Svo tók ég 10 km skokk í gær til styrktar Krafti, styrktarsjóði krabbameinssjúkra barna - tók mig nákvæmlega klukkutíma og 37 sek.... enginn úrvalstími en ágætt samt! Stefni á bætingu að ári liðnu... ;)

Á morgun er svo fyrsta æfing hjá Þrekmeistarahópnum!! Keppnin verður í nóvember. Fyrir þá sem ekki vita eru keppnisgreinarnar tíu eftirfarandi:
1. þrekhjól
2. róðravél
3. niðurtog í vél
4. fótalyftur
5. armbeygjur
6. kassauppstig
7. uppsetur
8. axlapressa
9. hlaupabretti
10. bekkpressa
Væri gaman að fá í comment hvaða tvær æfingar þið haldið að ég fái... ath að hver keppandi tekur tvær æfingar í röð! ;)
7 ummæli:
Hæ sæta mín! Hvar er keppnin í nóvember??
hey girl... ég hef heyrt talað um helgina 7 - 9 nóv :)
Og keppt er á AKUREYRI :)
getur ekki troðið sipp inn í þetta ?
ég segi að þú sért í æfingu 9 og 10 eeeða 1 og 2 :)
æfingar 1 og 2:)
Hlaupabretti og bekkpressa :D
Þú ert svo hlaupaóð :D
Soffía
Hmmm...afmælishelgin mín. Eða svona næstum. Tventífæf afmælishelgin. Jah, spurning hvar á landinu við litli kútur verðum! En sjáum til, aldrei að vita nema við verðum á svæðinu!
Skrifa ummæli