mánudagur, júní 30, 2008

Fótboltabulla??

Ég var að tala við einn félaga minn í gær sem hneykslaðist á því að ég væri ekki að horfa á úrslitaleikinn í EM.... ég hafði góða og gilda afsökun þar sem ég lá eins og hráviði í sófanum hjá Nancy með nefið ofan í blandpokanum mínum, skjálfandi eftir nokkuð fjöruga nótt... en bað stelpurnar um að pása ræmuna sem við höfðum leigt okkur og stilla á blessaðan leikinn sem fram að því hafði víst ekki verið svo spennandi...

Ég get alveg viðurkennt það að himinn og jörð farast ekki ef ég missi af stórleikjum í fótboltanum þó að aftur á móti ég hafi oft mjög gaman af því að fylgjast með og geti þá meira að segja lifað mig svo svakalega inn í leikinn að ég gleymi stað og stund og er farin að hrópa og kalla "út af með dómarann, inná með ömmu hans"....

...en svo er það annað mál með leikmennina... sem ég er dáldið veik fyrir.. í öllum mínum vinkonuhópum hafa fótboltastrákar (og reyndar boltastrákar eins og þeir leggja sig) verið á rauða listanum... þ.e. bound to brake your heart, því að eins heitir og þeir geta verið þá eiga þeir það sameiginlegt að fótbolti er nr 1, 2 og 3 í þeirra lífi. Ef þeir tapa leik eru þeir óviðræðuhæfir og ef þeir vinna leik... fara þeir og fagna með félögunum... hehehe... Jónas hennar Erlu gæti einmitt verið undantekningin sem sannar regluna... ;)

Svo vill það svo oft verða þannig að þrátt fyrir öll boð og bönn og ráðleggingar frá stelpunum dettur maður í boltastrákapælingar... því það er einfaldlega skemmtilegra að eltast við eitthvað sem býður upp á smá challenge... ekki satt?

Hvað sem því líður... Kata systir sem er aðal íþróttagerpið í fjölskyldunni, kom í heimsókn til mín í gærkvöldi sem er kannski ekki frásögu færandi nema hvað að hún er ekki nema 15 ára en ég hef ósjaldan spurt hvort hún kannist við þennan eða hinn ef ég hef komið auga á einhvern myndarlegan íþróttastrák... og oftar en ekki getur hún sagt mér eitthvað um viðkomandi... ég einmitt spurði hana um myndarlega strákinn sem ég talaði um í síðustu færslu og að sjálfsögðu gat hún sagt mér hver hann væri... en to get to the point... í gær þegar skvísan labbar inn um dyrnar réttir hún mér tímarit.. "Fótboltablaðið 2008" ég lít á hana og hún segir.... "já Salóme, nú geturðu bara flett í gegn og valið þér kærasta..."

Svöl hún Kata...

laugardagur, júní 28, 2008

Updeit

Lítið að frétta...

Beilaði á djamminu...

Sá geðveikt sætan strák í ræktinni í dag... reyndar fleiri... en þessi var nýr!

Búin að sitja úti á palli hjá Ásu vinkonu í allt kvöld með henni og Stellu í góða veðrinu með hvítt í annarri... heavy næs!!

Hlakka til að vakna fersk í fyrramálið...

fimmtudagur, júní 19, 2008

Sól og sumar

Haldiði að það sé lúxus líf... vikan er búin að vera æðisleg!! :)

Ég fór loksins á línuskautanámskeiðið... stóð mig geggjað vel og datt ekki nema einu sinni... lærði að stoppa eða svona amk hvernig á að stoppa og skauta aftur á bak... og bara svo þið vitið það þá er Ægisíðulúkkið out, það er víst ekki lengur kúl að skauta eins og maður sé ballerína baðandi út höndunum... (and believe you me... ég hélt það væri klárlega málið þangað til kennarinn leiðrétti misskilninginn!)

Viss um að það bíða margir spenntir eftir að fá mig í Nauthólsvíkina, skautandi eins og enginn sé morgundagurinn! ;) Sé það gerast í vikunni... og ég er nokkuð viss um að ég nái að plata Rakel með mér, sennilega Jóhönnu og Svölu og Nancy og ábyggilega Huldu ef hún er ekki á vakt.... vantar einhvern á listann?? ;)

Ég er búin að nýta mér veðurblíðuna síðustu daga í tætlur... við erum búnar að hanga í sundlaugunum vinkonurnar og sitja í sólbaði hvar sem við komum því við.. meira að segja erum við svo heppnar í vinnunni að búðin fyrir neðan skrifstofuna okkar sérhæfir sig í garðhúsgögnum svo við erum ekki í vandræðum með að sleikja sólina í brainstorm sessions eða í kaffitímum.. ;)

Ég lenti í smá bílaveseni í vikunni... vatnið fór að gufa upp á kagganum og vinkonur mínar segja að þetta sé heddið... þær hafa þurft að skutla mér hægri vinstri... (takk stelpur!!) það er ekki efst á óskalistanum að vesanast í þessu núna, sérstaklega þar sem maður er fluttur upp í sveitablíðuna, en bíllinn fer á verkstæði í fyrramálið svo ég er með fingur krossaða um að þetta verði ekki eintómt ves..

Skemmtilegt að segja frá því að ég horfði líka á Notebook í vikunni... ég hef trainað að horfa á þessa mynd þar sem mér hafði verið sagt að þetta væri vasaklútamynd... maður myndi grenja úr sér augun... en vitiði hvað... mér fannst bara ekkert sorglegt við þessa mynd... hún var alveg falleg en ég grét ekki einu tári... hvað er það? Getur það verið að reynslan sé búin að byggja mér skjöld? - ég þurfi bara aðeins meira en þetta til að verða sorgmædd... ja.. maður spyr sig..

Æfingar hafa ekki verið settar í forganginn að undanförnu... þó ég sé öll að koma til í crossfit með Bjarneyju... en það rætist úr því von bráðar... maður verður svo fjandi sljór af því að sitja bara í sólbaði og drekka hvítvín alla daga þó það sé einum of ljúft líf...það má ekki komast upp í vana... amk ekki ef ég ætla að taka æfingarnar alvarlega!

Poweraid hlaupið annað kvöld frá Laugardalslauginni kl.22.10 að mig minnir - langar einhvern með?? Ég fer 10km!
Let me know...

mánudagur, júní 16, 2008

Hressar þessar...



Say what you need to say

Tónleikarnir með Blunt voru geðveikir... Rakel hafði reddað okkur miða á besta stað... nánast eins og að vera ein með honum... næst er það Damien Rice á Bræðslunni fyrir austan í júlí og svo er draumurinn að fara á tónleika með john mayer... mér finnst hann geðveikur... ég á alveg nokkur uppáhaldslög með honum... mig langar í kærasta með svona rödd... og það myndi ekki skemma ef hann kynni að spila á gítar...
þetta lag er spilað hátt í græjunum þessa dagana..



Ég skemmti mér einum of vel í gær.. búin að vera heima í rólegheitunum í allan dag... og gert nákvæmlega ekkert af viti! hehe... það má líka stundum! Ég var að tala í símann við Nancy áðan þegar hún segir mér að kíkja út... þá er mökk reykur hinum megin við dalinn... ég hendi mér í íþróttabuxur og hoppa út á hlírabolnum... Nancy hringir í neyðarlínuna og við ákveðum að taka smá miðnæturrúnt uppeftir... þegar við komum þangað stendur bíll í ljósum logum... slökkvibíllinn kemur á hælana á okkur og við bíðum smá stund áður en við keyrum heim aftur... pínu skúffaðar að löggan hafi ekki viljað spjurja hvað okkar erindi væri þarna svo við gætum sagt henni að það hefðum verið við sem hringdum í þá!! ;) Litlu hetjurnar...

Winning isn't everything, but wanting to win is. - Vince Lombardi

Energy and persistence conquer all things. - Benjamin Franklin

Whatever the mind can conceive and believe, the mind can achieve. - Dr. Napoleon Hill

laugardagur, júní 14, 2008

hope - belief - agape

Ég leysti af og kenndi body pump tíma - eða öllu heldur mína útgáfu af body pump í morgun uppi í Sporthúsi! Það var bara skemmtileg tilbreyting... ég er orðin alveg æst að fá að vera með þrekhring á svipuðum tíma... held það gæti verið hörkupúl... ég er nefnilega eins og þeir hörðustu (hehehe)... finnst ekki taka því að fara á æfingu nema svitna vel ;) - það er kannski ástæðan fyrir því að það er aldrei flautað á mig eins og sumar vinkonur mínar sem taka prufutíma í Sporthúsinu... ég fíla bara einum of vel að vera sveitt í mínum eigin heimi í ræktinni ... hehe... mjög sexy!!

Og talandi um að svitna vel á æfingu... við Bjarney tókum saman æfingu í Laugum í gær og hún stakk upp á því að við tækjum eina crossfit æfingu sem mér leist alveg svakalega vel á - það eru svo skemmtilegar æfingar í þessu prógrammi!!
Við tókum 800m spretti - 50 mjóbakæfingar og 50 sit ups, 3 sinnum í röð á tíma. Ég reyndar gleymdi alveg að við værum að taka tímann en það breytti ekki öllu... vorum rennsveittar og másanadi og sko engan veginn á því að fara að hætta strax... tókum nokkrar æfingar í viðbót og fórum svo á Nings þar sem við gátum kjaftað og tekið smá updeit... ;)

Er annars búin að vera frekar löt við að fara á æfingu síðustu daga... alveg orkulaus og búin að reyna að bæta það upp með overdoze af sykri sem virðist bara virka á þvervegin reyndar hehe... en ætla að bæta úr því í næstu viku... fór og keypti mér nokkrar íþróttaflíkur uppi í intersport eftir æfinguna í morgun... sem minnir mig á að ég þarf að fara að komast upp í Reebok umboð...

Ég er að hugsa um að setja saman smá hlaupahóp og fara að hlaupa svona 1x til 2x í viku í sumar... hverjir vilja vera með?

The mind is everything. What you think you become.

The secret of health for both mind and body is not to mourn for the past, worry about the future, or anticipate troubles, but to live in the present moment wisely and earnestly.

Ambition is like love, impatient both of delays and rivals.

Do not dwell in the past, do not dream of the future, concentrate the mind on the present moment.

He is able who thinks he is able.

miðvikudagur, júní 11, 2008

Taking a walk on the wild side...

Við Svala tókum rólegt kvöld saman á föstudaginn, kúrðum yfir vidjó og keyptum okkur nammi, vöknuðum síðan eldsnemma til að mæta í þrektímann hennar í Laugum áður en við fórum 10 km í kvennahlaupinu í þessari líka grenjandi rigningu (geðveikt ánægð með Svöluna mína)!! En vá hvað það var gott... Valdís og Bjarney og fleiri vinkonur mínar hlupu líka en það sem meira er að Katrín vinkona sem er komin rúma 3 mánuði á leið fór alla þessa 10 km nánast án þess að blása úr nös!! Enginn smá dugnaður í liðinu...

Um kvöldið fórum við Lísa í VIP partý og grill hjá Danna. Þar var saman komið fullt af fólki úr Hreyfingu og nú einnig Sporthúsinu, sem hittist árlega í svakalegu partýi!! Við skemmtum okkur endalaust vel... sóttum Jóhönnu og Svölu og kíktum í stutt stopp á Vegó. Ég þurfti að vakna snemma á sunnudeginum til að vera með kynningartíma í Jump Fit fyrir nokkrar handboltaskvísur úr Val. Tók sunnudaginn annars bara í gott chill og hitti svo Jóhönnu, Svölu og Nancy í kvöldmat...

Við Svala vorum báðar í skrítnu skapi í síðustu viku og ákváðum í flýti að panta okkur tíma í klippingu... og mættum svo á mánudaginn á stofuna mína! Ég lét klippa á mig topp... :O veit ekki alveg hvernig ég er að fíla það.. það er eiginlega bara dáldið skrítið að sjá sig svoleiðis.. en ég venst því... eða ekki... og þá bara síkkar hann hvort sem er aftur fljótlega..

Ég fór í sund eftir vinnu í dag með Jóhönnu. Það var bara ekki annað hægt en að nýta þetta góða veður einhvern veginn.. Við steinsofnuðum þar og komum svo heim til mín þar sem við steinsofnuðum líka báðar... Jóhanna á sófanum og ég þversum uppi í rúmi... alveg búnar á því eftir ævintýri gærkvöldsins....

...við tókum nefnilega upp á því seint í gærkvöldi að heimsækja vin minn og félaga hans sem voru í bústað í ca klukkutíma fjarlægð frá Rvk. Hrabba og Nancy komu líka með... Nancy var samviskusami samverjinn og keyrði heim um nóttina en við hinar urðum eftir og fengum okkur í glas með strákunum og fórum í pottinn... skemmtum okkur svakalega vel en sváfum eitthvað minna... ég er svo þakklát fyrir að eiga svona nett klikkaðar vinkonur.. hehe..

Gunnhildur vinkona er að fara að kenna spinning í fyrramálið í Laugum og ég ætla að mæta til hennar kl 6.45 svo að ég ætla að fara að halda áfram að sofa...

James Blunt tónleikarnir eru annað kvöld og ég hlakka mikið til, enda keyptum við miða fyrir örugglega tveim mánuðum síðan! Ég ætlaði norður með Svölu um helgina og fara í útskriftina hjá Sirrí vinkonu en varð að hætta við það... fer fljótlega norður í staðinn! Veðrið um helgina á að vera svona gott eins og í dag... ég stefni að því að nýta það vel... hver veit nema maður skelli sér jafnvel á línuskauta!! ;)

Farin inn í draumalandið...

fimmtudagur, júní 05, 2008

Flugeldaáhrif

Ég er nýkomin heim frá Ítalíu en þrái ekkert heitar en vikuferð á sólarströnd... litla spillta stúlkubarn...
Mig langar að liggja í sólbaði allan daginn og fá tan, striplast um í flottu bikiníi með flottu sólgleraugun mín og lesa tískublöð og skrifa skáldsögu og vinna úr öllum hugmyndunum sem ég er með í kollinum... og drekka kokteila á sundlaugabarnum... og fara í spa og fá mér stæltan tennisþjálfara...

Vinkona mín sem á von á barni í júlí með frænda mínum er að reyna að fá mig í heimsókn í sumar til Tucson í Arizona sem er ekki svo langt frá borg englanna og malibu ströndinni... þar er nóg af sól (og öllu hinu að sjálfsögðu líka)... "góði guð - gefðu mér lottómiða - með vinningi"

Ég sá Sex and the City myndina í gærkvöldi... mér fannst hún æðisleg!! Ég verð að eignast þessa mynd á dvd... svo ég geti horft aftur og aftur og aftur...

Þá fór ég einmitt að hugsa um ástina - en ekki hvað! og hvort það væri fair að ýta strákum frá sér (góðum strákum) sem hafa ekki strax svona flugeldaáhrif í hjartanu manns... hef aldrei hleypt neinum það nærri mér til að kanna hvort flugeldaáhrifin geti komið eftirá... en það vilja nú einhverjir meina að það sé ekkert verra..
En ég þarf nú ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu enda segir stjörnuspáin mín að ég geti notið þess að vera single langt fram á næsta vetur hehe... og vitiði hvað...það hljómar bara vel! ;)

Annars er þetta er búin að vera soldið viðburðarík vika!

Fyrir það fyrsta er ég flutt upp í Grafarholt... og ég er í fyrsta skipti ein - ein og alveg út af fyrir mig sem mér finnst yndislegt... ég verð hérna í allt sumar :)
Það var samt alveg svakalega næs að búa hjá Katý og Balász á Hofteignum...

Nágranni minn var svo vingjarnlegur að bjóða mér strax í grill.. ;) Dóttir hans sem er 5 ára spurði mig "hvort ég væri í alvörunni álfur" því Jóhanna hafði logið að aumingja barninu að ég væri álfaprinsessa með sítt ljóst hár og glimmer-vængi sem hún spurði reyndar líka hvort ég gæti tekið af... ekki skánaði það þegar að Jóhanna bætti svo við að ég væri svakalega góð að sippa og barnið segir "eins og íþróttaálfurinn".... einmitt... alveg eins og hann!

Við trillurnar þrjár og Nancy erum svo farnar að mæta fyrir allar aldir á brennsluæfingar í Laugum - á þriðjudaginn var veðrið svo gott að við lögðumst allar í heita pottinn eftir æfingu í smá stund áður en við fórum að vinna... ekkert smá næs að byrja daginn þannig.. ég sé alveg fyrir mér að það aukist í hópnum ef veðrið heldur áfram að vera svona gott! ;)
Við erum alveg að massa þessa rækt... verðum komnar með svaka six pack og tan áður en langt um líður... ég er allavega með svakalegar harðsperrur og get varla hreyft legg né lið...

Það er endalaust nóg um að vera framundan... stelpukvöld með öllu tilheyrandi, VIP partý, James Blunt tónleikarnir, roadtrip norður... ofl ofl...

Það er svo skemmtilegt þetta líf! :)

sunnudagur, júní 01, 2008

24 stundir í Mílanó

Við vinkonurnar vorum mættar fyrir allar aldir á lestarstöðina með allt mitt hafurtask þegar við áttuðum okkur á því að Soffía hafði gleymt veskinu sínu heima... þar sem það tekur um 45 mín að keyra aftur til baka var það ákveðið að ég skyldi bara lána henni pening.

Í Lögreglufylgd í Mílanó:

Þegar við erum alveg að nálgast Mílanó kemur lestarvörðurinn til okkar og biður um miðana sem við réttum honum um leið. Hann verður ekki sáttur þegar hann sér að við höfum ekki stimplað miðana okkar... en þar sem við höfðum ekki grænan grun um að þess þyrfti reyndum við að afsaka okkur og útskýra í bak og fyrir án árangurs. Hann skrifaði upp á tvo sektarmiða - 5 evrur hvorn og rétti okkur.... ekki skánaði það þegar Soffía sagðist ekki vera með veskið sitt og ég var bara með kort á mér, ekkert cash... hann másti og blásti og sagði okkur að bíða. Eftir nokkra stund kemur til okkar annar lestarvörður, kona sem segist ætla að fylgja okkur í hraðbanka þegar við komum til Mílanó svo við getum greitt sektina okkar.

Við vorum nett pirraðar og ekki dugði að sýna henni visakvittunina þess efnis að við hefðum bara rétt fyrr um morguninn keypt miðana og við værum ekkert að reyna að svindla, við hefðum bara ekki vitað betur... en ekkert dugði til - ekki einu sinni þó að fólkið í lestarvagninum okkar hefði skorist í leikinn og sagt henni að gefa okkur breik...

Þegar til Mílanó var komið elti hún okkur ýmist eða dró á eftir sér í næsta hraðbanka... í röðinni í hraðbankann héldum við áfram að tuða í henni og hún þóttist ekkert skilja... strákurinn fyrir aftan okkur (sem var by the way fáránlega heitur gaur!!!) spurði hana hvort hana vantaði ekki bara pening fyrir hádegismatnum sínum... hehe.. hún var orðin stressuð þar sem lestin átti að fara aftur frá Mílanó á hverri stundu svo hún hótaði því að sækja lögguna... sem við sögðum henni endilega að gera! Ég komst loksins að í hraðbankanum á sama tíma en nýja Amex kortið mitt virkaði ekki þar... great... það virkar ekki alls staðar nefnilega!! Ég bað myndarlega lögregluþjóninn um að koma til mín og sjá á skjánum að kortið virkaði ekki... [á þessum tímapunkti var ég farin að skjálfa úr þreytu og pirring svo tárin byrjuðu allt í einu að streyma niður kinnarnar] Hann tók utan um mig og sagði mér að vera alveg róleg - lestardruslan sá að ekkert þýddi að fá lögregluna með sér í lið þar sem þetta var alveg glatað mál og við myndum aldrei ná í annan hraðbanka í tæka tíð svo hún sagðist þurrka út sektina og strunsaði burt...

Við spjölluðum aðeins við myndarlega lögregluþjóninn sem fylgdi okkur út í næsta hraðbanka og aftur inn á lestarstöð þar sem ég ætlaði að geyma farangurinn minn.. allt hófst þetta að lokum og áður en við vissum af var komið hádegi og við stóðum fyrir framan dómkirkjuna þar sem við hittum Sif.

Við eyddum deginum í að ganga um miðbæinn og fara í litlar sætar hönnunarbúðir og settumst svo aðeins niður af og til til að njóta sólarinnar.
Morguninn eftir ákváðum við að fara upp í turninn á dómkirkjunni - veðrið var geðveikt... áður en við vissum af sátum við ofan á þakinu á dómkirkjunni í Mílanó í sólbaði - í 27°c hita....



Áður en ég hóf ferðalagið heim hittum við Bjarna og Ara sem höfðu keyrt til Mílanó kvöldið áður. Við áttum borð á Nobu þar sem við gæddum okkur á geggjuðu sushi...

Ég var ekkert að vilja yfirgefa Mílanó... ég fíla borgina í tætlur og langar að fara aftur fljótlega og skoða hana miklu betur... Ítalía heillaði mig alveg upp úr skónum! :)
Það var gott að hitta Soffíu og komast aðeins í annað umhverfi og sjá að heimurinn er kannski ekki bara vandamálið sem maður stendur frammi fyrir hverju sinni...

Ég er komin heim og við Katý eigum von á HR stelpunum okkar í brunch! Ég ætla svo að njóta þess að fara á æfingu seinnipartinn...

Hlakka til að mæta fersk í vinnuna og svo fer vikan í flutninga og æfingar... það er svo gott þetta líf.. :)

Ég er klár í slaginn...