mánudagur, maí 22, 2006

Síðustu dagar eru búnir að vera fáránlega rólegir... skrítið hvað ég kem litlu í verk þegar ég hef allan tíman fyrir mér! Ég hef getað tekið mér 3 klst beautysleep daglega... reyndar í stað þess að sofa út en ef ég hefði ekki Sigurpál til að píska mér út á morgnana þá veit ég ekki hvar ég væri! En nú tekur alvaran við.. vinnan byrjar á morgun. Ný flugáætlun hefst á mánudaginn þannig að ég verð meira og minna uppi í vinnu eftir það...

Helgin var mjög fín. Pabbi bauð mér og Siggu litlu systur út að borða í hádeginu á föstudeginum í góða veðrinu. Fór að vinna og tók því svo bara rólega heima um kvöldið því í fyrsta skipti í laaaangan tíma ætlaði ég mér að mæta eldsnemma í ræktina á laugardagsmorgni... and I did! Það var geðveikt... fór með Aldísi og Eyrúnu í Kickbox tíma og naut þess svo að slappa af í pottinum á eftir!! Sweet sweet sweet... komið til að vera! Fór á Sirkusmarkaðinn með Unni systur seinna um daginn og skemmti mér við að gramsa í dótinu þar á meðan spiluð var live music og dj-ar á borð við dj margeir og dj gusgus þeyttu skífum...
Kvöldið klikkaði ekki heldur.. var ekkert æst yfir eurovision þar sem Ísland komst ekki áfram og fór því út að borða með mömmu, pabba og Kötu systur á Hornið.. gamla góða! Fór þaðan til Soffíu þar sem við tókum okkur aðeins til og fékk svo stóra bróður til að skutla okkur heim til Krissu beib þar sem var nett eurovision stemming! Finland... dux point! Snilld.. ég vissi að þeir myndu vinna... enda snilldarlag þrátt fyrir ljóta búninga og einhverja misheppnaða tungutakta hjá flytjendum! Eftir að hafa heyrt í Rakel elskunni minni sem var í suddalegum djammgír varð ég að sjálfsögðu að hitta hana áður en við myndum fara í bæinn. Tók því Soffíu með mér heim til Önnu Lilju þar sem ég hitti Rakel og fleira gott fólk. Þaðan lá leiðin í bæinn...fengum far hjá einhverjum Könum, fór inn á nýja Barinn og beint út aftur þar sem allt liðið hafði farið á Oliver... þar rústuðum við dansgólfinu áður en við fórum á Vegó í enn betri tónlist! Ég sé mest eftir að hafa ekki farið með Rakel og Nönnu á Kaffibarinn því ég heyrði að það hefði verið "burnt dancefloor" eftir þær skvísur... en annars var þetta frábært kvöld í alla staði! Skemmti mér konunglega!!

Ætla að grafa upp skissurnar mínar frá tískuteikningu og fara að gera eitthvað af viti...
Kannski ég skipti líka um lag á iTunes... búin að vera með eitt ónefnt lag á repeat í klukkutíma og syngja með... þannig að þetta er kannski líka spurning um að fara ekki með fjölskylduna mína í gröfina!!

Peace

Engin ummæli: