laugardagur, október 13, 2007

You want some more??

Einu sinni var stelpa sem var tiltölulega nýbyrjuð á nýjum vinnustað. Kollegi hennar átti von á tvíburum, strák og stelpu.
Einn daginn var starfsdagur í vinnunni. Allt fólkið í deildinni samankomið í svaka strategy workshop og hópefli rétt fyrir utan Reykjavík. Vinnufélaginn hafði eignast tvíburana nokkrum dögum áður svo hann var að sjálfsögðu heima með stóru fjölskyldunni sinni.

Á starfsdeginum situr fólkið saman og er að snæða hádegisverð þegar stelpan er spurð hvort vinnufélaginn hafi átt eineggja tvíbura. Hún hugsar sig um dágóða stund og svarar svo hreinskilningslega eins og brýnt er fyrir starfsfólki þessa tiltekna vinnustaðar... "veistu ég er bara ekki með það á hreinu" - þá segir maðurinn sem situr við hliðina á henni - "ja.. það getur nú varla verið, því tvíburarnir voru ekki af sama kyni!" - Riiight!! Frábært...
Hefði mann langað að hverfa ofan í jörðina á þessum tímapunkti... ójá!!!

laugardagur, október 06, 2007

Við erum tíu stelpur í vinkonuhóp, sendum oft e-maila á alla grúppuna sem er kannski ekki frásögu færandi nema hvað, á föstudaginn fengum við e-mail frá einni þar sem hún tjáði okkur að hún hefði ákveðið að fylgja hjartanu, gefa bankann upp á bátinn og fara í hjálparstarf erlendis í hálft ár! Ég las póstinn og fékk gæsahúð af stolti... og skrifaði med-det-samme póst til baka á allan hópinn þar sem ég lýsti yfir gleði minni með þessa ákvörðun! En með póstinum fylgdi líka mynd sem hún benti okkur á að skoða þar sem það væri mynd af tilvonandi samstarfsfélögum. Þegar ég opna myndina sé ég hóp af mjög myndarlegum stæltum karlmönnum, berum af ofan og litu út eins og hermenn... svo mér leist nú heldur betur bara enn betur á þessa hugmynd eftir að hafa séð þá... anyways!! Ég sendi póstinn - með öllum þessum fögru orðum og ekki nema örfáum sek seinna kemur ein vinkona mín á msn og segir... "Saló, hahahahaha!!! hún var að grínast" great!!... og í kjölfarið fylgdu margir margir póstar þar sem var skotið á mig hægri vinstri og gamlir ljóskubrandarar rifjaðir upp....

... og ég má til með að segja frá einum sem virðist ætla að lifa ansi lengi í minnum vinkvenna minna... enda af verri endanum...

Við vorum saman komnar í partýi heima hjá einni eitt árið í Háskólanum... rosa stuð eins og alltaf!! Vinkona mín sem hélt partýið bjó í blokk á þeim tíma svo það þurfti að hringja bjöllunni niðri og svo aftur þegar maður kom inn á stigaganginn... Það bættist smátt og smátt í partýið og á einhverjum tímapunkti hringir bjallan og ég stend upp.... svara í dyrasímann og hleypi liðinu inn... svo fer ég fram á gang til að kveikja ljósið en þá hringir bjallan... svo ég hleyp aftur inn og bara "halló-halló" en enginn svarar... svo ég ýti bara á takkann til að hleypa fólkinu inn... ekkert að skilja af hverju mér var ekki svarað... og ég veit ekki fyrr en nokkrar vinkonur mínar standa bak við mig og gjörsamlega detta í gólfið úr hlátri... ég var ekki að skilja neitt... og þær gátu ekki útskýrt það strax því þær hlógu svo mikið... en loks kom ein þeirra út úr sér "Saló, þú kveiktir ekki ljósið frammi - þú ýttir á dyrabjölluna" hahahhahaha.....

Blondes have more fun... ;)

fimmtudagur, október 04, 2007

Svaka átak í gangi...

www.blog.central.is/jellybellies :)

Knús, Saló