sunnudagur, júlí 27, 2008

Mér finnst rigningin góð...

Það er heldur betur kominn fiðringur í okkur fyrir þjóðhátíð... og allt á fullu í undirbúningi! :)

En ótrúlegt hvað sumarið hefur liðið hratt... það er orðið dimmt úti á kvöldin og ég er farin að kveikja á kertum sem mér finnst reyndar ekkert leiðinlegt...

Farin að hlakka til að fá röð og reglu á lífið með haustinu...

Dagskráin verður þétt... æfingar - skóli - vinna - æfingar - Jump Fit - kennsla og meiri æfingar...

Miðað við daginn í dag verð ég að nota helgarnar vel til að hlaða batteríin fyrir annasama viku... maður er greinilega ekki lengur tvítugur...

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Lífið er yndislegt...

Vikan er búin að líða svakalega hratt... mikið að gera á öllum vígstöðvum!

Jump Fit er að fara af stað aftur og æfingar byrjaðar uppi í Sporthúsi svo ég fer fljótlega að verða aftur eitt af húsgögnunum þar! ;)

Ég er líka á kennaranámskeiði hjá Valdísi því ég ætla að taka að mér að kenna fleiri námskeið en Jump Fittið... er að læra að kenna á palla þessa dagana... læra að telja og brjóta upp rútínur... svaka stuð.. er með diska frá Valdísi í spilaranum á fullu teljandi taktinn... langar að læra að mixa tónlist og hækka beatið á lögum sem ég fíla.. svo ég geti notað þau í kennslunni... óska hér með eftir einhverjum snillingi til að kenna mér það!

Annars er ég bara búin að vera nokkuð dugleg að æfa í vikunni... yfirleitt er ég að fara tvisvar á dag og alveg að klára þriðju viku af fjórum á þessu prógrammi! Hljóp í dag 7,5 km með Rúrý og Lilju... erum búnar að koma upp föstum hlaupatíma út ágúst amk ef einhverjir vilja vera með... :)

Finn alveg hvað ég er orðin svakalega þreytt á kvöldin þegar ég leggst á koddann...

...en ég læt það ekkert stoppa mig frekar en fyrri daginn... tek sunnudagana í hvíld og ætla að skella mér á þjóðhátíð í fyrsta skipti á ævinni... og reyndar eyja yfir höfuð! :) Ég hugsa að ég verði líka með Jump Fit sýningu á báðum pöllum :) alveg að standa mig í markaðssetningunni!! ;)
Búin að vera að hlusta á þjóðkunn þjóðhátíðarlög og ég er ekki frá því að það sé bara kominn dáldill fiðringur í mig...

mánudagur, júlí 21, 2008

Monday

Ég er orðin óþolinmóð að komast í ræktina... og dagurinn rétt að byrja... og það er ekki eins og ég hafi ekki tekið brennslu í morgun...

brjóst og bak í dag... þriðja vika af fjórum áður en ég skipti yfir í nýtt prógramm!

Maður er ekkert með þetta á heilanum neitt...

Ætla að taka að mér hálfgerða fjarþjálfun í vetur - mælingar, æfingaprógrömm og næringaráætlun fyrir þá sem hafa áhuga...

sunnudagur, júlí 20, 2008

Sunnudagsæfingar

Ég elska að vakna fersk á sunnudagsmorgni og fara á æfingu!

Sunnudagar eiga practically að vera hvíldardagar svo ég tek bara létta æfingu... smá brennsla og kviður. Hljóp um 5km í dag í Kópavoginum... dauðatröppurnar í hjöllunum taka reyndar alveg sinn toll!! en gaman að sjá hvað maður er að bæta sig... fylgjast með tímanum og hraðanum upp alla brekkuna!

Ein falleg af mér og Unni sys...

laugardagur, júlí 19, 2008

Extacy!

Ég er búin að eiga yndislegan dag... vaknaði áður en klukkan hringdi og var komin niður í Elliðaárdal áður en langt um leið... hljóp svona 7km í góða veðrinu, það var eins og alsæla... ég sver það!

Skutlaðist svo niður í Laugar í spinning og þaðan fórum við Rakel í Blá Lónið í boði Lóu Báru... takk elska... þetta er orðið ekkert smá flott þarna!! Nutum þess að sleikja sólina... og toppuðum þetta svo með því að setjast út á Vegamótum og fá okkur kvöldmat! Sólin skín ennþá...

dagurinn var æðislegur - mér líður eins og ég sé ástfangin... ?!


Ég er að beila á öllum í kvöld... langar að vera ein með sjálfri mér..

Take your hands off me, hey
I don't belong to you, you see
Take a look in my face, for the last time
I never knew you, you never knew me
Say hello goodbye
Say hello and wave goodbye
Say hello and wave goodbye

mánudagur, júlí 14, 2008

"vöðvar brenna fitu" ?

Ég er svo hrikalega komin í gírinn... og ég elska það! Ekki nema 19 vikur fram að bikarmóti... sem er svakalega lítill tími... en ég ætla amk upp á svið til að sippa!!

Ég er ekkert með athyglissýki á háu stigi neitt... nei nei... við erum allavega góðar saman sýningarhópurinn! Styttist í að Jump Fit byrji aftur af krafti... búin að vera að skoða æfingar inni á bodybuilding síðunni til að bæta inn í strákatímana svo nú mega þeir fara að biðja fyrír sér...



Talandi um bodybuilding síðuna... ég er búin að vera að fara eftir æfingaprógrammi sem ég fann þar inni. Skipti svo út fyrir annað eftir þrjár vikur núna... mér finnst þessi síða meira en snilld! Svona biblía fyrir fólk sem hefur áhuga á líkamsrækt.. það er allt þarna inni!

Las einmitt grein um daginn sem væri góð fyrir margar vinkonur mínar. Hún fjallaði um það að margar konur væru hræddar við að lyfta lóðum því þær vildu ekki verða eins og vöðvatröll og færu því í staðinn á hlaupabrettið eða skíðavélina eins og óðar með það að marki að brenna hitaeiningum...

Mataræðið er að sjálfsögðu bróðurparturinn af árangrinum en að ekki sé hægt að lyfta lóðum og léttast á sama tíma er misskilningur... ég tók saman greinina á íslensku! Hún er áhugaverð.. endilega kíkið á þetta! Þetta er að sjálfsögðu birt með fyrirvara um villur...


Til að byrja með... "vöðvar brenna fitu" hehe...

Kannski ekki beint, en vöðvar auka efnaskiptahraða í líkamanum þegar við hvílumst (RMR).

Fita situr föst á líkamanum þangað til við hreyfum okkur það mikið að hún nýtist sem orkugjafi. Það fer sem sagt engin orka í það að blessuð fitan sitji kyrr utan á okkur... En vöðvavefir utan á beinum krefjast orku til að viðhalda sér. Það þýðir að bara til þess eins að viðhalda þessum vöðvum notar líkaminn um 60 - 120 kkal á dag fyrir hvert kíló af vöðvum.

Með réttu mataræði og æfingum geta konur bætt á sig sem svarar ca 2,5 kg af vöðvum árlega. Ef við gerum ráð fyrir að efnaskiptin í þínum líkama noti 100 kkal á dag til að viðhalda þessum auka vöðvum þýðir það að þú brennir 250 fleiri hitaeiningum daglega!
Til þess að missa 1 kg af fitu þarftu að brenna um 7000 hitaeiningum. Þannig að við það að bæta við þig 2,5 kg af vöðvum og með réttu mataræði geturðu misst um 13 kg á ári án þess að eyða extra tíma í brennslu!

Það er mikilvægt að hafa í huga að 2,5 kg af fitu er ekki það sama og 2,5 kg af vöðvum. Vöðvar eru miklu þéttari en fita og því töluvert ummálsminni!

Annað sem vert er að athuga að þó klukkutími á brettinu sé góð leið til að brenna uppsafnaðri orku í líkamanum þá hættir líkaminn að brenna hitaeiningum þegar þú stígur af brettinu! En þegar við lyftum lóðum helst efnaskiptahraði líkamans í hraðara tempó í um klukkutíma eftir að við hættum að æfa. Sem er annar plús við vöðvaþjálfun!! :) Ástæðan fyrir þessu er sú að eftir lyftingaræfingar heldur líkaminn áfram að kalla á súrefni í meira magni en við hvíld.

Fróðleiksmoli dagsins... ;)

sunnudagur, júlí 13, 2008

Six pakk!

Einu sinni sagði Lóa Bára vinkona mín mér frá því að hún hefði í einhverju undarlegu hugarástandi ákveðið að fara í ræktina á sunnudegi... hún bjóst ekki við að þar væri nokkur sála en sá eitt par af skóm í anddyrinu þegar hún mætti og hugsaði með sér "hvaða geðsjúklingur fer í ræktina á sunnudegi??" - grunur hennar var staðfestur þegar ég veifaði henni af stigavélinni...

Ég tók massífa æfingu með Bjarneyju og JP í morgun uppi í Sporthúsi... bland í poka en lögðum áherslu á fætur og rass... ég sé fram á enn svakalegri harðsperrur en þessar sem ég hef þurft að kljást við í vikunni!! En hvað gerir maður ekki fyrir rass úr stáli... mér finnst ekkert annað en flott að vera með stinnan hnébeygjurass!!

Ég tók brjálað kviðvöðva-session í fyrradag og get varla andað fyrir harðsperrum... en það er samt svo gott... bætti um betur og tók góða skávöðvaæfingu í lokin í dag! Það er verið að reyna við six-pakkinn! Hann er þarna einhversstaðar... ;)

Eins og venjulega skemmtum við okkur alltaf svakalega vel á æfingu saman! Skemmtilegt og skilvirkt... ég á alveg rosalega erfitt með að æfa með fólki sem er samkjaftandi... þá missir maður alveg tempóið í æfingunum!! Við erum komnar í svo mikinn gír að Bjarney hringdi í mig áðan og spurði hvort ég væri ekki bara game í aðra æfingu á eftir... brennslu niðri í Laugum... og ég hélt það nú!!

Farin að horfa á Biggest Looser!!

sunnudagur, júlí 06, 2008

Landsmót 2008

Landsmót var snilld.... og rúmlega það!

Ég er búin að læra ýmislegt um hesta og á meira að segja heimboð í útreiðatúr næstu helgi í eina sveitina... aldrei að vita hvort maður láti verða af því...
Þessi útilegustemmning er alveg málið... svo gaman að ferðast um Ísland og sitja í þægilegum útilegufötum og syngja við gítarspil... klikkar bara aldrei!!

Ég var að koma úr langþráðri sturtu - þreytt í hausnum og öllum kroppnum....

Hlakka til að komast í ræktina á morgun og fá eitthvað annað en skyndibita og nammi að borða...