langa í einhvern huggulegan til að kúra með... ætla aðeins aftur upp í rúm áður en ég fer að vinda mér í verkefnin sem býða mín í dag! En ekki fyrr en eftir að ég er búin að horfa á ANTM sem ég missti af fyrr í vikunni! O boy... táraðist yfir queer eye for the straight guy... svona er ástandið á manni!!
Ljós í kvöld...
Peace
sunnudagur, október 29, 2006
Mér finnst svo magnað að sjá sumar listatýpurnar... Ég dáist að þeim fyrir að leyfa sér að hafa svona nett kæruleysislegt viðhorf til lífsins og fylgja hjartanu í stað þess að láta velmegun hafa yfirhöndina.
Nóg að gera... ekki nema örfáir dagar í skil á fyrstu drögum BS! Enginn tími til að vera að slá sér upp núna!! Farin að mæta heldur illa í tíma... vona að ég nái að laga það á þessum fáu vikum sem eftir eru! Fyrsta prófið er svo 22. nóvember og síðasta 7. des. Lokaskil á BS eru 15. desember og ég býst fastlega við því að sitja við skrif dag og nótt fram að þeim tíma... eftir það er svo stefnan að skella sér norður í afslöppun og rólegheit!
Helgin hefur farið í verkefnavinnu 24/7... enda eru verkefnaskil í öllum fögum í næstu viku! Og það ekkert lítil verkefni... Til dæmis búin að sitja við tölvuna í allt kvöld og skrifa um Kauphöllina á Íslandi og sameiningu evrópskra kauphalla. Vá hvað ég á skilið að kaupa mér SPA kort í Laugum í desember... ;)
Annars er nú árshátíð um næstu helgi og ég hef boðið nokkrum útvöldum HR-ingum í afmælispartý heim til Katy á undan!! Það verður fínt að lyfta sér aðeins upp áður en maður hverfur alfarið af yfirborðinu til að læra og ná önninni.
Í dag eru 5 mánuðir í heimsókn til Arizona... alveg farin að iða af spenningi!! Stelpurnar pöntuðu New York ferðina með sjö mánaða fyrirvara og sá tími leið eins og elding.... Það er alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til :)
laugardagur, október 21, 2006
fimmtudagur, október 19, 2006
I - Töframaðurinn
Þú sækir andlegan og líkamlegan mátt ómeðvitað til æðri máttarvalda og á sama tíma úr umhverfi þínu. Tæra vitund þín er þinn andlegi grundvöllur og orkuflæðið hjá þér er mjög mikið um þessar mundir.
Undrið er vöxtur og birting hins guðlega neista sem býr greinilega innra með þér. Hér er um að ræða varanlegt ástand sem þú getur eflt með sjálfinu.
Sjálfsöryggi, skipulag og agi einkennir þig . Þú munt vafalaust virkja drauma þína samhliða gjörðum þínum. Vitsmunir, vilji og þinn ómældi hæfileiki í mannlegum samskiptum mun koma þér á áfangastað.
Máttur þinn til að skapa á sér engin takmörk. Þér er hér ráðlagt að nota kosti þína til að koma hugsunum þínum í verk sem fyrst.
miðvikudagur, október 18, 2006
Við fáum flest aðeins eitt tækifæri í lífinu, eitt tækifæri til að kynna okkur, eitt tækifæri til að sanna okkur og eitt tækifæri til að standa okkur!! Sumir fá líka eitt tækifæri til að klúðra hlutunum... en það eru ekki margir!
Eitt andartak getur öllu skipt. Það getur ráðið úrslitum og haft áhrif á líf þitt um ókomna tíð. Hugsiði ykkur hvað eitt orð eitt hik eitt bros getur breytt miklu... það getur verið vendipunktur..
III - Keisaraynjan
Þú veist sannarlega hvert þú ætlar þér og ert fær um að uppfylla óskir þínar og ekki síður þeirra sem þú hrífst af. Ef þú horfir einungis fram á við og einblínir á það sem þú vissulega þráir hverfa ímyndaðar hindranir eins og dögg fyrir sólu. Þú hefur til að bera hógværð og yfirvegun, líkt og þú sért laus við lægri hvatir eins og græðgi og öfund. Þú ert heiðursmanneskja og vilt hafa umhverfi þitt á sömu nótum.
Miklar andstæður eru hérna innra með þér þegar tilfinningaflæðið er skoðað og þú ert minnt/ur á að þú ert svo sannarlega fær um að kljást við samband sem er nýhafið eða um það bil að verða að veruleika.
Ef að á þessu stigi málsins ólgar innra með þér reiði, afbrýðisemi eða neikvæð líðan yfirleitt ættir þú að snúa við blaðinu hið snarasta því slík líðan margfaldast innra með þér ef þú einbeitir þér ekki að því jákvæða sem þú upplifir.
Sjálfsagi er mikilvægur en þú ættir ekki að hika við að svara ástarhótum vel, ef þú ert á annað borð fær um að svara áreitni þeirra sem eiga hana skilið.
Ég er búin að opna augun!!
Ég er á krossgötum og hlutirnir gerast mjög hratt!
Breytingar í aðsigi....
laugardagur, október 14, 2006
Ég átti að mæta 9.30 á fund hjá AFS vegna lokaverkefnisins. Eins og venjan er orðin var ég 5-10 mín of sein... bankaði á hurðina sem mér til mikillar undrunar var læst... ég prófaði að hringja í Heiðdísi og jú jú hún var komin. Ég bað hana um að koma og opna fyrir mér. Eftir 2 mín hringdi hún í mig og spurði hvar í ósköpunum ég væri... á sama augnabliki áttaði ég mig á því að ég var á kolvitlausum stað!! Ágætt start á föstudeginum 13...
Eftir því sem leið á daginn fannst mér hann bara verða betri og betri... allt gekk eins og í sögu. Allir fundirnir gengu vel og lokaverkefnið í góðum farvegi..
Fór til Brynju eftir vinnu og við náðum að gefa hvor annarri nokkuð gott update á stöðunni.. svo margt sem maður hefur að segja þegar maður hittist svona sjaldan!! Fór síðan með Rakel í afmæli á Vegó og þaðan fórum við til Krissu þar sem stelpurnar voru. Við tókum actionary með trompi og skemmtum okkur konunglega!! :) Svo var það down town... ætlaði nú ekkert að vera neitt rosa lengi, enda vinna snemma morguninn eftir...
Þetta var búinn að vera virkilega góður dagur, fyrir utan smá rugling þarna um morguninn... En viti menn... ég fór á klósettið á einum skemmtistað og dúndraði hausnum í handþurrkuna!! Fékk med det samme huge kúlu á ennið... lét ískalt vatn renna á ennið til að reyna að minnka bólguna sem varð bara meiri og meiri!! ég var komin með kúlu á stærð við egg og við það að fá hjartaáfall þar sem ég var stödd inni á klósetti á einum skemmtistað bæjarins í góðum gír með vinum mínum... Það var að sjálfsögðu ekki nokkur leið að ég væri að fara að setjast niður aftur þannig að ég fór fram... og beint í taxa upp á slysó!! Læknirinn reyndi að hughreysta mig því ég hafði mestar áhyggjur af því hvað ég væri ekki smart svona... En ég náði bara því að hann sagði að ég yrði ljót í svona 2 vikur!!! Tvær vikur!!! Úff.. pabbi kom og náði í litla barnið sitt um miðja nótt... ég fór beina leið upp í rúm með kælingu á enninu og fingur í kross að bólgan myndi hjaðna sem allra fyrst!! Pála var svo yndisleg að mæta fyrir mig í vinnunna..
Núna er ég ennþá vel bólgin... fæ kannski glóðarauga og allt... þvílíkur klaufaskapur!! Áttaði mig svo á því að ég hafði týnt visakortinu í ofanálag... Þegar ég fór að þusa um að það væri þá rétt sem sagt væri um föstudaginn 13. þá benti pabbi mér nú á að það væri komið yfir miðnætti...
Tvíhöfði...
þriðjudagur, október 10, 2006
Síðustu dagar hafa verið virkilega annasamir. BS ritgerðin er í fullum gangi og ég held að ég geti sagt að okkur Heiðdísi gangi bara þokkalega vel!
Þannig að ekki láta ykkur bregða þó ég hverfi af yfirborðinu fram yfir jólapróf því ég er virkilega í þann mund að hella mér út í geðveikina!!
Fyrir utan verkefni, próf, vinnu, mjög svo spennandi bs ritgerð, Alþjóðadaga HR og útgáfu BÍSN blaðsins þá er ég með ýmislegt áhugavert í farvatninu... just wait and see!
Ég spjallaði heillengi við Eddu vinkonu, sem er úti í Köben, á Skype í kvöld! Stórsniðug uppfinning þetta skype!! Ekki langt síðan ég uppgötvaði þetta en ég bjargaði mér sko alveg!! Sat uppi í rúmi með ipod heyrnatólin í eyrunum og singstar-micinn í annarri og handklæðið á hausnum þar sem ég var að koma úr baði! Skemmtileg sjón! En það var svo gott að heyra í henni!! :)
Á morgun er það svo þétt dagskrá að venju...
Skóli - Alþjóðastúss - Ræktin með Katy - BS madness! - Meiri skóli - New York reunion og stelpukvöld heima hjá Karen!!
Skemmtilegur dagur framundan!! :)
Heill sá er kvað
heill sá er kann
heill sá er nam
heilir þeir er hlýddu
(úr Hávamálum)
föstudagur, október 06, 2006
Ég er frekar sjúskuð... búin að vera að vinna í BS í allan dag og svo beint að vinna og svo heim og er í algjöru letikasti núna... var að spá í að kíkja aðeins út í kvöld en er ekki alveg að nenna því... ætti hvort sem er að nota tímann og lesa meira í lögfræðinni. Er alveg til í að fara aftur undir sæng og lesa... þessi lögfræði er líka mjög skemmtileg!! Bróðir minn verður örugglega ánægður að heyra það... þó ég hætti mér varla í lögfræðiumræður við hann... ekki nóg með að ég sé að læra VIÐSKIPTAlögfræði í HR heldur er ég að fara yfir námsefni 5 námsára á einni önn.... honum finnst það ekkert gamanmál!
Fór út að hlaupa í morgun... elska lyktina af haustinu! Sippaði líka með nýja Nike sippubandinu mínu... sem ég er búin að telja mér trú um að sé að sjálfsögðu miklu betra en öll önnur sippubönd því það er jú NIKE!! Ég held ég geti varla neitað því að ég sé af þessari umtöluðu tískuneyslukynslóð. Kaupi hluti sem eru rándýrir bara af því að þeir eru meira kúl og gera mig þar af leiðandi að mega pæju... fer út að borða og kaupi mér kokteila og fer til útlanda á tveggja vikna fresti... segiði svo að námsmenn hafi það ekki gott!! Námslánin covera þessa neyslugleði reyndar engan vegin en ég er jú vinnandi manneskja og þegar allt þrýtur þá er það bara gamla góða visakortið... það er hvort sem er kúl að eiga fullt af vildarpunktum ekki satt!! (fyrir þá sem ekki þekkja mig... þá er þetta að sjálfsögðu kaldhæðni)
Ég komst að því um daginn að umræður um skólagjöld eru mikið hitamál fyrir mig! Ég kemst hreinlega í uppnám þegar fólk er á móti þeim!! Ég finn meira að segja fyrir því núna hvað ég æsist upp við að skrifa þetta!! Helstu rökin "jafn aðgangur að námi!!! ekki mismuna fólki um aðgang að námi á fjárhagslegum grundvelli" --- Ok í fyrsta lagi þá þarf að skoða þetta í aðeins víðara sjónarhorni heldur en þessu... það er alltaf gott og blessað að bera umhyggju fyrir náunganum en honestly þá held ég að málið sé bara ekki alveg svona simple! Það væri ekkert leiðinlegt að vera með super einkunnir og komast svo bara inn í Harvard léttilega þar sem ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af skólagjöldum, því þau hefðu verið felld niður! EN... um leið og það yrði gert væri að mínu mati verið að gengisfella námið við Harvard! Það eru há skólagjöld þar on purpose! Hærri skólagjöld = hærri laun kennara, Hærri laun kennara = auðveldara að fá hæfari kennara til starfa, Hærri skólagjöld = meira fé til dýrmætra rannsókna, Hæfari kennarar = betri kennsla, betri kennsla + dýrmætar rannsóknir = betri háskóli!! Betri háskóli = hæfari útskrifaðri nemendur = aukin framleiðni = aukin velsæld þjóða!! Ég vil meina að hver sé sinnar gæfu smiður!! Fyrir þremur árum hefði ég gefið allt til að komast í draumanámið mitt í London... en það gekk ekki upp þar sem ég var ekkert skynsamari í peningamálum á mínum yngri árum og svo lánar LÍN ekki fyrir skólagjöldum í grunnnámi (ennþá)! My fault... Ég geng ekkert í vinstri flokka og betla um ókeypis nám, ég fer bara aðra leið að því! Tek til dæmis bara lán... það er í tísku! ;)
Vá... Salóme bara orðin pólítísk! Ég ætla að biðja ykkur um að taka mig ekki of hátíðlega... þetta er frumraun og eðlilegar afleiðingar af langri setu með mjög svo vinstrisinnuðum stúdentafélögum Norðurlandanna og baltnesku ríkjanna... það eru örugglega einhverjar röskemdarvillur hér að ofan... enda treysti ég mér aldrei í morfís og hataði stjórnmálaumræður...
Hausinn er á fullri ferð... held ég ætti að fara að henda mér upp í rúm aftur!!
miðvikudagur, október 04, 2006
Ég er ekki stolt af sjálfri mér og ég held að mikill serótónín skortur sé hluti af orsök þess... ég held að á mannamáli yrði þetta kallað skammdegisþunglyndi!!
Kannski ekki alveg svo slæmt en ég er allavega í mínus...
í fyrsta skipti á æfinni brást ég eigin lífsmottói og ég er bara alls engan veginn ánægð með það, ef maður er ekki samkvæmur sjálfum sér hvað hefur maður þá!? Ég held það sé nauðsynlegt núna að setjast niður, draga andann djúpt, horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er og vinna út frá því. Setja sér raunhæf markmið. Það er líka nauðsynlegt að hreyfa sig til að auka endorfín magnið í heilanum sem leiðir svo aftur til þess að maður fer að hugsa jákvætt!
Fór einmitt í danstíma áðan og ég er ekki frá því að það hafi hjálpað...vildi að ég hefði ekki hætt í dansi þegar ég var yngri...þá væri ég kannski ekki svona klunnaleg í dag haha..
Anyways, þá er ég komin frá Köben. Þó svo að svona maraþon seminar, debates og workshop séu frekar þreytandi til lengdar þá lærði ég bara heilmikið og kynntist fullt af yndislegu fólki auk þess að ég fékk tækifæri til þess að hitta allar Köbenvinkonurnar mínar og njóta Köben :) Ég heimsótti m.a. CBS og leist bara rosa vel á skólann! Það er alltaf yndislegt að vera í Dk... ég er samt ennþá að hugsa um NYC... þó svo ég hafi kannski ekki beint þannig reynslu af borginni til að geta ákveðið að fara þangað í nám! En allt er opið... það er víst ekki seinna vænna en að fara að amk huga að þessu...
Búin að drepa tvisvar á bílnum í dag... held það sé samt af því að ég er í nýjum hælaskóm!
En já... það er eins gott að fara að herða sig! Ekki nema 7 vikur eftir af þessarri önn og nóg að gera!! Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvernig... ;)
fimmtudagur, september 28, 2006
Læra undir spænskupróf
Gera verkefni í framleiðslustjórnun
Skipuleggja hvað ég þarf að læra úti
Pakka niður
Sofa
Fara í ræktina
Taka spænskupróf
Keyra út á flugvöll
... og ég er að eyða tímanum í þetta!!
Ég er alveg að fíla að vera under pressure... vinn alltaf best þannig hvort sem er :)
Copenhagen here I come...
þriðjudagur, september 26, 2006
Í dag átti að vera fundur í skólanum til að kynna Alþjóðaviku HR, sem verður haldin í október, fyrir nemendum! En það var ekkert smá léleg mæting á fundinn... þannig að ég var ekkert of sátt! Anyways... en þeir sem mættu eru virkilega góðir kandídatar og ég hlakka mikið til að vinna með þeim við undirbúning og framkvæmd Alþjóðavikunnar! :) Það eru komnar upp á borðið magnaðar hugmyndir og ég vona bara að við náum að framkvæma það allt...
Til okkar kom m.a. ein stelpa sem heitir Kristín eða Di og er frá Kína. Hún er með okkur í viðskiptafræðinni. Hún hefur líka unnið dáldið með okkur Alþjóðafulltrúum í tengslum við skiptinemana. Hún bauð okkur Katy að koma með sér í kvöld í móttöku á vegum kínverska sendiráðsins þar sem verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Kína sem er 1. október. Að sjálfsögðu þáðum við það flotta boð og mættum niður í Ráðhús seinnipartinn í dag. Þetta var ekkert smá glæsilegt. Við skoðuðum ótrúlega flottar myndir frá Kína og fengum kínverskan fingramat. Mér fannst þetta þvílíkt áhugavert allt saman og við fengum að spjalla aðeins við viðskiptafulltrúa kínverska sendiherrans sem hafði margt fróðlegt að segja okkur. Alveg frábært eftirmiðdegi!
En ef það sem ég er að fara að tilkynna er ekki samkvæmt sjálfri mér þá veit ég ekki hvað er það...
Eins brjálað og er að gera í skólanum og öllu öðru stússi hef ég samt tekið ákvörðun um það að fara á vegum BÍSN á ráðstefnu í Kaupmannahöfn um helgina. Málið er að mér bauðst þetta bara fyrr í dag og ég gat ómögulega hafnað þessu frábæra tækifæri!
Ráðstefnan ber yfirskriftina NOM sem stendur fyrir Nordic presidential meeting. Aðalumfjöllunarefni hennar verður svokallað qualifications frameworks sem snýst fyrst og fremst um það að endurskoða og endurmeta einingafjölda allra kúrsa sem kenndir eru í háskólum. Þetta hefur verið í umræðunni undanfarið og að sjálfsögðu á fundum hjá BÍSN einnig. Ég tel það mikilvægt að meta hvern kúrs fyrir sig því það er beinlínis ósannngjarnt og óeðlilegt að langflestir kúrsar í t.d. viðskiptafræðinni hjá mér séu metnir til 3 eininga eða 6 ECTS þegar í sumum þeirra er klárlega mun meira vinnuálag en í öðrum. Þannig að ég hlakka mikið til að fara þarna út og taka þátt í þessari ráðstefnu. Ég bind líka vonir við að ég geti notað tækifærið og hitt bæði Aldísi og Eddu Láru sem eru staddar í Köben í námi!!
Ég held það sé því mál að fara að byrja að læra eitthvað af viti... ætla reyndar að skella mér í bíó líka með Soffíu minni sem var að skila BS ritgerðinni sinni!! Hún er reyndar líka að fara til Köben á fös... :) Annars þá kemur þetta allt með kalda vatninu... :)
sunnudagur, september 24, 2006
When you try your best but you don't succeed
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse
And the tears come streaming down your face
When you lose something you can't replace
When you love someone but it goes to waste
Could it be worse?
Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you
And high up above or down below
When you're too in love to let it go
But if you never try you'll never know
Just what you're worth
Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you
Tears stream down your face
when you lose something you cannot replace
Tears stream down your face
And I
Tears stream down your face
I promise you I will learn from my mistakes
Tears stream down your face
And I
Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you
Njótiði dagsins elskurnar...
Ætli þetta sé af því að þessi gaur er með sjúklegt aðdráttarafl og fallegustu augu sem ég hef séð eða ætli ástæðan sé sú að mann langar alltaf mest í það sem er mest challengeble fyrir mann... ?? Ég er allavega enginn hjónadjöfull og ætla því að hætta að hugsa um hann...upphátt!
Anyways.... stelpurnar í stjórninni stóðu fyrir frábærri óvissuferð í gær!! Vá hvað ég skemmti mér vel!! Ferðin hófst með fordrykk og snittum kl.5 í gærdag og I was playing the party animal til kl. 5 í morgun... Algjör snilld frá upphafi til enda!! :)Þemað var rautt og drungalegt og við fórum í heimsókn í Nornabúðina. Þar á eftir fórum við í Haunted walk down town Reykjavik!! Það var geggjað, fékk að bera kyndil og enduðum draugasögugír í gamla kirkjugarðinum í vesturbænum! Fórum þaðan í geðveikan dinner á Thorvaldsen....mmm... eins og ég segi alveg æðislegt kvöld í alla staði!! :) Takk allir fyrir frábært kvöld!
Fékk svo að kúra heima hjá Katy og Bálasz í nótt... (er þetta rétt skrifað?)
Miðað við rosalegt kvöld þá er ég bara óvenju hress!
Nú er það BS verkefnið og alþjóðaráðsfundur sem bíða mín... svo er það vika með nýjum áherslum framundan! ;)
Love
laugardagur, september 23, 2006
Það er búið að vera nóg að gera síðan ég kom heim frá New York. En því miður hef ég kannski minnst lagt áherslu á skólann... meira félagslífið! En ég hef ákveðið, eins og góð vinkona mín gerði fyrir sig, að taka mig í smá sjálfsskoðun og fara að raða hlutunum í rétta forgangsröð!
Síðasta vika fór aðallega í þetta;
- vinna
- Tief shcwarcz tónleikar á NASA um síðustu helgi með Katy og Ölmu
- opnunarpartý í búðinni hans Úlla "Módern"... sleppti mér alveg í draumaheimum þar!!
- skiptinemapartý
- ræktin... með hálfum hug þó :S
- BÍSN fundir...
- Stúss og skipulagning á útgáfupartýi sem var haldið í gærkvöldi á Barnum! Tékkið á þessu www.studentakort.is
- Útskriftarráðsfundir...
- Alþjóðaráðsfundir...
- Framleiðslustjórnun...
Ég átti stutt samtal við einn kennara uppi í skóla í vikunni. Hann sagði mér að það myndaðist alveg sérstakt andrúmsloft á seinni önninni hjá þriðja ári... ég er nú þegar farin að fá fiðring í magann og hugsa mikið um hver mín næstu skref verði. Hvað langar mig að gera? Það er miklu erfiðara en ég hélt að gefa sér tíma og hugsa hvað mann langar og hvert maður stefnir sérstaklega þar sem sú ákvörðun getur haft mikið um framtíð mína að segja. Ég hef hugsað mér að fara að stunda yoga svona einu sinni til tvisvar í viku og athuga hvort að ég nái þannig að einbeita mér betur að þessu. Ég er allavega alveg með það á kristaltæru að ég er ekki á leiðinni að starfa fyrir bankana... ef það verður eitthvað fjármálatengt þá fer ég í annars konar fjárfestingarfyrirtæki! En eins og er þá liggur hugurinn... ótrúlegt en satt... út í heim! Allt í vinnslu... ;)
Spurning um að fara aðeins aftur upp í rúm... var að koma heim úr vinnunni og er að fara í óvissuferð með Stúdentafélaginu seinna í dag.. :)
Love,
Saló
sunnudagur, september 17, 2006
miðvikudagur, september 13, 2006
Ég á eiginlega ekki orð sem lýsa því hversu æðisleg þessi borg er! Ég skemmti mér svo ótrúlega vel með stelpunum og hafði það svo hrikalega gott síðustu 9 daga að ég er klárlega endurnærð og til í slaginn aftur!
Ég held að ef ég færi að lýsa ferðinni frá A-Ö þá myndi enginn nenna að lesa færsluna þannig að ég ætla bara að telja upp það helsta...
- sat frammí hjá flugstjórum hálfa leiðina út... hinn helminginn á Saga Class... næs! Mjög skemmtileg upplifun! Matt Damon sat tveimur sætum frá mér... ;)
- Þegar komið var til New York þá var ég eins og Marilyn Monroe myndi segja... just a small girl in a big world... en ég var svo heppin að kynnast æðislegum strák sem flaug með mér út og býr á Long Island og hana Ingu sem var með mér í Versló og býr úti í NY því þau hjálpuðu mér að komast á leiðarenda áfallalaust. Takk fyrir það!!
- Kynntist æðislegum stelpum, sumum alveg from scratch og öðrum betur... þið gerðuð þessa ferð að því sem hún varð elskurnar!! Hlakka til að hitta ykkur aftur :)
- Mikið verslað... enda ekki annað hægt!! Victoria's secret, H&M, Abercrombie og Fitch, Guess, Forever 21, Mac, Urban Outfitters, Old Navy, Gap... Name it! (I think I lost myself....)
Við stelpurnar gerðum einmitt grín að því að sumar okkar yrðu sennilega eins og gellan í The Excorsist í búðunum... hausinn færi í hringi og við myndum æða eins og brjálæðingar í gegnum búðirnar rífandi hverja pjötluna á fætur annarri í fangið og kveikja í kreddaranum... well.. it almost happened!!
- Fengum einn rigningardag... og ég keypti mér 2 regnhlífar. Alla hina dagana fengum við steikjandi hita og sól... æðisleg tilbreyting frá mjög svo glötuðu íslensku sumarveðri!
- Fór í manicure og pedicure... var alveg að upplifa drauminn to the fullest... ;)
- Birna kom okkur í partý með Kiefer Sutherland og þar kynntumst við fullt af æðislegu fólki! hárgreiðslumönnum, ljósmyndurum, editorum, tónlistarmönnum, business fólki... I had fun! ;)
- Fórum í magnað útsýnisflug með þyrlu að kvöldi til... þessu flugi fylgdi endalaust fyndið atriði... þyrluRóbert... say no more!
- Fórum í limmó...
- Fórum á geðveika veitingastaði!! Fyrir utan frekar ógeðfelldan pastarétt í Little Italy...
- Maður hafði það nú eiginlega of gott í mat og drykk... (ræktin á morgun!)
- Allir voru ótrúlega vinalegir og opnir, margir vildu fá að koma með okkur heim til Íslands..
- Mjög skemmtilegt að sjá hvernig íbúar Manhattan breytast útlitslega þegar maður fer úr einu hverfi í annað... t.d. úr Soho yfir í Chinatown og þaðan yfir í Little Italy... það er eins og að hoppa úr einu landi í annað!! En æðislegt samt sem áður...
- Times Square er geðveikt... ótrúlega amerískt og mikill glamúr yfir því...
- Fórum tvisvar í tour bus... einu sinni að degi til og svo aftur seinna um kvöldið og keyrðum þá yfir Manhattan Bridge yfir til Brooklyn... það var þvílíkt flott að sjá ljósin á Manhattan í myrkrinu!
- Maður komst eiginlega ekki hjá því að vera dáldið hrærður þegar við fórum að skoða "ground zero" ofboðslega mikil sorg sem maður skynjar... ég tala nú ekki um í gær, 11. september sjálfan... við vorum ekki svo langt frá turnunum og sáum því fullt af fólki ganga í átt að þeim með blóm á leið að minnast hinna látnu og votta virðingu sína.
- Fór í guided tour í hjólakerru um Central park..
- Gleymdi mér í Barnes&Noble og keypti mér bæði Good to Grea e. Jim Collins og Jack Welsch; Straight from the Cut.
Æðisleg ferð frá upphafi til enda!! Myndirnar munu tala sínu máli og fara að koma inn!! Þetta er klárlega draumaborgin... ég væri alveg til í að prófa að búa þarna... aaawww... man... þetta var rosa næs!! Maður lifði eins og prímadonna!!
En samt sem áður nice to be back home... hlakka til að sjá ykkur aftur!
Real life er tekið við..
Luv
sunnudagur, september 03, 2006
Ég er á leiðinni til New York ein míns liðs... stelpurnar koma allar sólarhring seinna!! Ég flýg nefnilega á stand by miða og allar vélar eru stútfullar þannig að ég vil ekki taka neina sénsa! Ég hef aldrei áður komið til Bandaríkjanna en ég er þó vön að ferðast ein þannig að það hjálpar nokkuð til! Ég á örugglega eftir að vera dáldið lost og pínu einmana in the big city annað kvöld.... En ég verð nú samt að segja að þrátt fyrir þennan óróleika hlakka ég ofsalega til!!
Hótelið okkar er staðsett í Tribeca sem er ekki svo langt frá Soho hverfinu þannig að ég sé fyrir mér að vakna snemma og rölta aðeins um hverfið... kíkja upp í Greenwitch Village og njóta dagsins og veðurblíðunnar (spáð 23 stiga hita og sól!!) í rólegheitunum... setjast á kaffihús og kaupa mér nýjasta Vouge svo ég sé með á nótunum þegar ég byrja að versla með stelpunum ;) Ég veit samt að sms frá ykkur myndi definetly fá mig til að brosa út í annað ef ég verð eitthvað lítil í mér... :)
Þetta er annars búin að vera frábær helgi, fórum í vísó í KB banka í gær og þaðan á Angelos, lita staðinn við hliðina á Barnum. Mjög næs staður og staffið þar líka :) Við Mn'M rákumst á einn starfsmann Actavis sem var þarna að skemmta sér og ég held bara að við höfum étið hann lifandi!! ;) Ég ætla ekki að segja á hvaða skemmtistað megninu af kvöldinu var eytt með skiptinemunum okkar... því það myndi hreinlega skemma mannorð mitt ;) en við skemmtum okkur allavega rosalega vel :)
Í kvöld komum við yndinu okkar honum Marc á óvart með því að við Katy og allir skiptinemarnir tókum okkur saman og héldum crazy surprise afmælisparty fyrir hann! Hann varð 25 ára í dag og við keyptum líka handa honum rosa kúl afmælisgjafir! Víkingahjálm, bol og Jeff Who diskinn.. hann var mjög sáttur líka og hjálmurinn var þvílíkt vinsæll! Skemmtum okkur þvílíkt vel!! Verð að fara að koma upp myndasíðu...
Anyways... kannski ég ætti að fara að huga að því hvað ég ætla að taka með mér út... reyna að skipuleggja mig aðeins! Sem betur fer er ég alveg dauðþreytt... svaf lítið í nótt ;) þannig að ég á eftir að steinsofna þegar ég leggst niður...
Varðandi ferðina og NYC þá eru öll tips vel þegin :)
Well... kossar og knús... hlakka til að sjá ykkur þegar ég kem heim aftur!! ó mæ gad, ó mæ gad ó mæ gad.... :)
Luv
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga hjá mér!! Ég get ekki sagt að ég hafi mikið slappað af.. fyrir utan 30 mín í plokkun og litun sem hvarf þó þegar ég sá útkomuna!! :S
Hvað er helst í fréttum...
- Við Katy héldum fyrirlestur um Academic standards at RU fyrir skiptinemana okkar
- Útskriftarráðið mitt tók höndum saman og hélt svaka partý á Broadway fyrir skólann eins og hann lagði sig! Við fengum stuttan fyrirvara en stemmningin var mjög góð og héldu B-Uniq og DJ President öllu liðinu á dansgólfinu! Sjálf var ég í hlutverki barþjóns megnið af kvöldinu ásamt góðu fólki og seldi grimmt ;) Þess á milli var blandað geði við gestina... sem voru reyndar aðallega viðskipta- og lögfræðinemar HR...
- Fór snemma morguninn eftir í stefnumótunarferð BÍSN, sem var haldin í rosa flottum bústað rétt f. utan Flúðir. Ég var þar næstum allan laugardaginn að funda og endaði á þvílíku grilli a'la Siggi og Danni... fengum geggjað veður og borðuðum úti. Svo skilst mér að ég hafi rétt misst af rosa showi hjá strákunum þar sem ég fór heim aftur áður en fólk fór að fara í pottinn og djúsa...
- Vegamót og HR eru klárlega mitt annað heimili...
- Kynningarnefnd BÍSN er búin að setja allt á fullt í tengslum við stúdentakortið og BÍSN blaðið og við í PR crewinu (ég, Rakel og Anna Lilja) erum í óðaönn að skipuleggja partý ársins í tengslum við útgáfu stúdentakortsins í septembermánuði!
- Útskriftarráð VD04 er með margar þrusuhugmyndir í startholunum þannig að þið getið farið að vænta frétta af næstu fjáröflun mjög fljótlega...
- BS ritgerðin okkar Heiðdísar gengur framar vonum... enda efnið hrikalega áhugavert fyrir manneskju eins og mig! Erum að sökkva okkur í lestur þessa dagana... lítur annars bara vel út!!
- Ég er þvílíkt ánægð með að vera byrjuð í spænsku aftur... finn alveg hvað mig langar að fara aftur til Barcelona eða bara Spánar ef út í það er farið... ég hugsa mikið út Fannsa mín!!! Ekki láta þér bregða þó ég kíki í heimsókn e-n tíman í vetur! ;)
- Vildi óska að ég gæti bætt við mig tveimur fögum í viðbót... Leadership and Change Management og Stjórnun Starfsframa... en 6 einingar ofan á þessar 21 sem ég er í fyrir á þessari önn og allt sem að ofan er talið væri kannski ekki mjög skynsamlegt move...
- Samningagerðir og auglýsingasöfnun framundan...
- Mig langar meira en allt að nota tækifærið og heimsækja Sullu til Ann Arbor þegar ég fer út... en þetta eru langar vegalengdir og tíminn er stuttur... gæti samt verið að maður kíkti á skyldfólk sitt í Philadelphiu og Washington það er aðeins viðráðanlegra!!
- Verkefnavinna að hefjast í skólanum....ég ætla ekki að fá hjartaáfall yfir því þó ég sé að fara út því hlutirnir reddast alltaf á endanum!! :)
- Vinnan kemur þarna reglulega inn á milli... því ég get ekki slitið mig frá elsku fríhöfnninni minni... líka komin með glænýtt uniform og svona... ekki leiðinlegt!
- Ræktin kemur líka hérna inn á milli... aðallega eldsnemma á morgnana þó því ég er löt að fara á daginn.. Vantar þig Aldís mín.. er samt að spá í að fara í Les Mills Workshoppið í lok sept... það verður örugglega stuð! Það eru ekki enn komnar tímasetningar á kennaranámskeiðin... læt þig að sjálfsögðu vita um leið en er ekki ennþá búin að ákveða hvort ég velji Combat eða Jam... kemur í ljós! :)
Síðast en ekki síst!!! New York ferðin sem ég er búin að tala svo mikið um er að renna upp... aðeins 5 dagar í brottför og nánast allt ready!! Farseðill, passi, aukin heimild á visa... tómar töskur! þetta verður magnað...
Hitti einmitt helminginn af ferðafélögunum í gær í dinner á Vegó þar var farið yfir planið! Út að borða á Asia de Cuba.. tjútt á Marquee.. possibly tickets á NY fashion week og hvar helstu búðirnar eru staðsettar... everything you need to know!! Vá ég er alveg að farast úr spenningi!! :-) Anna Lilja fór líka ítarlega í gegnum verslunarhverfin með okkur Rakel.... :)
Ég held ég láti þetta gott heita í bili... Sirrí mín og stelpur, Hillary og Soffía... get ekki beðið eftir að eiga rólega helgi fyrir norðan í vetur með ykkur! það verður without a doubt keyrt í Mývantssveitina og slakað á í lóninu.. borðaður góður matur á Greifanum og tekið nett nostalgíuflipp í sjallanum eftir að hafa mixað nokkra góða kokteila :) Ég vil negla helgi... sem fyrst, svo ég geti byrjað að telja niður ;)
Stjörnuspáin mín úr mbl í dag á heldur betur vel við mig...
"Vogir og Naut eiga það sameiginlegt að laðast sterklega að allsnægtum. Vogin Oscar Wilde sagði eitt sinn: "Sérhvern þann, sem lifir eins og hann hefur ráð á, skortir ímyndunarafl""
Eins og talað út frá mínu hjarta... ;)
Saló - Dreaming of Sex and the City...
mánudagur, ágúst 21, 2006
Búin að eiga frábæra daga með skiptinemunum okkar! Orientation day gekk eins og í sögu og nýnemadagurinn líka. Endaði svo á rosalegri útilegu í Þrastarskógi!!! ;) Skemmti mér allavega konunglega og var sko bókstaflega í S-inu mínu toda la noche!! Menningarnótt var hin fínasta og það var náttúrulega ekki séns að vera heima í chillinu þrátt fyrir mikla þreytu... endaði að sjálfsögðu á Vegamótum í trylltum dansi með Katy vinkonu! Eftir vinnu og hitting vegna BS verkefnisins á sunnudaginn bauð Katy mér svo á rúntinn með Clöru, Marc og Peter.. við keyrðum um bæinn og enduðum svo á að keyra upp í Perlu og skoða þetta líka magnaða ústýni þaðan!
Það er nóg að gera og heldur betur skemmtilegir tímar framundan...
Luv!
fimmtudagur, ágúst 10, 2006
En ég er að byrja að sjá afrakstur erfiðisins! Loksins er að komast lokamynd á verkefni sem ég tók að mér fyrir alþjóðaskrifstofuna. Búinn að vera mikill hausverkur í júlímánuði... en alltaf gott þegar manni tekst að ljúka því sem maður hefur haft hangandi yfir sér! :) þó það sé ekki nema brot af heildinni..
Í gærkvöldi héldum við alþjóðafulltrúar menningarkvöld uppi í skóla. Skiptinemafélögum og nemendum HR sem eru á leið í skiptinám var boðið að koma. Ég saknaði þess að hafa ekki Katy þarna með mér en það styttist heldur betur í hana :) Það var því mjög gott að sjá Telmu mína mætta á svæðið! Annars stóðu strákarnir sig líka þrusuvel! Ánægð með þá! Og mér líst vel á krakkana sem komu í gær, finn á mér að þetta verður skemmtilegur vetur!! :) Get varla beðið eftir að byrja aftur í skólanum...
En já... so much for a relaxing weekend!
Ég er búin að vera svo busy að ég er búin að vanrækja fullt af mínum bestu vinkonum!! En á morgunn fæ ég tækifæri til að bæta þeim það upp því að aðalskvísurnar ætla að hittast heima hjá Eddu og Sverri!! Þau eru að stinga af til DK í hálft ár... at least og verða með smá kveðjuteiti. Mikið á ég eftir að sakna sætu, jákvæðu vinkonu minnar!!! Njóttu þess að vera þarna sykurpúði!! Þetta á eftir að vera ógleymanlegt ævintýri...
Á laugardagskvöldið er svo grillpartý með NESU liðinu...
Stuð stuð...
Ég fékk símhringingu í fyrradag, það var Gallup. Þeir vildu fá að spurja mig spjörunum úr... ekki einir um það!! Haha... vá hvað ég er sniðug! Anyways, sagði þeim að hringja aftur tveim dögum seinna sem þeir auðvitað gerðu! Veit ekki afhverju í ósköpunum en mér finnst gaman að svara svona spurningum... alveg eins og mér finnst gaman að taka próf, ráða krossgátur og leysa verkefni sem eru með leiðbeiningum... Ef ég spái í það þá held ég að það segi dáldið mikið um mig!! Í lokin á símtalinu bauð stelpan mér að skrá mig á lista þar sem ég gæfi leyfi til að láta "trufla mig" reglulega... ég þáði það bara með glöðu geði, sérstaklega þar sem það er séns á því að vinna einhvern pening sem rennur í styrktarsjóð fyrir þá sem minna mega sín!! "My interests are... world peace" ;)
En svona að öllu gamni slepptu þá er ég bara nokkuð hress, keypti mér skópar í dag og er bara alsæl með það! :) Ætla að leggjast ofan í heitt bað fyrir svefninn... aaahh....
Luv
föstudagur, ágúst 04, 2006
Annars er búin að vera þvílík stemming í vinnunni í allan dag, alveg klikkað að gera í afgreiðslunni, endalausar veðurtafir til Vestmannaeyja og ég veit ekki hvað og hvað.. en allt hafðist þetta þó!! Ég er samt dáldið að spá í því hvort maður eigi að skella sér í "staffaferð" til eyja á morgun og koma heim á sunnudagsmorgunn.... vægast sagt mjög freistandi þar sem ég hef aldrei á æfinni komið til Vestmannaeyja! Spái í það á morgun... en það eru mjög mörg EF í þessum pælingum...
Búin að koma mér ágætlega fyrir í nýja húsinu :) En erum ennþá á fullu að flytja... fann í dag gamlan kassa með dóti úr menntó! Einhverjar vísur sem við Maggi Már vorum að semja og senda á milli í grútleiðinlegum stærðfræðitíma sennilega... haha... good times!! Fann t.d. fyrsta bíómiðann á mynd sem ég fór á með fyrsta alvöru kærastanum... sætt!! En fékk að vísu að fara í ruslið þar sem það var kannski ekki eins dýrmætur gripur og þegar ég hélt við myndum giftast og lifa happely ever after!! Hahaha... :) Dagbækur og myndir, flyera og kokteilregnhlífar frá Rhodos, gamlar dissarabuxur sem mamma var ekki lengi að fleygja í ruslið.... æi hvað maður var ungur en fannst maður samt geðveikt fullorðinn!!! Unnur systir er einmitt að fara að byrja í menntó og vá hvað hún á skemmtilega tíma framundan... yndisleg ár!! :)
G-píur... ég sakna ykkar!! Vil endilega hittast sem fyrst... ég er búin að kaupa mér stórt rúm og þið megið allar gista í því með mér ;) höfum náttfatapartý, lökkum tásurnar, blöndum exotic kokteila, horfum á gelgjumyndir og förum í pillow fight!! Feitt knús á línuna.. hlakka til að sjá ykkur!! :)
Held ég segi þetta gott í bili... góða verslunarmannahelgi!! :)
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Ég vildi að það væri einn dagur í vikunni sem væri svona "minn dagur" þá mætti ég nýta hann eins og ég vildi.... gæti gert hvað sem mig langaði án þess að fá samviskubit yfir því að ég væri ekki að vinna í einhverjum af þeim ótal verkefnum sem ég er búin að taka að mér....
really need it now.... en heppilegt þó að hafa fengið "frídagana" í vinnunni akkurat þessa daga sem við erum að flytja... :)
Við erum sem sagt flutt.. eða svona að mestu leiti... þetta er alveg eins og í draumi hérna og sérstaklega í dag þar sem veðrið var svona gott!! Þá var hægt að sitja úti á palli með sjóinn fyrir framan sig og sólina skínandi og ég er ekki frá því að mér hafi bara í stundarkorn liðið eins og ég væri komin til útlanda... ég er virkilega sátt :) Nú vil ég bara fara að fá fólk í heimsókn...
Það er allt á fullu hjá okkur í Alþjóðaráði. Skiptinemarnir okkar hrúgast inn til landsins og ég hef það á tilfinningunni að þetta verði góður vetur... ekki nema 17 dagar í skólasetningu!! (sem þýðir líka .... 33 dagar í New York!!!) ;) Amazing...
Dagskrá morgundagsins:
- Ræktin (sá er árla rís verður margs vís...)
- Meil sendingar
- Reddingar + nokkur símtöl....
- Flutningar og frágangur
- Kvöldið.. BS ritgerðin á hug minn allan...Stuð stuð... hlakka til að sjá ykkur í heimsókn, hringiði bara á undan..
Luv, Saló
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Er búin að gera örugglega 8. "to do" listann í þessari viku... sumir hlutir eru ennþá á honum en aðrir hafa fengið forgang og klárast. Það er góð tilfinning að strika yfir hluti á svona listum...
Ég get algjörlega staðfest það að þetta sumar hefur liðið jafn hratt og elding!! Ég hef varla svo hægt sé að segja, leyft mér að fara út á land... en ég stefni á að bæta úr því við fyrsta tækifæri!! Mývatnssveitin og Norðurlandið verða without a doubt fyrir valinu...
En ég þurfti að gefa upp útileguna fyrir austan um helgina á kostnað skynseminnar... :( Það er víst nóg að gera...
Dagskrá helgarinnar:
1. Vinna...
2. Fundur með Ölgerðinni í hád. á morgun
3. BS ritgerð... undirbúningur...
4. pakka niður (flyt á mánudag!!)
5. Fundur með Alþjóðaráði
6. Fundur með Stúdentaráði
7. Ná almennilegum samningum við helstu skemmtistaði borgarinnar fyrir BÍSN
8. Senda nokkur meil...
9. Bílastúss...
...en ég ætla nú samt sem áður fyrst og fremst að reyna að einbeita mér að því að slappa af og hafa það gott í faðmi fjölskyldunnar og góðra vina... :)
Góða helgi beautiful people...
Luv
sunnudagur, júlí 23, 2006
Anyways, við Krissa skemmtum okkur konunglega!! Kíktum aðeins í bæinn en hann var frekar súr þannig að við vorum ekki lengi að koma okkur heim...
Fór í gærkvöldi í staffapartý hjá vinnunni! Og er þetta grín eða hvað... ef þetta var ekki mesta sápuópera sem ég hef nokkurn tíman kynnst þá veit ég ekki hvað. Það voru allir að reyna við alla, þessi var búinn að vera með þessum og allt í þeim stíl.... Það er alveg spurning hvort ég hætti mér aftur í svona game! En samt þrátt fyrir allt dramað þá skemmtum við okkur mjög vel og ég sá alveg fullt af myndarlegum strákum sem ég hafði aldrei áður tekið eftir... Ég endaði svo á að draga Berglindi og Guðna (nýja flugfélagsparið) með mér á Vegamót...
Á leiðinni niður laugaveginn hitti ég gamlan vin, það sem hann hafði mér að segja kom mér mjög á óvart og var eiginlega pínulítið leitt að heyra líka.
Ég skil það vel að vilja breyta ófögrum sannleikanum og því skreyta aðeins þegar sagt er frá. En þegar maður er byrjaður að ljúga að sjálfum sér og sannfæra sjálfa sig og aðra um hluti sem eiga sér enga stoð bara til þess eins að friða samviskuna í stað þess að taka á málunum eins og karlmaður þá er eitthvað mikið að... Það sem gerðist, gerðist. Get over it!!
Svaf loksins loksins út... er á leið í afmæli til ömmu! Vonandi fæ ég bílinn minn á morgunn...
Luv
miðvikudagur, júlí 19, 2006
Það var mikill uppsafnaður pirringur í mér í dag og ég er farin að stressa mig á þeim verkefnum sem framundan eru.... tíminn líður allt of hratt, ég fer yfir allt fram og til baka í hausnum, get samt ekki komið þessu niður á blað.. reyni að muna allt! Gæfi rosalega rosalega mikið fyrir smá slökun og rólegheit...
Búin að fá nýja flugu í hausinn... rosa spennt að sjá hvernig fer!
Ekki nema sjö vikur í New York..
Staffapartý á Saturday!
Bara nokkrir dagar í flutninga og ég hef ekki gert handtak til að hjálpa ennþá!!
Bíllinn minn er í "lagfæringu" fram yfir helgi!!
Við alla þessa caos í hausnum blandast tilfinningaflækjur og framtíðardraumar þar sem ég er með það á heilanum hvert sé næsta skref...
Held ég eigi að stríða við einhvers konar tilvistarkreppu þessa dagana...
Væri ekkert á móti því að fá eitt notalegt faðmlag...
sunnudagur, júlí 16, 2006
Ég heyrði skondna sögu áðan... Fór svo að velta því fyrir mér hvernig er ekki hægt að líka við manneskju sem maður hefur aldrei hitt?? Það er alveg absúrd! Og talandi um haunting past... Fer í taugarnar á mér!! Sérstaklega í þessu sambandi...
Do your thing honey...
Crazy from the caos!
The past has been hunting me lately... og því fylgir einhver undarleg tilfinning núna. Kann ekki alveg að díla við það þó ég finni eflaust út úr því. Mér finnst þetta óþægilegt og ég verð öll eitthvað svo óróleg... Forðast að leiða hugann að því! Ég held bara að innst inni sé ég ennþá svo reið og sár.
Líka búin að vera frekar óhefluð og kærulaus undanfarið... En ég held það sé kominn tími til að fara að slaka aðeins á... hugsa fram á við! Reyna að róa hugann... sem bara vill ekki hægja á sinni fleygiferð!! Allt að gerast í einu...
En ég er samt ótrúlega sátt við þann stað sem ég er á núna í lífinu... þarf bara að setjast aðeins niður í rólegheitunum og átta mig á því hvaða stefnu ég vil taka næst...
Luv..
laugardagur, júlí 15, 2006
Við vorum alveg sveittar við dönsuðum svo mikið... svo var það Oliver - Vegó - Barinn - Prikið... þar sem við Rakel hittum eitthvað fólk og fórum með þeim í eftirpartý... rosalega skemmtilegt lið þar!!
Bærinn var bókstaflega troðinn af fólki í gær!
En Soffía, ég verð að viðurkenna að ég braut princippið okkar... :S I know... ég gleymdi mér... en var samt orðin frekar illa stödd og þurfti aðeins að sleppa mér, if you know what I mean... Þú verður að finna einhverja hæfilega refsingu... mjá...
Ætla að leggja mig aðeins... það er vinna á eftir og svo ætla ég að hitta Hillary, Sirrí og maka... ég verð eitthvað voða makalaus en það er svo sem í lagi þar sem þessir strákar eru "one of the girls"... ;) Þetta verður snilld... grill og pottur... held að veðrið sé að snúast okkur í hag...
Luv..
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Anyways, footloose, já þetta var geggjað show og flottir dansar!! Þorvaldur var líka rosa flottur, djöfull dansar drengurinn vel og sixpakkið, öss... ;) Mér fannst búningarnir líka snilld.. væri alveg til í að fara í einhverju af þessu út á lífið... algjörlega! Takk fyrir kvöldið stelpur mínar. Hlakka til að sjá ykkur í lunch á mánudaginn!! :)
Fríið er búið og við tekur vinna snemma í fyrramálið...
Stefnan er tekin á Sálarball annað kvöld og mér skilst að það sé smá dining and wining beforehand... líst bara vel á það! Enda fjárfesti ég í nýju skópari á útsölunum...
Búin að vera í smá bílaveseni síðustu daga... þannig að ég óska hér með eftir deiti með handlögnum karlmanni! ;)
Annars hangir þetta allt saman!
miðvikudagur, júlí 12, 2006
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Supernova í kvöld, ég ætla að horfa. Er eitthvað svaka heit fyrir þessum rokkaratýpum upp á síðkastið... er alveg veik fyrir Johnny Depp!!
Úff... enda er gaurinn bara flottur!!!

Fékk þetta sent á myspace... fannst alveg tilvalið að deila því með ykkur! Held það sé alveg nokkuð til í þessu nefnilega... enjoy!
A man's translations:
These translations are for all of you wonderful women out there, so that you will know what we really mean when we say...
"IT'S A GUY THING"
Translated:* "There is no rational thought pattern connected with it, and you have no chance at all of making it logical."
"CAN I HELP WITH DINNER?"
Translated:* "Why isn't it already on the table?"
"UH HUH," "SURE, HONEY," OR "YES, DEAR"
Translated:* Absolutely nothing. It's a conditioned response.
"IT WOULD TAKE TOO LONG TO EXPLAIN"
Translated:* "I have no idea how it works."
"TAKE A BREAK, HONEY. YOU'RE WORKING TOO HARD.
"Translated:* "I can't hear the game over the vacuum cleaner."
"THAT'S INTERESTING, DEAR."
Translated:* "Are you still talking?"
"YOU KNOW HOW BAD MY MEMORY IS."
Translated:* "I remember the theme song to 'F Troop,' the address of the first girl I ever kissed and the vehicle identification numbers of every carI've ever owned... but I forgot your birthday."
"OH, DON'T FUSS, I JUST CUT MYSELF. IT'S NO BIG DEAL."
Translated:* "I have actually severed a limb but will bleed to death before I admit that I'm hurt."
"HEY, I'VE GOT MY REASONS FOR WHAT I'M DOING."
Translated:* "And I sure hope I think of some pretty soon."
"I CAN'T FIND IT."
Translated:* "It didn't fall into my outstretched hands, so I'm completely clueless."
"WHAT DID I DO THIS TIME?"
Translated:* "What did you catch me at?"
"I'M NOT LOST. I KNOW EXACTLY WHERE WE ARE."
Translated:* "No one will ever see us alive again."
"WE SHARE THE HOUSEWORK."
Translated:* "I make the messes; she cleans them up."
mánudagur, júlí 10, 2006
Fórum öll að sækja mömmu og Kötu út á flugvöll. Þær voru að koma frá Svíþjóð/Köben þar sem Kata var á handboltamóti í rúma viku. Valsstelpunum gekk rosalega vel, lentu í 8.-16. sæti af yfir hundrað og var tjáð að þær væru virkilega góðar á alþjóðlegan mælikvarða! Ég er rosa stolt af litlu hetjunni minni sem færði mér nærbuxur merktar Brazil frá útlöndum... Hún þekkir greinilega stóru systur sína ;)
Var búin að skrifa langan texta um það sem er í gangi í hausnum mér... ákvað síðan að það væri ekki við hæfi að setja það á netið! Punshið voru áhyggjur af framtíðinni... ég er svo áhyggjufull að velja ekki rétta leið... ef það er þá einhver ein rétt leið! Það er svo stutt í krossgöturnar,
ég hef átt drauma um framtíðina síðan ég var lítið barn.. þetta stressar mig svo mikið og ég get ekki verið róleg! Mér finnst allt sem ég geri og segi og tek mér fyrir hendur skipta máli og að ég þurfi að vera varkár. Það kemur í veg fyrir ýmislegt núna... Ég er vön að vera nett kærulaus... en shit hvað tíminn flýgur..
Anyways, Sálin á Nasa á fös, held ég skelli mér bara með stelpunum mínum..
Nostalgíu flipp á lau með æskuvinkonunum... hlakka mikið til!
Love,
Saló
sunnudagur, júlí 09, 2006
Kíktum út á lífið í gær ég, Krissa og Rakel. Ég er officially búin að gefast upp á Oliver... Staðurinn er ekki að gera sig! Það er eins og að stökkva inn í ljónabúr að reyna að fara á dansgólfið! En veðrið er ótrúlega gott!! Ætla út að hlaupa þegar ég er búin að vinna... með ipodinn í botni! Þannig að ef þið sjáið einhverja hot skvísu í kringum Miklatúnið seinni partinn þá er það örugglega ég...
Ætla aðeins aftur upp í rúm að kúra áður en ég fer að vinna... er eitthvað svo þreyttur...
Amor... no es amor
it's just an illusion that I have in my heart...
laugardagur, júlí 08, 2006
Me, Sweet Candy and Green hit the town last night.. and it was awesome! Ég væri ekkert á móti því að maður gæti alltaf verið svona grand á því þegar maður kíkir út á lífið...
Byrjuðum á Enricos þar sem við fengum okkur late dinner og hvítvín. Þessi staður er alveg tilvalinn fyrir svona kvöld, við vorum búnar að koma okkur vel fyrir í einu horninu á staðnum eftir matinn og höfðum það mjög huggulegt. Við ákváðum svo að kíkja aðeins yfir á barinn á Hótel 101 sem mér fannst bara nokkuð flottur og trendy staður, hafði ekki komið þangað áður. Greinilega margt þotuliðið sem leggur leið sína þangað... sátum þar eins og einhverjar primadonnur í þvílíkt fancy fíling með rándýra strawberry mojito í annarri! Visakortið fékk illa meðferð... Þaðan fórum við á Oliver og ég verð nú eiginlega bara að segja að það var frekar slöpp stemningin þar... þannig að við fórum yfir á Vegó.. ahh good old... Fengum þar rosalega gott borð uppi í horni og sátum þar og spjölluðum og sötruðum hvítvín með svaka hressu liði!! Takk fyrir æðislegt kvöld stelpur!
Ég ætlaði í ræktina í morgun, var meira að segja búin að taka til allt dótið svo ég hefði enga afsökun þegar vekjaraklukkan hringdi... en ég var ekki komin heim fyrr en upp úr 7.00 í morgun og svaf eins og steinn og stillti ekki einu sinni vekjaraklukku... bara sofnaði um leið og ég lagðist niður enda búin að vera vakandi í rúman sólarhring!! Sorry elsku Aldís mín... en ég er í fríi í næstu viku og mæti þá í tímana þína! PROMISE!!
Sólin skín og ég er bara í góðu skapi, lít reyndar út eins og belja því ég er svo flekkótt eftir að hafa reynt að fá smá lit á kroppinn með aðstoð Lancome... óþarfi að tapa sér yfir því samt! Annars er aldrei að vita nema maður kíki bara aftur út á lífið í kvöld!!
Later
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Fór í háskólaútileguna um síðustu helgi. Hitti þar mann og annan. Náðum að tjalda í brjáluðu rokrassgati með hjálp Ásgeirs hennar Söru á meðan hún og María grilluðu ofan í liðið. Við Krissa vorum frekar sophisticated þar sem við borðuðum á picnic teppi með diska, hnífapör, salat og glös! Ég bætti um betur og drakk hvítvín! Ég tók þátt í rugby... eða tók þátt... setti mig í hlutverk liðstjóra og hljóp eins og brjálæðingur fram og til baka á vellinum. Endaði með harðsperrur dauðans í maganum... Annars verð ég að viðurkenna að eins skemmtilegt og það getur verið þá eru útilegur bara just not my thing... Ég missti vitið og er ennþá að leita að því. Held ég canceleri útilegunni sem var plönuð í lok mánaðarins...
Nokkrir dagar í flutninga...
Aðeins fleiri dagar í New York....
Stundaskráin er komin fyrir ykkur HR-ingar... sumarið fór algjörlega fram hjá mér!!
Fékk meil frá Rosaria, Edouardo og David.. my friends from ESADE, Barcelona.
Hafiði tekið eftir því að það eina sem fólk talar um er HM eða veðrið... how sad!!
Viva Italia...
miðvikudagur, júní 28, 2006
Hvar er góða veðrið frá því í morgun?? Ég var búin rétt fyrir 11.00 með morguntörnina í vinnunni og ætlaði aldeilis að nýta veðrið. Náði að draga systur mína með mér í sund gegn því að hún fengi að vera í Stella McCartney bikiníinu mínu en svo þegar við komum ofan í laugina þá var sólin horfin... bömmer!! Með þessu áframhaldi held ég að eina brúnkan mín þetta sumarið verði úr flösku!!
Ég er ekki að sjá fram á útilegu hjá mér og mínum um helgina.. allir að vinna, í útlöndum eða HORFA Á FÓTBOLTA!! Ég verð sjálf að vinna eitthvað en það gæti verið að maður tæki einhver rúnt út á land, kíkti kannski í sund á Örkinni hjá Rachel og grillaði sykurpúða á einhverju túni!! Who knows!! Annars skilst mér að spáin sé ekkert spes...
Hvernig verður helgin hjá ykkur? Feel free to speak... ég bít ekki... oft!!
laugardagur, júní 24, 2006
Skutlan er komin á nýja bílinn og orðin meiri pía en nokkru sinni fyrr... ;) Rosa ánægð með poloinn minn!! Ásgerður vinkona á algjörlega heiðurinn af þessum bílakaupum þannig að ég skulda henni feitan greiða!! ;) Tak for det skat! Þetta er þvílíkur munur þó svo að pabbi og mamma eigi ekkert annað en Fálkaorðuna skilið fyrir skutl... Yo'know wha'm sayin!! :)
Fór út á lífið í gær... á polonum of course...
Fjóla sæta hélt upp á afmælið sitt, varð 22 ára 8. árið í röð ;) og gáfum við Rakel henni mjög sniðugar og aðrar "fáránlegar" gjafir í tilefni þess... innpakkaðar í Batman pappír! Fjóla þurfti sem sagt að taka þátt í smá pakkaleik þegar við mættum á svæðið... en ég held hún hafi bara skemmt sér við það ;) Þetta var rosa skemmtilegt boð, mikið hlegið og mikið stuð. Þaðan lá síðan leiðin í bæinn...
Við Rakel kíktum fyrst á Oliver. Þar labbaði ég beint í flasið á danska draumaprinsinum... og smellti að sjálfsögðu á hann einum kossi...
Kom mér á óvart hvað margir voru á Oliver, en það er klárlega Soffíu að kenna hvað ég heilsaði mörgum KB starfsmönnum!!! Hún hefur smitað mig af KB-veirunni... or somthin...
Fékk koss á kinnina from my mistery crush.. ;)
Fórum af Oliver á Vegó og frá Vegó aftur á Oliver og þegar lokaði þar fórum við aftur á Vegó... stuð stuð stuð...
Annars fullt af sætum strákum í bænum... og öðru skemmtilegu fólki!
En megintilgangurinn var að dansa our asses off... dönsuðum helling þó svo að ég hafi oft heyrt betri tónlist, bæði á oliver og vegó... reyndar tókum við einn hring á Barnum áður en við keyrðum heim... þar var fáránlega góð tónlist á vegum ljóshærðrar stelpuskjátu... veit ekki hver hún er en hún var mjög góður dj!! Katy þú myndir fíla þetta líka ;)
Virkilega skemmtilegt kvöld! Takk sömuleiðis Rachel baby.. :) Aftur í kvöld?? ;)
Einhver verkefni bíða mín í dag... annars langar mig mikið út í þetta góða veður... og ætti algjörlega að drífa mig í ræktina...
Langar að nýta tækifærið og kanna hvort einhver hafi áhuga á því að hýsa skiptinema á vegum HR í stuttan tíma í lok ágúst byrjun sept.. gegn smá þóknun að sjálfsögðu?? Verið þá í bandi...
Planið í kvöld so far... girly night með Aldísi vinkonu... alveg nauðsynlegt once in a while!!
Later
þriðjudagur, júní 20, 2006
sunnudagur, júní 18, 2006
Ég er í endalaust góðu skapi.. fór í ljós og ætla að skella mér á The O-men...
Heyrði í Soffíu vinkonu og bað hana að endurskipuleggja sig og koma með mér út á lífið... sem hún gerði þessi elska. Fórum heim til Hildar og Gunna og ótrúlegt en satt var staðreyndin sú að við vorum allar þrjár vinkonurnar komnar saman á djammið!!
Það var alveg fáránlega mikið af fólki í bænum og raðir alls staðar... en það líður hratt í góðum félagsskap og með smá smoothtalking ;)
Hitti my mistery crush....
Entist lengst af okkur vinkonunum í bænum... að venju!!
Er núna að fatta hvaðan ég þekki sæta strákinn á Vegamótum... see him every day...
Heilsaði helmingnum af sænska landsliðinu með kossi... what's the thing with that...
Hitti rosalega mikið af fólki og skemmti mér bara nokkuð vel... :)
En síðast en ekki síst hitti ég hana Hafnýju elsku sem sagði mér að aðalskipuleggjendur New York ferðarinnar í haust væru að fara að panta borð fyrir okkur beibin á geggjuðum stað í Manhattan á föstudagskvöldinu... ekki seinna vænna!!! Og þetta er galastaður... þannig að þetta verður þvílíkt fancy með cocktailum og svona... og vá hvað ég hlakka til....
Farin að vinna... ég er alltaf að vinna!!
fimmtudagur, júní 15, 2006
Eyddi of miklum tíma í dag í Kringlunni... hafði lítið upp á sig, nema einn skemmtilegan fatapoka... hitt voru "nauðsynjavörur", eins og ég kýs að kalla það, og meiri pirring..
Ekki skánaði það þegar við systurnar vorum orðnar svangar og litla systir mín ákvað að fá sér domino's pizzu. Ég ætlaði nú heldur betur að vera holl og fá mér bara ánægjusafa (e. pleasure juice) á boozt barnum, tuðaði heilmikið við hana um hollustu... bleh... en safinn hafði þveröfug áhrif á mig, enda fannst mér hann bara ekki vitund góður... pressaður safi úr gulrótum, epli og engifer.. var svona eins og þykkur lime gulrótarbúðingur.... fæ alveg gæsahúð!! Hef vit á því að fá mér "pleasure" annars staðar næst... ;)
And above all þá svindlaði ég á indælis viðskiptavini í eldri kantinum í vinnunni. Hann lét mig fá 50 dollara en ég skráði það sem Evrur og hirti af honum einhverjar 2500 kr... ÞRÁTT fyrir að afabarnið hans hafi komið til mín og spurt hvort það gæti verið að afi gamli hefði fengið of lítið til baka... ég reiknaði þetta út fyrir grey barnið og sýndi henni hvernig ég gaf til baka... þannig að hún varð sátt. Og ég var bara að átta mig á því núna eftir uppgjörið... svona hluti tekst mér að taka inn á mig, verð með samviskubit næstu vikuna sennilega...
En það þýðir víst lítið annað en að leika Pollíönnu og vona að ég fari réttum megin fram úr rúminu í fyrramálið... ;)
Ætla í ljós á eftir, athuga hvort það hressi mig ekki við...
sunnudagur, júní 11, 2006
Ákvað síðan að koma með smá update...
* Það er dagaspursmál hvenær ég eignast minn fyrsta bíl.. :)
* Nóg að gera í vinnunni
* Nóg að gera hjá alþjóðaráði á næstunni
* Komin í kynningarnefnd BÍSN
* Fimm stjörnu foxy dinner nýafstaðinn
* Skrautleg strákamál
* Komin af stað með lokaritgerðina
* Búin að kaupa mér miða á Álfaborgarséns þar sem foxy mæta ásamt betri helmingunum í suddalegri útilegustemmingu
* flyt í Kópavoginn í lok sumars
* Búin að kötta á föstudagsdjömm og komast að því að laugardagsmorgnar eru minn tími!
* Held með Brazil í HM þar sem Ronaldinho er minn maður
* 85 dagar í Sex and the City ferð til New York
* Gæti ekki lifað án my black book!
Annars vil ég þakka elsku flottu, foxy ladies vinkonum mínum, Hildi, Sirrí og Soffíu fyrir endalaust frábært gærkvöld!! Og Hildur viðskiptafræðingur, enn og aftur til hamingju með áfangann, we love you!! :)
* Fanney skvísa kemur heim í frí frá Barcelona og þá verður klárlega feitt Barcelona - Lambrusco - Reunion!! Kaupóðu, fashion victims vinkonurnar verða loksins loksins reunited eftir allt of langan aðskilnað!! Sýnt verður myndbandið Bootloose með Sellu í aðalhlutverki!!
* Fundir - verkefni - fundir - verkefni - stúss
* Vinna...
* Stefnt á maraþonið, eða ok hálft maraþon... með Aldísi arkitektaskvísu í ágúst, og by the way gangi þér ógeðslega vel í inntökuprófunum my love.. hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim aftur!! :)
fimmtudagur, maí 25, 2006
Ég heyrði í dag eitt lag sem fær mig til að hugsa aftur í tímann, þegar ég var yngri og vitlausari... Stödd á grísku eyjunni Rhodos með yndislegu vinkonum mínum sem ég hitti allt of sjaldan í dag! summer of seventeen... and so sweet!! Dansandi berbrjósta á bikiní brókinni í hitanum og skálandi smirnoff ice sem við vinkonurnar fengum spes kælda í búðinni fyrir neðan hótelið okkar! Með tónlistina í botni til að ná athygli strákanna á hæðinni fyrir ofan... verð nú að segja að það hafi tekist allsvakalega því við höfum allar sjö verið í tygjum við einhvern af þeim og eru nú enn þrjú pör saman og tvö að auki sem kynntust í gegnum okkur hin... alltaf gaman að segja frá því ;) Við grétum í flugvélinni á leiðinni heim... þessi ferð var án efa það skemmtilegasta og eftirminnilegasta sem ég hef á ævi minni upplifað!! Mun lifa í minningunni ALLTAF!!!
En lagið sem ég er að tala um er Gabrielle - out of reach... rétt eftir Bridget Jones æðið mikla!! Og Sirrí ég hugsa líka alltaf til þín sérstaklega... því þetta lag kom á undan ring ring ring á disknum!!! Við erum að tala um snilld í alla staði... Ég sakna ykkar!!
Gömul vinkona mín sagði við mig þegar ég var 12 ára... Salóme hlustaðu á textann í laginu... þá pældi ég í því að ég tók aldrei eftir textanum... hlustaði alltaf á taktinn, enda hafði ég þá verið í dansi frá 4 ára aldri og rythm my life!! En ég fór að hennar ráðum og hef alla tíð síðan gert það... Og stundum finnst mér eiginlega bara eins og sum lög hafi verið samin eftir tilfinningum mínum... maður finnur sig svo í laginu!! En ég er sennilega ekki ein um það...
"Look at my life, look at my heart, I have seen them fall apart,
...but now I'm ready to rise again!
Just look at my hopes, look at my dreams, I'm building bridges from these scenes..."
Hvernig væri að henda sér í sjóðandi heitt freyðibað... held það sé algjörlega málið!!
Love...
Hotel Rhodos Palace
Stelpur muniði þegar við lágum þarna við sundlaugabakkan eða létum kaffæra okkur í waterpolo í ískaldri lauginni... eða sátum á útibarnum með íspinna til að kæla okkur niður!!
Good times good times... ég fæ gæsahúð!!!
mánudagur, maí 22, 2006
Helgin var mjög fín. Pabbi bauð mér og Siggu litlu systur út að borða í hádeginu á föstudeginum í góða veðrinu. Fór að vinna og tók því svo bara rólega heima um kvöldið því í fyrsta skipti í laaaangan tíma ætlaði ég mér að mæta eldsnemma í ræktina á laugardagsmorgni... and I did! Það var geðveikt... fór með Aldísi og Eyrúnu í Kickbox tíma og naut þess svo að slappa af í pottinum á eftir!! Sweet sweet sweet... komið til að vera! Fór á Sirkusmarkaðinn með Unni systur seinna um daginn og skemmti mér við að gramsa í dótinu þar á meðan spiluð var live music og dj-ar á borð við dj margeir og dj gusgus þeyttu skífum...
Kvöldið klikkaði ekki heldur.. var ekkert æst yfir eurovision þar sem Ísland komst ekki áfram og fór því út að borða með mömmu, pabba og Kötu systur á Hornið.. gamla góða! Fór þaðan til Soffíu þar sem við tókum okkur aðeins til og fékk svo stóra bróður til að skutla okkur heim til Krissu beib þar sem var nett eurovision stemming! Finland... dux point! Snilld.. ég vissi að þeir myndu vinna... enda snilldarlag þrátt fyrir ljóta búninga og einhverja misheppnaða tungutakta hjá flytjendum! Eftir að hafa heyrt í Rakel elskunni minni sem var í suddalegum djammgír varð ég að sjálfsögðu að hitta hana áður en við myndum fara í bæinn. Tók því Soffíu með mér heim til Önnu Lilju þar sem ég hitti Rakel og fleira gott fólk. Þaðan lá leiðin í bæinn...fengum far hjá einhverjum Könum, fór inn á nýja Barinn og beint út aftur þar sem allt liðið hafði farið á Oliver... þar rústuðum við dansgólfinu áður en við fórum á Vegó í enn betri tónlist! Ég sé mest eftir að hafa ekki farið með Rakel og Nönnu á Kaffibarinn því ég heyrði að það hefði verið "burnt dancefloor" eftir þær skvísur... en annars var þetta frábært kvöld í alla staði! Skemmti mér konunglega!!
Ætla að grafa upp skissurnar mínar frá tískuteikningu og fara að gera eitthvað af viti...
Kannski ég skipti líka um lag á iTunes... búin að vera með eitt ónefnt lag á repeat í klukkutíma og syngja með... þannig að þetta er kannski líka spurning um að fara ekki með fjölskylduna mína í gröfina!!
Peace
miðvikudagur, maí 17, 2006
mánudagur, maí 15, 2006
Mótmælendurnir sem stóðu fyrir framan Nordica í dag fóru óstjórnanlega í taugarnar á mér... kannski jókst pirringurinn vegna þess að ég var svo svekkt að vera ekki á ráðstefnu The Economist sem haldin var á Nordica einmitt í dag... Ég hefði gefið margt en það er ekki á hvers manns færi að greiða rúman 100.000 kall til að sitja eina ráðstefnu... svo ég þurfti að bíta í það súra!! Some other time...
Talandi um dýrar ráðstefnur. Ég hef heyrt því fleygt fram að Einar Bárða ætli að rukka rúmar 40.000 kr fyrir ráðstefnu með M. Gorbachev í október.. Merkilegur maður en hefur hann eitthvað meira að segja? Ég meina hann er búinn að skrifa ótal bækur og greinar og koma fram í fjölmiðlum... hann hefur áður komið til Íslands á leiðtogafundinn fræga sem var heimsatburður á Íslandi árið 1986... fyrir einmitt 20 árum. Pabbi skrifaði einmitt bók um leiðtogafundinn á sínum tíma sem sjálfur M. Gorbachev fékk að gjöf... ég myndi svo sem alveg vilja sitja ráðstefnuna með honum...en eru ekki 40.000 kr of mikið af því góða?? Eða maður spyr sig...
Ég tók dáldið stóra ákvörðun í dag, ég breytti námsáætluninni minni og kem til með að skrifa BS ritgerðina mína í haust! Sem þýðir að ég verð í 21 einingu... ég verð sem sagt opinberlega flutt upp í skóla þegar haustönnin gengur í garð...
Þetta sumar á því eftir að verða ofboðslega eftirminnilegt og skemmtilegt... um að gera að njóta þess í botn og hlaða batteríin fyrir erfiðan vetur!! Margt spennandi framundan...
En mikið er næs að vera í smá sumarfríi... ég svaf til hálf fimm í gærdag... í morgun fór ég í ræktina kom heim og stússaðist aðeins, lagði mig í tvo tíma og fór svo á flakk. Kíkti í efnabúðir, inn í júníform og endaði svo á því að kaupa mér Eurowoman... æðislegt tímarit og ekki skemmir fyrir að það er danskt! Gat nú ekki andað mikið eftir það því Krissa vinkona var komin að ná í mig... við fórum í ljós og sund... alveg endalaust næs... Frábær dagur... alveg nauðsynlegt að vinna upp svefntapið frá því í vetur... ahhh.. ég er bara orðin dáldið sibbin..... ;)
Fór í klukkutíma langa brainstorming kraftgöngu með Soffíu vinkonu í gærkvöldi og við nánast froðufelldum yfir hugmyndum sem komu upp í hugann... Sumar gamlar og sumar nýjar. Það er svo gaman að umgangast fólk sem hefur svona passion fyrir lífinu! Það gerir mann svo jákvæðan og lífsglaðan!! :)
Sé fram á tvær Danmerkurferðir og þrjár Bandaríkjaferðir á einu ári frá og með deginum í dag!! What... var bara að átta mig á því...
En já busy dagur á morgun!
Saló studaholic... (má ekki skilja þetta á tvo vegu??) ;)
laugardagur, maí 13, 2006
Ég er svo hamingjusöm að vera svona frjáls... ég er reyndar svo hamingjusöm að ég hef ekkert verið að pirra mig á fatahrúgunni sem stækkar og stækkar inni í herbergi og visakortinu sem er við það að bráðna..
Ég tek bara undir orð Bubba frænda... "sumarið er tíminn..."