miðvikudagur, mars 07, 2007

Ég hélt að ég þekkti verstu tilfinningu í heimi - höfnun, tómleika og svik á einu bretti! En fyrir stuttu kom svolítið uppá sem gerði mér ljóst að svo er ekki. Það sem er verra en að lenda í ástarsorg er að horfa upp á einhvern sem manni þykir vænt um lenda í því. Það er versta tilfinning sem ég hef upplifað - það er ofboðslega erfitt að sjá manneskju kveljast og geta ekkert gert til að láta viðkomandi líða betur, hversu heitt sem maður óskar þess. Enda myndi ég ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum svona hörmungar!!
Hugsið vel um þá sem standa ykkur næst, þá sem skipta ykkur mestu máli! Þessir fáu í kringum ykkur sem standa eins og klettar við bakið á ykkur no matter what!! Ræktið sambandið við þá og gefið þeim af ykkur....
:)

Engin ummæli: