laugardagur, október 13, 2007

You want some more??

Einu sinni var stelpa sem var tiltölulega nýbyrjuð á nýjum vinnustað. Kollegi hennar átti von á tvíburum, strák og stelpu.
Einn daginn var starfsdagur í vinnunni. Allt fólkið í deildinni samankomið í svaka strategy workshop og hópefli rétt fyrir utan Reykjavík. Vinnufélaginn hafði eignast tvíburana nokkrum dögum áður svo hann var að sjálfsögðu heima með stóru fjölskyldunni sinni.

Á starfsdeginum situr fólkið saman og er að snæða hádegisverð þegar stelpan er spurð hvort vinnufélaginn hafi átt eineggja tvíbura. Hún hugsar sig um dágóða stund og svarar svo hreinskilningslega eins og brýnt er fyrir starfsfólki þessa tiltekna vinnustaðar... "veistu ég er bara ekki með það á hreinu" - þá segir maðurinn sem situr við hliðina á henni - "ja.. það getur nú varla verið, því tvíburarnir voru ekki af sama kyni!" - Riiight!! Frábært...
Hefði mann langað að hverfa ofan í jörðina á þessum tímapunkti... ójá!!!

laugardagur, október 06, 2007

Við erum tíu stelpur í vinkonuhóp, sendum oft e-maila á alla grúppuna sem er kannski ekki frásögu færandi nema hvað, á föstudaginn fengum við e-mail frá einni þar sem hún tjáði okkur að hún hefði ákveðið að fylgja hjartanu, gefa bankann upp á bátinn og fara í hjálparstarf erlendis í hálft ár! Ég las póstinn og fékk gæsahúð af stolti... og skrifaði med-det-samme póst til baka á allan hópinn þar sem ég lýsti yfir gleði minni með þessa ákvörðun! En með póstinum fylgdi líka mynd sem hún benti okkur á að skoða þar sem það væri mynd af tilvonandi samstarfsfélögum. Þegar ég opna myndina sé ég hóp af mjög myndarlegum stæltum karlmönnum, berum af ofan og litu út eins og hermenn... svo mér leist nú heldur betur bara enn betur á þessa hugmynd eftir að hafa séð þá... anyways!! Ég sendi póstinn - með öllum þessum fögru orðum og ekki nema örfáum sek seinna kemur ein vinkona mín á msn og segir... "Saló, hahahahaha!!! hún var að grínast" great!!... og í kjölfarið fylgdu margir margir póstar þar sem var skotið á mig hægri vinstri og gamlir ljóskubrandarar rifjaðir upp....

... og ég má til með að segja frá einum sem virðist ætla að lifa ansi lengi í minnum vinkvenna minna... enda af verri endanum...

Við vorum saman komnar í partýi heima hjá einni eitt árið í Háskólanum... rosa stuð eins og alltaf!! Vinkona mín sem hélt partýið bjó í blokk á þeim tíma svo það þurfti að hringja bjöllunni niðri og svo aftur þegar maður kom inn á stigaganginn... Það bættist smátt og smátt í partýið og á einhverjum tímapunkti hringir bjallan og ég stend upp.... svara í dyrasímann og hleypi liðinu inn... svo fer ég fram á gang til að kveikja ljósið en þá hringir bjallan... svo ég hleyp aftur inn og bara "halló-halló" en enginn svarar... svo ég ýti bara á takkann til að hleypa fólkinu inn... ekkert að skilja af hverju mér var ekki svarað... og ég veit ekki fyrr en nokkrar vinkonur mínar standa bak við mig og gjörsamlega detta í gólfið úr hlátri... ég var ekki að skilja neitt... og þær gátu ekki útskýrt það strax því þær hlógu svo mikið... en loks kom ein þeirra út úr sér "Saló, þú kveiktir ekki ljósið frammi - þú ýttir á dyrabjölluna" hahahhahaha.....

Blondes have more fun... ;)

fimmtudagur, október 04, 2007

Svaka átak í gangi...

www.blog.central.is/jellybellies :)

Knús, Saló

sunnudagur, september 30, 2007

Life is wonderful - meaningful - full of love..

Takk fyrir frábært kvöld í gær stelpur!! Þetta var æðislegt :) Mjög áhugaverðar umræður og komment frá öllum vígstöðvum.... og takk fyrir "Gucci" titrarann... ekki nóg með að þetta sé luxury good (dugar ekkert minna fyrir svona sophisticated lady) heldur er gott að vita að vinir mínir hugsi vel um mig ;) Rakel er með fullt af skemmtilegum myndum... frá partýinu sko!! God... hvað datt ykkur í hug?? Hehe.. verð að koma mér upp myndasíðu...

Það er magnað hvað maður getur stundum leyft sér að vera með mikla naflaskoðun á meðan töluvert alvarlegri hlutir en brostið hjarta eða vangaveltur um það hvort maður eigi að fara að huga að íbúðakaupum í stað þess að treysta á "hótel mömmu" eru að gerast í þjóðfélaginu og heiminum öllum ef út í það er farið...
En ætli þessar bloggsíður séu ekki einmitt leyfilegur vettvangur hégómafullra naflaskoðana... staður þar sem maður getur komið í ritað mál því sem maður á erfitt með að koma frá sér í orðum... eins konar - online therapy - Svo getur forvitið fólk flakkað á milli síða og fylgst með hugarfylgsnum annarra í laumi...

Eins og svo margir las ég bókina The Secret fyrir ekki svo löngu síðan.

Það er eitt sem þar kom fram og ég hef velt svolítið fyrir mér... að maður dregur til sín vissar aðstæður... Ég held það sé dálítið til í þessu.

Þó mér hafi fundist ég vera eitthvað áttavilt undanfarna mánuði, þá vissi ég undirniðri alveg upp á hár hvað ég vildi! Og af því að ég hef, án þess að gera mér kannski fyllilega grein fyrir því, mikið hugsað um það og markvisst búið mig undir þessar aðstæður þá er ég núna á stað sem ég er ofboðslega sátt við! :)

Þetta er fyrsta skrefið í átt að jafnvægi og upphaf á nýju tímabili í mínu lífi!! Hlakka til að geta sagt betur frá þessu og hætt að tala svona undir rós! :)

Ef ég velti því fyrir mér, þá held ég að eins og maður dregur til sín aðstæður, dragi maður líka að sér ákveðið fólk... og kannski einmitt fólk sem hentar aðstæðunum... Sumt fólk er komið til að vera en annað kemur og fer jafnhraðan... sama hvort er, þá held ég að flestöll kynni (og þá á ég ekki við stundarkynni) - góð eða slæm séu allt í allt góð... í þeim skilningi að þau skilja eitthvað eftir sig hjá manni... einhvern lærdóm, einhverja góða minningu eða tilfinningu, einhvern sársauka... en einmitt til að þekkja hamingjuna og gleðina þá verðum við að þekkja sársaukann... :)

Svo að basically það sem ég er að reyna að segja er að þú sjálf/ur ert leikstjórinn í þínu lífi!

Vika í næstu London ferð...

Jump Fit námskeiðin mín að byrja á laugardaginn... :)

Framundan er busy vika... nýtt upphaf...!!

Lesson of the day: Sumt er betur látið ósagt en stundum er líka nauðsynlegt að leggja öll spilin á borðið og segja það sem liggur manni á hjarta... og koma því frá sér :) - that's how we make progress...

It takes a thought to make a word
And it takes some words to make an action
And it takes some work to make it work
It takes some good to make it hurt
It takes some bad for satisfaction
It takes some silence to make sound
And it takes a loss before you found it
And it takes a road to go nowhere
It takes a toll to make you care
It takes a hole to make a mountain

fimmtudagur, september 27, 2007

Ég var að detta inn um dyrnar... búin að henda upp úr töskunum og taka mig til fyrir morgundaginn... ætti að fara að drífa mig í háttinn því ég ætla að mæta í ræktina eldsnemma í fyrramálið... og ég hlakka svo til! :) Lítið búin að hreyfa mig í vikunni - en ég held að líkaminn hafi haft gott af smá pásu...

Ég set kannski inn einhverjar línur um London-ferðina á morgun... :)

Langar bara að deila með ykkur að ég er að fara að kenna mína eigin Jump Fit tíma eftir viku!! og ég titra úr spenningi... notaði tímann í flugvélinni til að æfa mig að hlusta á taktinn og semja rútínu... þetta verður alveg magnað!! :) Jump Fit er eitt skemmtilegasta sport sem ég hef kynnst!!

Á morgun er kynning á Jump Fit í Garðarskóla og svo er súper class kynningartími í Sporthúsinu á laugardaginn kl.12.10 og ég skora hér með á alla að mæta!! Það kostar ekkert og allir fá sippuband á staðnum :) Held ég sé nú þegar búin að ná að plata einhverja með mér..

Annars var rosalega gott að komast til London... mér líður undarlega vel... einhver léttir yfir mér og ég finn hvernig ég er að ná tökum á hlutunum aftur... það er góð tilfinning! Ég er samt eitthvað lítil í mér þessa dagana svo ég vara ykkur við að vera ekki að ýta við mér nema þið séuð tilbúin að knúsa mig líka... gætu komið tár!

En ofboðslega spennandi helgi á næsta leiti og hrikalega spennandi tímar framundan...

Við Soffía og Hildur, and their plus-one vorum að panta okkur miða norður til Akureyrar í heimsókn til Sirrí vinkonu - loksins - loksins og ég er að farast úr tilhlökkun... skvísan á afmæli og ég er að segja ykkur að þið vitið ekki hvað almennilegt afmælispartý er fyrr en þið hafið kynnst Sirrí og Tóta!!! Þetta verður brjálað fjör! :) Og Sófí... í guðanna bænum taktu með þér mannbrodda í þetta skipti... ef við eigum ekki að gera slysóferð að árlegum viðburði.. ;)

Ces't la vie!!!

þriðjudagur, september 25, 2007

Ég sit hérna ein á skrifstofunni að klára verkefni, klukkan er vel gengin í ellefu og það er hániðamyrkur úti... er uppi á 7. hæð með útsýni yfir City sem margir myndu öfunda mig af... Það er ótrúlega hljótt, bara róleg tónlist frá tölvunni.. mér finnst það eitthvað svo þægilegt.. ég næ að einbeita mér vel...

Tók mér smá pásu áðan og fór í ræktina... ég þurfti á því að halda að fá smá útrás og nýtti orkuna í sippið... ég hugsa að ég hafi bara aldrei farið á svona flotta líkamsræktarstöð erlendis áður... ég meira að segja velti því fyrir mér hvort ég ætti að gerast meðlimur því þetta er stöð sem vinnufélagarnir hérna sækja... það yrði þá þriðja stöðin sem ég hefði aðgang að... sem er ekkert annað en bilun.. en hey... ég er amk að nýta mér þetta allt saman... ekki bara að styrkja gott málefni... ;)

Er að japla á bláberjum... ekki eins góð og íslensku... ekki nærrum því...

Var búin að tala um að koma með eitthvað málefnalegt blogg... farin að skammast mín hálfpartinn fyrir þetta endalausa væl... það tókst ekki alveg í þetta sinn en ég held þetta sé allt að skána ;)

Ætla að fara að koma mér út í undergroundið og upp á hótel fljótlega og hringja í litlu systur til Parísar...

Ohhh... London er æði...

mánudagur, september 24, 2007

Á Íslandi búa um 300 þúsund manns – af þessum fjölda hvað ætli séu margir íslenskir menn á aldrinum ca 25 – 32 ára? Og enn frekar, hvað ætli margir af þeim séu síðan annað hvort fráteknir eða bara hreinlega giftir? Og þeir sem eftir eru... hvað ætli margir af þeim séu straight?

I wonder...

Það skilur allavega ekki eftir mikið rúm til að vera picky...

En þrátt fyrir þennan fámenna “markhóp” finnst mér að maður sé alltaf að kynnast einhverjum sem hverfur svo jafnóðan...

Og eins og ég er búin að vera að tönnslast á undanfarið þá fer maður af og til í ákveðið ástand þar sem maður sér ekki the big picture heldur er alveg fókuseraður á einhverja stundarangist... En sem betur fer, amk í mínu tilviki á ég bestu vinkonur sem fyrirfinnast og þær hika ekki við að taka mig í gegn þegar ég stefni í eitthvað volæði eða rugl... love you guys...

____________________________________

Það var ekki auðvelt að vakna í morgun... alveg ótrúlega sybbin.. tv-ið var ennþá í gangi og ég dröslaðist á lappir... vissi bara það eitt að ég var einhvers staðar lengst í burtu frá skrifstofunni og þurfti að gefa mér tíma í að komast þangað. Stóð þreytuleg fyrir framan spegilinn, á hlírabolnum með tannburstann uppí mér og velti fyrir mér því sem mig dreymdi... Enginn sjálfsagi til að vakna klukkan sex til að fara út að hlaupa eða eitthvað annað álíka gáfulegt... enda búin að hanga í símanum frameftir öllu..
Anyways... fór í morgunmat á hótelinu í pínu tímaþröng... og lenti í röð á eftir hópi af nokkrum digrum eldri konum sem ég hefði getað svarið að væru austur-evrópskar þangað til að ég heyrði að þær væru frá Frakklandi... Ég er að segja ykkur það að þær fengu sér bókstaflega ALLT sem var í boði og voru ekkert að flýta sér... konan fyrir framan mig var sennilega búin að bera fjóra kúfaða diska á borðið sitt og kom alltaf aftur og tróð sér inn í röðina til að ná í meira.. hún setti allar þrjár tegundirnar af morgunkorni í sömu skál og ég er bara hissa að hún hafi ekki bara tekið cherios pakkann á borðið til sín... ja eða bara náð sér í stól og sest við hlaðborðið!! jesús.. ég var allavega ekki að hafa þolinmæði í þetta.. haha.. fékk loksins brauðsneiðina mína og pirraði mig á að það væri bara sykruð jógúrt og niðursoðnir ávextir í boði svo ég sleppti því.. so much for the sophisticated French people...
Fór og bað þau um að panta leigubíl fyrir mig í afgreiðslunni... það hefði tekið 30 mín að bíða og ég þorði ekki að taka sénsinn.. svo þegar strákurinn sá angistarsvipinn á mér, ráðlagði hann mér að labba í átt að brautarstöðinni til að ná taxa.. sagði að það væri ekki rigning... en nei nei auðvitað var grenjandi rigning þegar ég kom út... og ég í skrifstofudressinu, með hárið upp og á hælunum... great! Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur.. Ég var megapirruð... kom að leigubílaröð sem var lengri en ég veit ekki hvað.. allavega lengri en augað eygði.. svo ég gerði augnarráðið... sneri við.. hoppaði upp í taxa sem reyndist svo vera upptekinn.. damn!! Rennandi blaut endaði ég í undergroundinu í troðningnum í Central line... að kafna úr hita.. rennandi blaut og var ekkert smá sjúskuð þegar ég mætti upp í vinnu.. en 10 mín á undan áætlun!! Tataaa!!! En allur pirringurinn gleymdist um leið og ég hitti vinnufélagana... :)

Það er skemmtileg vika framundan. Nóg að gera í vinnunni! Ég er að fara að hitta Katý og Veru í kvöld. Herbie ætlar að taka mig með sér í ræktina á morgun – Rakel, það er þessi brasilíski.. ég þykist ætla að kenna honum að sippa... ;) Vona að ég nái svo að hitta á Hödda og Gumma Páls því að á miðvikudagskvöldið er mér boðið á tónleika með Garðari Cortes, sem ég by the way er hrikalega spennt fyrir.. ekki oft sem maður hefur tækifæri til að vera menningarlegur :) Á fimmtudaginn stelpulunch og svo er ég flogin aftur heim... næst ætla ég að vera yfir helgi... njóta borgarinnar og gefa mér tíma til að hitta vini mína hérna...

Við Rakel erum með afmælispartý fyrir HR-skvísurnar um helgina, það verður æðislegt... hugsa að stefnan sé að mála bæinn rauðan áður en maður hættir svo þessari vitleysu..

Later aligator...

fimmtudagur, september 20, 2007

Eruði að grínast hvað tíminn líður hratt... það er að koma helgi! Og alltaf hugsa ég með mér... núna ætla ég að vera geðveikt dugleg að læra spænsku... og ég ætla að klára öll verkefnin fyrir BÍSN sem ég hef látið sitja á hakanum... en mér verður aldrei neitt úr verki samt... þannig að þessa helgi þá ætla ég bara ekki að segja orð... enda er nóg um að vera... og ég hlakka bara til að sofa út og æfa mig á sippubandinu!! Þessu stórhættulega tæki.... en við erum að verða eitt... er öll blá og marin og í rispum en þetta er allt að koma.. fer að verða fljúgandi fær! ;) Og laugardagurinn verður án efa skrautlegur... ef ég þekki stelpurnar rétt... afmæli hjá Hjördísi og hún er búin að lofa mér sætum fótboltastrákum ;)

By the way! Systir mín kom heim af æfingu um daginn og tilkynnti mér að líkamsræktaraðstaðan í Valsheimilinu væri orðin geðveik! Mér líst ekkert á þessa þróun.. þá hverfa allir sætu íþróttastrákarnir úr ræktinni og hvað á maður þá að gera? Fara að einbeita sér að því að komast í form... ;)

Later..

miðvikudagur, september 19, 2007

Allt í einu mundi ég eftir bloggsíðunni minni... er búin að vera svo dugleg að blogga á myspace-inu... Helena ég veit að þú ert einn af mínum dyggu lesendum svo ég vona að þú hafir fundið þá síðu ;) By the way.. langar að fara að heimsækja ykkur skvísurnar niður í vinnu!
Ég gæti nú alveg komið með smá update...

- Mikið að gera í vinnunni, rosalega krefjandi og ég er loksins að fá að verða involveruð í risa case :)
- Námskeið úti í London á vegum vinnunnar...
- Jump Fit æði (sipputímar) - ætla að fara að kenna - sendi póst á ykkur og segi betur frá... allir verða að prófa :)
- Jú alltaf í ræktinni... held ég verði bara að fara í fitness til að klára þau mál í eitt skipti fyrir öll... aldrei að vita... ;) En sippið er alveg að pay off in the meantime..
- Mikið búið að vera um að vera í öllum vinahópunum mínum og ég er alltaf að kynnast nýju fólki!
- Er að safna mér fyrir íbúð.. :)
- Strákamálin... til að gera langa sögu stutta... er enn að leita að þessu za-za-zu.... ;)
- BSc verkefnið mitt gekk æðislega vel!! Við fengum 9.0 fyrir ritgerðina og þegar Katý vinkona kemur heim núna fljótlega frá Lux þá ætlum við að update-a það og reyna að fá að kynna það fyrir Marvin Traub og Elie Tahari í New York - með von um að þeir nýti sér verkefnið að sjálfsögðu ;)
- Fullt af öðrum spennandi og skemmtilegum hugmyndum á döfinni... ég þarf alltaf að hafa meira en nóg fyrir stafni... þannig virka ég best ;)

Ef að það eru einhverjir að lesa þessa síðu ennþá... eða byrja að lesa hana.. endilega skiljiði eftir komment!!

laugardagur, ágúst 04, 2007

Sumir dagar eru sérstakari en aðrir, þessi dagur var það.. 3. ágúst 2007

Í dag var amma mín jörðuð... það var mikið tilfinningaflóð sem fór yfir mig þegar ég sat í kirkjunni í morgun og hlustaði á prestinn. Mig langaði helst að hágráta en reyndi að stilla mig og vera sterk því ég veit að hún er á betri stað núna, þau afi eru loksins saman á ný...

Það er bara svo erfitt að sætta sig við að það sé ekki lengur hægt að fara til ömmu Distu... alveg ótrúlega sjálfselsk hugsun... en mikið var notalegt að vera hjá ömmu og afa... og guð hvað ég sakna þess!! En allar þær yndislegu minningar sem ég á af ömmu og afa, lifa í hjarta mínu alla ævi...

Þetta leiddi til þess að ég fór að velta fyrir mér lífinu, hvað tíminn líður hratt og hvað aðstæður eru fljótar að breytast. Einn daginn ertu áhyggjulaus lítil afastelpa sem heldur að bíllinn hans afa kunni að tala og rati um allan bæ og þann næsta ertu útskrifaður viðskiptafræðingur og bankastarfsmaður sem tekur virkan þátt í hinni síauknu útrás Íslendinga - the real life!

Undanfarnar vikur hefur líf mitt tekið á sig nýja mynd. Það er jákvæð þróun... aukin ábyrgð, mikill lærdómur og góðir vinir bæst í hópinn. Ég finn að ég er skrefi nær því að finna sjálfa mig, það vantar bara herslumuninn... og þá verð ég tilbúin að gefa mig alla í það sem ég er að gera.

Ég á mér stóra drauma - drauma sem ég er staðráðin í að láta rætast... suma sem virðast alltaf færast nær og nær því að verða að veruleika...

En með hverju árinu finnst mér tíminn líða hraðar... mig langaði því að nýta tækifærið og minna ykkur og sjálfa mig á að lifa í núinu og gefa hvort öðru tíma og njóta augnabliksins - því þegar uppi er staðið eru það samverustundirnar með fjölskyldu og vinum sem gefa lífinu hið raunverulega gildi! - þar verða minningarnar til...

Elskið friðinn og strjúkið á kviðinn, eins og mamma segir alltaf...

laugardagur, júlí 21, 2007

Allt í einu áttaði ég mig á því... veit ekki nákvæmlega hvað það var, en það rann skyndilega upp fyrir mér að ég er stödd á stað sem ég hef markvisst stefnt að frá því að ég byrjaði að láta mig dreyma um öll þau afrek og ævintýri sem framtíðin bæri í skauti sér.

Með viljann að vopni stend ég nú dálítið áttavillt á krossgötum að finna sjálfa mig upp á nýtt og setja mér ný markmið á meðan ég nýtt þess að læra og vera þar sem ég er í dag.

Gamlir draumar víkja fyrir nýjum...

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Ég er alltaf að sjá betur og betur hvað ég er ofsalega self centered! Alveg óþolandi galli!!

Reyndi að minnka samviskubitið og gerðist heimsforeldri UNICEF í dag... sló aðeins á en það þarf nú mun meira til!!

En jæja... fyrsta skrefið er að viðurkenna vandamálið...

þyrfti kannski að fara að finna mér einhvern álitlegan til að deila allri þessari ást með...

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Ég er ekkert smá sátt við sjálfa mig núna! Ég vaknaði eldsnemma í morgun til að fara í spinning og á lyftingaræfingu beint á eftir! Fór svo og hitti Bjarneyju eftir vinnu og við hlupum hvorki meira né minna en 10 km í þessu líka brjálað góða veðri á rétt um klukkutíma! Mér líður líka þrusu vel... alveg búin á því í kálfunum og þreytt í skrokknum... but it feels so good!! :)

Ég hef aldrei hlaupið svona langt úti áður, mest hlaupið 5 km held ég, en það kom sko ekki til greina að gefast upp, svo þrjóskur er maður... svo munar það líka öllu að hafa atvinnumanneskju með sér til að hvetja mann áfram! ;) Stefnan er sett á 10km í Glitnis-maraþoninu og ætlar hún Edda vinkona að hlaupa með mér...

Annars fór ég með fyrsta lánamálið mitt fyrir nefnd í dag í vinnunni - sagði nú reyndar ekki mikið því Laura og Marina voru á hinni línunni, live frá London, og þær eru reynsluboltarnir! Okkur gekk vonum framar og ég lærði heilmikið á þessu ferli öllu saman. Hlakka til að hella mér út í næsta verkefni! :) Ég er rosalega ánægð í vinnunni og þakklát fyrir að fá þetta frábæra tækifæri!! Andrúmsloftið er líka ofsalega gott og ég er nú þegar búin að læra heilmikið þrátt fyrir stuttan tíma!

Styttist óðum í sumarfríið mitt sem er ein vika í Tyrklandi með nokkrum vinkonum mínum... ohhh hvað það verður ljúft!! Sól, strönd og afslöppun... ahhh... Býst við að fara amk einu sinni til UK áður... hlakka til að hitta liðið á skrifstofunni :)

Annars hugsa ég að ég fari nú bara fljótlega að leggja mig... alveg dauðuppgefin eftir langan og frábæran dag!

mánudagur, júlí 02, 2007

Vogin (23.sept - 23.okt)

Mikil hamingja er í kringum þig og útgeislun þín smitar fólkið sem umgengst hér í byrjun júlí. Nú fer allt að ganga eins og þig hefur dreymt um. Gott jafnvægi, fjárstreymi og góð innri líðan á vel við en þú ættir ekki að gleyma bjartsýni þinni og hafa augu þín opin næstu vikur og nýta hæfileika þinn til að sjá hvar tækifærin liggja. Með jákvæðu viðhorfi vogar og sigurvilja ert þú fær um að nýta þér aðstæður þínar.


Var ég búin að segja þér Rakel hvað þú ert bestust? Þú ert bestust... takk fyrir að koma með mér á línuskauta í dag og kenna mér :) Ég er svo happy með þetta... hlakka til að fara aftur - fer bókað eftir vinnu á morgun!!

Við Rakel vinkona fórum sem sagt saman á línuskauta í Nauthólsvíkinni í dag eftir vinnu... ég hlakka svo til þegar ég er orðin góð! haha... er rétt að læra að stoppa mig þessa dagana... en það gengur fínt held ég - hef líka massa þolinmóðan kennara!! :) Skil ekkert í því að hafa ekki byrjað á þessu fyrr! Og veðrið skemmir sko ekki fyrir - love it!! Ekki langt í að maður verði svona flottur... ;)


Fór beint í ræktina á eftir og er alveg endurnærð núna eftir langan vinnudag... hugsa að ég fari bara að koma mér í háttinn!
Ég er ánægð með þær breytingar sem hafa orðið í lífinu mínu að undanförnu - "work hard - play hard"

laugardagur, júní 30, 2007

Ég er ekkert smá sátt við veðrið hérna heima síðustu viku!! Lá allan laugardaginn síðasta heima hjá Rakel, úti í sólbaði! Næs...

Var nú eiginlega bara pínu svekkt að yfirgefa landið í svona góðu veðri - fór að vinna í London frá þriðjudegi til fimmtudags. Það var ekki nærrum því jafn gott veður þar og er búið að vera hérna!
En ég get ekki sagt að það hafi verið neitt leiðinlegt... alltaf gaman að hitta teymið mitt og hina á skrifstofunni :) Er alltaf að komast betur og betur inn í það sem ég á að vera að gera! Við fórum nokkur saman á tónleika með Snow Patrol á miðvikudagskvöldið! Ótrúlega skemmtum við okkur vel!! Ég þekkti ekki nema eitt lag en það skipti sko engu máli! haha... við vorum nú ekki alveg á því að segja þetta gott eftir tónleikana svo liðið hélt á þennan líka snilldar karókí stað! Við fengum bara okkar herbergi út af fyrir okkur og sungum öll eins og vitleysingar! Það var algjört æði!

Það var svo æðislegt veður í gær að ég tímdi ekki að eyða neinum tíma án sólar eftir að hafa húkið inni í vinnunni allan daginn svo ég fór og lagðist á sólbekk í sundlaugargarðinum í Laugardalnum með Bjarney eftir æfingu - í íþróttafötunum haha...
Fór svo og hitti loksins Sellu og Siggu í gærkvöldi... eftir alltof alltof langan tíma! Fórum út að borða á Ítalíu og svo röltum við aðeins um 101 - ég kíkti inn á B5 í fyrsta skipti og ég hafði ekki hugmynd um hvað staðurinn væri flottur! Fer alveg bókað þangað fljótlega aftur...

Fór á æfingu í morgun og ákvað svo að fara og kaupa mér línuskauta.... ég er hræðilega léleg! Búin að rúlla mér eitthvað fram og til baka á gangstéttinni hérna fyrir utan en tókst samt að detta á rassinn því ég kann ekki að stoppa mig og fékk risa sár á handlegginn... samt með allar hlífar og græjur á mér - nema hjálm því það er bara ekki nógu kúl... ég þarf að fá einhvern þolinmóðan til að kenna mér... fara á námskeið eða eitthvað... því þetta er algjör snilld ef maður kann eitthvað á þetta!!

Annars ákvað ég bara að láta þetta duga í dag... halda mig bara við sólbaðið... ekki veitir af!!

Það þýðir lítið að hanga inni í þessu veðri...

sunnudagur, júní 17, 2007

Nýja lagið hennar Fergie er æðislegt... er alveg að elska það... mætti halda að ég hefði samið textann fyrir hana....

....Da Da Da Da
The smell of your skin lingers on me now
You're probably on your flight back to your home town
I need some shelter of my own protection baby
To be with myself and center, clarity
Peace, Serenity....

Akkurat það sem ég þarf að gera.. þessi strákamál fara alveg með einbeitinguna hjá mér...

Ég fór út í gær - veit ekki alveg hvað málið er en það er eins og ég sé einhver segull á frátekna menn... ótrúlegt! heyrði til dæmis þetta "ég ætti ekki að vera að tala við þig" - "I trust you but I don't trust myself to control myself" wadda... !!!
Spurning hvort ég leyti bara hopeless case uppi svo ég viti nákvæmlega hversu langt hlutirnir geti gengið og þá er ég búin að tryggja að ég verði ekki særð... - big girls don't cry...

Ég er ekkert rosalega hrifin af sambandsstíl minnar kynslóðar... Framhjáhöld eru svo algeng að það er viðbjóður... og skilgreiningin á framhjáhaldi er á ansi gráu svæði þykir mér...

æi ég veit það ekki... samt er ég eitthvað svo vængbrotin...

It's personal, myself and I
We've got some straightenin' out to do
It's time to be a big girl now
And big girls don't cry...

fimmtudagur, júní 14, 2007

Hugleiðingar

8 mynt Þú ert vafalaust eigin herra í víðasta skilningi þar sem kunnátta þín er einstök og á það við starf þitt eða nám. Dagleg verkefni eru skilgreind sem áhugamál.Mikill erill ýtir undir vellíðan þína og ekki síður hamingju. Þú eflist fjárhagslega á sama tíma og stolt þitt eykst með hverjum deginum. Hér kemur fram að þú skilir öllum verkum þínum með sóma.Blóm langana þinna opnast og draumar þínir verða að veruleika í fyllingu tímans.


föstudagur, júní 08, 2007

Jæja... það hafa heldur betur orðið tímamót í lífi mínu...

Það er ekkert lúxusskólalíf sem bíður mín í haust heldur er það real life sem er reyndar nú þegar hafið - ég er orðin vinnandi einstaklingur og síðan í gær official viðskiptafræðingur! En ég kvarta ekki... ég er komin í algjört draumadjobb! Ofboðslega sátt og spennt fyrir því sem bíður mín...

Var að vinna í London alla síðustu viku, svo ég hafði lítinn tíma til að undirbúa útskriftarveisluna sem ég var með í gær! En mamma tók undirbúninginn í sínar hendur og Auður vinkona hennar kom svo og hjálpaði okkur! Það er ekki að spurja að því..
Það rættist heldur betur úr veðrinu þannig að fólk gat alveg verið úti á palli og litlu frænkur mínar þokkalega sáttar að fá að vera úti og hoppa á trampolíninu!!
Ég fékk brjálað flottar gjafir og greinilegt að sumir þekkja mínar deepest darkest sides betur en aðrir... litla snobbhænan svaka sátt.... ;) Ofboðslega, hrikalega ánægð hvað veislan lukkaðist vel... veitingarnar voru svo góðar og allt saman var bara perfect! - Nú er ég alveg klár í slaginn... næsta kafla í lífinu :)

London var æði... team-ið mitt er æði... og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni!! :) Farin að þekkja London ágætlega... enda ekki skrítið eftir að hafa farið þangað þrisvar sinnum síðasta einn og hálfan mánuðinn!!
Skrifstofan hjá Glitni úti er rosalega flott... þið vitið það HR-ingar sem hafið farið þangað í fjármálaferðir... útsýnið er amazing... þægilegt og vinalegt andrúmsloft... Mér leið eiginlega strax eins og ég væri búin að vinna þarna í langan tíma..
Það vildi svo skemmtilega til að þarna voru staddir Corporate Finance strákar (og tvær stelpur) á námskeiði á vegum vinnunnar, svo ég fór með þeim út að borða eitt kvöldið... hresst og skemmtilegt lið! Náði ekkert að hitta Hödda og Óla í þetta skiptið... alltaf svo busy þessir strákar!! ;)
Ég gisti á hóteli í 5 mín fjarlægð frá bankanum... á þessari stuttu leið gekk ég framhjá (og inn í) búðir eins og FCUK, Karen Millen og Louis Vuitton... ég hefði auðveldlega getað eitt mánaðarlaununum mínum á þessu stutta rölti í vinnuna... hehehe... en þykir þetta nú ekki leiðinlegur bónus við skemmtilega vinnu-staðsetningu!! ;)
Svo fórum við á fimmtudagskvöldið, fjögur úr vinnunni í kampavínssmökkun hjá einu lögfræðifirmanu þarna úti. Smökkuðum og gáfum einkunn hvorki meira né minna en átta tegundum af hinu þokkalegasta kampavíni...

Æ það er allt eitthvað svo fullkomið... ég vildi bara óska að Sigrún systir hefði verið hérna líka, þá væri þetta perfect :) En hún er að spóka sig í París og Madrid... stórt knús elsku yndið mitt til ykkar Thomas!! Hlakka svo til að sjá ykkur eftir viku!!! :)

Næstu dagar fara í að ná sér niður á jörðina, koma sér inn í verkefnin í vinnunni og setja sér markmið... ég er eitthvað að róast.. veit ekki hvað það er... something is about to happen.. finn það á mér...


Ást til ykkar allra... takk allir sem glöddust með mér í gær!! Þykir endalaust vænt um ykkur! :)

mánudagur, maí 28, 2007

On my wishlist...


Roger Vivier SunglassesStrawberries and Chocolate


þriðjudagur, mars 27, 2007

Það er varla hægt að segja annað en að lífið leiki við mig þessa dagana....

Ég er stödd hér on a rooftop í Eastvillage í NYC með sólina beint í andlitið!! Það er 20 stiga hiti og pönnukökuilmurinn úr eldhúsinu fyllir vitin... ég get ekki annað en brosað út í annað hugsandi til þess að ég hafi fengið draumadjobbið í gær, rétt áður en ég brunaði út á Keflavíkurflugvöll til að ná vélinni minni til NYC.. :) jibbý!!!

Stelpan sem ég gisti hjá heitir Imba og er fatahönnuður og stílisti sem er að gera það gott hér í NYC. Kíkti með henni og vinkonum hennar aðeins út í gærkvöldi... gafst svo upp úr þreytu og fór heim á undan... því miður því gellurnar fóru í útgáfupartý hjá Redman úr Wu-tang... hitti þó reyndar bróður hans hérna áðan...

Annars er ég búin að eiga ljúfan dag á stredderíi um miðborg Manhattan. Ég ætlaði mér nú bara að rölta um í góða veðrinu... en vissi ekki fyrr af mér en ég stóð inni í Victoria's secret á 34th & Broadway, með fangið fullt í mestu vandræðum hvaða brjóstahaldarar yrðu fyrir valinu... og svo aftur inni í H&M... allt í einu var klukkan orðin fimm!

Kíkti í grillpartý með Imbu, var fínasti göngutúr yfir í Chinatown - þetta var frekar chillað þannig að ég ákvað að drífa mig bara heim... enda á ég flug kl hálf níu í fyrramálið...

Ég var að fatta að ég er ekki með nein hitaveðurs-föt... mér skilst að hitinn í Arizona sé farinn yfir 30 gráður... úff... verðum að bæta úr því... ;)

Next - life from Arizona!!!

föstudagur, mars 23, 2007

I'm going to wake up in a city that never sleeps...

Var að skoða veðurspána fyrir næstu viku og ég get ekki sagt annað en að ég sé nokkuð sátt... Hitinn þar sem ég verð í Arizona er vel upp undir 30°c svo það er eins gott að hafa sólarvörnina með sér ;)
Reyndar "ekki nema" um 20 stig í New York... en ég held það sé ágætis verslunarhiti.... ;)

Fór í klippingu í gær og breytti aðeins til...

Viðskiptavit - tímarit útskriftarnema við viðskiptadeild HR, fór í prentun í dag!!! Er að bíða eftir símtali frá prentsmiðjunni svo ég geti sótt próförkina... mikil spenna!!! Allur extra tími hefur farið í vinnsluna á þessu og rúmlega það...

Um helgina er vinna, ræktin... og Elie Tahari priority... ekki margir dagar í skil!

Vogin
Þegar stjarna vogar er reiðubúin að mæta tækifærum framtíðarinnar með opnum huga þá munu lausnir koma af sjálfu sér. Þú munt takast á við verkefni sem er nú þegar hafið af alhug og eljusemi en ekki láta óþarfa áhyggjur eyðileggja fyrir þér. Hin fullkomna forskrift fyrir velgengni er án efa byggð á frelsinu, að vera óháð/ur. Tileinkaðu þér að hika aldrei kæra vog!

Já... við sjáum hvað setur!
Hasta la vista... Saló

miðvikudagur, mars 14, 2007

Talandi um það...
on a foxy ladies night out
Átti samtal við vinkonu mína í gær um sambönd og að "gefa sénsa" átti reyndar svipað samtal við aðra vinkonu mína um helgina... Komst að því að ég veit nákvæmlega alls ekki að hverju ég er að leita!! Sem segir mér allavega það að ég hef ekki fundið það ennþá... eða hvort ég sé yfir höfuð að leita nokkuð... sem ég held reyndar að passi best við mig...
Góðu strákarnir fá yfirleitt ekki "sénsa" af því að þeir eru svo indælir og góðir vinir... ekki kærastatýpan og maður getur einhvern veginn alls ekki ímyndað sér þá sem neitt annað en vini sína!! Það sem gæti verið Live happily ever after rennur manni úr greipum án þess jafnvel að spá í því!! Það eru að sjálfsögðu þessir "bad boy" sem geta nú örugglega farið dáldið illa með mann sem verða oftast fyrir valinu... Svo eru sumir sem maður dirfist ekki að fara í... það gæti bara orðið of alvarlegt... hehe...
Góðu & heitu gauranir, sem by the way eru sjaldgæfari en að ég taki strætó, eru upp til hópa allir fráteknir og um leið og þeir losna úr einu sambandinu eru þeir komnir á fast aftur því það býður eftir þeim hjörð kvenkyns villidýra sem ræðst á þá um leið og þeir standa berskjaldaðir og viðkvæmir í hringiðu ómenningarinnar!
... sem minnir mig á skemmtilega atburði helgarinnar.... það sem manni dettur í hug!!!
Aðrir hlutir en strákamálin (Rakel you are right...) eiga reyndar hug minn allan þessa dagana.... ég stend brátt á krossgötum og á mjög jákvæðan hátt!! Er yfir mig spennt og glöð... allt að ganga upp!!
  • Eitt flottasta Viðskiptavit kemur út í lok mars
  • Elie Tahari verkefnið gengur framar vonum
  • Atvinnumálin í góðum farvegi...
  • Væntanleg utanlandsferð eftir eina og hálfa viku :)
  • Komin í öfluga stjórn BÍSN

Ást til ykkar allra > Saló

sunnudagur, mars 11, 2007

Ég opnaði síðuna mína og var ekki lengi að ákveða að eyða út síðustu færslu... ég bara breytist í eitthvað óargardýr og frekjudollu þegar ég hef drukkið ákveðið mörg hvítvínsglös...

Fór með prinsessunni á skrall í gær... höfðum hist fyrr um daginn og brallað svolítið saman... fórum á ÍR fögnuð - þar hittum við rosa fjöruga körfuboltastráka og dyraverði og taxa-driverinn minn var algjört yndi að ná í okkur þarna uppeftir þar sem það var algjörlega ómögulegt að ná í bíl á þessum tíma!

Niður í bæ... beina leið... fórum inn á Oliver og þaðan aðeins á rokkbúlluna ellefuna og þaðan yfir á Vegó... þetta var bara ágætt kvöld... Rakel tók við vaktinni af Soffíu því ég er yfirleitt aldrei tilbúin að fara heim fyrr en allt er lokað... Hitti fullt af góðu fólki! Vá hvað er langt síðan ég hef hitt Hröbbu og Þórunni til dæmis - sem hafa verið úti í Kína í einhverjar vikur! Hitti megnið af BÍSN fólkinu sem hafði verið á aðalfundi allan daginn... Djammgellurnar skiptinemana mína og fleira gott fólk! Já... Bara nokkuð gott kvöld!! Myndir væntanlegar very soon...

Annasöm vika framundan... stutt í utanlandsferðina... og Sirrí!! heyrðu í mér ef þú ert enn í Rvk!!

Love, Saló...

miðvikudagur, mars 07, 2007

Ég hélt að ég þekkti verstu tilfinningu í heimi - höfnun, tómleika og svik á einu bretti! En fyrir stuttu kom svolítið uppá sem gerði mér ljóst að svo er ekki. Það sem er verra en að lenda í ástarsorg er að horfa upp á einhvern sem manni þykir vænt um lenda í því. Það er versta tilfinning sem ég hef upplifað - það er ofboðslega erfitt að sjá manneskju kveljast og geta ekkert gert til að láta viðkomandi líða betur, hversu heitt sem maður óskar þess. Enda myndi ég ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum svona hörmungar!!
Hugsið vel um þá sem standa ykkur næst, þá sem skipta ykkur mestu máli! Þessir fáu í kringum ykkur sem standa eins og klettar við bakið á ykkur no matter what!! Ræktið sambandið við þá og gefið þeim af ykkur....
:)

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Ég var að koma af ritstjórnarfundi... áttaði mig þá á því hvað tíminn hefur liðið hratt! Ekki nema 2 vikur í skil á öllu efni til uppsetjara... shiii... en þetta er súper ritstjórn og ef okkur tekst að koma öllum hugmyndunum okkar í verk þá verður þetta þrusublað :)

Ég hef tekið lífinu svo rólega að undanförnu að ég er nú komin með to do lista yfir to do listana mína... nánast!! Er að fá nett sjokk...

Fín helgi liðin... fór á óvænt skrall... rosa flott vínsyndaferð í EJS þar sem Begga ein af skólasystrum mínum í HR er búin að fá vinnu! Skemmtilegt að hitta hana og spjalla.. by the way, ef þið hafið áhuga á fitness og líkamsrækt tékkið þá á þessari síðu: www.blog.central.is/fitnessgirls :)
Endaði síðan með Rut minni á Vegó að vanda!! Við tvær stóðum ennþá uppi kl.04.30 um nóttina eftir að hafa mætt í vísó kl.17.00!! Takk fyrir... ;)

Vinkona mín er með vikulega (yfirleitt á sunnudögum haha..) pistla um hitt kynið... lýsir oftar en ekki pirringi sínum út í hitt kynið eftir viðburðaríka helgi... alltaf svo skemmtilegt að lesa það...
Ég hef lært að taka þessum málum með jafnaðargeði... strákar sem maður hittir á djamminu eru yfirleitt bara með eitt í huga sem er alls ekkert verra og þó margir strákar haldi annað þá hugsa flestar stelpur alveg eins! Það er svona regla... eins og 3 daga swinger reglan.. nema að þessi er svona... ef að stelpu langar að kynnast betur strák sem hún hittir á djamminu... þá fer hún ekki heim með honum... einfalt! Þannig að strákar... þið getið alveg óhræddir sleppt því að lofa að hringja í stelpuna ef hún hefur farið heim með ykkur... miklu einfaldara og enginn ruglingur! hahaha.. já... það er aldeilis speki sem ég lá á... Fyrir mig get ég alveg sagt að ég er ekki að sjá að ég sé að fara að hitta einhvern special someone á næstunni, þó stjörnurnar segi annað, þar sem ég er með hugann við allt aðra hluti núna... og þessi sem mig langar í er hvort sem er frátekinn ;) hentar líka vel fyrir svona career-oriented hugarfar eins og er í gangi hjá mér núna...

Ekki nema fjórar vikur í New York og Arizona!! :) Katý yndið mitt ætlar að hitta mig í New York eftir að ég kem þangað aftur frá Arizona!! Við verðum þarna einar yfir alla páskana!! :) Okkur þykir það nú svo sem ekkert leiðinlegt... ;) Förum á fundi með fólki úr tískubransanum út af lokaverkefninu okkar... bara spennandi og skemmtilegt!! En það þýðir líka að það eru ekki nema fjórar vikur eftir af síðustu önninni minni í HR!!! Whaaaa!!!

Aaaahhhh gleymdi að segja!!... ég náði alþjóðlega DELE spænskuprófinu!! úje! :)

Later love, Saló

mánudagur, febrúar 19, 2007

"Augun eru spegill sálarinnar"

....so true! Hitti my mistery man í gær og smellti á hann einum... þó það sé algjörlega óviðkomandi spekinni hér að ofan...

Sweet dreams are made of these...

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Balenciaga spring 2007

I suddenly decided to blog in english...

Gucci spring 2007

I've been working on this assignment for the last couple of days with one of my best friends. Actually it's my (second) BSc-thesis and the goal is to form a strategy for an American luxury fashion brand into the Scandinavian market. The brand is named after its CEO, Elie Tahari. Does any of you recognice it? It would be located in the same category as e.g. Marc by Marc Jacobs, Red by Valentino, Anna Sui, Diane VonFurstenberg... etc... and it is a part of the Neiman Marcus Group in NYC.
Elie Tahari spring 2007
As I have been studying.. I've been reading through a lot of fashion magazines and a lot of web pages... I think my inspiration has gradually been coming back...

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Þó svo að ég sé í 4 færri fögum en á síðustu önn, og þá er mikið sagt!! þá samt er ekkert minna að gera....

  • Var að koma af viðskiptaþingi sem bar yfirskriftina "Ísland, best í heimi?" og var haldið af Viðskiptaráði Íslands á Hotel Nordica. Ráðstefnan var einstaklega áhugaverð og vel heppnuð. Mér fannst mjög gaman að heyra Simon Anholt tala um niðurstöður rannsóknar um ímynd Íslands og annarra landa. - Hann benti á hvernig Íslendingar gætu aukið jákvæða ímynd sína með því að einbeita sér að því að segja frá fólkinu í landinu, afrekum þess og eldmóði. Þeir útlendingar sem yfir höfuð þekkja landið okkar, þekkja það nánast eingöngu sem náttúruperlu en ekki menninguna sem hér ríkir. Með því að auka jákvætt viðhorf og um leið "goodwill" Íslands ætti landið að verða ákjósanlegri staður fyrir erlenda fjárfesta og aðra útlendinga sem hér vilja búa og/eða sækja menntun.
    Svo má líka velta því fyrir sér hvort við Íslendingar viljum fá meiri alþjóðlega athygli og hvort við ráðum við hana... Mín skoðun er sú að við ættum að taka höndum saman, þjóðin í heild sinni, atvinnulífið og ríkisstjórnin og vinna að því að efla ímynd Íslands út á við. Gera Ísland að "national brand" í skiptum við "country brand". Vissulega er það ferli sem tekur tíma og verður að vinna faglega að en ég held að þegar öllu er á botninn hvolft yrði það þjóðinni í heild sinni til virðisauka.
    Að auki langar mig að fagna þeim áhuga sem orðið hefur á alþjóðasamskiptum Íslands. Þá sérstaklega því sem fram kom í ræðu Höllu Tómasdóttur um menntakerfið, tungumálakennslu og eflingu menningarlæsis þjóðarinnar.
  • Ég var að taka að mér mjög spennandi og áhugavert verkefni. Það ber yfirskriftina "Slice of Iceland" og er hluti af EMAC markaðsráðstefnu sem HR er að vinna að. Verður án efa lærdómsrækt og skemmtilegt :)
  • Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara á ráðstefnu fyrir BÍSN í Barcelona... hún er núna í lok febrúar... ég veit ég hefði ekkert á móti því að heimsækja Fanneyju mína... líka margt sem mig langar að gera sem ég vildi að ég hefði gert þegar ég var þar síðast... m.a. reyna við sæta barþjóninn á Tunnel... haha ;) Hvað segirðu Fanney?? Annars styttist nú óðum í Bandaríkjaferðina... og þá meina ég það bókstaflega því það lítur út fyrir að ég ferðist um landið þvert og endilangt... New York - Detroit - Pheonix - Arizona - Pheonix - Dallas - New York... og ég ætla meðal annars inn í New York borg og gista þar í tvær nætur... restinni af tímanum verður svo eytt í hitabeltisveðráttu Arizona... ekki leiðinlegt er það..!!
  • Elie Tahari maraþonhelgi framundan, get varla beðið :)
  • Síðast en alls ekki síst... Á morgun er Alþjóðadagur HR. Allir sem hafa áhuga á að fara í skiptinám eiga að mæta og allir sem einhvern áhuga hafa á alþjóðasamskiptum eiga líka að mæta... því það verða scouters á svæðinu!!!

Ég er að byrja að sækja um vinnu.... er pínulítið stressuð yfir því... ég er kannski naive en ég trúi því enn að ég geti allt sem ég ætli mér, ef ég er bara nógu einbeitt og ákveðin.... en hvað svo þegar draumarnir rætast? Hvað þá? Bíðum og sjáum... ég er allavega með fingur í kross... :)

Gangi ykkur vel í því sem þið eruð að fást við...

mánudagur, janúar 29, 2007

Vogin (23.sept - 23.okt)

Þú ættir að átta þig á því að allar þínar æðstu óskir rætast ef þú opnar huga þinn og sendir langanir þínar meðvitað frá þér. Láttu til leiðast og tak mót aðstoð með því að ýta stolti þínu til hliðar um stund. Nýttu það sem eftir lifir af janúar mánuði til að koma verkefni sem tengist þér persónulega á laggirnar. Þú hefur gáfurnar til að verða það sem þú þráir.

  • Bókaði flug til New York í dag
  • ~ *Elie Tahari *~ verkefnið okkar Katy gengur ótrúlega vel... er að vonast til að hún geti komið með mér til NY
  • Er að setja saman rosalega spennandi kúrs sem verður kenndur í HR í vor... Er í tengslum við Eurotour og viðskiptaháskólann flotta í Rotterdam
  • Er að gera kynningu á BS verkefninu mínu á ensku fyrir AFS International
  • Flutt heim til Rakelar í tvær vikur... ekki séns að hún geti verið ein hérna í þessu gettói sem við höfum sko sannarlega fengið að kynnast!!
  • Er að byrja að sækja um vinnu... hef góða tilfinningu fyrir þessu...
  • Er að hugsa um að skrá mig aftur í Alþjóðafjármál... kennarinn er snillingur og námsefnið óhugnalega áhugavert!!! Anna Lilja er búin að bjóða mér í hópinn sinn sem er að fjalla um Louis Vuitton... hvernig get ég sagt nei???

Ástarkveðjur hunangsbollur....
Kastið endilega á mig kveðju, farin að sakna ykkar!!
Salóme

mánudagur, janúar 22, 2007

Það var gott að komast aðeins norður um helgina! Ég náði að slappa aðeins af og skemmti mér svo konunglega í góðum félagsskap! :) Skiptinemarnir mínir voru æðislegir!!

Annasöm vika framundan...

Áhugaverð grein um globalisation sem birtist á vef bbc í gær http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/6279679.stm ...

Fór á áhugaverðan fyrirlestur Magnúsar Scheving um frumkvöðlastarfssemi uppi í skóla. Virkilega inspiring...
Ég stefni á fjármálamarkaði... ekki banka (nema ég sé bankastjóri)... allt annað! ;)

Farin að lesa undir próf í stjórnun... uppáhaldsfagið mitt ;)

laugardagur, janúar 13, 2007

Stundum koma svona dagar... kannist þið við það...

Það er eins og það sé stór steinn í maganum á mér, ligg bara uppi í rúmi með lokuð augun og hugsa... hlusta á sorglega tónlist og mig langar bara að gráta....

en lífið hefur kennt mér að setja upp grímu...
Can we try again to start a new,
And lovely story that will shine a ray of light upon our hearts and bring
back Long lost glory of how it used to be
Baby you and me,
Convinced we were each others destiny
My heart crys out to u, u must forget me,
Iv bn dancin in the dark
Been shearchin for a spark
A fire still burnin

now we will make it through if years stand by me
we can weather rain or storm
we can keep each other warm,
as long as theres love,

Everytime i think i close my eyes,
Filled with tears,
To think that i give in to sweet temptation,
Those words like music to my ears,
I hope its not to late,
That ud still come wait,
And we'd still breath and ur still heaven fate.

My heart cries out to you,
U must forget me,
Iv been dancin in the dark,
Been searching for a spark,
A fire still burning,
Now we will make it through if years stand by me,
We can weather any storm
And we can keep each other warm
As long as theres love.

faith is not mine, if i could id unturn, the hands of time

ohh my heart cries out to u
U must forget me,
Iv been dancin in the dark
Been searchin for a spark
I believe we will make it through
If u stand by me,
We can weather any storm,
And keep each other warm,
As long as theres love,
Never end love ...
Af hverju held ég alltaf að "þetta skipti" verði það öðruvísi... anyways... það er það ekki!!

Eina í stöðunni er að keep it real... ég er sko hætt öllu óheilbrigðu fyrir líkama og sál! Farin að einbeita mér að því sem raunverulega skiptir mig máli!!

mánudagur, janúar 08, 2007

Ein besta vinkona mín var að missa góðan vin. Hún skrifaði svo fallegan texta á heimasíðuna sína að ég vil deila honum með ykkur líka. Þennan texta sendi hún mér líka þegar mér var illt í hjartanu fyrir um ári síðan og hann gladdi mig. Hann fékk mig til að hugsa djúpt og hugsa jákvætt. Ég vil hvetja ykkur öll til að lesa þetta.

KANNSKI
Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið, svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur.

Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum, en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.

Kannski er besti vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.

Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það.

Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.

Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfanginn af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.

Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.

Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi.
Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.

Ég vona að þessi texti fái ykkur til að hugsa um það sem skiptir ykkur máli í lífinu...

laugardagur, janúar 06, 2007

Ég er svo hamingjusöm að ég er í skýjunum!!!! Nýja árið byrjar æðsilega!!!

Hvar á ég eiginlega að byrja!!?

Jú ég veit það.... elsku elsku Rakel mín!!!!! Innilega til hamingju með að ljúka BS á tveimur og hálfu ári!!! Ég er svo stolt af þér að ég er að springa :) Hlakka til að fagna þessu í kvöld!!!

Ég fékk einkunn fyrir BS verkefnið mitt fyrir stuttu og er að rifna úr hamingju!! Ég fékk 8,5!!! :)

Ég fór líka í sjúkrapróf í gerð og greiningu ársreikninga í vikunni og mér gekk svo hræðilega að ég kom næstum því grátandi út úr prófinu!!! En nei!! Ég var að fá einkunnina og fékk 8,5!!!!!! Ég er svo ótrúlega hamingjusöm með þetta allt saman að ég brosi allan hringinn!!!

Auk þessa alls vorum við Soffía vinkona að taka ákvörðun um að fara til Parísar saman í sumar!! Jei.. við höfum hvorugar komið þangað áður og það er allt of langt síðan við vorum saman í útlöndum!! Ætlum að fara í tæpa viku og njóta lífsins í botn!!! Nógu verður að fagna þá :) Farðu svo að losna úr þessu bölvaða gifsi svo við getum farið að gera eitthvað skemmtilegt ;)

Vorum að fá boðskortið í brúðkaupið hans David! Ég hlakka svo til að fara og hitta hann og hina frændur mína að ég er alveg að deyja!! Flýg sennilega til Baltimore í lok mars og þaðan áfram til Arizona með systur pabba og manninum hennar :)

Þetta er orðið ágætt... en svona í lokin langar mig að þakka Sellu og Fanneyju og Kidda fyrir frábært kvöld í gær!! Það var svo æðislegt að hitta ykkur öll aftur... við Sella erum með Barcelonaför í huganum... það er ekki langt í heimsókn Fanney!! calle Paris, Tunnel, ströndin, ramblan, verslunarferð á passeig de gracia, FC Barcelona fótboltaleikur, út að borða á fancy stað á ströndinni, djamm eins og aldrei áður, sangría og lambrusco drykkja, og svo margt margt margt fleira ;)

Kv. Salóme að fríka út af hamingju!!!