þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Spurning um að láta aðeins heyra í sér...

Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga hjá mér!! Ég get ekki sagt að ég hafi mikið slappað af.. fyrir utan 30 mín í plokkun og litun sem hvarf þó þegar ég sá útkomuna!! :S

Hvað er helst í fréttum...
  • Við Katy héldum fyrirlestur um Academic standards at RU fyrir skiptinemana okkar
  • Útskriftarráðið mitt tók höndum saman og hélt svaka partý á Broadway fyrir skólann eins og hann lagði sig! Við fengum stuttan fyrirvara en stemmningin var mjög góð og héldu B-Uniq og DJ President öllu liðinu á dansgólfinu! Sjálf var ég í hlutverki barþjóns megnið af kvöldinu ásamt góðu fólki og seldi grimmt ;) Þess á milli var blandað geði við gestina... sem voru reyndar aðallega viðskipta- og lögfræðinemar HR...
  • Fór snemma morguninn eftir í stefnumótunarferð BÍSN, sem var haldin í rosa flottum bústað rétt f. utan Flúðir. Ég var þar næstum allan laugardaginn að funda og endaði á þvílíku grilli a'la Siggi og Danni... fengum geggjað veður og borðuðum úti. Svo skilst mér að ég hafi rétt misst af rosa showi hjá strákunum þar sem ég fór heim aftur áður en fólk fór að fara í pottinn og djúsa...
  • Vegamót og HR eru klárlega mitt annað heimili...
  • Kynningarnefnd BÍSN er búin að setja allt á fullt í tengslum við stúdentakortið og BÍSN blaðið og við í PR crewinu (ég, Rakel og Anna Lilja) erum í óðaönn að skipuleggja partý ársins í tengslum við útgáfu stúdentakortsins í septembermánuði!
  • Útskriftarráð VD04 er með margar þrusuhugmyndir í startholunum þannig að þið getið farið að vænta frétta af næstu fjáröflun mjög fljótlega...
  • BS ritgerðin okkar Heiðdísar gengur framar vonum... enda efnið hrikalega áhugavert fyrir manneskju eins og mig! Erum að sökkva okkur í lestur þessa dagana... lítur annars bara vel út!!
  • Ég er þvílíkt ánægð með að vera byrjuð í spænsku aftur... finn alveg hvað mig langar að fara aftur til Barcelona eða bara Spánar ef út í það er farið... ég hugsa mikið út Fannsa mín!!! Ekki láta þér bregða þó ég kíki í heimsókn e-n tíman í vetur! ;)
  • Vildi óska að ég gæti bætt við mig tveimur fögum í viðbót... Leadership and Change Management og Stjórnun Starfsframa... en 6 einingar ofan á þessar 21 sem ég er í fyrir á þessari önn og allt sem að ofan er talið væri kannski ekki mjög skynsamlegt move...
  • Samningagerðir og auglýsingasöfnun framundan...
  • Mig langar meira en allt að nota tækifærið og heimsækja Sullu til Ann Arbor þegar ég fer út... en þetta eru langar vegalengdir og tíminn er stuttur... gæti samt verið að maður kíkti á skyldfólk sitt í Philadelphiu og Washington það er aðeins viðráðanlegra!!
  • Verkefnavinna að hefjast í skólanum....ég ætla ekki að fá hjartaáfall yfir því þó ég sé að fara út því hlutirnir reddast alltaf á endanum!! :)
  • Vinnan kemur þarna reglulega inn á milli... því ég get ekki slitið mig frá elsku fríhöfnninni minni... líka komin með glænýtt uniform og svona... ekki leiðinlegt!
  • Ræktin kemur líka hérna inn á milli... aðallega eldsnemma á morgnana þó því ég er löt að fara á daginn.. Vantar þig Aldís mín.. er samt að spá í að fara í Les Mills Workshoppið í lok sept... það verður örugglega stuð! Það eru ekki enn komnar tímasetningar á kennaranámskeiðin... læt þig að sjálfsögðu vita um leið en er ekki ennþá búin að ákveða hvort ég velji Combat eða Jam... kemur í ljós! :)

Síðast en ekki síst!!! New York ferðin sem ég er búin að tala svo mikið um er að renna upp... aðeins 5 dagar í brottför og nánast allt ready!! Farseðill, passi, aukin heimild á visa... tómar töskur! þetta verður magnað...
Hitti einmitt helminginn af ferðafélögunum í gær í dinner á Vegó þar var farið yfir planið! Út að borða á Asia de Cuba.. tjútt á Marquee.. possibly tickets á NY fashion week og hvar helstu búðirnar eru staðsettar... everything you need to know!! Vá ég er alveg að farast úr spenningi!! :-) Anna Lilja fór líka ítarlega í gegnum verslunarhverfin með okkur Rakel.... :)

Ég held ég láti þetta gott heita í bili... Sirrí mín og stelpur, Hillary og Soffía... get ekki beðið eftir að eiga rólega helgi fyrir norðan í vetur með ykkur! það verður without a doubt keyrt í Mývantssveitina og slakað á í lóninu.. borðaður góður matur á Greifanum og tekið nett nostalgíuflipp í sjallanum eftir að hafa mixað nokkra góða kokteila :) Ég vil negla helgi... sem fyrst, svo ég geti byrjað að telja niður ;)

Stjörnuspáin mín úr mbl í dag á heldur betur vel við mig...

"Vogir og Naut eiga það sameiginlegt að laðast sterklega að allsnægtum. Vogin Oscar Wilde sagði eitt sinn: "Sérhvern þann, sem lifir eins og hann hefur ráð á, skortir ímyndunarafl""
Eins og talað út frá mínu hjarta... ;)

Saló - Dreaming of Sex and the City...

mánudagur, ágúst 21, 2006

Þegar ég keyrði heim í kvöld eftir fund með BÍSN þá rann það upp fyrir mér... svona eiga allir dagar eftir að vera í vetur... stúss frá morgni til kvölds. Ég er heppin ef ég get eytt kvöldunum yfir skruddunum! Ég fékk hnút í magann yfir þeirri staðreynd að 10 daga ferðalag til Bandaríkjanna er óðum að nálgast og að ef ég er pínu ponsu realistic þá sé þetta kannski ekki svo sniðug tímasetning after all... en ég held samt að ef ég fer ekki og breyti um umhverfi og skemmti mér með stelpunum úti þá mun ég sturlast hérna heima! Það er samt léttir að vita að strax í lok september fer að verða rólegra í vinnunni!! Kærasti hvað... Ég þarf klárlega að læra að fara snemma að sofa...

Búin að eiga frábæra daga með skiptinemunum okkar! Orientation day gekk eins og í sögu og nýnemadagurinn líka. Endaði svo á rosalegri útilegu í Þrastarskógi!!! ;) Skemmti mér allavega konunglega og var sko bókstaflega í S-inu mínu toda la noche!! Menningarnótt var hin fínasta og það var náttúrulega ekki séns að vera heima í chillinu þrátt fyrir mikla þreytu... endaði að sjálfsögðu á Vegamótum í trylltum dansi með Katy vinkonu! Eftir vinnu og hitting vegna BS verkefnisins á sunnudaginn bauð Katy mér svo á rúntinn með Clöru, Marc og Peter.. við keyrðum um bæinn og enduðum svo á að keyra upp í Perlu og skoða þetta líka magnaða ústýni þaðan!

Það er nóg að gera og heldur betur skemmtilegir tímar framundan...

Luv!

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Síðasta vika er búin að vera hell... Það eru lítil minnisblöð í öllum töskum og bókum og á öllum mögulegum stöðum inni í herbergi! Ég þori ekki einu sinni að ímynda mér upp í hvað símareikningurinn minn er kominn... það er alveg óhætt að segja að ég er búin að vera upp fyrir haus frá morgni til kvölds!

En ég er að byrja að sjá afrakstur erfiðisins! Loksins er að komast lokamynd á verkefni sem ég tók að mér fyrir alþjóðaskrifstofuna. Búinn að vera mikill hausverkur í júlímánuði... en alltaf gott þegar manni tekst að ljúka því sem maður hefur haft hangandi yfir sér! :) þó það sé ekki nema brot af heildinni..
Í gærkvöldi héldum við alþjóðafulltrúar menningarkvöld uppi í skóla. Skiptinemafélögum og nemendum HR sem eru á leið í skiptinám var boðið að koma. Ég saknaði þess að hafa ekki Katy þarna með mér en það styttist heldur betur í hana :) Það var því mjög gott að sjá Telmu mína mætta á svæðið! Annars stóðu strákarnir sig líka þrusuvel! Ánægð með þá! Og mér líst vel á krakkana sem komu í gær, finn á mér að þetta verður skemmtilegur vetur!! :) Get varla beðið eftir að byrja aftur í skólanum...

En já... so much for a relaxing weekend!
Ég er búin að vera svo busy að ég er búin að vanrækja fullt af mínum bestu vinkonum!! En á morgunn fæ ég tækifæri til að bæta þeim það upp því að aðalskvísurnar ætla að hittast heima hjá Eddu og Sverri!! Þau eru að stinga af til DK í hálft ár... at least og verða með smá kveðjuteiti. Mikið á ég eftir að sakna sætu, jákvæðu vinkonu minnar!!! Njóttu þess að vera þarna sykurpúði!! Þetta á eftir að vera ógleymanlegt ævintýri...
Á laugardagskvöldið er svo grillpartý með NESU liðinu...
Stuð stuð...

Ég fékk símhringingu í fyrradag, það var Gallup. Þeir vildu fá að spurja mig spjörunum úr... ekki einir um það!! Haha... vá hvað ég er sniðug! Anyways, sagði þeim að hringja aftur tveim dögum seinna sem þeir auðvitað gerðu! Veit ekki afhverju í ósköpunum en mér finnst gaman að svara svona spurningum... alveg eins og mér finnst gaman að taka próf, ráða krossgátur og leysa verkefni sem eru með leiðbeiningum... Ef ég spái í það þá held ég að það segi dáldið mikið um mig!! Í lokin á símtalinu bauð stelpan mér að skrá mig á lista þar sem ég gæfi leyfi til að láta "trufla mig" reglulega... ég þáði það bara með glöðu geði, sérstaklega þar sem það er séns á því að vinna einhvern pening sem rennur í styrktarsjóð fyrir þá sem minna mega sín!! "My interests are... world peace" ;)

En svona að öllu gamni slepptu þá er ég bara nokkuð hress, keypti mér skópar í dag og er bara alsæl með það! :) Ætla að leggjast ofan í heitt bað fyrir svefninn... aaahh....

Luv

föstudagur, ágúst 04, 2006

Búin að vera að vinna í dag.. ég var sko meira en sátt við að vera bara heima í chillinu þessa rosa helgi eftir allt stressið síðustu vikur, en þegar ég keyrði úr vinnunni núna í kvöld þá langaði mig alveg pínu rosa mikið að vera í stemmingunni einhvers staðar úti á landi!!! Ég fékk pínu svona.. "ooohh.." tilfinningu!! Ekki skánaði það þegar veðurguðirnir ákváðu að hafa ófært til Færeyja í kvöld þannig að ég þarf að vera mætt kl.6.00 í vinnunna í fyrramálið!! :( Hefði alveg verið til í hvítvín með Rakel og Önnu Lilju...
Annars er búin að vera þvílík stemming í vinnunni í allan dag, alveg klikkað að gera í afgreiðslunni, endalausar veðurtafir til Vestmannaeyja og ég veit ekki hvað og hvað.. en allt hafðist þetta þó!! Ég er samt dáldið að spá í því hvort maður eigi að skella sér í "staffaferð" til eyja á morgun og koma heim á sunnudagsmorgunn.... vægast sagt mjög freistandi þar sem ég hef aldrei á æfinni komið til Vestmannaeyja! Spái í það á morgun... en það eru mjög mörg EF í þessum pælingum...

Búin að koma mér ágætlega fyrir í nýja húsinu :) En erum ennþá á fullu að flytja... fann í dag gamlan kassa með dóti úr menntó! Einhverjar vísur sem við Maggi Már vorum að semja og senda á milli í grútleiðinlegum stærðfræðitíma sennilega... haha... good times!! Fann t.d. fyrsta bíómiðann á mynd sem ég fór á með fyrsta alvöru kærastanum... sætt!! En fékk að vísu að fara í ruslið þar sem það var kannski ekki eins dýrmætur gripur og þegar ég hélt við myndum giftast og lifa happely ever after!! Hahaha... :) Dagbækur og myndir, flyera og kokteilregnhlífar frá Rhodos, gamlar dissarabuxur sem mamma var ekki lengi að fleygja í ruslið.... æi hvað maður var ungur en fannst maður samt geðveikt fullorðinn!!! Unnur systir er einmitt að fara að byrja í menntó og vá hvað hún á skemmtilega tíma framundan... yndisleg ár!! :)

G-píur... ég sakna ykkar!! Vil endilega hittast sem fyrst... ég er búin að kaupa mér stórt rúm og þið megið allar gista í því með mér ;) höfum náttfatapartý, lökkum tásurnar, blöndum exotic kokteila, horfum á gelgjumyndir og förum í pillow fight!! Feitt knús á línuna.. hlakka til að sjá ykkur!! :)

Held ég segi þetta gott í bili... góða verslunarmannahelgi!! :)

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Ég vildi að það væri einn dagur í vikunni sem væri svona "minn dagur" þá mætti ég nýta hann eins og ég vildi.... gæti gert hvað sem mig langaði án þess að fá samviskubit yfir því að ég væri ekki að vinna í einhverjum af þeim ótal verkefnum sem ég er búin að taka að mér....

really need it now.... en heppilegt þó að hafa fengið "frídagana" í vinnunni akkurat þessa daga sem við erum að flytja... :)

Við erum sem sagt flutt.. eða svona að mestu leiti... þetta er alveg eins og í draumi hérna og sérstaklega í dag þar sem veðrið var svona gott!! Þá var hægt að sitja úti á palli með sjóinn fyrir framan sig og sólina skínandi og ég er ekki frá því að mér hafi bara í stundarkorn liðið eins og ég væri komin til útlanda... ég er virkilega sátt :) Nú vil ég bara fara að fá fólk í heimsókn...

Það er allt á fullu hjá okkur í Alþjóðaráði. Skiptinemarnir okkar hrúgast inn til landsins og ég hef það á tilfinningunni að þetta verði góður vetur... ekki nema 17 dagar í skólasetningu!! (sem þýðir líka .... 33 dagar í New York!!!) ;) Amazing...

Dagskrá morgundagsins:
- Ræktin (sá er árla rís verður margs vís...)
- Meil sendingar
- Reddingar + nokkur símtöl....
- Flutningar og frágangur
- Kvöldið.. BS ritgerðin á hug minn allan...

Stuð stuð... hlakka til að sjá ykkur í heimsókn, hringiði bara á undan..

Luv, Saló