laugardagur, mars 28, 2009

Þó líði ár og öld...

Marmarispíur hittust í gærkvöldi hjá Hjördísi og fengu sér í aðra tánna... ;) takk fyrir mig... þetta var æðislegt kvöld!! Þá datt mér í hug að fara að blogga aftur...

Það hefur heldur betur mikið vatn runnið til sjávar síðan í síðustu færslu!

Það er allt á fullu í skólanum... næsta vika er fullpökkuð frá morgni til kvölds og verður vægast sagt hell! Þrjú risa verkefnaskil framundan og svo eru það prófin sem taka við!

Svo er það bara pæling hvað maður gerir við sumarið... any ideas?

Æfingar... hvað er það? Ég þrái að komast almennilega af stað aftur... þetta er bara rugl hvað ég datt út eftir að ég byrjaði í skólanum!! En það er búið að plata mig aftur í þrekmeistarann sem er á ak 9.maí svo ég "neyðist" til að keyra mig upp aftur... það verður ánægjulegt að fá ávexti, kjúlla og grænmeti aftur inn í valsettið hjá mér... ekki bari nammi og samlokur úr mötuneytinu í skólanum... ojjjj!!!!

Í kvöld er stefnan tekin á Tapas með frábæru fólki sem var með mér í HR... Katý elska er að koma til landsins og ég get ekki beðið eftir að knúsa hana í kaf!
Er alveg að fara að dröslast til að hendast í djammgallann... bara að bíða eftir að kæró komi heim og knúsi mig aðeins áður en ég ríf mig á fætur... maður verður svo latur þegar maður borðar svona óhollt! :S

Hasta la vista baby...