sunnudagur, nóvember 16, 2008

laugardagur, nóvember 15, 2008

Nammidagur

..og hann er sko nýttur vel ;)

Búin að vera klikkað dugleg undanfarnar vikur og þetta er allt í rétta átt! :)

Ekki nema vika eftir af skólanum og ég er farin að husga um meira nám!!

Tók góða æfingu í dag með Lísu minni og svo fórum við í laaaangan ísbíltúr - það er svaaakalega næs...

Er að meta það í hvað maður nýtir kvöldið... kósýkvöld heima eða kíkja út með stelpunum... voða er ég orðin löt eitthvað...

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Come on courage!!

Ég fór út að hlaupa í morgun með átakshópnum hennar Valdísar... næstum 20 skvísur, tókum 5km, upp himnastigann og kláruðum hringinn góða... magnað hvað það er geggjað veður og komið fram í nóvember... og vá hvað það er gott að fara út að hlaupa.. líðanin á eftir er bara svo geggjuð... love it!

Er að vinna 40% verkefni í markaðssamskiptum fyrir skólann sem VERÐUR að klárast í dag því ég fer norður upp úr hádegi á morgun til að keppa í þrekmeistaranum... :) Ég verð að viðurkenna að ég hefði alveg getað verið búin að sinna skólanum betur... amk þessu fagi... en tímarnir eru kenndir á milli kl 9 og 5 á laugardögum og það eru eiginlega heilagir dagar fyrir mér... það er til dæmis undantekningarlaust æfing fram að hádegi! Það er spurning um að fara að forgangsraða hlutunum... :S En ég keypti mér bókina (í gær) og er búin að vera að fletta í gegnum glósurnar af námskeiðinu og vá hvað mér finnst þetta skemmtilegt... er ekki til einhver auglýsingahagfræði með design ívafi?? Þá væri ég búin að finna mína hillu ;)

Skólinn er búinn 22.nóv... þá mega jólin koma! :)

Annars tók ég þá ákvörðun að taka þátt í fitness um páskana svo undirbúningur er hafinn... það eru ekki nema 22 vikur til stefnu.... (nú myndi vinur minn segja við mig, Saló... slaaaaka! það er tæplega hálft ár!! hann myndi reyndar koma með þetta í einhverri enn stærðfræðilegri útgáfu (verkfræðinemi sko)... hehe en anyways... fyrir mér eru 22 vikur ekki neitt!! Ég er búin að vera vangefið dugleg... skrifa allt sem ég borða og æfi inn á jump fit síðuna... og fyrir þá sem vilja fylgjast með þá getiði kíkt inn á www.blog.central.is/jumpfit :) Það er EKKERT gefið eftir :)

Heimsótti Sirrí og Tóta og litla prinsinn þeirra um daginn... ég sver það að meira að segja mínar bjöllur fóru að klingja... hann er svo fallegur og lítill og mjúkur!! Hann verður sko heartbraker... get alveg sagt ykkur það strax!!
Ég var að tala um þetta við "vin" minn og ég held honum hafi ekkert litist á blikuna.... ábyggilega skíthræddur um að ég myndi bara stökkva beint á hann hehehe... nee... gott að geta fengið þessi kríli lánuð bara ;)

Jæja þá er það keppnis... ég ætla að massa þetta verkefni og fara á æfingu í hádeginu!
Lateeeer!!

miðvikudagur, október 22, 2008

My big twentyfive!!

Ég átti ljúfan afmælisdag... :)

Ég fékk kjarnann í kaffi til mín á laugardaginn og naut þess að hafa það kósý með þeim... fólkið mitt úr öllum áttum og það lukkaðist svaka vel :) Takk fyrir mig!!

Ég las yfir allar kveðjurnar á facebook í gærkvöldi og ég ætla bara að viðurkenna það að ég varð hálf feimin... ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst svona mörgu yndislegu fólki í gegnum árin... það rifjaði margt upp fyrir mér og í fyrsta skipti í langan tíma fann ég þessa þrá í mér aftur... þrá til að gera og vera! Og það var góð tilfinning...

Vinkona sendi mér svo gott quote í gær: "everything will be ok in the end, and if things are not ok ,then it's not the end"

mánudagur, október 20, 2008

Still a little bit...



1 dagur í aldarfjórðung...
19 dagar í þrekmeistarann...
24 dagar í frelsið <3 ...
25 dagar í lokapróf...
25 vikur í páska...

föstudagur, október 17, 2008

Sometimes I feel like...



Elsku Sirrí og Tóti, innilega til hamingju með litla prinsinn...

Ætla að eyða helginni með vel völdum...

Ást og friður!
Saló

föstudagur, október 10, 2008

What it's all about!

Fjórar vikur í keppni... áttaði mig í rauninni ekki á því hvað væri stutt í þetta fyrr en ég var að spjalla við einn í dag sem kveður mig með því að segja.. "sjáumst á Akureyri"!!! What the f&/%..

Ég get ekki sagt að ég sé búin að æfa sérstaklega hnitmiðað fyrir keppnina... ég meiddi mig eitthvað í öxlinni þegar ég var á æfingu í fitnessbrautinni fyrir þrem vikum og gat ekki gert almennilega axlapressu... ekki samt séns að ég myndi segja stelpunum frá því ;) Er öll að koma til... er samt búin að vera að taka massífan kvið og er svaka dugleg að æfa að öðru leyti!
Tvisvar á dag síðustu tvær vikur og ég er gjörsamlega að halda mér niðri til að æfa ekki meira... ég er með manneskju á kantinum sem passar upp á að ég geri hlutina rétt! :) Kenndi mér að of mikið vinnur gegn mér...

Markmiðið er að ná axlapressu og kvið í kringum mínútuna... við tökum almennilega hópæfingu þegar Anna Bella og Björk eru búnar að keppa á Norðurlandamótinu um næstu helgi! Þá byrjar ballið... for sure!

Erfiðast við þetta allt er mataræðið.. mér finnst bara ekkert sérstaklega spennandi að fá mér hreint prótein í vatn þegar ég er svöng á kvöldin... var þó að renna einu slíku glasi niður... próteinið frá Vaxtarræktinni er lifesaver! Og svo helgarnar... ennþá aðeins of loose... en þetta er nú samt allt að koma... ég er komin vel af stað! Ef ég spái í því þá hef ég heldur ekki "djammað" í rúma tvo mánuði... og sjaldan liðið betur :)

Ég hef ábyggilega einhvern tíman talað um CrossFit hérna áður... ég tók eina slíka æfingu í dag uppi í Sporthúsi...

Æfingin var: 5 hringir á tíma
15 x clean m/10 kg
21 x upphífingar

Ég var í svona 12 mín og grínlaust ég stóð á öndinni eftir hana!! Þetta er sennilega eitt árangursríkasta líkamsræktarkerfi sem í boði er..

Anyways.. er farin í háttinn... ætla að mæta á brettið snemma í fyrramálið!

Og hey já, búin að fá út úr vörumerkjastjórnun, er með 8.0 fyrir áfangann! Sátt!!

sunnudagur, október 05, 2008

Changes in my life..

Við Valdís sitjum inni á skrifstofunni okkar þegar hún segir allt í einu.. "Saló veistu hvað ég var að hugsa?" "hvar var þessi litla stelpa fyrir ári síðan??" "Við sem erum alveg like this" og gerði svona merki með fingrunum.. hehe..

... og ég fór að hugsa...

fyrir ári síðan var ég nýútskrifuð úr HR... fékk draumastöðu í banka.. ferðaðist að lágmarki einu sinni í mánuði út fyrir landsteina vegna vinnu - á fyrsta farrými!... var í kokteilboðum, tónleikum.. strjaujaði kreddan í Karen Millen eða á Kensington High Street eins og ég fengi borgað fyrir það (seriously).. kynntist brjálæðislega kláru fólki, fékk að vinna með toppunum... lærði endalaust mikið.. en uppgötvaði líka að þetta var ekki mín hilla... og tók á honum stóra mínum og viðurkenndi það fyrir sjálfri mér... það fækkaði reyndar ekkert snobbkvöldunum með vinkonunum... út að borða og kokteilar áður en við gerðum allt vitlaust á dansgólfinu... var klárlega lífið...

en ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan þá og margt öðruvísi en áður.. þó svo að við vinkonurnar tryllum auðvitað ennþá lýðinn þegar við mætum á dansgólfið.. enda þær heitustu í bænum ;)

Ég er sátt.. það er bara ekkert flóknara en það!

Átti svakalega góða helgi.. kláraði vörumerkjastjórnun á fimmtudaginn og fagnaði með því að fara í ljós með Kötu sys og á hryllingsmynd með Lísu í boði Rikka, horfði á tv með mömmu og Kötu sys á föstudagskvöldið.. mætti morguninn eftir í pallatíma í Laugum ásamt Valdísi, grænu og miss elvu italiano.. fór í ísbíltúr í góða gluggaveðrinu með Lísu minni og hitti svo skutlurnar í Grafarholtsgenginu í gærkvöldi.. bærinn var ekki að gera neitt fyrir mig.. eiginlega glataður.. svaf út... mmmm... fór að þjálfa uppi í Sporthúsi og svo á massífa Jump Fit æfingu...

Er ready í vikuna... bring it on!!

þriðjudagur, september 30, 2008

ENERGIA

Ég fylltist einhverjum eldmóði í gærkvöldi og vaknaði súper jákvæð!

Ég plataði Lísu með mér í ræktina fyrir allar aldir! Tókum góða brennslu og skáluðum í próteinshake áður en við fórum í skólann... heavy sáttar!

Hópurinn minn kynnti lokaverkefnið okkar í skólanum og gáfum svo öllum bekknum Sportþrennu frá Lýsi! Gekk ljómandi vel!

Tók lyftingaræfingu með góðum hópi í hádeginu og hellti mér svo í vinnuna þar sem ég var til sjö í kvöld... fór reyndar í pallatíma til Önnu Karenar seinnipartinn líka!

Hörkudagur og ég er helluð...

Ég kom heim og tók smá beauty sleep áður en ég fór að læra undir lokaprófið í branding sem er á fimmtudaginn... skellti mér svo í ljós með Kötu sys og bakaði bæði hafraklatta og próteinbombur fyrir morgundaginn... ásamt því að henda í tvær vélar!

Hvað sem kom yfir mig... þá er ég að fíla'ða! Vonandi helst þessi orka áfram...

mánudagur, september 22, 2008

Wordplay

I've drawn a conclusion, it's all an illusion, confusion's the name of the game. A misconception, a vast deception something's gotta change...

föstudagur, september 19, 2008

Enn einu sinni er kominn föstudagur..

Vikurnar líða hraðar en ég kæri mig um!

Það er allt á fullu hjá Emporu vegna jólatarnarinnar, og ég setti by the way inn nýtt blogg á heimasíðuna okkar í morgun http://empora.is/?pageid=28 þeim sem hafa áhuga á markaðsmálum gæti þótt þetta áhugavert :)

Það bíður mín stærðarinnar Brand Audit verkefni í skólanum sem hópurinn minn þarf að skila og kynna á fimmtudaginn. Helgin verður því nýtt fyrir hópavinnu og skrif.

Í Sporthúsinu er ég að vinna í tilboðum og markaðssetningu m.a. á nýju Sportbrautinni sem ég held að sé orðið nokkuð ljóst að ég fíla í tætlur...

Ég er með harðsperrur fyrir allan peninginn í öxlunum... og reyndar í öllum líkamanum! Ætla að taka smá axla og kviðæfingu í dag á tíma - er með markmið fyrir þrekmeistarann sem ég þarf að ná fyrr en seinna! Svo ætla ég að vera með dans í tímanum hjá stelpunum í dag - eitthvað fun til að gíra sig inn í helgina og svo ætla ég að taka strákana hjá Gyðu í Jump Fit! No mercy...

Hlakka til að koma heim í kvöld, fara í bað og slaka á...

Út að hlaupa í fyrramálið og þrekæfing áður en við Maja tökum stuttan fund á Maður Lifandi til að negla niður æfingar næstu viku fyrir hópana okkar...
Planið er svo að kíkja á tapasbarinn með nokkrum skvísum úr ræktinni annað kvöld...

Vá liggur við að mig svimi bara við að lesa færsluna yfir...

Hasta la vista!

miðvikudagur, september 17, 2008

White wine...

Setti inn nýja færslu á http://www.empora.is/?pageid=28 :)

Er á brutal cöttfæði þessa dagana... ágætt að taka þetta inn á milli...

Fór á massífa þrekmeistaraæfingu með skvísunum áðan... Anna Bella fékk Evert til að leiðbeina okkur og believe it or not þá breyttum við allar um æfingar.... ég enda í axlapressu og kvið - gleði gleði :)

Ekki nema tveir mánuðir til stefnu og eins gott að fara að ná taktíkinni rétt.. við ætlum ekkert að fara í þetta nema í vígahug... bara að hafa það á hreinu!!

Fusion Festival í Laugum eftir rúma viku... og við verðum með Jump Fit kynningu á svæðinu!! :)

Farin að hella mér út í næsta skólaverkefni og setja upp eróbikk tíma fyrir morgundaginn... missi af mótorcrossinu annað kvöld því við Maja erum með fund... sjúklega svekkt!! tek bara þeim mun betur á því í kennslunni :)

Með harðsperrur alls staðar....

mánudagur, september 15, 2008

Run... run... run..

Ég hef sjaldan verið jafn fegin að einn dagur sé að verða búinn...

Ég sofnaði óvart um 5 leytið í morgun... vaknaði við símann kl 6.15... var 10 mín of sein í kennslu... græjurnar í fokki svo ég tók hörku spinningtíma á liðið til að fá útrás fyrir eigin pirring... skreið heim til að skila verkefninu fyrir vörumerkjastjórnun... netið að stríða mér... hélt augunum ekki opnum lengur, hafði ekki orku til að mæta í tíma og steinrotaðist uppi í rúmi...

Ætlaði að aðstoða í afgreiðslunni uppi í Sporthúsi kl 13 - mætti of seint... var svo beðin um að taka tveggja klst íþróttatíma uppi í Digranesskóla... ég var ekki að ná áttum... lagði bílnum liggur við uppi í smáralind, missti pallana sem ég tók með mér og geisladiskarnir duttu út um allt... kom við heima til að skipta um föt áður en ég fór aftur niður í vinnu... var í móki..

Allt í einu var klukkan orðin sjö og ég ætlaði í sportbrautina, hrundi niður þegar ég var að fara í gegnum stigann en harkaði af mér... í skapofsanum náði ég að hífa mig lengra upp kaðalinn... var við það að vera bensínlaus á leiðinni heim... ef ég væri ekki svona dofin hefði ég farið að væla...

Ég þrái að ná að slaka almennilega á og ná að skipuleggja mig svo ég ráði við vikuna... þetta er eiginlega ekki fyndið lengur... held að bubblubað sé málið... body lotion og kertaljós...

Örvar.. ég væri svo ekkert á móti því að fá kærleiksknús! Það virkar alltaf...

laugardagur, september 13, 2008

A D I D A S

Ég veit ekki hvað það er langt síðan það hefur verið svona klikkað að gera hjá mér... ekki að ég sé að kvarta en það fer í taugarnar á mér þegar ég næ ekki að klára hlutina 100%
Svona er það víst að kunna ekki að segja nei... veit ekki hversu oft ég ætla að brenna mig á því áður en það lærist! En eins og Valdís segir, þá bara býr maður sér til tíma! Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi :)

Ég hef haft litla orku eftir til að kíkja út á lífið en skellti mér samt í gær í árlegt skvísuboð heim til Röggu, hip hop skvísu, útvarpskonu, producant og stuðbolta af guðs náð! Þar voru saman komnar um fimmtíu æðislegar stelpur hver um sig með mismunandi bakgrunn. Frumkvöðlar, auglýsingagúrú, hönnuðir, stílistar, fjölmiðlakonur, pólitíkusar, businesspíur og svo mætti lengi telja... ég bauð Soffíu vinkonu að koma með mér og við skemmtum okkur konunglega og kynntumst mörgum frábærum stelpum! :)

Ég er að byrja í nýju prógrammi hjá Valdísi á morgun og gæti ekki verið hamingjusamari með það, ætla samt að halda áfram í Sportbrautinni hjá Gyðu þrisvar í viku og pöllum hjá Valdísi, tími ekki að taka það út! nota bene... þó ég sé búin að sippa í samtals svona 10 klukkutíma í vikunni og kenna 4 eróbikk tíma þá tel ég það ekki með sem æfingu af því að ég var að kenna!! Djöf er maður klikkaður... en það eru æfingarnar sem halda mér gangandi! Annars væri ég líklega búin að tapa geðheilsunni! hehe...

As we speak er ég að fara að hella mér út í fyrsta skilaverkefni vetrarins í vörumerkjastjórnun þar sem ég ætla að skrifa um adidas brandið! Spennandi :) Búin að hlakka lengi til að byrja á þessu verkefni!

Við Jóhanna vorum staðráðnar að tékka á þessu Skímó balli á Nasa í kvöld... ég var sjúklegur fan í menntó... er samt að gæla við það að vera heima í tjillinu... fara í bubblubað og klára verkefnið.... sé til... yrði reyndar ekki í fyrsta skipti sem það kæmi upp einhver púki í mér þegar fer að nálgast kvöldið...

Anyways... kemur allt í ljós! Góða helgi fallega fólk... :)

sunnudagur, september 07, 2008

Join me in the middle of extacy...

I start to forget
How my heart gets torn
When that hurt gets thrown
Feeling like you can't go on


Ótrúlegt en satt þá náði ég að slaka aðeins á um helgina.. það var næs...

Langt síðan ég hef slakað á heilan sunnudag... svaf út, engin æfing og ekkert stress... verð að viðurkenna að það var dáldið notalegt...

Mágur minn kom með hugmynd sem mér finnst brill... væri sniðugt að eyða heilu sumri erlendis í einhverju health & spa resorti sem þjálfari á brjálað flottum stað... svona til að njóta lífsins og finna aftur ævintýraþrána... tilvalið að gera það þegar ég fer í masterinn! :)

Well... ég ætla að halda aðeins áfram að setja upp fyrirlestur um online marketing, Part II, fyrir Empora skvísurnar sem bíða spenntar!

Get ekki beðið eftir að mæta á hardcore æfingu kl 6.15 í fyrramálið og beint í skólann þar sem fjallað verður um brand equity... segið svo að mánudagar séu ekki skemmtilegir dagar! ;)

föstudagur, september 05, 2008

Life is life!

Vá hvað skólinn er skemmtilegur... ég elska þennan bransa inside out, snilldar samnemendur og kennarar! Verð að viðurkenna að ég hafði smá áhyggjur af að hafa skráð mig í HÍ en þessir kennarar hafa báðir kennt við HR og námsaðferðin þal mjög svipuð og þar. Í fyrsta skipti í langan tíma langar mig actually að lesa kennslubækurnar spjaldanna á milli! Heyrðu já, svo vorum við bara sett í blind test á bjór fyrir kl 10.00 í morgun... fíla'ða...

Er komin af stað með margar hugmyndir fyrir Emporu... hlakka til að geta aðeins eytt meiri tíma í það þegar hægist um uppi í Sporthúsi og ég get notað frítímann í hina vinnuna mína :)

Ég er byrjuð að mæta í tíma í nýju Sportbrautinni sem er ekkert annað en snilld! Ég er að reyna að safna saman í hóp því ætlunin er að mæta í þessa tíma amk tvisvar í viku! Þá hlýt ég að fara alla leið upp allan kaðalinn fyrir jól, goddamit.. :)
Svo er stráka jump fit að byrja í næstu viku og líklega verð ég með einhver íþróttalið í vetur líka... ásamt skvísunámskeiðinu sem ég er með :)

Einhver var að tala um að ég þyrfti að fara að búa til tíma fyrir einkalífið... það er spurning... get alveg viðurkennt að ég er ekkert mjög kærustuvæn þessa dagana...

Anyways... aftur komin helgi og Jump Fit kynningartími á laugardag kl.12.15 fyrir þá sem hafa áhuga (öll námskeið að fyllast) og þrekmeistaraæfing á sunnudag... ekkert tjútt síðan um versló... djöf er ég að standa mig! ;)

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Let go your heart - let go your head!

Þetta líf er óútreiknanlegt og maður veit aldrei hvert straumurinn ber mann... ég hoppa bara upp á flekann með headphoninn á hausnum, loka augunum, læt mig dreyma og hlakka til að vakna við sólargeislana!!

Fyrir tæpu ári kynnti vinur minn mig fyrir ljúfum tónum David Grey... þó svo að það hafi verið meira gott að liggja í faðminum á honum og hlusta þá finnst mér svo gott að setja hann á fóninn þegar ég vil vera ein með sjálfri mér... draga andann djúpt, ná áttum og ákveða næstu skref! Hann minnir mig á allt það góða og jákvæða sem ég á að vera að einbeita mér að!

Veturinn sem framundan er á eftir að þjóta áfram eins og elding!

Don't just live - be alive!

föstudagur, ágúst 29, 2008

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

CAOS!

Ladies & gentlemen.... ég tek æfingu 3 og 4 - niðurtog og fótalyftur! :) Massíft... ég er fáránlega spennt! Eigum við eitthvað að ræða kviðvöðvana sem ég verð komin með í byrjun nóv... dísösss kræst...

Ég ver nánast öllum mínum tíma uppi í Sporthúsi þessa dagana... hef beilað á lunch á Vox og bruch á Vegó... djamminu... missti af Katý minni á Íslandi, hef enn ekki heimsótt litla prinsinn hennar Krissu... en það koma betri tímar með blóm í haga! Ég er heppin að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast að gera en ég hlakka ofsalega til að hitta stelpurnar hjá Rakel á miðvikudaginn!

Vikan er þéttskipuð... allan sólarhringinn... er að reyna að passa að ég fái amk sex tíma svefn á nóttu svo ég hafi orku á æfingar (nr 1, 2 og 3), í verkefnin mín hjá Emporu, skólann og fjörið uppi í Sporthúsi þessa dagana...

To do listinn minn eru óteljandi post-it miðar út um allt... svona á þetta að vera!

Nýflutt heim og strax farin að missa vitið yfir ránsferðum systra minna inn í herbergið mitt.... það vantar alveg ískyggilega mikið inn í fataskápinn minn... mín ekki sátt!!

Ég er hætt að láta sjá mig í 101... Vegó verður að komast af án mín í nokkra mánuði... nú eru það bara vidjókvöld og æfingar um helgar!

Augnlokin farin að þyngjast....
Saló!

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Esjuferð, Maraþon og Þrekmeistari!

Esjuferð í sumar með Valdísi, Þóreyju Jump Fit og Hrafnhildi...



Svo tók ég 10 km skokk í gær til styrktar Krafti, styrktarsjóði krabbameinssjúkra barna - tók mig nákvæmlega klukkutíma og 37 sek.... enginn úrvalstími en ágætt samt! Stefni á bætingu að ári liðnu... ;)



Á morgun er svo fyrsta æfing hjá Þrekmeistarahópnum!! Keppnin verður í nóvember. Fyrir þá sem ekki vita eru keppnisgreinarnar tíu eftirfarandi:
1. þrekhjól
2. róðravél

3. niðurtog í vél
4. fótalyftur

5. armbeygjur
6. kassauppstig

7. uppsetur
8. axlapressa

9. hlaupabretti
10. bekkpressa

Væri gaman að fá í comment hvaða tvær æfingar þið haldið að ég fái... ath að hver keppandi tekur tvær æfingar í röð! ;)

mánudagur, ágúst 18, 2008

Þungu skrefin...

Djö.. eigum við eitthvað að ræða það hvað er erfitt að koma sér aftur af stað í ræktinni og hollustunni!! Er að rembast við þetta alveg..

mánudagur, ágúst 11, 2008

Let the game begin..

Geðveikin er byrjuð...

Ég er búin að hrista af mér þjóðhátíðarslenið og komin í gang aftur... ekki seinna vænna heldur því nú fer allt á fullt... ekkert grill og hvítt um hverja helgi neitt...
Það tók reyndar aðeins lengri tíma að komast í gang en það hefði átt að gera því ég tók upp á því að detoxa eftir eyjar og hef því nánast bara lifað á grænmeti og ávöxtum síðustu vikuna.. (sé augnabrúnina lyftast á þér Bjarney...)

Við erum nokkrar skvísur sem höfum tekið okkur saman og ætlum að taka þátt í þrekmeistaranum núna í nóvember.. við erum með brjálað team! það verður ágætis upphitun fyrir fitness :)

Æfingar byrjaðar af fullu aftur... skreið hérna heim seinnipartinn eftir æfingu með Nancy... ég verð að sippa með strákana aftur í haust svo ég þarf að fara að koma mér í svaðalegt sippuform á næstu tveim vikum svo maður geti tekið þá almennilega í gegn... gekk nú bara bærilega áðan!! Væri reyndar mjög mikið til í að eignast eins og eitt almennilegt alvöru Buddy Lee band svo ég geti farið að reyna við þrefalt hopp... það fer á óskalistann! Fer náttla að nálgast afmælið mitt... ;)

Svo eru smá breytingar í gangi... ég er aðeins að "minnka" vinnuna mína hjá Emporu og taka að mér meira hjá Sporthúsinu... bæði kennslu og svo sölu og markaðsmál fyrir öll námskeiðin sem eru í boði! Spennandi tímar framundan og svo til að toppa þetta þá byrjar skólinn líka núna 1.sept... :)

Ég er líka að flytja aftur heim í hreiðrið tímabundið... Svalan mín er að koma aftur til Rvk og vill endilega fá íbúðina sína aftur ;)

Hugsa að þetta sé annars orðið ágætt þetta updeit... þarf að halda áfram að vinna... það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum!! Ætla svo að taka nýja bók með mér í rúmið.. "The New Rules of Marketing & PR"

Er ekki við hæfi að enda þetta á ágætis kvóti í Malcom Gladwell marketing guru...

"There can be as much value in the blink of an eye as in months of rational analysis" ;)

Eintóm gleði..

mánudagur, ágúst 04, 2008

Ég er í sælufjötrum!!



Ég á ekki orð til að lýsa hversu geeeeðveik upplifun þjóðhátíð var... af hverju var ég ekki löööngu búin að fara???

Þetta er algjör útópía.. maður er kominn inn í einhvern annan heim!! Magnað...

Við bjuggum með svakalega fínu liði á besta stað í bænum! Vorum held ég 15 í húsinu þegar mest var og svo var tjaldað í garðinum. Það var eins og við hefðum öll þekkst í mörg ár... algjör snilld! Svo hitti ég svo mikið af skemmtilegu fólki... allir svo hressir og allir þarna til að skemmta sér út í rauðan dauðann!! Ekkert annað!

Við skemmtum okkur svo brjálað vel!! Ferðuðumst með bekkjabílunum allt sem við þurftum að komast.... og bara það eitt er upplifun út af fyrir sig!! Þjóðhátíðarlögin í botni og maður söng sig hásan með....

Þjóðhátíðar-Jóhanna vinkona mín og Nancy voru duglegar að fræða mig um þjóðhátíðarreglurnar jafn óðum...

Við vinkonurnar vorum on fire þarna... reyttum af okkur aulabrandarana sambýlisfólki okkar til mikillar skemmtunar... ég veit ekki hvað þau halda um okkur... en eitt er víst að Þjóðhátíðar-persónan er ekki sama manneskja og í raunverulega lífinu.... hehe...

Eyjapeyjinn og vinur minn hann Trausti bauð okkur í gítarpartý og gaf okkur að smakka þjóðarrétt eyjamanna - reyktan Lunda með smjöri... sem mér fannst svaaaakalega góður!!! :)

Við Rakel vorum svo með Jump Fit atriði á sunnudeginum sem lukkaðist ótrúlega vel! :) (dísöss... það verður ekki auðvelt að koma sér af stað aftur í ræktinni...!!)

Þetta var ógleymanleg helgi út í gegn... Ég hugsa annars að ég taki "what happens in eyjar... stays in eyjar" á þetta... er að hlaða inn myndum á facebook... þær segja oft meira en þúsund orð!!

Takk fyrir frábæra verslunarmannahelgi!! Strax farin að telja niður í næstu þjóðhátíð! :) Enn með gæsahúð...

Þjóðhátíð ég elska þig!!!

sunnudagur, júlí 27, 2008

Mér finnst rigningin góð...

Það er heldur betur kominn fiðringur í okkur fyrir þjóðhátíð... og allt á fullu í undirbúningi! :)

En ótrúlegt hvað sumarið hefur liðið hratt... það er orðið dimmt úti á kvöldin og ég er farin að kveikja á kertum sem mér finnst reyndar ekkert leiðinlegt...

Farin að hlakka til að fá röð og reglu á lífið með haustinu...

Dagskráin verður þétt... æfingar - skóli - vinna - æfingar - Jump Fit - kennsla og meiri æfingar...

Miðað við daginn í dag verð ég að nota helgarnar vel til að hlaða batteríin fyrir annasama viku... maður er greinilega ekki lengur tvítugur...

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Lífið er yndislegt...

Vikan er búin að líða svakalega hratt... mikið að gera á öllum vígstöðvum!

Jump Fit er að fara af stað aftur og æfingar byrjaðar uppi í Sporthúsi svo ég fer fljótlega að verða aftur eitt af húsgögnunum þar! ;)

Ég er líka á kennaranámskeiði hjá Valdísi því ég ætla að taka að mér að kenna fleiri námskeið en Jump Fittið... er að læra að kenna á palla þessa dagana... læra að telja og brjóta upp rútínur... svaka stuð.. er með diska frá Valdísi í spilaranum á fullu teljandi taktinn... langar að læra að mixa tónlist og hækka beatið á lögum sem ég fíla.. svo ég geti notað þau í kennslunni... óska hér með eftir einhverjum snillingi til að kenna mér það!

Annars er ég bara búin að vera nokkuð dugleg að æfa í vikunni... yfirleitt er ég að fara tvisvar á dag og alveg að klára þriðju viku af fjórum á þessu prógrammi! Hljóp í dag 7,5 km með Rúrý og Lilju... erum búnar að koma upp föstum hlaupatíma út ágúst amk ef einhverjir vilja vera með... :)

Finn alveg hvað ég er orðin svakalega þreytt á kvöldin þegar ég leggst á koddann...

...en ég læt það ekkert stoppa mig frekar en fyrri daginn... tek sunnudagana í hvíld og ætla að skella mér á þjóðhátíð í fyrsta skipti á ævinni... og reyndar eyja yfir höfuð! :) Ég hugsa að ég verði líka með Jump Fit sýningu á báðum pöllum :) alveg að standa mig í markaðssetningunni!! ;)
Búin að vera að hlusta á þjóðkunn þjóðhátíðarlög og ég er ekki frá því að það sé bara kominn dáldill fiðringur í mig...

mánudagur, júlí 21, 2008

Monday

Ég er orðin óþolinmóð að komast í ræktina... og dagurinn rétt að byrja... og það er ekki eins og ég hafi ekki tekið brennslu í morgun...

brjóst og bak í dag... þriðja vika af fjórum áður en ég skipti yfir í nýtt prógramm!

Maður er ekkert með þetta á heilanum neitt...

Ætla að taka að mér hálfgerða fjarþjálfun í vetur - mælingar, æfingaprógrömm og næringaráætlun fyrir þá sem hafa áhuga...

sunnudagur, júlí 20, 2008

Sunnudagsæfingar

Ég elska að vakna fersk á sunnudagsmorgni og fara á æfingu!

Sunnudagar eiga practically að vera hvíldardagar svo ég tek bara létta æfingu... smá brennsla og kviður. Hljóp um 5km í dag í Kópavoginum... dauðatröppurnar í hjöllunum taka reyndar alveg sinn toll!! en gaman að sjá hvað maður er að bæta sig... fylgjast með tímanum og hraðanum upp alla brekkuna!

Ein falleg af mér og Unni sys...

laugardagur, júlí 19, 2008

Extacy!

Ég er búin að eiga yndislegan dag... vaknaði áður en klukkan hringdi og var komin niður í Elliðaárdal áður en langt um leið... hljóp svona 7km í góða veðrinu, það var eins og alsæla... ég sver það!

Skutlaðist svo niður í Laugar í spinning og þaðan fórum við Rakel í Blá Lónið í boði Lóu Báru... takk elska... þetta er orðið ekkert smá flott þarna!! Nutum þess að sleikja sólina... og toppuðum þetta svo með því að setjast út á Vegamótum og fá okkur kvöldmat! Sólin skín ennþá...

dagurinn var æðislegur - mér líður eins og ég sé ástfangin... ?!


Ég er að beila á öllum í kvöld... langar að vera ein með sjálfri mér..

Take your hands off me, hey
I don't belong to you, you see
Take a look in my face, for the last time
I never knew you, you never knew me
Say hello goodbye
Say hello and wave goodbye
Say hello and wave goodbye

mánudagur, júlí 14, 2008

"vöðvar brenna fitu" ?

Ég er svo hrikalega komin í gírinn... og ég elska það! Ekki nema 19 vikur fram að bikarmóti... sem er svakalega lítill tími... en ég ætla amk upp á svið til að sippa!!

Ég er ekkert með athyglissýki á háu stigi neitt... nei nei... við erum allavega góðar saman sýningarhópurinn! Styttist í að Jump Fit byrji aftur af krafti... búin að vera að skoða æfingar inni á bodybuilding síðunni til að bæta inn í strákatímana svo nú mega þeir fara að biðja fyrír sér...



Talandi um bodybuilding síðuna... ég er búin að vera að fara eftir æfingaprógrammi sem ég fann þar inni. Skipti svo út fyrir annað eftir þrjár vikur núna... mér finnst þessi síða meira en snilld! Svona biblía fyrir fólk sem hefur áhuga á líkamsrækt.. það er allt þarna inni!

Las einmitt grein um daginn sem væri góð fyrir margar vinkonur mínar. Hún fjallaði um það að margar konur væru hræddar við að lyfta lóðum því þær vildu ekki verða eins og vöðvatröll og færu því í staðinn á hlaupabrettið eða skíðavélina eins og óðar með það að marki að brenna hitaeiningum...

Mataræðið er að sjálfsögðu bróðurparturinn af árangrinum en að ekki sé hægt að lyfta lóðum og léttast á sama tíma er misskilningur... ég tók saman greinina á íslensku! Hún er áhugaverð.. endilega kíkið á þetta! Þetta er að sjálfsögðu birt með fyrirvara um villur...


Til að byrja með... "vöðvar brenna fitu" hehe...

Kannski ekki beint, en vöðvar auka efnaskiptahraða í líkamanum þegar við hvílumst (RMR).

Fita situr föst á líkamanum þangað til við hreyfum okkur það mikið að hún nýtist sem orkugjafi. Það fer sem sagt engin orka í það að blessuð fitan sitji kyrr utan á okkur... En vöðvavefir utan á beinum krefjast orku til að viðhalda sér. Það þýðir að bara til þess eins að viðhalda þessum vöðvum notar líkaminn um 60 - 120 kkal á dag fyrir hvert kíló af vöðvum.

Með réttu mataræði og æfingum geta konur bætt á sig sem svarar ca 2,5 kg af vöðvum árlega. Ef við gerum ráð fyrir að efnaskiptin í þínum líkama noti 100 kkal á dag til að viðhalda þessum auka vöðvum þýðir það að þú brennir 250 fleiri hitaeiningum daglega!
Til þess að missa 1 kg af fitu þarftu að brenna um 7000 hitaeiningum. Þannig að við það að bæta við þig 2,5 kg af vöðvum og með réttu mataræði geturðu misst um 13 kg á ári án þess að eyða extra tíma í brennslu!

Það er mikilvægt að hafa í huga að 2,5 kg af fitu er ekki það sama og 2,5 kg af vöðvum. Vöðvar eru miklu þéttari en fita og því töluvert ummálsminni!

Annað sem vert er að athuga að þó klukkutími á brettinu sé góð leið til að brenna uppsafnaðri orku í líkamanum þá hættir líkaminn að brenna hitaeiningum þegar þú stígur af brettinu! En þegar við lyftum lóðum helst efnaskiptahraði líkamans í hraðara tempó í um klukkutíma eftir að við hættum að æfa. Sem er annar plús við vöðvaþjálfun!! :) Ástæðan fyrir þessu er sú að eftir lyftingaræfingar heldur líkaminn áfram að kalla á súrefni í meira magni en við hvíld.

Fróðleiksmoli dagsins... ;)

sunnudagur, júlí 13, 2008

Six pakk!

Einu sinni sagði Lóa Bára vinkona mín mér frá því að hún hefði í einhverju undarlegu hugarástandi ákveðið að fara í ræktina á sunnudegi... hún bjóst ekki við að þar væri nokkur sála en sá eitt par af skóm í anddyrinu þegar hún mætti og hugsaði með sér "hvaða geðsjúklingur fer í ræktina á sunnudegi??" - grunur hennar var staðfestur þegar ég veifaði henni af stigavélinni...

Ég tók massífa æfingu með Bjarneyju og JP í morgun uppi í Sporthúsi... bland í poka en lögðum áherslu á fætur og rass... ég sé fram á enn svakalegri harðsperrur en þessar sem ég hef þurft að kljást við í vikunni!! En hvað gerir maður ekki fyrir rass úr stáli... mér finnst ekkert annað en flott að vera með stinnan hnébeygjurass!!

Ég tók brjálað kviðvöðva-session í fyrradag og get varla andað fyrir harðsperrum... en það er samt svo gott... bætti um betur og tók góða skávöðvaæfingu í lokin í dag! Það er verið að reyna við six-pakkinn! Hann er þarna einhversstaðar... ;)

Eins og venjulega skemmtum við okkur alltaf svakalega vel á æfingu saman! Skemmtilegt og skilvirkt... ég á alveg rosalega erfitt með að æfa með fólki sem er samkjaftandi... þá missir maður alveg tempóið í æfingunum!! Við erum komnar í svo mikinn gír að Bjarney hringdi í mig áðan og spurði hvort ég væri ekki bara game í aðra æfingu á eftir... brennslu niðri í Laugum... og ég hélt það nú!!

Farin að horfa á Biggest Looser!!

sunnudagur, júlí 06, 2008

Landsmót 2008

Landsmót var snilld.... og rúmlega það!

Ég er búin að læra ýmislegt um hesta og á meira að segja heimboð í útreiðatúr næstu helgi í eina sveitina... aldrei að vita hvort maður láti verða af því...
Þessi útilegustemmning er alveg málið... svo gaman að ferðast um Ísland og sitja í þægilegum útilegufötum og syngja við gítarspil... klikkar bara aldrei!!

Ég var að koma úr langþráðri sturtu - þreytt í hausnum og öllum kroppnum....

Hlakka til að komast í ræktina á morgun og fá eitthvað annað en skyndibita og nammi að borða...

mánudagur, júní 30, 2008

Fótboltabulla??

Ég var að tala við einn félaga minn í gær sem hneykslaðist á því að ég væri ekki að horfa á úrslitaleikinn í EM.... ég hafði góða og gilda afsökun þar sem ég lá eins og hráviði í sófanum hjá Nancy með nefið ofan í blandpokanum mínum, skjálfandi eftir nokkuð fjöruga nótt... en bað stelpurnar um að pása ræmuna sem við höfðum leigt okkur og stilla á blessaðan leikinn sem fram að því hafði víst ekki verið svo spennandi...

Ég get alveg viðurkennt það að himinn og jörð farast ekki ef ég missi af stórleikjum í fótboltanum þó að aftur á móti ég hafi oft mjög gaman af því að fylgjast með og geti þá meira að segja lifað mig svo svakalega inn í leikinn að ég gleymi stað og stund og er farin að hrópa og kalla "út af með dómarann, inná með ömmu hans"....

...en svo er það annað mál með leikmennina... sem ég er dáldið veik fyrir.. í öllum mínum vinkonuhópum hafa fótboltastrákar (og reyndar boltastrákar eins og þeir leggja sig) verið á rauða listanum... þ.e. bound to brake your heart, því að eins heitir og þeir geta verið þá eiga þeir það sameiginlegt að fótbolti er nr 1, 2 og 3 í þeirra lífi. Ef þeir tapa leik eru þeir óviðræðuhæfir og ef þeir vinna leik... fara þeir og fagna með félögunum... hehehe... Jónas hennar Erlu gæti einmitt verið undantekningin sem sannar regluna... ;)

Svo vill það svo oft verða þannig að þrátt fyrir öll boð og bönn og ráðleggingar frá stelpunum dettur maður í boltastrákapælingar... því það er einfaldlega skemmtilegra að eltast við eitthvað sem býður upp á smá challenge... ekki satt?

Hvað sem því líður... Kata systir sem er aðal íþróttagerpið í fjölskyldunni, kom í heimsókn til mín í gærkvöldi sem er kannski ekki frásögu færandi nema hvað að hún er ekki nema 15 ára en ég hef ósjaldan spurt hvort hún kannist við þennan eða hinn ef ég hef komið auga á einhvern myndarlegan íþróttastrák... og oftar en ekki getur hún sagt mér eitthvað um viðkomandi... ég einmitt spurði hana um myndarlega strákinn sem ég talaði um í síðustu færslu og að sjálfsögðu gat hún sagt mér hver hann væri... en to get to the point... í gær þegar skvísan labbar inn um dyrnar réttir hún mér tímarit.. "Fótboltablaðið 2008" ég lít á hana og hún segir.... "já Salóme, nú geturðu bara flett í gegn og valið þér kærasta..."

Svöl hún Kata...

laugardagur, júní 28, 2008

Updeit

Lítið að frétta...

Beilaði á djamminu...

Sá geðveikt sætan strák í ræktinni í dag... reyndar fleiri... en þessi var nýr!

Búin að sitja úti á palli hjá Ásu vinkonu í allt kvöld með henni og Stellu í góða veðrinu með hvítt í annarri... heavy næs!!

Hlakka til að vakna fersk í fyrramálið...

fimmtudagur, júní 19, 2008

Sól og sumar

Haldiði að það sé lúxus líf... vikan er búin að vera æðisleg!! :)

Ég fór loksins á línuskautanámskeiðið... stóð mig geggjað vel og datt ekki nema einu sinni... lærði að stoppa eða svona amk hvernig á að stoppa og skauta aftur á bak... og bara svo þið vitið það þá er Ægisíðulúkkið out, það er víst ekki lengur kúl að skauta eins og maður sé ballerína baðandi út höndunum... (and believe you me... ég hélt það væri klárlega málið þangað til kennarinn leiðrétti misskilninginn!)

Viss um að það bíða margir spenntir eftir að fá mig í Nauthólsvíkina, skautandi eins og enginn sé morgundagurinn! ;) Sé það gerast í vikunni... og ég er nokkuð viss um að ég nái að plata Rakel með mér, sennilega Jóhönnu og Svölu og Nancy og ábyggilega Huldu ef hún er ekki á vakt.... vantar einhvern á listann?? ;)

Ég er búin að nýta mér veðurblíðuna síðustu daga í tætlur... við erum búnar að hanga í sundlaugunum vinkonurnar og sitja í sólbaði hvar sem við komum því við.. meira að segja erum við svo heppnar í vinnunni að búðin fyrir neðan skrifstofuna okkar sérhæfir sig í garðhúsgögnum svo við erum ekki í vandræðum með að sleikja sólina í brainstorm sessions eða í kaffitímum.. ;)

Ég lenti í smá bílaveseni í vikunni... vatnið fór að gufa upp á kagganum og vinkonur mínar segja að þetta sé heddið... þær hafa þurft að skutla mér hægri vinstri... (takk stelpur!!) það er ekki efst á óskalistanum að vesanast í þessu núna, sérstaklega þar sem maður er fluttur upp í sveitablíðuna, en bíllinn fer á verkstæði í fyrramálið svo ég er með fingur krossaða um að þetta verði ekki eintómt ves..

Skemmtilegt að segja frá því að ég horfði líka á Notebook í vikunni... ég hef trainað að horfa á þessa mynd þar sem mér hafði verið sagt að þetta væri vasaklútamynd... maður myndi grenja úr sér augun... en vitiði hvað... mér fannst bara ekkert sorglegt við þessa mynd... hún var alveg falleg en ég grét ekki einu tári... hvað er það? Getur það verið að reynslan sé búin að byggja mér skjöld? - ég þurfi bara aðeins meira en þetta til að verða sorgmædd... ja.. maður spyr sig..

Æfingar hafa ekki verið settar í forganginn að undanförnu... þó ég sé öll að koma til í crossfit með Bjarneyju... en það rætist úr því von bráðar... maður verður svo fjandi sljór af því að sitja bara í sólbaði og drekka hvítvín alla daga þó það sé einum of ljúft líf...það má ekki komast upp í vana... amk ekki ef ég ætla að taka æfingarnar alvarlega!

Poweraid hlaupið annað kvöld frá Laugardalslauginni kl.22.10 að mig minnir - langar einhvern með?? Ég fer 10km!
Let me know...

mánudagur, júní 16, 2008

Hressar þessar...



Say what you need to say

Tónleikarnir með Blunt voru geðveikir... Rakel hafði reddað okkur miða á besta stað... nánast eins og að vera ein með honum... næst er það Damien Rice á Bræðslunni fyrir austan í júlí og svo er draumurinn að fara á tónleika með john mayer... mér finnst hann geðveikur... ég á alveg nokkur uppáhaldslög með honum... mig langar í kærasta með svona rödd... og það myndi ekki skemma ef hann kynni að spila á gítar...
þetta lag er spilað hátt í græjunum þessa dagana..



Ég skemmti mér einum of vel í gær.. búin að vera heima í rólegheitunum í allan dag... og gert nákvæmlega ekkert af viti! hehe... það má líka stundum! Ég var að tala í símann við Nancy áðan þegar hún segir mér að kíkja út... þá er mökk reykur hinum megin við dalinn... ég hendi mér í íþróttabuxur og hoppa út á hlírabolnum... Nancy hringir í neyðarlínuna og við ákveðum að taka smá miðnæturrúnt uppeftir... þegar við komum þangað stendur bíll í ljósum logum... slökkvibíllinn kemur á hælana á okkur og við bíðum smá stund áður en við keyrum heim aftur... pínu skúffaðar að löggan hafi ekki viljað spjurja hvað okkar erindi væri þarna svo við gætum sagt henni að það hefðum verið við sem hringdum í þá!! ;) Litlu hetjurnar...

Winning isn't everything, but wanting to win is. - Vince Lombardi

Energy and persistence conquer all things. - Benjamin Franklin

Whatever the mind can conceive and believe, the mind can achieve. - Dr. Napoleon Hill

laugardagur, júní 14, 2008

hope - belief - agape

Ég leysti af og kenndi body pump tíma - eða öllu heldur mína útgáfu af body pump í morgun uppi í Sporthúsi! Það var bara skemmtileg tilbreyting... ég er orðin alveg æst að fá að vera með þrekhring á svipuðum tíma... held það gæti verið hörkupúl... ég er nefnilega eins og þeir hörðustu (hehehe)... finnst ekki taka því að fara á æfingu nema svitna vel ;) - það er kannski ástæðan fyrir því að það er aldrei flautað á mig eins og sumar vinkonur mínar sem taka prufutíma í Sporthúsinu... ég fíla bara einum of vel að vera sveitt í mínum eigin heimi í ræktinni ... hehe... mjög sexy!!

Og talandi um að svitna vel á æfingu... við Bjarney tókum saman æfingu í Laugum í gær og hún stakk upp á því að við tækjum eina crossfit æfingu sem mér leist alveg svakalega vel á - það eru svo skemmtilegar æfingar í þessu prógrammi!!
Við tókum 800m spretti - 50 mjóbakæfingar og 50 sit ups, 3 sinnum í röð á tíma. Ég reyndar gleymdi alveg að við værum að taka tímann en það breytti ekki öllu... vorum rennsveittar og másanadi og sko engan veginn á því að fara að hætta strax... tókum nokkrar æfingar í viðbót og fórum svo á Nings þar sem við gátum kjaftað og tekið smá updeit... ;)

Er annars búin að vera frekar löt við að fara á æfingu síðustu daga... alveg orkulaus og búin að reyna að bæta það upp með overdoze af sykri sem virðist bara virka á þvervegin reyndar hehe... en ætla að bæta úr því í næstu viku... fór og keypti mér nokkrar íþróttaflíkur uppi í intersport eftir æfinguna í morgun... sem minnir mig á að ég þarf að fara að komast upp í Reebok umboð...

Ég er að hugsa um að setja saman smá hlaupahóp og fara að hlaupa svona 1x til 2x í viku í sumar... hverjir vilja vera með?

The mind is everything. What you think you become.

The secret of health for both mind and body is not to mourn for the past, worry about the future, or anticipate troubles, but to live in the present moment wisely and earnestly.

Ambition is like love, impatient both of delays and rivals.

Do not dwell in the past, do not dream of the future, concentrate the mind on the present moment.

He is able who thinks he is able.

miðvikudagur, júní 11, 2008

Taking a walk on the wild side...

Við Svala tókum rólegt kvöld saman á föstudaginn, kúrðum yfir vidjó og keyptum okkur nammi, vöknuðum síðan eldsnemma til að mæta í þrektímann hennar í Laugum áður en við fórum 10 km í kvennahlaupinu í þessari líka grenjandi rigningu (geðveikt ánægð með Svöluna mína)!! En vá hvað það var gott... Valdís og Bjarney og fleiri vinkonur mínar hlupu líka en það sem meira er að Katrín vinkona sem er komin rúma 3 mánuði á leið fór alla þessa 10 km nánast án þess að blása úr nös!! Enginn smá dugnaður í liðinu...

Um kvöldið fórum við Lísa í VIP partý og grill hjá Danna. Þar var saman komið fullt af fólki úr Hreyfingu og nú einnig Sporthúsinu, sem hittist árlega í svakalegu partýi!! Við skemmtum okkur endalaust vel... sóttum Jóhönnu og Svölu og kíktum í stutt stopp á Vegó. Ég þurfti að vakna snemma á sunnudeginum til að vera með kynningartíma í Jump Fit fyrir nokkrar handboltaskvísur úr Val. Tók sunnudaginn annars bara í gott chill og hitti svo Jóhönnu, Svölu og Nancy í kvöldmat...

Við Svala vorum báðar í skrítnu skapi í síðustu viku og ákváðum í flýti að panta okkur tíma í klippingu... og mættum svo á mánudaginn á stofuna mína! Ég lét klippa á mig topp... :O veit ekki alveg hvernig ég er að fíla það.. það er eiginlega bara dáldið skrítið að sjá sig svoleiðis.. en ég venst því... eða ekki... og þá bara síkkar hann hvort sem er aftur fljótlega..

Ég fór í sund eftir vinnu í dag með Jóhönnu. Það var bara ekki annað hægt en að nýta þetta góða veður einhvern veginn.. Við steinsofnuðum þar og komum svo heim til mín þar sem við steinsofnuðum líka báðar... Jóhanna á sófanum og ég þversum uppi í rúmi... alveg búnar á því eftir ævintýri gærkvöldsins....

...við tókum nefnilega upp á því seint í gærkvöldi að heimsækja vin minn og félaga hans sem voru í bústað í ca klukkutíma fjarlægð frá Rvk. Hrabba og Nancy komu líka með... Nancy var samviskusami samverjinn og keyrði heim um nóttina en við hinar urðum eftir og fengum okkur í glas með strákunum og fórum í pottinn... skemmtum okkur svakalega vel en sváfum eitthvað minna... ég er svo þakklát fyrir að eiga svona nett klikkaðar vinkonur.. hehe..

Gunnhildur vinkona er að fara að kenna spinning í fyrramálið í Laugum og ég ætla að mæta til hennar kl 6.45 svo að ég ætla að fara að halda áfram að sofa...

James Blunt tónleikarnir eru annað kvöld og ég hlakka mikið til, enda keyptum við miða fyrir örugglega tveim mánuðum síðan! Ég ætlaði norður með Svölu um helgina og fara í útskriftina hjá Sirrí vinkonu en varð að hætta við það... fer fljótlega norður í staðinn! Veðrið um helgina á að vera svona gott eins og í dag... ég stefni að því að nýta það vel... hver veit nema maður skelli sér jafnvel á línuskauta!! ;)

Farin inn í draumalandið...

fimmtudagur, júní 05, 2008

Flugeldaáhrif

Ég er nýkomin heim frá Ítalíu en þrái ekkert heitar en vikuferð á sólarströnd... litla spillta stúlkubarn...
Mig langar að liggja í sólbaði allan daginn og fá tan, striplast um í flottu bikiníi með flottu sólgleraugun mín og lesa tískublöð og skrifa skáldsögu og vinna úr öllum hugmyndunum sem ég er með í kollinum... og drekka kokteila á sundlaugabarnum... og fara í spa og fá mér stæltan tennisþjálfara...

Vinkona mín sem á von á barni í júlí með frænda mínum er að reyna að fá mig í heimsókn í sumar til Tucson í Arizona sem er ekki svo langt frá borg englanna og malibu ströndinni... þar er nóg af sól (og öllu hinu að sjálfsögðu líka)... "góði guð - gefðu mér lottómiða - með vinningi"

Ég sá Sex and the City myndina í gærkvöldi... mér fannst hún æðisleg!! Ég verð að eignast þessa mynd á dvd... svo ég geti horft aftur og aftur og aftur...

Þá fór ég einmitt að hugsa um ástina - en ekki hvað! og hvort það væri fair að ýta strákum frá sér (góðum strákum) sem hafa ekki strax svona flugeldaáhrif í hjartanu manns... hef aldrei hleypt neinum það nærri mér til að kanna hvort flugeldaáhrifin geti komið eftirá... en það vilja nú einhverjir meina að það sé ekkert verra..
En ég þarf nú ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu enda segir stjörnuspáin mín að ég geti notið þess að vera single langt fram á næsta vetur hehe... og vitiði hvað...það hljómar bara vel! ;)

Annars er þetta er búin að vera soldið viðburðarík vika!

Fyrir það fyrsta er ég flutt upp í Grafarholt... og ég er í fyrsta skipti ein - ein og alveg út af fyrir mig sem mér finnst yndislegt... ég verð hérna í allt sumar :)
Það var samt alveg svakalega næs að búa hjá Katý og Balász á Hofteignum...

Nágranni minn var svo vingjarnlegur að bjóða mér strax í grill.. ;) Dóttir hans sem er 5 ára spurði mig "hvort ég væri í alvörunni álfur" því Jóhanna hafði logið að aumingja barninu að ég væri álfaprinsessa með sítt ljóst hár og glimmer-vængi sem hún spurði reyndar líka hvort ég gæti tekið af... ekki skánaði það þegar að Jóhanna bætti svo við að ég væri svakalega góð að sippa og barnið segir "eins og íþróttaálfurinn".... einmitt... alveg eins og hann!

Við trillurnar þrjár og Nancy erum svo farnar að mæta fyrir allar aldir á brennsluæfingar í Laugum - á þriðjudaginn var veðrið svo gott að við lögðumst allar í heita pottinn eftir æfingu í smá stund áður en við fórum að vinna... ekkert smá næs að byrja daginn þannig.. ég sé alveg fyrir mér að það aukist í hópnum ef veðrið heldur áfram að vera svona gott! ;)
Við erum alveg að massa þessa rækt... verðum komnar með svaka six pack og tan áður en langt um líður... ég er allavega með svakalegar harðsperrur og get varla hreyft legg né lið...

Það er endalaust nóg um að vera framundan... stelpukvöld með öllu tilheyrandi, VIP partý, James Blunt tónleikarnir, roadtrip norður... ofl ofl...

Það er svo skemmtilegt þetta líf! :)

sunnudagur, júní 01, 2008

24 stundir í Mílanó

Við vinkonurnar vorum mættar fyrir allar aldir á lestarstöðina með allt mitt hafurtask þegar við áttuðum okkur á því að Soffía hafði gleymt veskinu sínu heima... þar sem það tekur um 45 mín að keyra aftur til baka var það ákveðið að ég skyldi bara lána henni pening.

Í Lögreglufylgd í Mílanó:

Þegar við erum alveg að nálgast Mílanó kemur lestarvörðurinn til okkar og biður um miðana sem við réttum honum um leið. Hann verður ekki sáttur þegar hann sér að við höfum ekki stimplað miðana okkar... en þar sem við höfðum ekki grænan grun um að þess þyrfti reyndum við að afsaka okkur og útskýra í bak og fyrir án árangurs. Hann skrifaði upp á tvo sektarmiða - 5 evrur hvorn og rétti okkur.... ekki skánaði það þegar Soffía sagðist ekki vera með veskið sitt og ég var bara með kort á mér, ekkert cash... hann másti og blásti og sagði okkur að bíða. Eftir nokkra stund kemur til okkar annar lestarvörður, kona sem segist ætla að fylgja okkur í hraðbanka þegar við komum til Mílanó svo við getum greitt sektina okkar.

Við vorum nett pirraðar og ekki dugði að sýna henni visakvittunina þess efnis að við hefðum bara rétt fyrr um morguninn keypt miðana og við værum ekkert að reyna að svindla, við hefðum bara ekki vitað betur... en ekkert dugði til - ekki einu sinni þó að fólkið í lestarvagninum okkar hefði skorist í leikinn og sagt henni að gefa okkur breik...

Þegar til Mílanó var komið elti hún okkur ýmist eða dró á eftir sér í næsta hraðbanka... í röðinni í hraðbankann héldum við áfram að tuða í henni og hún þóttist ekkert skilja... strákurinn fyrir aftan okkur (sem var by the way fáránlega heitur gaur!!!) spurði hana hvort hana vantaði ekki bara pening fyrir hádegismatnum sínum... hehe.. hún var orðin stressuð þar sem lestin átti að fara aftur frá Mílanó á hverri stundu svo hún hótaði því að sækja lögguna... sem við sögðum henni endilega að gera! Ég komst loksins að í hraðbankanum á sama tíma en nýja Amex kortið mitt virkaði ekki þar... great... það virkar ekki alls staðar nefnilega!! Ég bað myndarlega lögregluþjóninn um að koma til mín og sjá á skjánum að kortið virkaði ekki... [á þessum tímapunkti var ég farin að skjálfa úr þreytu og pirring svo tárin byrjuðu allt í einu að streyma niður kinnarnar] Hann tók utan um mig og sagði mér að vera alveg róleg - lestardruslan sá að ekkert þýddi að fá lögregluna með sér í lið þar sem þetta var alveg glatað mál og við myndum aldrei ná í annan hraðbanka í tæka tíð svo hún sagðist þurrka út sektina og strunsaði burt...

Við spjölluðum aðeins við myndarlega lögregluþjóninn sem fylgdi okkur út í næsta hraðbanka og aftur inn á lestarstöð þar sem ég ætlaði að geyma farangurinn minn.. allt hófst þetta að lokum og áður en við vissum af var komið hádegi og við stóðum fyrir framan dómkirkjuna þar sem við hittum Sif.

Við eyddum deginum í að ganga um miðbæinn og fara í litlar sætar hönnunarbúðir og settumst svo aðeins niður af og til til að njóta sólarinnar.
Morguninn eftir ákváðum við að fara upp í turninn á dómkirkjunni - veðrið var geðveikt... áður en við vissum af sátum við ofan á þakinu á dómkirkjunni í Mílanó í sólbaði - í 27°c hita....



Áður en ég hóf ferðalagið heim hittum við Bjarna og Ara sem höfðu keyrt til Mílanó kvöldið áður. Við áttum borð á Nobu þar sem við gæddum okkur á geggjuðu sushi...

Ég var ekkert að vilja yfirgefa Mílanó... ég fíla borgina í tætlur og langar að fara aftur fljótlega og skoða hana miklu betur... Ítalía heillaði mig alveg upp úr skónum! :)
Það var gott að hitta Soffíu og komast aðeins í annað umhverfi og sjá að heimurinn er kannski ekki bara vandamálið sem maður stendur frammi fyrir hverju sinni...

Ég er komin heim og við Katý eigum von á HR stelpunum okkar í brunch! Ég ætla svo að njóta þess að fara á æfingu seinnipartinn...

Hlakka til að mæta fersk í vinnuna og svo fer vikan í flutninga og æfingar... það er svo gott þetta líf.. :)

Ég er klár í slaginn...

fimmtudagur, maí 29, 2008

Milan, Italy

Þá er það Mílanó á morgun... við vinkonurnar ætlum að fara í svaðalega stelpuferð! Sif sem er vinkona systur minnar og býr í Mílanó þar sem hún er í fatahönnunarnámi ætlar að vera svo elskuleg að hýsa okkur eina nótt... við tökum lestina upp úr átta í fyrramálið og ætlum að nýta daginn vel í miðbænum.. skoða dómkirkjuna, myndina af síðustu kvöldmáltíðinni og kíkja í hönnunar og vintage búðir... hlakka til :)

Bjarni og Ari ætla að hitta okkur seinnipartinn og við ætlum út að borða á Nobu sem apparently er einnig í Mílanó... og fá okkur eitthvað svakalega gott sushi!

Það kæmi mér ekki mjög á ef að við myndum síðan fá okkur nokkra kokteila... jafnvel einn til tvo fragola daquaries.. var einmitt að spá í því að hafa alltaf föst daquarie kvöld heima hjá mér á tveggja vikna fresti í sumar... held það sé alveg málið! ;)

Ég flýg heim seinnipartinn á morgun... þetta er búin að vera svakalega góð ferð og Torino frábær borg! Ég var alvarlega að hugsa um það í dag að framlengja fríinu mínu til þess að fá smá sólarglætu á kroppinn en hugsa að ég skelli mér bara í eina helgarferð aftur í sumar í staðinn... þetta er orðið gott og ég hlakka til að koma heim og komast í ræktina! :)

Ég er meira að segja að fara á línuskautanámskeið á fimmtudaginn... verð svaðaleg pía í sumar... og við vinkonurnar!! ;)

Rennblautar kveðjur frá Torino..

Almenn vitleysa

Við skiptum liði í gær, við stelpurnar fórum í verslunarleiðangur á meðan strákarnir fóru að gera eitthvað allt annað...

Það var geggjað veður svo við nutum þess að labba um í hitanum... þangað til ég steig í eina pollinn í bænum í opnum skóm... Soffía gat ekki andað úr hlátri og hélt því statt og stöðugt fram að þetta væri piss!!! Ekki leið á löngu þar til næsta óhapp átti sér stað... en þá skeit dúfa á bringuna á mér.... og aftur hló Soffía svo mikið að hún náði vart andanum... þegar hún loksins náði að jafna sig eftir ófarir mínar frussaði hún því út úr sér að ég væri "úrgangsóheppin" og hélt svo áfram að hlæja... það verður ekki tekið af mér að ég er algjör klaufi... en ég veit ekki alveg hvort ég samþykki þetta nýyrði...

Við fundum geggjaða búð sem seldi fatnað og fylgihluti eftir unga hönnuði... og gátum að sjálfsögðu ekki annað en eitt nokkrum krónum þar inni... ;) En það er einmitt gaman að segja frá því að Ítalía var valin world design capital of 2008!! :)

Þegar við höfðum fengið nóg af því að versla hittum við strákana og ætluðum í Go kart en það var allt fullt fram eftir öllu svo strákarnir tóku eina keilu.. fórum síðan út að borða á japanskan stað sem heitir Xia. Skemmtileg upplifun... við fengum öll japanska sloppa til að borða í og kokkurinn eldaði matinn fyrir framan okkur... þaðan var haldið á Rummeriuna þar sem bestu kokteilar bæjarins eru galdraðir fram... hver á eftir öðrum...

Við töldum 31 hóru á leiðinni heim... Soffía minntist á að þetta væri eins og að telja aðventuljós á jólunum... bara skemmtilegra hehehe...

Héldum fjörinu áfram heima þar til fólk týndist í háttinn hvert á eftir öðru... við Snorri sátum tvö eftir á spjallinu til kl fimm í morgun.... og líðanin í dag er eftir því hehe ;)

Heyrði í Elvu vinkonu áðan og hún er að reyna að plata mig yfir til Rómar... það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug.. sérstaklega þegar maður er orðinn despó í smá tan - ég meina maður er nú einu sinni á Ítalíu!!!

Setti fleiri myndir inn á facebook... :)

þriðjudagur, maí 27, 2008

Rignir niður á Ítalíu!



Ég, Soffía og Ari eyddum deginum í miðbæ Torino á meðan Bjarni og Snorri voru heima að læra undir próf. Við skoðuðum meðal annars sögusafnið og kítkum í nokkrar búðir... settumst á kaffihús og skoðuðum dómkirkjuna þar sem líkklæði Krists eru varðveitt... (ég misskildi víst aðeins þetta orð fyrst - áttaði mig ekki á því að þarna lægju leifar af kappanum sjálfum ... hélt það væri bara dressið hans... átta mig núna á því afhverju þetta er svona ansk merkilegt.. ) Keypti mér svo svaka flott krossa hálsmen í kirkjubúðinni og svo var ég að spá í að skrifta hjá prestinum en gat ómögulega fundið út hvar ég ætti eiginlega að byrja svo ég lét það bara eiga sig...

Það er búinn að vera einhver svaka doggari í mér og ég reiti af mér brandarana hægri vinstri.. verst bara að enginn skilur mig.. nema kannski Soffía af og til... en ég hlæ svo sem nóg af þeim sjálf...

Ég fór út og sippaði í smá stund seinnipartinn... gott að hreyfa sig aðeins þó svo að við höfum auðvitað gengið fyrir allan peninginn í dag... rústaði nú samt eiginlega bandinu mínu á gangstéttinni!!
Snorri og Jón Þór grilluðu síðan fyrir okkur svakalega gott lamb í kvöld sem sá síðarnefndi kom með alla leið frá Íslandi.. held ég hafi sjaldan smakkað svona gott kjöt.. mmm....

Planið fyrir restina af ferðalaginu er komið...

á morgun er það önnur bæjarferð - go kart og almenn vitleysa um kvöldið...
á fimmtudaginn er planið að allur hópurinn fari í dagsferð út fyrir Torino
á föstudaginn ætlum við vinkonur í stelpuferð til Mílanó, að versla og skoða dómkirkjuna og berja "síðustu kvöldmáltíðina" augum og vonandi að sjá sex and the city myndina með ensku tali.... og vera þar fram á laugardag eða þangað til að ég flýg aftur heim á klakann... :)

Þangað til næst...

mánudagur, maí 26, 2008

Inspirazión

Ítalía tók á móti mér með hellidembu og ekki hefur stytt upp síðan...

Við horfðum á Eurovision á írskum pub í miðbæ Torino og gáfum lögunum stig eftir frammistöðu... svo við höfum það alveg á hreinu komst Rússland klárlega ekki einu sinni á blað hjá okkur!! Létum úrslitin ekki stoppa gleðskapinn og fórum yfir á æðislegan kokteilbar þar sem ég fékk besta strawberry daquiry sem ég hef smakkað ever...

Daginn eftir fóru Bjarni og Soffía með okkur á kvikmyndasafnið. Það var truflað flott!! Ég set inn myndir þaðan á facebook fyrir þá sem vilja skoða :) Maður gat fíflast alls konar sjálfur og svo enduðum við á því að fara upp í útsýnisturn í byggingunni og sáum yfir alla Torino!
Við fórum út að borða um kvöldið og svo í risa spilakassasal þar sem Soffía vorum sko alls ekki síður spenntar er strákarnir... ég fór í svona danshermi... kemur eflaust ekkert á óvart haha!!! ;)
Þegar við komum heim breyttist eitt Opal staup í þennan líka heljarinnar drykkjuleik sem endaði þannig að við kláruðum allt áfengi sem til var á heimilinu og að sjálfsögðu hress eftir því...

Við vöknuðum um hádegi og fórum í La Gru sem er kringlan í Torino. Við vinkonurnar eyddum bróðupartinum af deginum þar inni... án þess að ég sé búin að tapa mér í búðum. Ég er nefnilega búin að sjá það að ég er að þroskast í innkaupunum.. orðin töluvert vandfísnari... maður er að kaupa færri en að sama skapi jafnvel dýrari hluti... ;)
Við eyddum tæpum tveim tímum inni í einni skartgripaverslun í dag þar sem ég keypti mér geggjað hálsmen og Soffía keypti sér armband!

Fórum og fengum okkur svaka góða pizzu í kvöldmatinn og við vinkonur erum svo búnar að sitja með hvítt í annarri á fullu að brainstorma því hér úti kvikna sko heldur betur viðskiptahugmyndir... ;)

Spáin á morgun lofar góðu... 27°c hiti og sól... ætlum að vakna snemma og njóta þess :)

Ég er alveg laus við fanatíkina í ræktinni hérna og mataræðið er svona frekar mikið í henglum... en maður verður þá bara þeim mun strangari þegar maður kemur til baka, endurnærð og brún og sæt! ;)

Þangað til næst...
Ciao!!

fimmtudagur, maí 22, 2008

Góðan dag góðir farþegar... þetta er flugstjórinn sem talar!

Virtust allir mínir vinir vera búnir að missa trúna á Eurovision því enginn mundi eftir keppninni í kvöld né ætlaði að horfa... nema auðvitað Jójó sem ég fékk til að horfa með mér á undankeppnina áðan... :p (hún kann alla júrovision dansa sem til eru frá árinu 1987!!)

Aðalstuðningsmaður íslenska landsliðsins í Eurovision hún Soffía vinkona mín sendi mér einmitt sms um leið og úrslitin lágu fyrir í kvöld... hún er búin að plana svaðalegt Eurovision partý fyrir okkur úti... og ég er að sjálfsögðu endalaust hamingjusöm með það :)

Það er sko heldur betur kominn fiðringur í mig... ég fann flugmiðann minn áðan til að tékka á fluginu... og sá að ég þarf að vera mætt út á völl kl 8.00 um morguninn á laugardaginn!! Whaaaat og það sem átti að vera partýstand á mér annað kvöld.. ég næ ekki einu sinni að fara í ræktina áður en ég fer í flug!! En ég er svo heppin að yndislega vinkona mín hún Bjarney bauðst til að koma og sækja mig eldsnemma á laugardagsmorgni og keyra mig út á völl!!! :) Held það séu ekki margir sem myndu nenna því...

Kannski ég ætti að fara að pakka niður... er með tight schedule fyrir morgundaginn og brjálað að gera í vinnunni!!

Ætli ég bloggi ekki næst frá Ítalíu...

Arrive'derci!!

miðvikudagur, maí 21, 2008

Ég get allt!!! :o)

There comes a time in life... þar sem maður gerir upp við sjálfan sig!!

Og það er svo góð tilfinning...

Þegar ég kom aftur í vinnuna eftir að hafa tekið vel á því í ræktinni í hádeginu var ég full af orku og jákvæðni... mér fannst ég geta allt og ég sá markmiðin mín eitthvað svo skýrt fyrir mér!! Ég er búin að bíða eftir þessu augnabliki í langan tíma... ég er ekki bara að segja... ég er að gera!!!

Sumarið og næsti vetur eru full af spennandi tækifærum og nýjungum og ég segi það satt að ég hlakka til að vakna á hverjum einasta morgni!! Það er svo margt í deiglunni... hausinn minn er alveg á milljón! En þannig virka ég best..

Auðvitað verðum við að þekkja vonbrigði og sorg til þess að kunna að njóta hamingju og gleði - en við megum heldur ekki gleyma því að lífið er of stutt til að staldra við í einhverju volæði og sjálfsvorkunn...

ég held því fram að hlutirnir gerist af því að þeim er ætlað að gerast... allt fer í reynslubankann og styrkir okkur og herðir...

Var þetta ekki bara ágætis ræða??? ;)

BBQ og keilumót á föstudag... við Empora skvísur stefnum að sjálfsögðu að því að rústa strákunum í keilu... þó að prímadonnan ég hafi smá áhyggjur af fínu nöglunum... (við fórum nefnilega að æfa um daginn og þá fauk ein af mér... og þar sem ég er að fara til Ítalíu á laugardaginn er það bara ekki alveg í boði...) - treysti eiginlega á Núsa vin minn sem er Íslandsmeistari í keilu til að finna út úr því.. ;) En já það má sem sagt búast við því að ég fari beint úr bænum í ræktina og þaðan upp í vél...

Farin á æfingu...
Later..

þriðjudagur, maí 20, 2008

Eðall...


Svalar píur!


Þessum ljósmyndara tókst að ná mynd af okkar innri manni... haha..


Langflottastar!! ;)

mánudagur, maí 19, 2008

This Years Love

Ég var að koma frá Svölu og Jóhönnu.. það er komin nótt, ég steig út úr bílnum heima og fann lyktina af sumrinu...

Ég er eitthvað lítil í mér...

Ég opnaði tölvuna og setti David Gray á play... ég hef ekki hlustað á hann síðan um jólin... og ég hlustaði aftur og aftur og aftur...



Mér þykir svo vænt um þetta lag og það vekur upp svo góðar minningar og sterkar tilfinningar...

Ég er ekki frá því að það hafi fallið nokkur tár...

Mér líður eins og ég sé að kafna!! Það verður gott að komast aðeins út og fá smá breik frá öllu hérna heima...

laugardagur, maí 17, 2008

Feedback

Gærdagurinn var fullur af skemmtilegheitum og góðum fréttum! :)

Hrabba og Þórunn eru lengi búnar að bjóða mér með sér í Mána-palla í Hreyfingu svo ég ákvað að skella mér með þeim í hádeginu í gær!
Aldís kom og sótti okkur á Empora drossíunni með gleðifréttir sem tengjast vinnunni en ég get því miður ekki postað því online alveg strax... en ég held það sé óhætt að segja að það séu jákvæðar fréttir og hrikalega spennandi tímar framundan...

Ég sótti svo um nám í Markaðssamskiptum við HÍ næsta vetur með vinnu. Ég hlakka ekkert smá til að setjast á skólabekk aftur... það er svo gott að fá allt það nýjasta beint í æð og læra meira og meira... ég elska vinnuna mína!!!! :)

Seinnipartinn var svo opnun á ljósmyndasýningunni hjá Thomasi, kærasta systur minnar sem er franskur. Sýningin er á "Veggnum" í Þjóðminjasafninu og verður opin til 14. september svo ég vil hvetja ykkur til að fara og kíkja! Allar myndirnar eftir hann eru teknar á Íslandi. Það var svaka fjölmenni á sýningunni, léttar veigar og jazztónlist... góð stemming - svo maður var alveg kominn í gírinn fyrir kvöldið...

Við hittumst nokkrar heima hjá Yoyo og skáluðum... fórum svo og hristum á okkur rassinn á Vegó... en ekki hvað!!?! ;)

Ég skemmti mér fáránlega vel... litli bróðir hennar Röggu var að DJ-ast og Ingvar bróðir var mættur á vegamót með vinum sínum og ég lenti í svaðalegri sveiflu með Oddi á dansgólfinu... en ég fór alveg á mis við skemmtistaðasleikinn sem virtist vera mjööög heitur í gærkvöldi!! hahaha...
Ég held ég hafi bara ekki skemmt mér svona vel á tjúttinu í langan tíma... vona að kvöldið í kvöld verði sambærilegt!!
Bæði innflutningspartý og þrítugsafmæli á planinu... þannig að þetta verður ágætis djammhelgi þar sem ég tók líka forskot á sæluna og kíkti út á fimmtudagskvöldið... en ég meina... "þetta er ungt og leikur sér... " ;)

Ætla að njóta þess að slaka á í dag... fyrsta stráka Jump Fit námskeiðið kláraðist í morgun og ég er ekki frá því að ég sé strax farin að sakna strákanna... ný námskeið byrja í næstu viku ef einhver hefur áhuga!! Við Rakel tókum svo einn kynningartíma í Jump Fit í hádeginu sem gekk súpervel...

Eintóm gleði í gangi...

þriðjudagur, maí 13, 2008

In the Mist

Ég tók hörkuæfingu með Svölunni minni seinnipartinn... fórum fyrst að lyfta í Laugum og svo dró ég hana með mér upp í Sporthús þar sem ég kenndi tvöfaldan Jump Fit tíma fyrir Rakel... i-podarnir okkar beggja eru stútfullir af hip hop tónlist og við vorum eiginlega komnar í svaka djammfíling þarna undir lokin... og helgin nú þegar ráðin!! ;)

Á föstudaginn er er opnun á sýningu hjá kærasta systur minnar sem er franskur ljósmyndari í Þjóðminjasafninu... Sýningin hans kallast In the Mist og er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík. Þaðan heldur partýið áfram og ef ég þekki okkur rétt mun það enda á dansgólfinu á Vegamótum...

Átti einmitt doldið skemmtilegt samtal við vin minn í dag...

U says:
hæ hæ...takk fyrir síðast
~ *Saló* ~ says:
hæ! sömuleiðis
U says:
félagi minn sem var með mér á sunnudaginn hafði orð á því að besta væbið á staðnum kæmi frá þér (ATH! við erum að tala um Vegó ef það var ekki clear ;)
U says:
:)brilliant punktur
~ *Saló* ~ says:
hehehe snilld!!
~ *Saló* ~ says:
ég skemmti mér alltaf svo vel...

Gott að vita að ég er ekki lengur eins og blikkandi rautt viðvörunarljós hehe.... ;)

The Heart Of The Matter

Þegar ég fór í bíó um helgina með stelpunum þá var sýndur trailerinn af Sex and the City myndinni sem var by the way frumsýnd í gærkvöldi í London! Spennan magnast..

Ég efast um að ég geti lýst því hversu hrikalega spennt ég er að sjá þessa mynd og svekkt að hún skuli vera frumsýnd hérna heima akkurat þegar ég er úti á Ítalíu... það er engin leið að horfa á hana þar í ljósi þess að í Evrópu eru myndir yfirleitt döbbaðar... og mig langar ekki að láta skemma hana fyrír mér þannig!!

Eeeen það sem kom mér svo skemmtilega á óvart í þessum trailer var að ein uppáhaldssöngkonan mín söng undir... eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt... og án efa eitt af mínum uppáhaldslögum!! Ég hef talað um þessa söngkonu áður á blogginu mínu og gott ef ég hef ekki bara postað lögum af youtube með henni hérna líka... söngkonan sem um ræðir heitir Indie Arie og syngur svona acoustic soul lög... Unnur systir kynnti mig fyrir henni fyrir nokkrum árum og síðan þá hef ég hlustað reglulega á hana... svo gott þegar maður vill vera einn með sjálfum sér og þarf að hugsa aðeins...

Ætla að leyfa laginu að fylgja með... ekki laust við að maður verði smá emotional...

mánudagur, maí 12, 2008

Soffía í rússíbana

Dísöss... sakna hennar!!! Þetta er Bara snilld...



Aaawwww.... ég hlakka svo til að fara til Ítalíu!!!! :)

Hvítasunna 2008





sunnudagur, maí 11, 2008

4 minutes

Partýpían er búin að vera heima í afslöppun alla helgina...

Hóf helgina reyndar á því að mæta í ræktina og gera út af við strákana mína í Jump Fit... ég fékk alveg smá samviskubit þegar einn hljóp út til að kasta upp og annar lagðist í gólfið alveg frá... en ég meina þú færð það sem þú biður um!! Þetta er alvöru...

- brjálaðar brennslu og þolæfingar, snerpu, styrk og aukinn stökkkraft... -

Heyriði í bandinu... waaoouuupppaaaahhh... ;)


Fór út að borða á Tapas í gær... mmm - muy rico! elska þennan stað!! Síðan heimsótti ég pabba og mömmu og rændi óvænt tveim yngstu systrum mínum... fórum með þær heim til mín þar sem við samkjöftuðum fram á nótt eins og svo oft áður... það er svo kósý! :)

Var síðan að koma heim úr bíó með Rakel og Jóhönnu... já... við förum stundum í barnabíó - sleppum við röðina... svaka klárar stelpur!! Sáum "what happens in Vegas" sem er svona ástarmynd... við gengum út alveg "aawwww..." og Jóhanna sagði... nú langar mig í kærasta haha (being ironic)... þá sagði ég... mig langar í hund - og ég meinti það! (hverjum hefði samt dottið það í hug?? ekki mesti dýravinurinn...)

Eeenn... að sjálfsögðu get ég ekki látið líða heila helgi án þess að ég brenni dansgólfið á betri stöðum bæjarins... við Empora skvísur ætlum að mála bæinn rauðan í kvöld og ég er ekki frá því að partýgrísirnir mínir ætli með...

Laaater!!!

laugardagur, maí 10, 2008

Hvert ætlar þú?

Ég á vinkonu sem er yfirmáta skipulögð... hún er svo skipulögð að hún toppar mig margfalt og þá er mikið sagt!!
Það má vel vera að ég sé með litaða post it miða í dagbókinni minni, með to-do lista sem inniheldur kl hvað ég ætla að gera hlutina, búin að skipuleggja vikuna svona semi fyrirfram og að hver hlutur eigi sinn stað heima hjá mér og svo framvegis, en þessi yndislega kona útbýr stefnukort fyrir sjálfa sig!! Takk fyrir!!
Þá á ég við að hún setur sér markmið og pælir svo vel og lengi í því hvernig hún ætlar að ná því markmiði - með því að eyða líka nægum tíma með fjölskyldu og vinum, hugsa um heilsuna og hreyfa sig og fjármagna svo allt heila klabbið! Ég bara gapti þegar hún sagði mér frá þessu - mér fannst þetta svo mikil snilld...

En vitanlega þarf maður þá að byrja á því að setja sér markmið! ;) Og ég er að vinna í því þessa dagana... það er bara svo margt sem mig langar að gera!! Og maður getur víst ekki gert allt... allavega ekki í einu hehe...

En þegar það er komið þá prófa ég að fylla út svona stefnukort fyrir sjálfa mig.. ég þykist nú samt vita að það þýði lítið því til að vega upp á móti þá er ég nefnilega líka hæfilega (ja.. sem betur fer í flestum tilvikum) kærulaus... og framhleypin og hvatvís og ofboðslega utan við mig... en samt gott að styðjast við þetta sem beinagrind! :) Það er aldrei slæmt að hugsa aðeins fram í tíman og spyrja sjálfan sig hvað maður vill fá út úr lífinu....

... amk svo lengi sem maður gleymir ekki að njóta þess að vera til á hverjum degi! :)

Farin að njóta lífsins... ;)

fimmtudagur, maí 08, 2008

It's like this and like that!

Var að koma úr keilu með stelpunum í vinnunni... ég fer aldrei í keilu og hef ekki farið í keilu í mörg ár!! En þar sem við Empora skvísur eigum deit við Inhouse strákana eftir tvær vikur og ætlum okkur að mala þá... þá ákváðum við að við þyrftum að rifja aðeins upp taktana... en það er klárlega official að ég er ÖMURLEG í keilu! Braut líka nögl... En við erum með ýmislegt í pokahorninu... þetta verður burst!! ;)
Verð nú eiginlega að segja það að í minningunni var keila leiðinleg afþreying en við skemmtum okkur svakalega vel í kvöld... hehe...

Það stefnir sem sagt í hrikalegt tjútt föstudaginn áður en ég flýg út til Mílanó.. ætti kannski að fara að tékka á því kl hvað flugið er... yrði nú ekki í fyrsta skipti sem maður færi beint af Vegamótum og út á völl... Við Victor gerðum það einmitt þegar við fórum til London á svipuðum tíma í fyrra... svaka fersk eða hitt þó...

En talandi um Ítalíu... ég er ekki lítið spennt... það er víst komið geggjað veður og Soffía í óðaönn að skipuleggja fyrir okkur ferðina... ég bað um bland af shopping - sightseeing og að njóta þess að vera í góða veðrinu á Ítalíu... ahhh.. þetta verður æði... ég þarf allavega nauðsynlega að kaupa mér ný sólgleraugu... mín flottu Gucci (name dropping bara fyrir þig Ingvar!!) sólgleraugun mín eru týnd..
Mér skilst líka á Bjarna að Soffía sé búin að finna fullt af heitum gaurum handa mér þarna úti... haha... keypti ég ekki örugglega opinn miða??? hehehe... nei eins og mamma bað mig vinalega um þegar okkur vinkonunum var hleypt aðeins 17 ára gömlum í sólarlandaferð til Grikklands í 2 vikur!!!! - "bara ekki koma heim með neinn fabio!" ;)

Svo er ég líka að fara að flytja.. eina ferðina enn... ég verð í íbúðinni hennar Svölu minnar í sumar svo við Bjarney verðum nágrannar... það verður næs að þurfa ekki að elda fyrir einn alltaf!! Ég sé samt leigubílamælinn fyrir mér tikka upp í 5.000 kallinn eftir djammið... En svo vantar mig eitthvað frá og með haustinu...??

Löng helgi framundan...

Ein góð í lokin!

sunnudagur, maí 04, 2008

fimmtudagur, maí 01, 2008

I believe we are written in the stars...

Ég er eiginlega fyrst núna að ná að slaka á í dag... dró Yo með mér í danstíma hjá Gauja og Valdísi í morgun... vorum báðar jafn æðislega hressar eftir allan hip hop skvísu dansinn í gærkvöldi.. by the way geeeeeðveikur tími!! Saknaði þess samt að sjá ekki Lísu og Önnu Karen fremst við spegilinn með mér.. ;)

Eftir hádegi fórum við svo nokkrar saman á Esjuna... enda fullkomið veður til þess! Það var stappað af fólki í fjallinu! Ég hef aldrei farið áður svo Þórey (Jump Fit skvísa) þurfti greyið alltaf vera að útskýra fyrir mér reglulega næstu brekkur og slóða... en ég held þetta hafi bara gengið þokkalega, tók amk vel á og vááá... útsýnið!! svo skokkuðum við hálfpartinn niður! Ég sé alveg fram á ágætis harðsperrur á morgun... mér líður allavega eins og ég sé með rass úr stáli!!

Það var ennþá glampasólskin þegar ég var að keyra heim svo ég plataði Rakel með mér í Laugardalslaugina.. það var roooosalega næs að láta þreytuna aðeins líða úr kroppnum í lauginni... Fórum svo og plöntuðum okkur fyrir framan sjónvarpið heima hjá henni með The Departed klassíkina í spilaranum og skoðuðum gistingar í New York.. erum sammála um að við ætlum bara að njóta þess í botn að vera þarna og skoða og sjá það sem borgin hefur upp á að bjóða... ekkert verslunaræðisklikk neitt... alveg búnar að taka þann pakka á þetta hehe ;)

En ég er ekki frá því að ég hafi fengið nokkrar fleiri freknur í fésið mitt í dag... ég er meira að segja pínu brunnin á nebbanum og kinnunum! Sumarið er klárlega komið og ég hlakka svo til að fara í útilegur og sumarbústaðaferðir og grilla og hanga í sundlaugum og sitja á kaffihúsum í miðbænum... :p

Svo er mikill þrýstingur á mig um að fara að dusta rykið af línuskautunum mínum... aldrei að vita nema ég taki þá fram um helgina og skelli mér aðeins í Nauthólsvíkina.. ef ég fæ einhvern álíka lélegan til að koma með mér hehe..

Svo langar mig að eignast hjól... og fara á sjókött... ég verð alveg veik að sitja úti á verönd hjá pabba og mömmu og horfa á þetta lið þjóta um sjóinn á þessu... úff... ég verð bara að prófa!!

Það er svo rooosalega margt sem mig langar að gera! En ég finn samt hvernig ég er farin að lifa meira og meira fyrir einn dag í einu og læra að njóta augnabliksins... sem mér finnst mjög jákvætt því fólk á það oft til að lifa hratt og gleyma sér í lífsgæðakapphlaupinu og jafnvel bara gleyma að njóta þess að vera til í dag! Viðhorf mitt til lífsins hefur líka breyst nokkuð síðasta árið... enda tók ég U-beygju og ákvað að fylgja eigin sannfæringu eins og ég er reyndar yfirleitt vön að gera.. :) Finn bara hvernig orkan í mér eykst með hverjum deginum... það er svo gaman að vera til!! :)

Ein sveitt í lokin...

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Fasta pasta

Eftir að hafa vaknað í morgun með hita... farið að kenna Jump Fit og lagst aftur upp í rúm og hríslast úr kulda, drattast í vinnuna og verið í hálfgerðu móki í allan dag tók ég ákvörðun um að stytta föstuna niður í þrjá daga... haha.. þannig að síðasti dagurinn er í dag!! Þessi ákvörðun var tekin í samráði við Valdísi og fleiri skynsama vini.. hehe..

Líkaminn mótmælti þessari brútal meðferð... ekki séns að hafa orku í almennilega hreyfingu og hvað þá langhlaup á detox fæði... svo ég tók skynsemina á þetta... en nammibindindið heldur sér hins vegar... ;)

Hlakka verulega til að fá haframjölið mitt í fyramálið...

Hey já, var næstum búin að gleyma!! - Fór í dag á sýningu LHÍ á Kjarvalstöðum og verð að gefa henni flott credit! Margt mjög skemmtilegt og sniðugt þarna... maður gerir allt of lítið af því að fara á listasýningar og söfn hérna heima!

mánudagur, apríl 28, 2008

Saló í aldingarðinum...

Var að koma heim úr saumó.... ekkert smá flottheitin hjá skvísunni!! En ekki hvað... þessar elskur eru alltaf með allt á hreinu...
Við mættum allar í kvöld, ellefu skvísur - skólasystur úr HR, sem eru fréttir því það er ekki það auðveldasta að ná okkur öllum saman!! Guðrún Ásta bauð upp á þessa líka heavy girnó pizzu og súkkulaði köku... og mín bara á bullandi föstu... oj hvað ég var svekkt... en ólíkt Evu þá stóðst ég forboðna ávöxtinn... og ekkert smá sátt við það... hugsaði líka eftir á... það eiga eftir að koma margir margir svona dagar í mínu 210 daga nammibindindi!! - So, better get used to it...

Að venju voru samræðurnar verulega fjörugar... það er náttla aaaaalllt látið flakka... hahha...

Hlupum rétt rúma 8km í dag... mér fannst varla taka því að fara í hlaupabuxurnar fyrir það... ekki þegar maður er farinn að hlaupa um 35km á viku - en gerði það nú samt - fyrir Valdísi og Kidda... veit hvað þeim finnst ég heit í þessu outfitti!! Stefnan er að fara upp í ca 36-40 í þessari viku! :) Tökum létt skokk upp dauðatröppurnar og þar á morgun, lengra hlaup á miðvikudag, Esjuna á fimmtudag, aftur 8 km á föstudag og svo 15 km á laugardag...

Þeir sem vilja koma með á Esjuna á fimmtudaginn let me know! Ætlum að reyna að fara um miðjan daginn :)

Annars er ég orðin of þreytt til að hugsa... kenni Jump Fit fyrir Beggu í fyrramálið og það er mikið að gera í vinnunni! Þarf alla orku sem ég get fengið... því maður er í hálfgerðu móki á þessari föstu...

sunnudagur, apríl 27, 2008

Er það Bermuda??

Það var heldur betur mikið tjútt á okkur Marmaris vinkonum í gærkvöldi!! Mættum heim til Eyglóar í svaka stuði og skoðuðum fuuulllt af myndum og rifjuðum upp ævintýrin í Tyrklandi síðasta sumar... ó boy ó boy hvað við skemmtum okkur vel!! Eygló tók að sjálfsögðu á móti okkur eins og við værum prinsessur... bauð upp á hvítt og svaka veitingar sem við fúlsuðum sko ekki við... hehe... vorum náttla allar í belly dance búningunum sem við keyptum okkur úti... eða ekki!! hehe... held ég hafi farið einu sinni í minn eftir að ég kom heim og það var fyrir private show...
Vá hvað það var gaman!! Leikurinn verður endurtekinn þegar Soffía kemur heim frá Ítalíu...

Það stendur klárlega upp úr dagurinn sem við leigðum okkur skútu með skipstjóra og kokki um borð... sigldum um miðjarðarhafið og syntum í sjónum... létum svo speed bát draga okkur á svona donuts á fleygiferð á söltum sjónum og lágum flatmaga uppi á dekkinu á bátnum í sólbaði þar sem við létum bera í okkur drykki og ávexti... við erum auðvitað ekki þekktar fyrir annað en að gera hlutina með stæl ;)



Það bættist í hópinn og gamanið fór heldur betur að kárna svo við ákváðum að drífa okkur á djammið... þarf ég að segja eitthvað annað en að ég endaði á mínum stað þar sem ég sá um að halda fjörinu uppi... eða eins og Jóhanna myndi orða það.. "það þarf einhver að sjá um skemmtiatriðin fyrir vinkonuhópinn" Við gríslingarnir þrír töpuðum okkur á dansgólfinu og settumst ekki einu sinni niður allt kvöldið!! Við vorum on fire og skemmtum okkur endalaust vel!!

Vorum allar vaknaðar og komnar í Árbæjarlaugina fyrir hádegi!! Geri aðrir betur... Lágum ofan í lauginni með sólina í andlitið og tásurnar upp í loft... mmm... það var næs!! Þarf að fara að redda mér einhverju almennilegu bikiníi fyrir þennan hasarkropp sem ég verð hehehe... ;)

Ekki nema fjórar vikur í Ítalíu!!! Váááá.... hvað ég hlakka til!!!

Later!!

laugardagur, apríl 26, 2008

Rockin' the beat!!

Ég er alltaf að toppa mig... ég er svo mikið nörd!! Ég á núna uppáhalds hlaupahring... sem við fórum einmitt í morgun. Ég, Valdís og Óli í þessu líka geggjaða veðri. Það er Elliðárdalurinn, rosa góður 10km hringur... :) þegar við erum við það að klára... eigum svona 1km eftir, tekur Valdís á sprett þvert yfir Ártúnsbrekkuna... ég hélt að hún væri að villast því hún er svo hrikalega áttavillt að það er ekki eðlilegt... svo klára ég hringinn og hugsa hvert í fjandanum hún hafi nú eiginlega farið því við Óli biðum örugglega í svona 20 mín eftir henni... var á tímabili að spá í að fara að leyta... hahaha!

- en nei nei... skvísan hafði vísvitandi lengt hringinn... og ég var ógeðslega abbó því ég átti nóg inni og er svo sjúkleg keppnismanneskja.. hahaha... þannig að ég brunaði upp í sporthús þar sem ég var að fara að kenna Jump Fit og dreif mig út og tók extra 3 km - upp dauðabrekkuna í Hjöllunum í Kóp og allt - áður en ég fór að kenna... restina tók ég svo út á strákunum sem ég held að hafi skriðið út úr tímanum hehe.. er maður bilaður í hausnum eða hvað??? - En mér leið allavega miklu betur á eftir... ;)

Við Rakel ætlum í Jump Fit tíma í New York... hlakka hriiiikalega til!!! Komum heim með ný spor í farteskinu!! :)

Í kvöld á að skemmta sér like never before!! Hlakka rosalega til að hitta stelpurnar!! Ég er í svaka stuði og ekki skemmir veðurblíðan fyrir...:)

Á morgun byrjar svo 11 daga fasta! Ég er búin að éta allt of mikið af nammi í síðustu viku... ég er liggur við búin að borða svona hnetubar á hverjum degi - algjör viðbjóður... og það er bara eiginlega ekki í boði ef maður á að fara að taka þátt í einhverri kroppasýningu eftir 30 vikur!!! Það er naumast hvað maður verður svangur af öllu þessu hlaupi... og hefur ekki beint lyst á mat... En fyrir utan það er ég svo líka á leiðinni til Mílanó eftir fjórar vikur og ég vil geta spókað mig þar um í mínípilsi og hlírabol... ;) (nei rakel ég lofa að taka ekki hvíta pilsið með mér...)

210 dagar í nammibindindi!! Frá og með morgundeginum... ætla að bíða aðeins með yfirlýsingar um djammpásur... þetta er ágætis byrjun ;)

Automatic Supersonic Hypnotic Funky Fresh...

föstudagur, apríl 25, 2008

What we think - we become!!

Undirbúningur fyrir Berlínarmaraþonið er on... það verða teknir 15 km í fyrramálið áður en við förum að kenna Jump Fit! Er í óðaönn að updeita playlistann á ipodinum mínum sem er eitthvað að gefa sig... sem minnir mig á að ég verð að redda mér nýjum ipod í sumar!!

Sem þýðir að ég verð bara róleg í kvöld... eða þið vitið - ekkert svona brjálæðislega æst eins og venjulega... hehe..

Svo er víst búið að skrá mig á línuskautanámskeið... frábært.. ekki veitir af.. ég viðurkenni fúslega að ég þurfi á því að halda... kann ekki að stoppa mig... þó ég hafi einu sinni æft listdans á skautum... eða ok, fór á nokkrar æfingar í skautahöllinni... ætli ég hafi ekki hætt eða bara rekin hahaha - af því að ég gat ekki lært að stoppa mig... skautaði örugglega bara alltaf á vegginn til að stoppa... kæmi mér ekki á óvart... ég er svo mikill klaufi...

Farin að hlakka svakalega til að hitta skvísurnar annað kvöld... ætla að djamma almennilega og brenna dansgólfið því svo verð ég víst að taka smá pásu... amk í hvítvíninu því ég þarf að byggja upp þol til að hlaupa 42 km í september!! Mér skilst að ég þurfi að fara 35 km 3 vikum fyrir hlaupið og svo að gíra mig niður aftur... já já þetta verður lítið mál...

Er í partýfíling.. - fyrir þá sem hafa áhuga.. heitar umræður um boltastráka inni á www.dyrunn.bloggar.is ;)

Þetta lag minnir mig svo á Katý - litlu yndislegu vinkonu mína og okkur tvær að tapa okkur á dansgólfinu á Rex einhvern tíman á HR tímabilinu... awww... goood old times!! hehehehe...

Góða helgi..

Kv. Saló partýdýr!!