mánudagur, mars 31, 2008

It's a good thing tears never show in the pooring rain!

Ég er búin að vera á þeytingi í allan dag svo það er geðveikt næs að leggjast niður núna... var að koma heim af æfingu, kveikti á kertum og hef það kósý... það eina sem vantar er kannski einhvern til að nudda minn þreytta líkama...

Er heldur betur búin að finna taktinn aftur... farin að mæta á æfingar tvisvar á dag og kenndi svo einn Jump Fit tíma í kvöld líka! Get ekki hætt.. þetta er fíkn! Eykur endorfínmagnið svo um munar og ég er bara endalaust hamingjusöm...

Það versta við þetta er að maður verður svo einbeittur svo maður verður ósjálfrátt svakalega upptekinn af sjálfum sér (teljiði bara hversu oft ég segi "ég" í þessari færslu) en á móti kemur reyndar að maður smitar út frá sér og fær annað fólk til að hugsa um heilsuna, mataræði og hreyfingu... það er góð tilfinning og meira pepp en nokkuð annað! En maður er klárlega nett steiktur í hausnum á meðan maður æfir svona stíft... svo þið verðið að gefa mér smá séns!
Að mæta í ræktina er fyrir mér félagslegt því ég æfi yfirleitt með einhverjum vinum mínum og hitti svo enn fleiri á æfingu, hvort sem er í Laugum eða í Sporthúsinu. Í dag var ég reyndar ein að lyfta og mér finnst fátt leiðinlegra, fyrir utan það að maður reynir oftast miklu meira á sig ef maður hefur lyftingarfélaga. - þannig að þegar að einhver gaur fór að segja mér til í bekkpressunni... leyfði ég honum ekkert að fara... hann sýndi mér heldur enga miskunn og mig svíður enn í brjóstvöðvana!! Verst að Valdís var ekki með... henni hefði verið heldur betur skemmt yfir stelpuveinunum í mér við hverja lyftu... hún fær nefnilega stundum svo mikið kast yfir þessu að hún getur ekki staðið í lappirnar... skil það ekki.. hehe ;)

Nóg að gera í vinnunni og ég er í góðu jafnvægi...
Jump Fit kennsla kl 6.30 í fyrramálið... maður er nagli... ;)


sunnudagur, mars 30, 2008

Purify me

Stundum finnst mér svo gott að slökkva ljósin, loka augunum, liggja uppi í rúmi og hlusta á róleg og falleg lög... gleyma stað og stund... stundum óska ég þess að ég gæti sett hugsanirnar mínar svona niður á blað og samið góðan texta...

Was it all that easy?


Er komin með hlaupaæði!! Fór í gær til Kidda og náði mér í hlaupaskó og jakka... maður má ekki klikka á outfittinu! ;) Nefndi einmitt við hann að ég ætlaði að keppa á bikarmótinu í haust... held hann sé game í spons... og ég svaka sátt við það enda er Reebok klárlega flottasta íþróttamerkið í dag!! :)

Þetta er svo dýrt dæmi að maður þarf að fara að spá aðeins í þessu... einhverjar ábendingar eða einhver sem býður sig fram í að sjá um þetta fyrir mig hehe... jóhanna.. þú ert svo mikill plöggari!!! ;)

Á föstudagskvöldið var reunion hjá HR liðinu! Kíkti bara rétt aðeins en það var æðislega gaman að hitta krakkana aftur... þó það sé varla ár liðið frá útskrift voru þarna nokkrir búnir að setja upp hringa, einhverjar ófrískar... aðrir í íbúðakaupum... bara allt að gerast!!

Ég prófaði svo golf í Básum í gær... var alveg að ná þessu undir lokin... ætla að prófa aftur fljótlega!! ;)

fimmtudagur, mars 27, 2008

"Ég get staðist allt nema freistingar" - Oscar Wild

Enn ein helgin... tíminn líður alveg skuggalega hratt!

Tók almennilega æfingu í morgun eftir að ég var búin að kenna Jump Fit. Fannar mætti með listasögubækur til að lána mér og get varla beðið eftir því að eiga rólega stund með sjálfri mér um helgina til að lesa bækurnar sem liggja á náttborðinu mínu...

En það er nú samt nóg um að vera... og það er ekki verið að gera manni auðvelt fyrir í átakinu...

Við Rakel erum að fara í kokteil kveðjupartý til Bolla á morgun því hann er að flytja til Japan! og svo er reunion partý fyrir HR liðið á B5 annað kvöld! Ef ég þekki okkur rétt þá verður það one to remember... náttla snarklikkað lið.. ;)

Á laugardaginn er Jump Fit kynningartími í Sporthúsinu kl.11.10 - allir velkomnir - spread the word!! ;)
Svo á víst að fara að taka mig í smá golfkennslu... það verður eitthvað skrautlegt... því við skulum ekki gleyma því að ég fór 1. holu í Hveró síðasta sumar á svona ca 40 höggum og spændi upp allan völlinn!! En ég er búin að vara viðkomandi við... hehe..
Núsi er með heljarinnar afmælispartý um kvöldið og ég er búin að lofa að kíkja og segja hæ ;)
Lét Bjarneyju samt plata mig á æfingu snemma á sunnudaginn til að halda mér í skefjum ;)

Stóra systir er að lokka mig yfir... treystir á mig til að vekja hana í fyrró... ræktin kl.7!!


Kynningartími laugardaginn 29. mars kl.11.10 í Sporthúsinu!
Allir velkomnir :)

miðvikudagur, mars 26, 2008

Word Play

Bjarney hringdi í mig áðan og spurði hvað væri langt í mót... ég fékk gæsahúð!! Ætlum að endurvekja jellybellies síðuna og vera svona duglegar eins og við vorum fyrir jól... myndir og mælingar og allur pakkinn... líst rosa vel á það :)

Verð nú að viðurkenna að ég snoozaði af mér ræktina í morgun... átti að vera ábyrgðarfulla systirin og sjá um að vekja okkur báðar eeeen... það gekk ekki alveg eftir... ég var líka massapirruð frameftir degi yfir því!! Tókum bara þeim mun betur á því í ræktinni seinnipartinn og fór svo að kenna Jump Fit í kvöld... en þessi leti verður ekkert í boði aftur... það er alveg á hreinu!

Það er svo hrikalega gott að vera dottin í gírinn aftur...

Las skemmtilega grein í Markaðinum í dag eftir Gumma markaðsstjóra hjá Icelandair í London. Hún fjallaði um það að óskynsamlegt væri fyrir íslensk fyrirtæki að draga saman seglin í markaðsstarfi sínu þrátt fyrir niðursveifluna í þjóðfélaginu. Hann benti á að fólk skyldi horfa fram í tímann því það er nefnilega þannig að markaðurinn leitar í jafnvægi og mjög líklega munu hlutir verða komnir á gott skrið aftur um áramótin næstu. Og hvar verður brandið þitt þá? Gleymt og grafið því fyrirtækin ákváðu að skera niður í markaðsstarfinu á kostnað einhvers annars eða on top of mind hjá viðskiptavinunum því fyrirætki áttuðu sig á því að í kreppu leynast tækifæri! Mjög áhugaverð grein að mínu mati.
Ég fór svo að velta því fyrir mér hversu áberandi mér finndist Glitnir hafa dregið sig til hlés í markaðssetningu á meðan að maður sér Kaupþing auglýsa sig alls staðar.... og er ég nú sjálf í viðskiptum hjá Glitni! Klárlega eitthvað til að spá í...
Skemmtilegur bransi... ;)

Farin í háttinn... Jump Fit æfing snemma í fyrramálið!! ;)

þriðjudagur, mars 25, 2008

Maður er manns gaman!

Eðlilegt.... ??
Einu sinni sem oftar var ég stödd á Vegamótum, var búin að sitja í góðum félagsskap með Rakel vinkonu og einhverjum strákum... höfðum keypt okkur eina hvíta og vorum í svaka fíling! Ég var eitthvað upptjúnuð því ég átti deit við strák sem ég var búin að vera dáldið spennt fyrir... anyways... ég skrepp inn á wc og er eitthvað að flýta mér...
....þeir sem þekkja mig vita að ég er endalaus klaufi... alltaf að reka tásurnar í eða meiða mig í vitlausa beininu eða eitthvað álíka óhappalegt...
...ég sem sagt stend upp af wc í flýti og það vill svo óheppilega til (kemur á óvart!) að ég rek ennið í handþurrkuna... þessa huges vél sem hangir á veggnum beint fyrir framan klósettið! - Hvað er það??? Ég eiginlega rotast pínu... sný mér við og lít í spegilinn og fæ hjartaáfall og með því!!!!! Hausinn á mér stækkar og stækkar og stækkar og ég er við það að fara að grenja!!! Ég stari bara í spegilinn... og ég sver það að ennið á mér bólgnaði nánast upp um hálfa hausstærðina...
Ég reyndi að kæla bólguna en það var ekkert að ganga... til allarar hamingju var ég með hárið slegið... ég gekk út af klósettinu viti mínu fjær... reyndi að ná athygli Rakelar sem var komin í fangið á einhverjum heitum dansara... sem gefur að skilja að það varð ekki auðvelt... þegar hún loksins dröslaðist til mín sagði hún að þetta væri ekkert svo áberandi... að ég skyldi bara hafa hárið fyrir! -Einmitt!! Ég hélt nú aldeilis ekki... enda var þetta án gríns á stærð við tennisbolta! fór beina leið út, inn í næsta sjúkrabíl og upp á slysó... bannaði henni að koma með og hringdi í staðinn í pabba... - sat svo hálf ringluð og skömmustuleg með kælipoka á enninu hjá myndarlega lækninum... deitið mitt bauðst að sjálfsögðu til að koma heim og hjúkra mér en ég var ekki í stuði fyrir læknaleik eftir þetta ævintýri... enda var ég uppdópuð og útgrenjuð fyrir að vera svona ljót!! ég fékk riiisa glóðarauga nokkrum dögum seinna sem ætlaði ekkert að fara! - mjög töff...

Ég hef sko heldur betur varað mig á þessu tryllitæki á salerninu á Vegó eftir þetta...

Við Rakel erum komnar í brjálað átak fram að afmælinu hennar... ekkert tjútt fram að því... bara eitthvað rólegt og rómantískt... sem er alls ekki verra... komin með nóg í bili... en svo ætlum við að dilla okkur hressilega þann 19.!!

Maður er mættur á mjög ókristilegum tíma í ræktina á morgnana og aftur á Jump Fit eða hlaupaæfingar um kvöldið.... það er svo gott að vera komin í gírinn aftur... ætla að massa þetta Bikarmót í nóv!! God damn'it!!

Ætla mér alltaf svo snemma að sofa... en það hefur ekki ennþá tekist... sit hérna heima hjá systur minni sem getur ekki vaknað nema hafa mig á staðnum til að vekja sig... hehe ;) ætlum á æfingu í fyrramálið.. kisa lætur mig ekki í friði... ég held hún skynji það hvað ég vil ekkert með hana hafa... er eittvað að mjálma og vonast til þess að ég strjúki á henni mallann...

Nokkuð öflug byrjun! I'm back...