Vá hvað það var gaman!! Leikurinn verður endurtekinn þegar Soffía kemur heim frá Ítalíu...
Það stendur klárlega upp úr dagurinn sem við leigðum okkur skútu með skipstjóra og kokki um borð... sigldum um miðjarðarhafið og syntum í sjónum... létum svo speed bát draga okkur á svona donuts á fleygiferð á söltum sjónum og lágum flatmaga uppi á dekkinu á bátnum í sólbaði þar sem við létum bera í okkur drykki og ávexti... við erum auðvitað ekki þekktar fyrir annað en að gera hlutina með stæl ;)

Það bættist í hópinn og gamanið fór heldur betur að kárna svo við ákváðum að drífa okkur á djammið... þarf ég að segja eitthvað annað en að ég endaði á mínum stað þar sem ég sá um að halda fjörinu uppi... eða eins og Jóhanna myndi orða það.. "það þarf einhver að sjá um skemmtiatriðin fyrir vinkonuhópinn" Við gríslingarnir þrír töpuðum okkur á dansgólfinu og settumst ekki einu sinni niður allt kvöldið!! Við vorum on fire og skemmtum okkur endalaust vel!!
Vorum allar vaknaðar og komnar í Árbæjarlaugina fyrir hádegi!! Geri aðrir betur... Lágum ofan í lauginni með sólina í andlitið og tásurnar upp í loft... mmm... það var næs!! Þarf að fara að redda mér einhverju almennilegu bikiníi fyrir þennan hasarkropp sem ég verð hehehe... ;)
Ekki nema fjórar vikur í Ítalíu!!! Váááá.... hvað ég hlakka til!!!
Later!!
4 ummæli:
Hver átti samt hugmyndina að Bermuda??
Takk fyrir gærkvöldið :-) missti alveg af ykkur í bænum
Sææææta!!! Bætum úr því við fyrsta tækifæri ;)
Bermuda hugmyndin kom frá Láru ... ég vil ég vil!!!
nammmmm.. mig langar til Bermuda ... og Ítalíu ... en ég myndi líka alveg sætta mig bara við að fara út fyrir hússins dyr hér í kópavoginum hahahahah :D bara allt annað en að læra ;)
vá.. hvað eigum við að gera á miðvikudaginn ? fara á línuskauta og svo staupa okkur með grasa safa tökum síðan hring á vegó með gulrótarsafa í klaka og tryllum svo dansgólfið með blönduðu vatni.. heitt og kalt.. ? ;) hahaha..hlakka til sæta..
Skrifa ummæli