sunnudagur, apríl 30, 2006

"One must be a fox in order to recognize traps, and a lion to frighten off wolves."

Er að lesa The Prince eftir Machiavelli... áhugaverð bók, er víst á must read sometimes in your live listanum...

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Mér líst ekkert á að ég sé ekki með eitt einasta komment á síðustu færslu!!

En ég er að segja ykkur það að þetta "dating life" eða svona casi dating life þar sem íslenskir strákar eru ekkert að bjóða manni á deit, nema þá heim í vídjó og við vitum öll hvað liggur þar að baki..... hann er ekki að bjóða þér heim af því að honum finnst gaman að horfa á rómantískar gamanmyndir með sætri stelpu... no way!! Þetta tekur alveg sinn toll og allt hringsnýst í hausnum á manni.. hvað má segja og hvað má ekki segja og hvenær má segja þetta! Og svo verður maður að passa sig að sýna nú ekki of mikinn áhuga.. helst að láta sem maður sé áhugalaus, því við vitum jú öll að "we always want what we can't get"... og desperat týpan er bara ekki að gera sig...

Þetta er rosalegt vesen...farin að halda að Amor sé í einhverju rugli... Kannski maður ætti bara ekki að vera í svona djúpum pælingum um þetta?? Er þetta kannski bara ég... að verða geðveik! :-O En eitt get ég sagt ykkur að það borgar sig ekki að ganga á eftir neinum... take the hint! Learned that long time ago... stundum verður maður bara að sætta sig við að maður er einn stór plús skotinn í mínus! Life goes on...

Ég er skyggn á strauma og rof en fyrir sjálfa mig er ég blindari en köttur með sól í augunum!! Spurning um að fara bara að setja upp sólgleraugun og fara bara að dansa!!

Luv ya...

þessi texti er dáldið góður og á vel við umræðuna hér að ofan... http://www.lyricsfreak.com/i/india-arie/67235.html

sunnudagur, apríl 23, 2006

Gleðilegt sumar

133 dagar í New York... fashion, dry martini, nightlife... etc.

Stefnumótun er byrjuð af fullum krafti. Minn hópur er að vinna mjög áhugavert verkefni fyrir Glitni banka hf og okkur gengur bara nokkuð vel... það er alltaf viss stemming í vorverkefnunum... mmmm... love it :) Svo verð ég komin í sumarfrí í síðasta lagi 12. maí...
Ég kem reyndar til með að vera að vinna mikið í sumar, planið hefur sjaldan verið jafn þétt og núna!! Búið að bæta við mörgum vélum frá því í fyrrasumar. Auk þess sem önnur verkefni fyrir skólann eru í bígerð... allt mjög spennandi!!

En að completely öðru...það er langt langt síðan að ég hef átt algjörlega heilan laugardag bara fyrir sjálfa mig, án þess að vera búin að plana eitthvað eða lofa mér einhvers staðar og ég er að segja ykkur það að ég naut þess í botn í gær!!

Svaf út... alveg fram að hádegi! Ekki gerst í mjööög langan tíma... fór í ræktina og svo í ljós og þurfti ekki að flýta mér neitt!! Vá hvað það var nice....
Kíkti svo aðeins með Unni litlu systur í Kringluna. Fór í nýju Centrum og líst vel á hana! Varð að sjálfsögðu að fjárfesta í einni nýrri flík í tilefni þess að það er komið sumar og veðrið var svo geðveikt!! ;) Ég var allavega í góðum gír þegar Krissa beib sótti mig, við ætluðum í sund en þá var búið að loka þannig að við fórum á Nings og fengum okkur að borða. Ákváðum svo að kíkja út á lífið svona líka til að halda uppi heiðri the crew... ;) Og að sjálfsögðu gerðum við það með stæl eins og okkur einum er lagið... ekki satt Krissa... ;)
En hvað var málið með veðrið... allt í einu á miðju sumri byrjar bara að snjóa og áður en ég vissi af var ég farin að tala ensku í slyddunni með maskarann lekandi niður á kinnar, rennandi blaut á leiðinni heim...
Smart Salóme, mjög cute...

Þannig að ég var mjög sátt þegar Krissa hringdi í mig í dag og stakk upp á því að við færum í sund... Mmmm... það var frekar næs að liggja í rólegheitunum í pottinum og kjafta...

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Ég tók smá online sálfræðitest Myers Briggs og niðurstöðurnar eru óhugnalega samkvæmar mér..

Your Type is ESFJ
Qualitative analysis of your type formula, you are:
  • Distinctively expressed extrovert
  • Slightly expressed sensins personality
  • Moderately expressed feeling personality
  • Very expressed judging personality

Hérna er svo sálgreiningin:

http://typelogic.com/esfj.html og http://www.personalitypage.com/ESFJ.html

___________________________

Ég er að segja ykkur það að það er fátt meira sexy en gáfaðir karlmenn...
Hvað finnst ykkur??

mánudagur, apríl 17, 2006

Stórmennið, fræðimaðurinn, hugsuðurinn og snillingurinn hann pabbi minn er fimmtugur í dag... Innilega til hamingju með daginn pabbi minn!! :)

Það er ekkert smá súrt að þurfa að vera að vinna í dag og geta ekki farið með familíunni út á land til að fagna deginum... í þessu líka góða veðri!! Alveg glatað eiginlega...

Fór aðeins út á lífið í gær... það var bara fínt, Gullfoss og Geysir á Vegó... held það sé nú samt alveg kominn tími á smá pásu í þeim pakka... einbeita sér að ræktinni.. hitti reyndar einkaþjáfarann minn í bænum þannig að það er spurning um að samtvinna þetta kannski bara eitthvað ;)

Tók leigara í vinnuna í morgun. Ég lenti á þvílíkt málglöðum bílstjóra sem var að reyna að halda uppi samræðum við mig þar sem ég þurfti actually að hugsa til að svara... ekki nóg að kinka kolli og brosa út í annað til að vera kurteis... ég var ekki alveg í þannig stuði og pirraði mig á því að hann skyldi láta mælinn ganga á bílastæðinu út á Flugvelli... ein geðveikt hress eða þannig en ég lét hann þó ekkert finna fyrir því þannig að þetta sleppur...!!

Svo var geðbiluð törn í vinnunni, ég hef bara sjaldan séð liðið hrifsa svona úr hillunum, við seldum hluti sem ég hélt að myndu aldrei seljast og áfengis- og nammihillurnar voru alveg tómar þegar síðasta vélin fór.
Mér finnst alltaf jafn fyndið að lenda á kúnna sem fer að afsaka sig að hann sé að taka tvö karton af sígarettum og fer að útskýra fyrir mér að það sé annar sem fari með eitt kartonið í gegnum hliðið... eins og ég sé þvílíkt að pæla í því hvað viðkomandi sé í ósköpunum að gera... ég hvet hann frekar til að kaupa meira heldur en minna. Sama er hægt að segja um áfengið "þetta er ekki allt fyrir mig", "verður maður ekki að nýta tollinn?" (þessi er klassísk og auðvitað svara ég alltaf "jú að sjálfsögðu").... þessi listi er mjög langur...


Spurning hvort maður eigi ekki bara að henda sér í sund það er algjörlega veðrið til þess!! Og ljós... alveg kominn tími á það líka...

laugardagur, apríl 15, 2006

Við stelpurnar hittumst í gærkvöldi og kíktum saman út á lífið! Byrjuðum gærkvöldið á strawberry daquiri og sushi á Hofteignum. Það klikkar aldrei!! Stelpunum fannst ég standa mig svo vel í hlutverki barþjóns að ég verð látin sjá um kokteilana framvegis ;)

Fórum á Oliver þar sem við hittum fullt af liði, m.a. hitti ég Magga og Gumma... long time no see! Gaman að hitta ykkur strákar!! :) Þegar Oliver lokaði fórum við yfir á Vegamót þar sem við hittum m.a. Sigga og co. og við Katy entumst þar tvær alveg fram til hálf sex í morgun!! Þvílíkt stuð á okkur! :)
Takk fyrir skemmtilegt kvöld skvísur...

Ég fór heim og svaf í klukkutíma því ég átti að mæta í vinnuna kl.8.00... jebb... gaman að vera ungur og orkumikill.. Ég var nú alveg búin að sjá þetta fyrir mér í gærkvöldi, tæki fyrstu vélina og gæti svo sofið fram til hádegis þangað til að næsta vél færi og haft það þannig fram að sex þegar síðasta vél átti að koma til baka... en nei.. ekki alveg samkvæmt áætlun því að morgunvélinni seinkaði um tæpa 4 tíma... og svo datt inn aukavél í kvöld þannig að ég er ekki búin að sofa neitt í allan dag og er orðin frekar þreytt...
En pabbi og mamma klikkuðu ekki og elduðu þessa fínu nautasteik og buðu upp á rautt með... ótrúlega næs að hafa það svona huggulegt eftir busy dag... Svo tóku litlu systur mínar forskot á sæluna og opnuðu eitt eggið sitt og buðu okkur eftir matinn.... :) Þetta var nú alveg stranglega bannað þegar ég var lítil, en þá gerði mamma líka fjársjóðskort fyrir okkur og faldi eggin og það var miklu meira í kringum þetta allt... nú fá þær bara risaegg og helst tvö!! ;)

Hitti Rakel mína í millitíðinni í dag og við fórum á Stælinn og tókum smá rúnt. En vá hvað ég hlakka til að sofa út á morgun.... það verður ótrúlega næææs.... nýtt á rúminu, ohhh... það er svo gott....!! Mmmm... ætla bara beint upp í rúm að kúra núna! ;)

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Prófin eru loksins búin!! Gengu bara ágætlega, betur en ég þorði að vona :)

Flestir myndu halda að maður hefði bara verið að taka því rólega svo en það er nú ekki þannig! Það var planaður hittingur heima hjá Krissu Superwoman tveim tímum eftir próf og okkar beið próflokadjamm á Gauknum seinna um kvöldið.
Að vanda tók Krissa á móti okkur með veglegum veitingum og við skáluðum allar í freyðivíni, nema Rakel busy lady en hún kemur í partýið á morgun!! ;) Ég meikaði engan veginn á Gaukinn enda dauðþreytt og langur dagur framundan þannig að Katy skutlaði mér heim.
Ég fór á æfingu í gærmorgunn rölti þaðan yfir til Katy því við ætluðum að sækja bílana sem við leigðum fyrir skiptinemaferðina. Við fengum þessa þvílíku 9 manna trukka hjá Bílaleigu Akureyrar sem stendur alltaf fyrir sínu!! Mér leist nú ekkert á blikuna fyrst... var ekki alveg að sjá þetta fyrir mér, en ég er nú þannig að ég kýli bara á hlutina þannig að þetta var svo ekkert mál. Tók smá rúnt upp í Egils áður en ég náði í krakkana upp í skóla og þá var ég komin í gírinn. :) Vöktum samt mikla athygli í umferðinni en maður kvartar svo sem ekkert yfir því.. ;)

Við fórum upp í Íshesta með föngulegan hóp af skiptinemum úr HR, ég er ofboðsega áttavilt í Hafnarfirði þannig að ég villtist aðeins... en ekkert mál, sagði krökkunum bara að ég væri að taka smá krók til að sýna þeim miðbæ Hafnarfjarðar, beygði svo inn á planið hjá Fjarðarkaupum og sagði þeim að nýta tækifærið og skoða vel hvernig týpískt bílastæðasvæði á Íslandi liti út því við kæmum ekki aftur þangað... hahaha bara snilld. Við fengum svo æðislegt veður og það voru allir í dúndrandi stuði!! :) Allir fóru á hestbak.. og þmt. ég.. sem hef ekki farið á hestbak í 6 ár! Var búin að gleyma hvað það er gaman, ég fékk reyndar rosalega latan hest þannig að ég þurfti alltaf að vera eitthvað að tala við hann og sparka í hann alla leiðina... enda líka endaði ég hálfmarin eftir þennan reiðtúr...En ég fékk hann þó nokkrum sinnum til að taka á sprett... hann vildi alltaf fara eitthvað annað en hinir, dáldið óþekkur en hann hefur bara viljað hafa mig fyrir sjálfan sig... ;)

Eftir vel heppnaðan reiðtúr um hraunið lá leiðin í Bláa Lónið. Þar byrjaði hópurinn á því að skála í bláum kokteil þegar allir voru komnir ofan í lónið. Ekkert smá næs... og við vorum þvílíkt heppin með veður.. þetta var geggjað!! Vorum í tæpa tvo tíma þarna áður en við fórum aftur til baka. Endalaust vel heppnuð ferð í alla staði. Við gáfum krökkunum svo öllum lítil páskaegg frá Nóa og þau voru rosalega lukkuleg með málshættina... fannst það mjög skemmtilegur siður og að sjálfsögðu reyndum við að útskýra fyrir þeim hvað hver og einn þýddi.

Ég ætlaði svo að kíkja út með stelpunum í gærkvöldi, en ég steinsofnaði, byrjuð að græja mig og allt... ég var alveg búin á því! Mikið var gott að sofa svona...
Var svo bara að koma úr ræktinni og sundi með Rakel. Ætla bara að taka því rólega í dag... hafa það gott með familíunni.

Gleðilega Páska... Tjá tjá...

mánudagur, apríl 10, 2006



Hotties á Hush í London!!
Saló, Rakel og Þórða
Amos Lee - Seen It All Before
Go ahead baby, run away again
I’m growing tired of chasing you
I know you only have time to love me
When you got nothing better to do
Who’s bold enough to believe
In either love or war
Both just leave you busted, and broken down, and wanting more
Baby I’ve seen it all before
You know that I’ve seen it all before
You know that I’ve seen it all before
I ain’t gonna be your fool any more
I can hear my heart pounding
Oh, but I just can’t decide
Stuck between the depths of my fears and the peaks of my pride
Repeat chorus
I’ve seen your tricks and your trade offs
I’ve seen your evil ways
I’ve seen every thing your twisted smile conveys
I ain’t gonna be your fool, baby
I ain’t gonna be your fool, baby
I ain’t gonna be your fool, baby
I ain’t gonna be your fool baby
Any more
Takk fyrir öll kommentin!! Svona á þetta að vera ;)

Var að koma af æfingu. Ég hélt ég væri komin með ágætis þol en Sigurpáll tók algjörlega þá von af mér og fleygði henni út um gluggann í morgun!! Þetta var hrikaleg kick ass æfing!! Þegar hún var hálfnuð fór hann með okkur inn í sal, setti Ramstein í græjurnar og gekk frá okkur með hoppum og sprettum og armbeygjum og svo enduðum við á dauðagöngunni.... Svakalegt!! En ef maður endar ekki í hörkuformi þá veit ég ekki hvað...

Þessi helgi leið mjög hratt.. próf á laugardeginum og aukatími í fjármálum fram á kvöld. Við Rakel ætluðum að hittast og taka því rólega um kvöldið.. vakna snemma og vera rosalega duglegar að læra á sunnudeginum. Það breyttist aðeins... við ákváðum á síðustu stundu að kíkja í bæinn og vorum ekki komnar heim fyrr en um 5.00 leytið... þrátt fyrir að við hefðum bara verið edrú þá vorum við rosa þreyttar í gær... varð mjög lítið úr verki, sem þýðir að það er helmingi meira að gera í dag því síðasta prófið er á morgun.... víví... :)

Við stelpurnar ætlum að hittast og skála heima hjá Krissu minni annað kvöld! Svo er svaðalegt partý á Gauknum, held maður verði samt rólegur því það er æfing eldsnemma á miðvikudagsmorgninum... Nóg um að vera um páskana líka! Katy yndið mitt kemur heim í dag og verður því með okkur annað kvöld!! Eruði að grínast hvað ég hlakka til....

Ég er búin að koma mér fyrir og ætla að reyna að vera dugleg að læra... Amos Lee kominn á repeat og því allt ready!!
Knús :*

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Er að lesa undir próf í vörumerkjastjórnun...
Okkur Rakel fannst við þurfa að komast aðeins út þannig að við ákváðum að skreppa aðeins inn í Laugar þegar klukkan var að ganga 22.00.
Þar sem ég er kvenmaður er ég gædd þeim hæfileikum að geta gert amk tvennt í einu, þannig að ég fór á brettið setti incline á 7 og svipaðan hraða og sló tvær flugur í einu höggi með því að nota tímann og lesa líka yfir glósur í markaðsfræðinni. Eftir smá lestur setti ég þó frá mér blöðin og ákvað að hlaupa bara almennilega þar sem textinn var hvort sem er allur kominn á ferð og flug sökum hreyfingarinnar... Hækkaði í I-podinum mínum sem þarf nauðsynlega á því að halda að ég hlaði inn á hann ferskari lögum og jók hraðann. Þegar ég var komin á gott skrið... þá varð nanóinn batteríslaus... great! En ég dó ekki ráðalaus og tengdi mig við World Class stöðina. Hún klikkar ekki... ekta eróbikk popp/rokk fínt í skokkið!!

Þarna var stelpa fyrir framan mig alveg á fullu á hverju tækinu á fætur öðru... ekki misskilja mig því mig langar alveg að vera fit og pínu skorin en mig langar ekkert að líta út eins og lítil beinaber læða sem fær greinilega ekkert nema mjólk að lepja... Ég sé allt of margar stelpur þarna sem eru greinilega með það á heilanum hvað mörgum kkal þær eru að brenna!! Allt er gott í hófi! Heyrði eina mjög fit stelpu segja við vinkonu sína um daginn "guð ég datt alveg í það í gærkvöldi, ég fékk mér popp og djús!" Er ekki allt í lagi... Mér finnst bara sorglegt að sjá ungar stelpur reyna að fitta inn í eitthvað norm og þora ekki að vera þær sjálfar...

En aftur að lærdómnum...og hvernig væri nú að kommenta hjá mér svo ég viti hverjir eru að skoða þetta blessaða blogg!! Er þetta kannski alveg dautt...

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Tölfræðin á morgun...

Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að maður er ekki alveg að gera það gott í þessu fagi. Kannski sirka hálfnuð að fara yfir efnið, klukkan að verða miðnætti og ég get ekki farið seint að sofa því ég á að mæta í þjálfun eldsnemma í fyrramálið og svo er prófið kl.9.00.
Það er alveg ógeðslega svekkjandi að átta sig á því daginn fyrir próf hvað námsefnið er í raun og veru skemmtilegt. En það er ekki að gera sig að opna bók nánast í fyrsta skipti tveim dögum fyrir próf og ætla sér að brillera. Ég hélt að þeir dagar væru nú löngu liðnir hjá mér en það kom greinilega eitthvað bakslag þarna... og hvað er þá auðveldast að gera... jú flýja í ræktina...

Aldís dreif mig með sér í Body Combat... annan daginn í röð og þar sem ég var á annað borð komin í stuð þá fór ég bara í tímann á eftir líka, Body Attack. Ég sá ekkert smá eftir því að hafa ekki farið á þjálfaranámskeiðið í Attackinu því það er rosalega skemmtilegt.... og það sem ekki margir vita er að í einum svoleiðis tíma geta fokið um 900 kkal ef maður er duglegur!! Fyrir þá sem hafa áhuga... Það er ekki leiðinlegt... en ég sá það svo að ég varð að drífa mig heim og drekka í mig glósurnar ef ég ætlaði ekki að klúðra þessu allsvakalega... Ég er sko ekki stolt af sjálfri mér!!

Var búin að skrifa niður þvílíkar pælingar... en ákvað á síðustu stundu að henda þeim út. Eru kannski ekki fyrir alla að vita...

En stundum er það þannig að maður festist í sjálfinu... heldur að maður geti gengið að hlutunum vísum, að allt sé annað hvort svart eða hvítt en þegar maður opnar augun og hugsar "out of the box" þá sér maður hlutina í réttu ljósi... amk blasir þá blákaldur raunveruleikinn við manni!! Það er alveg nauðsynlegt....hversu ógnvekjandi sem hann kann að vera... við lifum bara einu sinni!!

Váá... ég get svarið að það blæs á mig vindur hingað inn.... nema að þetta sé draugagangurinn... einhver að anda ofan í hálsmálið hjá mér....

Lýsi eftir hávöxnum, myndarlegum, stæltum og greindum karlmanni til að hlýja sængina mína á meðan ég klára að renna yfir glósurnar....

mánudagur, apríl 03, 2006

Fyrsta prófið af fimm er nú lokið... og þetta verður sennilega allt búið áður en ég veit af!!
En næsta próf er tölfræði þannig að það er eins gott að halda vel á spöðunum!!

laugardagur, apríl 01, 2006

Búin að eyða deginum í "sveitinni". Við Rakel erum nefnilega búnar að vera að læra á fullu á Örkinni í dag. Ég fór reyndar eldsnemma í vinnunna fyrst, beilaði á staffadjammi í gærkvöldi en svaf eins og prinsessa...rosa var gott að vakna!! Við skelltum okkur svo í ljós og brunuðum því næst austur fyrir fjall. Mér leið eiginlega eins og ég væri að fara í sumó, var sko alveg komin í gírinn!! Væri ekki slappt að opna eina hvíta, grilla, syngja við gítarglamur og hafa það kósý í heita pottinum... öss nei sko aldeilis ekki. En í þetta skiptið var það lærdómurinn sem beið mín...
Rakel byrjaði þó á því að kynna fyrir mér rúntinn í Hveró... enginn laugari, en alltaf fínt að rúnta, hlusta á tónlist og kjafta... eftir að hafa skotist og keypt okkur eina kippu... af kristal+ og nammi fórum við inn á Hótel.
Við erum búnar að vera þvílíkt duglegar að læra og ég held svei mér þá að við séum að fara að tækla þetta mannauðsstjórnunarpróf allsvakalega á mánudaginn...
Tókum okkur pásu um átta leytið og kíktum á pabba hennar Rakelar og Tobbu. Rakel tók mig svo á annan og ítarlegri rúnt um Hveragerði þannig að nú veit ég hver býr hvar!! Alveg með þetta á hreinu ;)
Ég kann rosa vel við mig hérna... væri ekki vitaust að fjárfesta bara í einu sveitabýli hérna í nágrenninu þar sem maður gæti flúið skarkala borgarinnar af og til!
En haldiði ekki að hótelstjórinn hafi óvænt komið með þennan indælisdesert fyrir okkur lestrarhestana!! Hversu indælt er það!... ekkert smá huggulegur! Og nú er mál til komið að bruna í bæinn og leggja sig... hljómsveitin er byrjuð að spila og svona...

Á morgun er það klárlega ræktin eftir allt átið... svo held ég að við kíkjum bara aftur hingað á morgun.

Góða nótt yndin mín... og þeir sem eru í prófalestri... gangi ykkur vel!!