fimmtudagur, maí 29, 2008

Milan, Italy

Þá er það Mílanó á morgun... við vinkonurnar ætlum að fara í svaðalega stelpuferð! Sif sem er vinkona systur minnar og býr í Mílanó þar sem hún er í fatahönnunarnámi ætlar að vera svo elskuleg að hýsa okkur eina nótt... við tökum lestina upp úr átta í fyrramálið og ætlum að nýta daginn vel í miðbænum.. skoða dómkirkjuna, myndina af síðustu kvöldmáltíðinni og kíkja í hönnunar og vintage búðir... hlakka til :)

Bjarni og Ari ætla að hitta okkur seinnipartinn og við ætlum út að borða á Nobu sem apparently er einnig í Mílanó... og fá okkur eitthvað svakalega gott sushi!

Það kæmi mér ekki mjög á ef að við myndum síðan fá okkur nokkra kokteila... jafnvel einn til tvo fragola daquaries.. var einmitt að spá í því að hafa alltaf föst daquarie kvöld heima hjá mér á tveggja vikna fresti í sumar... held það sé alveg málið! ;)

Ég flýg heim seinnipartinn á morgun... þetta er búin að vera svakalega góð ferð og Torino frábær borg! Ég var alvarlega að hugsa um það í dag að framlengja fríinu mínu til þess að fá smá sólarglætu á kroppinn en hugsa að ég skelli mér bara í eina helgarferð aftur í sumar í staðinn... þetta er orðið gott og ég hlakka til að koma heim og komast í ræktina! :)

Ég er meira að segja að fara á línuskautanámskeið á fimmtudaginn... verð svaðaleg pía í sumar... og við vinkonurnar!! ;)

Rennblautar kveðjur frá Torino..

Almenn vitleysa

Við skiptum liði í gær, við stelpurnar fórum í verslunarleiðangur á meðan strákarnir fóru að gera eitthvað allt annað...

Það var geggjað veður svo við nutum þess að labba um í hitanum... þangað til ég steig í eina pollinn í bænum í opnum skóm... Soffía gat ekki andað úr hlátri og hélt því statt og stöðugt fram að þetta væri piss!!! Ekki leið á löngu þar til næsta óhapp átti sér stað... en þá skeit dúfa á bringuna á mér.... og aftur hló Soffía svo mikið að hún náði vart andanum... þegar hún loksins náði að jafna sig eftir ófarir mínar frussaði hún því út úr sér að ég væri "úrgangsóheppin" og hélt svo áfram að hlæja... það verður ekki tekið af mér að ég er algjör klaufi... en ég veit ekki alveg hvort ég samþykki þetta nýyrði...

Við fundum geggjaða búð sem seldi fatnað og fylgihluti eftir unga hönnuði... og gátum að sjálfsögðu ekki annað en eitt nokkrum krónum þar inni... ;) En það er einmitt gaman að segja frá því að Ítalía var valin world design capital of 2008!! :)

Þegar við höfðum fengið nóg af því að versla hittum við strákana og ætluðum í Go kart en það var allt fullt fram eftir öllu svo strákarnir tóku eina keilu.. fórum síðan út að borða á japanskan stað sem heitir Xia. Skemmtileg upplifun... við fengum öll japanska sloppa til að borða í og kokkurinn eldaði matinn fyrir framan okkur... þaðan var haldið á Rummeriuna þar sem bestu kokteilar bæjarins eru galdraðir fram... hver á eftir öðrum...

Við töldum 31 hóru á leiðinni heim... Soffía minntist á að þetta væri eins og að telja aðventuljós á jólunum... bara skemmtilegra hehehe...

Héldum fjörinu áfram heima þar til fólk týndist í háttinn hvert á eftir öðru... við Snorri sátum tvö eftir á spjallinu til kl fimm í morgun.... og líðanin í dag er eftir því hehe ;)

Heyrði í Elvu vinkonu áðan og hún er að reyna að plata mig yfir til Rómar... það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug.. sérstaklega þegar maður er orðinn despó í smá tan - ég meina maður er nú einu sinni á Ítalíu!!!

Setti fleiri myndir inn á facebook... :)

þriðjudagur, maí 27, 2008

Rignir niður á Ítalíu!



Ég, Soffía og Ari eyddum deginum í miðbæ Torino á meðan Bjarni og Snorri voru heima að læra undir próf. Við skoðuðum meðal annars sögusafnið og kítkum í nokkrar búðir... settumst á kaffihús og skoðuðum dómkirkjuna þar sem líkklæði Krists eru varðveitt... (ég misskildi víst aðeins þetta orð fyrst - áttaði mig ekki á því að þarna lægju leifar af kappanum sjálfum ... hélt það væri bara dressið hans... átta mig núna á því afhverju þetta er svona ansk merkilegt.. ) Keypti mér svo svaka flott krossa hálsmen í kirkjubúðinni og svo var ég að spá í að skrifta hjá prestinum en gat ómögulega fundið út hvar ég ætti eiginlega að byrja svo ég lét það bara eiga sig...

Það er búinn að vera einhver svaka doggari í mér og ég reiti af mér brandarana hægri vinstri.. verst bara að enginn skilur mig.. nema kannski Soffía af og til... en ég hlæ svo sem nóg af þeim sjálf...

Ég fór út og sippaði í smá stund seinnipartinn... gott að hreyfa sig aðeins þó svo að við höfum auðvitað gengið fyrir allan peninginn í dag... rústaði nú samt eiginlega bandinu mínu á gangstéttinni!!
Snorri og Jón Þór grilluðu síðan fyrir okkur svakalega gott lamb í kvöld sem sá síðarnefndi kom með alla leið frá Íslandi.. held ég hafi sjaldan smakkað svona gott kjöt.. mmm....

Planið fyrir restina af ferðalaginu er komið...

á morgun er það önnur bæjarferð - go kart og almenn vitleysa um kvöldið...
á fimmtudaginn er planið að allur hópurinn fari í dagsferð út fyrir Torino
á föstudaginn ætlum við vinkonur í stelpuferð til Mílanó, að versla og skoða dómkirkjuna og berja "síðustu kvöldmáltíðina" augum og vonandi að sjá sex and the city myndina með ensku tali.... og vera þar fram á laugardag eða þangað til að ég flýg aftur heim á klakann... :)

Þangað til næst...

mánudagur, maí 26, 2008

Inspirazión

Ítalía tók á móti mér með hellidembu og ekki hefur stytt upp síðan...

Við horfðum á Eurovision á írskum pub í miðbæ Torino og gáfum lögunum stig eftir frammistöðu... svo við höfum það alveg á hreinu komst Rússland klárlega ekki einu sinni á blað hjá okkur!! Létum úrslitin ekki stoppa gleðskapinn og fórum yfir á æðislegan kokteilbar þar sem ég fékk besta strawberry daquiry sem ég hef smakkað ever...

Daginn eftir fóru Bjarni og Soffía með okkur á kvikmyndasafnið. Það var truflað flott!! Ég set inn myndir þaðan á facebook fyrir þá sem vilja skoða :) Maður gat fíflast alls konar sjálfur og svo enduðum við á því að fara upp í útsýnisturn í byggingunni og sáum yfir alla Torino!
Við fórum út að borða um kvöldið og svo í risa spilakassasal þar sem Soffía vorum sko alls ekki síður spenntar er strákarnir... ég fór í svona danshermi... kemur eflaust ekkert á óvart haha!!! ;)
Þegar við komum heim breyttist eitt Opal staup í þennan líka heljarinnar drykkjuleik sem endaði þannig að við kláruðum allt áfengi sem til var á heimilinu og að sjálfsögðu hress eftir því...

Við vöknuðum um hádegi og fórum í La Gru sem er kringlan í Torino. Við vinkonurnar eyddum bróðupartinum af deginum þar inni... án þess að ég sé búin að tapa mér í búðum. Ég er nefnilega búin að sjá það að ég er að þroskast í innkaupunum.. orðin töluvert vandfísnari... maður er að kaupa færri en að sama skapi jafnvel dýrari hluti... ;)
Við eyddum tæpum tveim tímum inni í einni skartgripaverslun í dag þar sem ég keypti mér geggjað hálsmen og Soffía keypti sér armband!

Fórum og fengum okkur svaka góða pizzu í kvöldmatinn og við vinkonur erum svo búnar að sitja með hvítt í annarri á fullu að brainstorma því hér úti kvikna sko heldur betur viðskiptahugmyndir... ;)

Spáin á morgun lofar góðu... 27°c hiti og sól... ætlum að vakna snemma og njóta þess :)

Ég er alveg laus við fanatíkina í ræktinni hérna og mataræðið er svona frekar mikið í henglum... en maður verður þá bara þeim mun strangari þegar maður kemur til baka, endurnærð og brún og sæt! ;)

Þangað til næst...
Ciao!!

fimmtudagur, maí 22, 2008

Góðan dag góðir farþegar... þetta er flugstjórinn sem talar!

Virtust allir mínir vinir vera búnir að missa trúna á Eurovision því enginn mundi eftir keppninni í kvöld né ætlaði að horfa... nema auðvitað Jójó sem ég fékk til að horfa með mér á undankeppnina áðan... :p (hún kann alla júrovision dansa sem til eru frá árinu 1987!!)

Aðalstuðningsmaður íslenska landsliðsins í Eurovision hún Soffía vinkona mín sendi mér einmitt sms um leið og úrslitin lágu fyrir í kvöld... hún er búin að plana svaðalegt Eurovision partý fyrir okkur úti... og ég er að sjálfsögðu endalaust hamingjusöm með það :)

Það er sko heldur betur kominn fiðringur í mig... ég fann flugmiðann minn áðan til að tékka á fluginu... og sá að ég þarf að vera mætt út á völl kl 8.00 um morguninn á laugardaginn!! Whaaaat og það sem átti að vera partýstand á mér annað kvöld.. ég næ ekki einu sinni að fara í ræktina áður en ég fer í flug!! En ég er svo heppin að yndislega vinkona mín hún Bjarney bauðst til að koma og sækja mig eldsnemma á laugardagsmorgni og keyra mig út á völl!!! :) Held það séu ekki margir sem myndu nenna því...

Kannski ég ætti að fara að pakka niður... er með tight schedule fyrir morgundaginn og brjálað að gera í vinnunni!!

Ætli ég bloggi ekki næst frá Ítalíu...

Arrive'derci!!

miðvikudagur, maí 21, 2008

Ég get allt!!! :o)

There comes a time in life... þar sem maður gerir upp við sjálfan sig!!

Og það er svo góð tilfinning...

Þegar ég kom aftur í vinnuna eftir að hafa tekið vel á því í ræktinni í hádeginu var ég full af orku og jákvæðni... mér fannst ég geta allt og ég sá markmiðin mín eitthvað svo skýrt fyrir mér!! Ég er búin að bíða eftir þessu augnabliki í langan tíma... ég er ekki bara að segja... ég er að gera!!!

Sumarið og næsti vetur eru full af spennandi tækifærum og nýjungum og ég segi það satt að ég hlakka til að vakna á hverjum einasta morgni!! Það er svo margt í deiglunni... hausinn minn er alveg á milljón! En þannig virka ég best..

Auðvitað verðum við að þekkja vonbrigði og sorg til þess að kunna að njóta hamingju og gleði - en við megum heldur ekki gleyma því að lífið er of stutt til að staldra við í einhverju volæði og sjálfsvorkunn...

ég held því fram að hlutirnir gerist af því að þeim er ætlað að gerast... allt fer í reynslubankann og styrkir okkur og herðir...

Var þetta ekki bara ágætis ræða??? ;)

BBQ og keilumót á föstudag... við Empora skvísur stefnum að sjálfsögðu að því að rústa strákunum í keilu... þó að prímadonnan ég hafi smá áhyggjur af fínu nöglunum... (við fórum nefnilega að æfa um daginn og þá fauk ein af mér... og þar sem ég er að fara til Ítalíu á laugardaginn er það bara ekki alveg í boði...) - treysti eiginlega á Núsa vin minn sem er Íslandsmeistari í keilu til að finna út úr því.. ;) En já það má sem sagt búast við því að ég fari beint úr bænum í ræktina og þaðan upp í vél...

Farin á æfingu...
Later..

þriðjudagur, maí 20, 2008

Eðall...


Svalar píur!


Þessum ljósmyndara tókst að ná mynd af okkar innri manni... haha..


Langflottastar!! ;)

mánudagur, maí 19, 2008

This Years Love

Ég var að koma frá Svölu og Jóhönnu.. það er komin nótt, ég steig út úr bílnum heima og fann lyktina af sumrinu...

Ég er eitthvað lítil í mér...

Ég opnaði tölvuna og setti David Gray á play... ég hef ekki hlustað á hann síðan um jólin... og ég hlustaði aftur og aftur og aftur...



Mér þykir svo vænt um þetta lag og það vekur upp svo góðar minningar og sterkar tilfinningar...

Ég er ekki frá því að það hafi fallið nokkur tár...

Mér líður eins og ég sé að kafna!! Það verður gott að komast aðeins út og fá smá breik frá öllu hérna heima...

laugardagur, maí 17, 2008

Feedback

Gærdagurinn var fullur af skemmtilegheitum og góðum fréttum! :)

Hrabba og Þórunn eru lengi búnar að bjóða mér með sér í Mána-palla í Hreyfingu svo ég ákvað að skella mér með þeim í hádeginu í gær!
Aldís kom og sótti okkur á Empora drossíunni með gleðifréttir sem tengjast vinnunni en ég get því miður ekki postað því online alveg strax... en ég held það sé óhætt að segja að það séu jákvæðar fréttir og hrikalega spennandi tímar framundan...

Ég sótti svo um nám í Markaðssamskiptum við HÍ næsta vetur með vinnu. Ég hlakka ekkert smá til að setjast á skólabekk aftur... það er svo gott að fá allt það nýjasta beint í æð og læra meira og meira... ég elska vinnuna mína!!!! :)

Seinnipartinn var svo opnun á ljósmyndasýningunni hjá Thomasi, kærasta systur minnar sem er franskur. Sýningin er á "Veggnum" í Þjóðminjasafninu og verður opin til 14. september svo ég vil hvetja ykkur til að fara og kíkja! Allar myndirnar eftir hann eru teknar á Íslandi. Það var svaka fjölmenni á sýningunni, léttar veigar og jazztónlist... góð stemming - svo maður var alveg kominn í gírinn fyrir kvöldið...

Við hittumst nokkrar heima hjá Yoyo og skáluðum... fórum svo og hristum á okkur rassinn á Vegó... en ekki hvað!!?! ;)

Ég skemmti mér fáránlega vel... litli bróðir hennar Röggu var að DJ-ast og Ingvar bróðir var mættur á vegamót með vinum sínum og ég lenti í svaðalegri sveiflu með Oddi á dansgólfinu... en ég fór alveg á mis við skemmtistaðasleikinn sem virtist vera mjööög heitur í gærkvöldi!! hahaha...
Ég held ég hafi bara ekki skemmt mér svona vel á tjúttinu í langan tíma... vona að kvöldið í kvöld verði sambærilegt!!
Bæði innflutningspartý og þrítugsafmæli á planinu... þannig að þetta verður ágætis djammhelgi þar sem ég tók líka forskot á sæluna og kíkti út á fimmtudagskvöldið... en ég meina... "þetta er ungt og leikur sér... " ;)

Ætla að njóta þess að slaka á í dag... fyrsta stráka Jump Fit námskeiðið kláraðist í morgun og ég er ekki frá því að ég sé strax farin að sakna strákanna... ný námskeið byrja í næstu viku ef einhver hefur áhuga!! Við Rakel tókum svo einn kynningartíma í Jump Fit í hádeginu sem gekk súpervel...

Eintóm gleði í gangi...

þriðjudagur, maí 13, 2008

In the Mist

Ég tók hörkuæfingu með Svölunni minni seinnipartinn... fórum fyrst að lyfta í Laugum og svo dró ég hana með mér upp í Sporthús þar sem ég kenndi tvöfaldan Jump Fit tíma fyrir Rakel... i-podarnir okkar beggja eru stútfullir af hip hop tónlist og við vorum eiginlega komnar í svaka djammfíling þarna undir lokin... og helgin nú þegar ráðin!! ;)

Á föstudaginn er er opnun á sýningu hjá kærasta systur minnar sem er franskur ljósmyndari í Þjóðminjasafninu... Sýningin hans kallast In the Mist og er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík. Þaðan heldur partýið áfram og ef ég þekki okkur rétt mun það enda á dansgólfinu á Vegamótum...

Átti einmitt doldið skemmtilegt samtal við vin minn í dag...

U says:
hæ hæ...takk fyrir síðast
~ *Saló* ~ says:
hæ! sömuleiðis
U says:
félagi minn sem var með mér á sunnudaginn hafði orð á því að besta væbið á staðnum kæmi frá þér (ATH! við erum að tala um Vegó ef það var ekki clear ;)
U says:
:)brilliant punktur
~ *Saló* ~ says:
hehehe snilld!!
~ *Saló* ~ says:
ég skemmti mér alltaf svo vel...

Gott að vita að ég er ekki lengur eins og blikkandi rautt viðvörunarljós hehe.... ;)

The Heart Of The Matter

Þegar ég fór í bíó um helgina með stelpunum þá var sýndur trailerinn af Sex and the City myndinni sem var by the way frumsýnd í gærkvöldi í London! Spennan magnast..

Ég efast um að ég geti lýst því hversu hrikalega spennt ég er að sjá þessa mynd og svekkt að hún skuli vera frumsýnd hérna heima akkurat þegar ég er úti á Ítalíu... það er engin leið að horfa á hana þar í ljósi þess að í Evrópu eru myndir yfirleitt döbbaðar... og mig langar ekki að láta skemma hana fyrír mér þannig!!

Eeeen það sem kom mér svo skemmtilega á óvart í þessum trailer var að ein uppáhaldssöngkonan mín söng undir... eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt... og án efa eitt af mínum uppáhaldslögum!! Ég hef talað um þessa söngkonu áður á blogginu mínu og gott ef ég hef ekki bara postað lögum af youtube með henni hérna líka... söngkonan sem um ræðir heitir Indie Arie og syngur svona acoustic soul lög... Unnur systir kynnti mig fyrir henni fyrir nokkrum árum og síðan þá hef ég hlustað reglulega á hana... svo gott þegar maður vill vera einn með sjálfum sér og þarf að hugsa aðeins...

Ætla að leyfa laginu að fylgja með... ekki laust við að maður verði smá emotional...

mánudagur, maí 12, 2008

Soffía í rússíbana

Dísöss... sakna hennar!!! Þetta er Bara snilld...



Aaawwww.... ég hlakka svo til að fara til Ítalíu!!!! :)

Hvítasunna 2008





sunnudagur, maí 11, 2008

4 minutes

Partýpían er búin að vera heima í afslöppun alla helgina...

Hóf helgina reyndar á því að mæta í ræktina og gera út af við strákana mína í Jump Fit... ég fékk alveg smá samviskubit þegar einn hljóp út til að kasta upp og annar lagðist í gólfið alveg frá... en ég meina þú færð það sem þú biður um!! Þetta er alvöru...

- brjálaðar brennslu og þolæfingar, snerpu, styrk og aukinn stökkkraft... -

Heyriði í bandinu... waaoouuupppaaaahhh... ;)


Fór út að borða á Tapas í gær... mmm - muy rico! elska þennan stað!! Síðan heimsótti ég pabba og mömmu og rændi óvænt tveim yngstu systrum mínum... fórum með þær heim til mín þar sem við samkjöftuðum fram á nótt eins og svo oft áður... það er svo kósý! :)

Var síðan að koma heim úr bíó með Rakel og Jóhönnu... já... við förum stundum í barnabíó - sleppum við röðina... svaka klárar stelpur!! Sáum "what happens in Vegas" sem er svona ástarmynd... við gengum út alveg "aawwww..." og Jóhanna sagði... nú langar mig í kærasta haha (being ironic)... þá sagði ég... mig langar í hund - og ég meinti það! (hverjum hefði samt dottið það í hug?? ekki mesti dýravinurinn...)

Eeenn... að sjálfsögðu get ég ekki látið líða heila helgi án þess að ég brenni dansgólfið á betri stöðum bæjarins... við Empora skvísur ætlum að mála bæinn rauðan í kvöld og ég er ekki frá því að partýgrísirnir mínir ætli með...

Laaater!!!

laugardagur, maí 10, 2008

Hvert ætlar þú?

Ég á vinkonu sem er yfirmáta skipulögð... hún er svo skipulögð að hún toppar mig margfalt og þá er mikið sagt!!
Það má vel vera að ég sé með litaða post it miða í dagbókinni minni, með to-do lista sem inniheldur kl hvað ég ætla að gera hlutina, búin að skipuleggja vikuna svona semi fyrirfram og að hver hlutur eigi sinn stað heima hjá mér og svo framvegis, en þessi yndislega kona útbýr stefnukort fyrir sjálfa sig!! Takk fyrir!!
Þá á ég við að hún setur sér markmið og pælir svo vel og lengi í því hvernig hún ætlar að ná því markmiði - með því að eyða líka nægum tíma með fjölskyldu og vinum, hugsa um heilsuna og hreyfa sig og fjármagna svo allt heila klabbið! Ég bara gapti þegar hún sagði mér frá þessu - mér fannst þetta svo mikil snilld...

En vitanlega þarf maður þá að byrja á því að setja sér markmið! ;) Og ég er að vinna í því þessa dagana... það er bara svo margt sem mig langar að gera!! Og maður getur víst ekki gert allt... allavega ekki í einu hehe...

En þegar það er komið þá prófa ég að fylla út svona stefnukort fyrir sjálfa mig.. ég þykist nú samt vita að það þýði lítið því til að vega upp á móti þá er ég nefnilega líka hæfilega (ja.. sem betur fer í flestum tilvikum) kærulaus... og framhleypin og hvatvís og ofboðslega utan við mig... en samt gott að styðjast við þetta sem beinagrind! :) Það er aldrei slæmt að hugsa aðeins fram í tíman og spyrja sjálfan sig hvað maður vill fá út úr lífinu....

... amk svo lengi sem maður gleymir ekki að njóta þess að vera til á hverjum degi! :)

Farin að njóta lífsins... ;)

fimmtudagur, maí 08, 2008

It's like this and like that!

Var að koma úr keilu með stelpunum í vinnunni... ég fer aldrei í keilu og hef ekki farið í keilu í mörg ár!! En þar sem við Empora skvísur eigum deit við Inhouse strákana eftir tvær vikur og ætlum okkur að mala þá... þá ákváðum við að við þyrftum að rifja aðeins upp taktana... en það er klárlega official að ég er ÖMURLEG í keilu! Braut líka nögl... En við erum með ýmislegt í pokahorninu... þetta verður burst!! ;)
Verð nú eiginlega að segja það að í minningunni var keila leiðinleg afþreying en við skemmtum okkur svakalega vel í kvöld... hehe...

Það stefnir sem sagt í hrikalegt tjútt föstudaginn áður en ég flýg út til Mílanó.. ætti kannski að fara að tékka á því kl hvað flugið er... yrði nú ekki í fyrsta skipti sem maður færi beint af Vegamótum og út á völl... Við Victor gerðum það einmitt þegar við fórum til London á svipuðum tíma í fyrra... svaka fersk eða hitt þó...

En talandi um Ítalíu... ég er ekki lítið spennt... það er víst komið geggjað veður og Soffía í óðaönn að skipuleggja fyrir okkur ferðina... ég bað um bland af shopping - sightseeing og að njóta þess að vera í góða veðrinu á Ítalíu... ahhh.. þetta verður æði... ég þarf allavega nauðsynlega að kaupa mér ný sólgleraugu... mín flottu Gucci (name dropping bara fyrir þig Ingvar!!) sólgleraugun mín eru týnd..
Mér skilst líka á Bjarna að Soffía sé búin að finna fullt af heitum gaurum handa mér þarna úti... haha... keypti ég ekki örugglega opinn miða??? hehehe... nei eins og mamma bað mig vinalega um þegar okkur vinkonunum var hleypt aðeins 17 ára gömlum í sólarlandaferð til Grikklands í 2 vikur!!!! - "bara ekki koma heim með neinn fabio!" ;)

Svo er ég líka að fara að flytja.. eina ferðina enn... ég verð í íbúðinni hennar Svölu minnar í sumar svo við Bjarney verðum nágrannar... það verður næs að þurfa ekki að elda fyrir einn alltaf!! Ég sé samt leigubílamælinn fyrir mér tikka upp í 5.000 kallinn eftir djammið... En svo vantar mig eitthvað frá og með haustinu...??

Löng helgi framundan...

Ein góð í lokin!

sunnudagur, maí 04, 2008

fimmtudagur, maí 01, 2008

I believe we are written in the stars...

Ég er eiginlega fyrst núna að ná að slaka á í dag... dró Yo með mér í danstíma hjá Gauja og Valdísi í morgun... vorum báðar jafn æðislega hressar eftir allan hip hop skvísu dansinn í gærkvöldi.. by the way geeeeeðveikur tími!! Saknaði þess samt að sjá ekki Lísu og Önnu Karen fremst við spegilinn með mér.. ;)

Eftir hádegi fórum við svo nokkrar saman á Esjuna... enda fullkomið veður til þess! Það var stappað af fólki í fjallinu! Ég hef aldrei farið áður svo Þórey (Jump Fit skvísa) þurfti greyið alltaf vera að útskýra fyrir mér reglulega næstu brekkur og slóða... en ég held þetta hafi bara gengið þokkalega, tók amk vel á og vááá... útsýnið!! svo skokkuðum við hálfpartinn niður! Ég sé alveg fram á ágætis harðsperrur á morgun... mér líður allavega eins og ég sé með rass úr stáli!!

Það var ennþá glampasólskin þegar ég var að keyra heim svo ég plataði Rakel með mér í Laugardalslaugina.. það var roooosalega næs að láta þreytuna aðeins líða úr kroppnum í lauginni... Fórum svo og plöntuðum okkur fyrir framan sjónvarpið heima hjá henni með The Departed klassíkina í spilaranum og skoðuðum gistingar í New York.. erum sammála um að við ætlum bara að njóta þess í botn að vera þarna og skoða og sjá það sem borgin hefur upp á að bjóða... ekkert verslunaræðisklikk neitt... alveg búnar að taka þann pakka á þetta hehe ;)

En ég er ekki frá því að ég hafi fengið nokkrar fleiri freknur í fésið mitt í dag... ég er meira að segja pínu brunnin á nebbanum og kinnunum! Sumarið er klárlega komið og ég hlakka svo til að fara í útilegur og sumarbústaðaferðir og grilla og hanga í sundlaugum og sitja á kaffihúsum í miðbænum... :p

Svo er mikill þrýstingur á mig um að fara að dusta rykið af línuskautunum mínum... aldrei að vita nema ég taki þá fram um helgina og skelli mér aðeins í Nauthólsvíkina.. ef ég fæ einhvern álíka lélegan til að koma með mér hehe..

Svo langar mig að eignast hjól... og fara á sjókött... ég verð alveg veik að sitja úti á verönd hjá pabba og mömmu og horfa á þetta lið þjóta um sjóinn á þessu... úff... ég verð bara að prófa!!

Það er svo rooosalega margt sem mig langar að gera! En ég finn samt hvernig ég er farin að lifa meira og meira fyrir einn dag í einu og læra að njóta augnabliksins... sem mér finnst mjög jákvætt því fólk á það oft til að lifa hratt og gleyma sér í lífsgæðakapphlaupinu og jafnvel bara gleyma að njóta þess að vera til í dag! Viðhorf mitt til lífsins hefur líka breyst nokkuð síðasta árið... enda tók ég U-beygju og ákvað að fylgja eigin sannfæringu eins og ég er reyndar yfirleitt vön að gera.. :) Finn bara hvernig orkan í mér eykst með hverjum deginum... það er svo gaman að vera til!! :)

Ein sveitt í lokin...