miðvikudagur, október 22, 2008

My big twentyfive!!

Ég átti ljúfan afmælisdag... :)

Ég fékk kjarnann í kaffi til mín á laugardaginn og naut þess að hafa það kósý með þeim... fólkið mitt úr öllum áttum og það lukkaðist svaka vel :) Takk fyrir mig!!

Ég las yfir allar kveðjurnar á facebook í gærkvöldi og ég ætla bara að viðurkenna það að ég varð hálf feimin... ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst svona mörgu yndislegu fólki í gegnum árin... það rifjaði margt upp fyrir mér og í fyrsta skipti í langan tíma fann ég þessa þrá í mér aftur... þrá til að gera og vera! Og það var góð tilfinning...

Vinkona sendi mér svo gott quote í gær: "everything will be ok in the end, and if things are not ok ,then it's not the end"

mánudagur, október 20, 2008

Still a little bit...



1 dagur í aldarfjórðung...
19 dagar í þrekmeistarann...
24 dagar í frelsið <3 ...
25 dagar í lokapróf...
25 vikur í páska...

föstudagur, október 17, 2008

Sometimes I feel like...



Elsku Sirrí og Tóti, innilega til hamingju með litla prinsinn...

Ætla að eyða helginni með vel völdum...

Ást og friður!
Saló

föstudagur, október 10, 2008

What it's all about!

Fjórar vikur í keppni... áttaði mig í rauninni ekki á því hvað væri stutt í þetta fyrr en ég var að spjalla við einn í dag sem kveður mig með því að segja.. "sjáumst á Akureyri"!!! What the f&/%..

Ég get ekki sagt að ég sé búin að æfa sérstaklega hnitmiðað fyrir keppnina... ég meiddi mig eitthvað í öxlinni þegar ég var á æfingu í fitnessbrautinni fyrir þrem vikum og gat ekki gert almennilega axlapressu... ekki samt séns að ég myndi segja stelpunum frá því ;) Er öll að koma til... er samt búin að vera að taka massífan kvið og er svaka dugleg að æfa að öðru leyti!
Tvisvar á dag síðustu tvær vikur og ég er gjörsamlega að halda mér niðri til að æfa ekki meira... ég er með manneskju á kantinum sem passar upp á að ég geri hlutina rétt! :) Kenndi mér að of mikið vinnur gegn mér...

Markmiðið er að ná axlapressu og kvið í kringum mínútuna... við tökum almennilega hópæfingu þegar Anna Bella og Björk eru búnar að keppa á Norðurlandamótinu um næstu helgi! Þá byrjar ballið... for sure!

Erfiðast við þetta allt er mataræðið.. mér finnst bara ekkert sérstaklega spennandi að fá mér hreint prótein í vatn þegar ég er svöng á kvöldin... var þó að renna einu slíku glasi niður... próteinið frá Vaxtarræktinni er lifesaver! Og svo helgarnar... ennþá aðeins of loose... en þetta er nú samt allt að koma... ég er komin vel af stað! Ef ég spái í því þá hef ég heldur ekki "djammað" í rúma tvo mánuði... og sjaldan liðið betur :)

Ég hef ábyggilega einhvern tíman talað um CrossFit hérna áður... ég tók eina slíka æfingu í dag uppi í Sporthúsi...

Æfingin var: 5 hringir á tíma
15 x clean m/10 kg
21 x upphífingar

Ég var í svona 12 mín og grínlaust ég stóð á öndinni eftir hana!! Þetta er sennilega eitt árangursríkasta líkamsræktarkerfi sem í boði er..

Anyways.. er farin í háttinn... ætla að mæta á brettið snemma í fyrramálið!

Og hey já, búin að fá út úr vörumerkjastjórnun, er með 8.0 fyrir áfangann! Sátt!!

sunnudagur, október 05, 2008

Changes in my life..

Við Valdís sitjum inni á skrifstofunni okkar þegar hún segir allt í einu.. "Saló veistu hvað ég var að hugsa?" "hvar var þessi litla stelpa fyrir ári síðan??" "Við sem erum alveg like this" og gerði svona merki með fingrunum.. hehe..

... og ég fór að hugsa...

fyrir ári síðan var ég nýútskrifuð úr HR... fékk draumastöðu í banka.. ferðaðist að lágmarki einu sinni í mánuði út fyrir landsteina vegna vinnu - á fyrsta farrými!... var í kokteilboðum, tónleikum.. strjaujaði kreddan í Karen Millen eða á Kensington High Street eins og ég fengi borgað fyrir það (seriously).. kynntist brjálæðislega kláru fólki, fékk að vinna með toppunum... lærði endalaust mikið.. en uppgötvaði líka að þetta var ekki mín hilla... og tók á honum stóra mínum og viðurkenndi það fyrir sjálfri mér... það fækkaði reyndar ekkert snobbkvöldunum með vinkonunum... út að borða og kokteilar áður en við gerðum allt vitlaust á dansgólfinu... var klárlega lífið...

en ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan þá og margt öðruvísi en áður.. þó svo að við vinkonurnar tryllum auðvitað ennþá lýðinn þegar við mætum á dansgólfið.. enda þær heitustu í bænum ;)

Ég er sátt.. það er bara ekkert flóknara en það!

Átti svakalega góða helgi.. kláraði vörumerkjastjórnun á fimmtudaginn og fagnaði með því að fara í ljós með Kötu sys og á hryllingsmynd með Lísu í boði Rikka, horfði á tv með mömmu og Kötu sys á föstudagskvöldið.. mætti morguninn eftir í pallatíma í Laugum ásamt Valdísi, grænu og miss elvu italiano.. fór í ísbíltúr í góða gluggaveðrinu með Lísu minni og hitti svo skutlurnar í Grafarholtsgenginu í gærkvöldi.. bærinn var ekki að gera neitt fyrir mig.. eiginlega glataður.. svaf út... mmmm... fór að þjálfa uppi í Sporthúsi og svo á massífa Jump Fit æfingu...

Er ready í vikuna... bring it on!!