þriðjudagur, apríl 29, 2008
Fasta pasta
Líkaminn mótmælti þessari brútal meðferð... ekki séns að hafa orku í almennilega hreyfingu og hvað þá langhlaup á detox fæði... svo ég tók skynsemina á þetta... en nammibindindið heldur sér hins vegar... ;)
Hlakka verulega til að fá haframjölið mitt í fyramálið...
Hey já, var næstum búin að gleyma!! - Fór í dag á sýningu LHÍ á Kjarvalstöðum og verð að gefa henni flott credit! Margt mjög skemmtilegt og sniðugt þarna... maður gerir allt of lítið af því að fara á listasýningar og söfn hérna heima!
mánudagur, apríl 28, 2008
Saló í aldingarðinum...
Við mættum allar í kvöld, ellefu skvísur - skólasystur úr HR, sem eru fréttir því það er ekki það auðveldasta að ná okkur öllum saman!! Guðrún Ásta bauð upp á þessa líka heavy girnó pizzu og súkkulaði köku... og mín bara á bullandi föstu... oj hvað ég var svekkt... en ólíkt Evu þá stóðst ég forboðna ávöxtinn... og ekkert smá sátt við það... hugsaði líka eftir á... það eiga eftir að koma margir margir svona dagar í mínu 210 daga nammibindindi!! - So, better get used to it...
Að venju voru samræðurnar verulega fjörugar... það er náttla aaaaalllt látið flakka... hahha...
Hlupum rétt rúma 8km í dag... mér fannst varla taka því að fara í hlaupabuxurnar fyrir það... ekki þegar maður er farinn að hlaupa um 35km á viku - en gerði það nú samt - fyrir Valdísi og Kidda... veit hvað þeim finnst ég heit í þessu outfitti!! Stefnan er að fara upp í ca 36-40 í þessari viku! :) Tökum létt skokk upp dauðatröppurnar og þar á morgun, lengra hlaup á miðvikudag, Esjuna á fimmtudag, aftur 8 km á föstudag og svo 15 km á laugardag...
Þeir sem vilja koma með á Esjuna á fimmtudaginn let me know! Ætlum að reyna að fara um miðjan daginn :)
Annars er ég orðin of þreytt til að hugsa... kenni Jump Fit fyrir Beggu í fyrramálið og það er mikið að gera í vinnunni! Þarf alla orku sem ég get fengið... því maður er í hálfgerðu móki á þessari föstu...
sunnudagur, apríl 27, 2008
Er það Bermuda??
Vá hvað það var gaman!! Leikurinn verður endurtekinn þegar Soffía kemur heim frá Ítalíu...
Það stendur klárlega upp úr dagurinn sem við leigðum okkur skútu með skipstjóra og kokki um borð... sigldum um miðjarðarhafið og syntum í sjónum... létum svo speed bát draga okkur á svona donuts á fleygiferð á söltum sjónum og lágum flatmaga uppi á dekkinu á bátnum í sólbaði þar sem við létum bera í okkur drykki og ávexti... við erum auðvitað ekki þekktar fyrir annað en að gera hlutina með stæl ;)

Það bættist í hópinn og gamanið fór heldur betur að kárna svo við ákváðum að drífa okkur á djammið... þarf ég að segja eitthvað annað en að ég endaði á mínum stað þar sem ég sá um að halda fjörinu uppi... eða eins og Jóhanna myndi orða það.. "það þarf einhver að sjá um skemmtiatriðin fyrir vinkonuhópinn" Við gríslingarnir þrír töpuðum okkur á dansgólfinu og settumst ekki einu sinni niður allt kvöldið!! Við vorum on fire og skemmtum okkur endalaust vel!!
Vorum allar vaknaðar og komnar í Árbæjarlaugina fyrir hádegi!! Geri aðrir betur... Lágum ofan í lauginni með sólina í andlitið og tásurnar upp í loft... mmm... það var næs!! Þarf að fara að redda mér einhverju almennilegu bikiníi fyrir þennan hasarkropp sem ég verð hehehe... ;)
Ekki nema fjórar vikur í Ítalíu!!! Váááá.... hvað ég hlakka til!!!
Later!!
laugardagur, apríl 26, 2008
Rockin' the beat!!
- en nei nei... skvísan hafði vísvitandi lengt hringinn... og ég var ógeðslega abbó því ég átti nóg inni og er svo sjúkleg keppnismanneskja.. hahaha... þannig að ég brunaði upp í sporthús þar sem ég var að fara að kenna Jump Fit og dreif mig út og tók extra 3 km - upp dauðabrekkuna í Hjöllunum í Kóp og allt - áður en ég fór að kenna... restina tók ég svo út á strákunum sem ég held að hafi skriðið út úr tímanum hehe.. er maður bilaður í hausnum eða hvað??? - En mér leið allavega miklu betur á eftir... ;)
Við Rakel ætlum í Jump Fit tíma í New York... hlakka hriiiikalega til!!! Komum heim með ný spor í farteskinu!! :)
Í kvöld á að skemmta sér like never before!! Hlakka rosalega til að hitta stelpurnar!! Ég er í svaka stuði og ekki skemmir veðurblíðan fyrir...:)
Á morgun byrjar svo 11 daga fasta! Ég er búin að éta allt of mikið af nammi í síðustu viku... ég er liggur við búin að borða svona hnetubar á hverjum degi - algjör viðbjóður... og það er bara eiginlega ekki í boði ef maður á að fara að taka þátt í einhverri kroppasýningu eftir 30 vikur!!! Það er naumast hvað maður verður svangur af öllu þessu hlaupi... og hefur ekki beint lyst á mat... En fyrir utan það er ég svo líka á leiðinni til Mílanó eftir fjórar vikur og ég vil geta spókað mig þar um í mínípilsi og hlírabol... ;) (nei rakel ég lofa að taka ekki hvíta pilsið með mér...)
210 dagar í nammibindindi!! Frá og með morgundeginum... ætla að bíða aðeins með yfirlýsingar um djammpásur... þetta er ágætis byrjun ;)
Automatic Supersonic Hypnotic Funky Fresh...
föstudagur, apríl 25, 2008
What we think - we become!!
Sem þýðir að ég verð bara róleg í kvöld... eða þið vitið - ekkert svona brjálæðislega æst eins og venjulega... hehe..
Svo er víst búið að skrá mig á línuskautanámskeið... frábært.. ekki veitir af.. ég viðurkenni fúslega að ég þurfi á því að halda... kann ekki að stoppa mig... þó ég hafi einu sinni æft listdans á skautum... eða ok, fór á nokkrar æfingar í skautahöllinni... ætli ég hafi ekki hætt eða bara rekin hahaha - af því að ég gat ekki lært að stoppa mig... skautaði örugglega bara alltaf á vegginn til að stoppa... kæmi mér ekki á óvart... ég er svo mikill klaufi...
Farin að hlakka svakalega til að hitta skvísurnar annað kvöld... ætla að djamma almennilega og brenna dansgólfið því svo verð ég víst að taka smá pásu... amk í hvítvíninu því ég þarf að byggja upp þol til að hlaupa 42 km í september!! Mér skilst að ég þurfi að fara 35 km 3 vikum fyrir hlaupið og svo að gíra mig niður aftur... já já þetta verður lítið mál...
Er í partýfíling.. - fyrir þá sem hafa áhuga.. heitar umræður um boltastráka inni á www.dyrunn.bloggar.is ;)
Þetta lag minnir mig svo á Katý - litlu yndislegu vinkonu mína og okkur tvær að tapa okkur á dansgólfinu á Rex einhvern tíman á HR tímabilinu... awww... goood old times!! hehehehe...
Góða helgi..
Kv. Saló partýdýr!!
fimmtudagur, apríl 24, 2008
Já, heyrðu... eigum við ekki bara að byrja saman??!
"ég fer í ræktina á morgnana (ef ég nenni), fer svo að vinna - elska vinnuna mína, fer í ræktina beint eftir vinnu og er þar meira og minna fram á kvöld að æfa, kenna eða stússast... - svo um helgar þá fer ég í ræktina, á kannski nokkra klukkutíma fyrir vini mína og fjölskyldu (sem ég hitti ekki í ræktinni) á laugardeginum, fer svo yfirleitt á djammið og svo er sunnudagurinn notaður til að hvílast og hlaða batteríin fyrir næstu viku..." sem betur fer var lýsingin hans voðalega svipuð því þetta hljómaði pínu svona sad...
Sporthúsið bauð sem sagt starfsfólki í svaka flotta humarveislu á Lækjarbrekku í gærkvöldi... og lét mig að sjálfsögðu ekki vanta! ;)
Tók síðan einn hring í bænum...
Þar sem ég var skynsama skvísan í gærkvöldi og var edrú.. (er að spara mig fyrir Marmaris hitting á laugardaginn) fékk ég það skemmtilega hlutverk að keyra nokkra einstaklinga heim... meðal annars Magga (Núsa) eða Partý Palla eins og við vildum kalla hann (hann var reyndar á því að partý palli væri í Köben!)... ég sver það að ég hélt honestly að ég myndi kálast úr hlátri.. það sem kemur upp úr þessum manni og samræðurnar á milli strákanna í bílnum á leiðinni heim fengu mig til að emja og tárast af hlátri... ég gat ekki meir og varð næstum að stoppa bílinn... fékk krampa í magann og allt... jesús minn...
Ég er að segja ykkur það að ég finn á mér að þetta verður geðveikt sumar....
mánudagur, apríl 21, 2008
Live a little ...
Hvatvís - tékk
Ævintýraglöð - tékk
Áhættusækin - tékk
Ég var að láta Valdísi plata mig til að taka þátt í Berlínarmaraþoninu í lok september... það eru ekki nema litlir 42 km!!
Ef maður er ekki létt geggjaður þá veit ég ekki hvað... við erum að tala um að ég er að fara að hlaupa í svona 4-5 tíma samfleytt!! En fyrst ég gat hlaupið hálfmaraþonið í fyrra algjörlega á þrjóskunni einni þá get ég hlaupið heilt maraþon í ár!! Eins og Buddha segir "What we think, we become"... :)
Þannig að... brjálæðislega miklar hlaupaæfingar framundan... Við vinkonur gerðum okkur lítið fyrir og tókum 10,5 km skokk seinnipartinn, sem myndi rétt svo kallast upphitun í maraþoninu! Ég brunaði svo upp í Sporthús og beint í danstíma til Gauja.... ég má ekki missa af einum tíma! - og ég er dauð í fótunum eftir því...

sunnudagur, apríl 20, 2008
Afmælis...

laugardagur, apríl 19, 2008
Sipp er hollur leikur
Sipp er tilvalin æfing fyrir þá sem lítið eru gefnir fyrir allt pjattið sem oft vill fylgja líkamsrækt, svo ekki sé talað um tilkostnaðinn. Hægt er að sippa nánast hvar sem er úti undir beru lofti eða innandyra þar sem nógu hátt er til lofts. Þá er tilkostnaður sáralítill því aðeins þarf að verða sér úti um gott sippuband og ekki þarf að fara mikill tími í æfingar, nokkrar mínútur á dag nægja.
Byrjendum er ráðlagt að verða sér úti um sippuband úr næloni eða hampi og gæta skal að því að bandið sé nógu þungt til að hægt sé að sveifla því með góðu móti. Fyrir þá sem eru „lengra komnir“ í sippæfingum eru fáanleg alls kyns sippubönd, t.d. úr þykku leðri eða gerviefni með sérhönnuðum höldum. Einnig eru til fullkomnari sippubönd með áföstum mæli sem skráir hverja sveiflu. Jump Fit selur geggjuð sippubönd fyrir byrjendur!!
- Andið ávallt í gegnum nefið.
- Sippið svo létt að ekki heyrist þegar fæturnir snerta jörðina.
- Reynið ævinlega að lenda með táberginu á jörðinni.
- Haldið olnbogunum að líkamanum og snúið sippubandinu aðeins með höndunum.
- Hoppið ekki hærra en svo að sippubandið rétt strjúkist við skósólana.
- Hafið hnén örlítið beygð.
- Horfið beint fram fyrir ykkur þegar þið sippið, aldrei niður.
- Ef þið hafið ekkert svitnað eftir að hafa sippað dágóða stund þá er sýnt að áreynslan hefur ekki verið næg og því sjálfsagt að sippa dálítið lengur.
miðvikudagur, apríl 16, 2008
Classic Fusion

mánudagur, apríl 14, 2008
A scandal in the night... what you say?
Ég er að fara til Ítalíu!!!! ...var að kaupa mér flugmiða alla leið til Mílanó!!!! :0)
Það er í fyrsta lagi draumur að koma til Ítalíu og svo hef ég ekki farið út síðan í október í fyrra!! Sem er aaaalllt of langt samkvæmt mínum bókum...
Ég ætla að hitta Soffíu og Bjarna sem er í skiptinámi í Torino og vera hjá þeim í viku. Var búin að lofa að koma út á meðan Soffía væri þarna og vera kærastan hans Snorra á meðan hehe..
Ég er svo spennt að ég er að fríka út!!! Á flug 24. maí svo það er klárlega málið að bretta upp ermarnar og massa ræktina þessar stuttu sex vikur sem eftir eru fram að því!! ;)
Ég held það sé alveg á hreinu að Sporthúsið er mitt nýja heimili... það eru svo sjúkir tímar inni í nýju stundaskránni og ég vil ekki missa af neinum...
Var einmitt að koma úr danstíma hjá Gauja... gömlu jazzballett taktarnir rifjaðir upp og ég að fíla mig í tætlur fyrir framan spegilinn... er að segja ykkur það... þetta er svona fönk/jass/aerobic allt í bland... ruglað fjör!!
Það má greinilega sjá að ég sé að tapa mér í gleðinni hvað varðar ræktina... ég brenni svo mikið að ég er að verða flatbrjósta!!! Æðislegt... en samt er rassinn alltaf þarna... já já.. hann minnkar ekkert...
Ætla að taka smá rúnt... er of upptjúnuð til að vera heima hjá mér!!! :o)
sunnudagur, apríl 13, 2008
All night long..
Anyways... ég fékk mér svo hot pot í aðalrétt, sem sagt þorskur og humarhalar á green tea núðlum... nammi namm... ég er sjúk í humar... en fyrir utan afbragðsgóðan mat er staðurinn bara nokkuð töff og þjónustan frábær svo þetta er hiklaust staður sem allir sem kunna gott að meta verða að prófa :)
Kom síðan við hjá gamalli bekkjarsystur úr Hvassó, Sigrúnu Þóris, hún var með smá kveðjupartý fyrir vini sína þar sem hún er á leið til Svíþjóðar í beinmergsskipti. Það var gott að sjá hana aðeins og faðma hana. Veit að hún á eftir að standa sig eins og hetja... þið getið skoðað bloggið hennar hérna www.sigrunth.bloggar.is
Leiðin lá í partý til Valdísar... þar sem við skemmtum okkur konunglega... en ekki hvað!! Sjálf dýramanneskjan ég (eða ekki..) var hálfsvekkt yfir því að voffinn hennar hefði farið í pössun... elska þennan hund... fallegasti hundur sem ég hef séð og eina dýrið sem ég vil koma nálægt...
Liðið hélt á Oliver þar sem við áttum frátekið borð... mikið stuð á okkur!! Ég, Rúrý og Lilja vorum alveg að tapa okkur í gleðinni og ég var svaka glöð þegar Þórey og Hildur bættust í hópinn... við færðum gleðskapinn yfir á Vegó þar sem við dönsuðum fram í nóttina... heimferðin var svo vægast sagt skrautleg... en here I am... búin að massa æfingu og alles og á leið í mat til elsku mömmu...
Það væri gaman að sjá í hvaða röð systkyni mín kommenta hérna hjá mér... þetta er keppni og það eru verðlaun!! ;)
laugardagur, apríl 12, 2008
Now I realize that I really didn't know...
....rétt eftir að ég kem heim hringir vinkona mín í mig með sorglegar fréttir. Ég sit með tárin í augunum, óskandi þess að ég gæti breytt hlutunum og það hræðir mig hvað við erum máttvana í þessum heimi!!
Ég hugsa með mér - ég hef eytt óteljandi mínútum í að svekkja mig á strákum sem ég hef leyft að brjóta í mér hjartað... í stað þess að beina orku minni og tíma til þeirra sem skipta mig raunverulega máli... fjölskyldu og vina.
Það er nú einu sinni þannig að fólk kemur og fer úr lífi manns, sumir stoppa lengur og skilja eitthvað eftir sig og svo eru það aðrir sem eru alltaf til staðar - sama hvað...
miðvikudagur, apríl 09, 2008
Keep it simple!
strákar eru skemmtilegri en stelpur... sorry en það er satt!!
Kenndi fyrsta stráka Jump Fit tímann minn í kvöld... og skemmti mér konunglega!! Þeir eru æðislegir... það kom mér á óvart hvað þeir voru góðir!! Meiri challenge... ekkert nema jákvætt við það! :)
Snilldin ein..!!
Er að frískast upp...
Eitt af lokum fyrir þá sem eru að fíla þessa karlrembu...
http://www.youtube.com/watch?v=T0xoKiH8JJM
þriðjudagur, apríl 08, 2008
My life is brilliant - my love is pure...

Ég hef ekkert komist í ræktina síðan á laugardag!! og það er að gera mig geðveika.... ég á eftir að hlaupa eins og vindurinn þegar ég kemst loksins út... ég er sko alveg búin að tárast yfir pirring á þessari hálsbólgu því ég kem varla upp orði og síminn hefur ekki stoppað!! Allir náttla æstir í að fara út í sjoppu fyrir mig eða koma og hjúkra mér... ég bara hef ekki við að afþakka góð boð!! hehe..
mánudagur, apríl 07, 2008
Sumarið er tíminn...
Ég fæ alveg gæsahúð að hugsa til þess að það séu ekki nema um sjö mánuðir í næsta Bikarmót!! Mikið viðbjóðslega hlakka ég til....
Ég vaknaði eitthvað hálf ómöguleg.. .komst ekkert í ræktina í dag... missti af tíma í lagfæringu líka en sem betur fer gat ég unnið ágætlega heima! Alveg glataðir svona dagar..
Ég er að segja ykkur það að það leiðinlegasta sem ég veit er að vera fastur heima hjá sér veikur!! Ég get svo svarið það að það slær því út að skipta um sængurver og að sitja í flugvél!! Er með massífa hálsbólgu... ég veit að ég þarf að láta taka úr mér kirtlana... en ég eiginlega meika það ekki... ekkert frekar en ég þori ekki að láta draga úr mér endajaxlana... mér hefur aldrei verið vel við sjúkrahúsferðir, sprautur eða blóð...
Fékk geðveikan sumarfíling á laugardaginn... fór út að hlaupa um morguninn með Valdísi. Ég bætti mig... hljóp 8,5km á uþb 40 mín! ánægð með það!! Veit að Bjarney var að fjárfesta í nýjum hlaupaskóm svo að nú förum við að setja alvöruna í þetta... maður verður að geta sprangað um á bikiníinu í sumar án þess að roðna...
Hitti Brynju og Guggu í lunch og um kvöldið kom Jóhanna svo með mér að hitta Elvu vinkonu sem býr úti í Róm. Við hittumst í drykk og ég endaði á djamminu... ekki orð um það meir... nema kannski að ég hitti Thelmu skvís á tjúttinu sem hafði komið óvænt heim frá Köben... sagðist vera með einn Dana handa mér... ég var ekkert smá happy að sjá hana!!
Mhmm... hlakka til sumarsins... ;)
föstudagur, apríl 04, 2008
It feels like some kinda rush!! So good...
miðvikudagur, apríl 02, 2008
Living in reality...