þriðjudagur, mars 27, 2007

Það er varla hægt að segja annað en að lífið leiki við mig þessa dagana....

Ég er stödd hér on a rooftop í Eastvillage í NYC með sólina beint í andlitið!! Það er 20 stiga hiti og pönnukökuilmurinn úr eldhúsinu fyllir vitin... ég get ekki annað en brosað út í annað hugsandi til þess að ég hafi fengið draumadjobbið í gær, rétt áður en ég brunaði út á Keflavíkurflugvöll til að ná vélinni minni til NYC.. :) jibbý!!!

Stelpan sem ég gisti hjá heitir Imba og er fatahönnuður og stílisti sem er að gera það gott hér í NYC. Kíkti með henni og vinkonum hennar aðeins út í gærkvöldi... gafst svo upp úr þreytu og fór heim á undan... því miður því gellurnar fóru í útgáfupartý hjá Redman úr Wu-tang... hitti þó reyndar bróður hans hérna áðan...

Annars er ég búin að eiga ljúfan dag á stredderíi um miðborg Manhattan. Ég ætlaði mér nú bara að rölta um í góða veðrinu... en vissi ekki fyrr af mér en ég stóð inni í Victoria's secret á 34th & Broadway, með fangið fullt í mestu vandræðum hvaða brjóstahaldarar yrðu fyrir valinu... og svo aftur inni í H&M... allt í einu var klukkan orðin fimm!

Kíkti í grillpartý með Imbu, var fínasti göngutúr yfir í Chinatown - þetta var frekar chillað þannig að ég ákvað að drífa mig bara heim... enda á ég flug kl hálf níu í fyrramálið...

Ég var að fatta að ég er ekki með nein hitaveðurs-föt... mér skilst að hitinn í Arizona sé farinn yfir 30 gráður... úff... verðum að bæta úr því... ;)

Next - life from Arizona!!!

föstudagur, mars 23, 2007

I'm going to wake up in a city that never sleeps...

Var að skoða veðurspána fyrir næstu viku og ég get ekki sagt annað en að ég sé nokkuð sátt... Hitinn þar sem ég verð í Arizona er vel upp undir 30°c svo það er eins gott að hafa sólarvörnina með sér ;)
Reyndar "ekki nema" um 20 stig í New York... en ég held það sé ágætis verslunarhiti.... ;)

Fór í klippingu í gær og breytti aðeins til...

Viðskiptavit - tímarit útskriftarnema við viðskiptadeild HR, fór í prentun í dag!!! Er að bíða eftir símtali frá prentsmiðjunni svo ég geti sótt próförkina... mikil spenna!!! Allur extra tími hefur farið í vinnsluna á þessu og rúmlega það...

Um helgina er vinna, ræktin... og Elie Tahari priority... ekki margir dagar í skil!

Vogin
Þegar stjarna vogar er reiðubúin að mæta tækifærum framtíðarinnar með opnum huga þá munu lausnir koma af sjálfu sér. Þú munt takast á við verkefni sem er nú þegar hafið af alhug og eljusemi en ekki láta óþarfa áhyggjur eyðileggja fyrir þér. Hin fullkomna forskrift fyrir velgengni er án efa byggð á frelsinu, að vera óháð/ur. Tileinkaðu þér að hika aldrei kæra vog!

Já... við sjáum hvað setur!
Hasta la vista... Saló

miðvikudagur, mars 14, 2007

Talandi um það...
on a foxy ladies night out
Átti samtal við vinkonu mína í gær um sambönd og að "gefa sénsa" átti reyndar svipað samtal við aðra vinkonu mína um helgina... Komst að því að ég veit nákvæmlega alls ekki að hverju ég er að leita!! Sem segir mér allavega það að ég hef ekki fundið það ennþá... eða hvort ég sé yfir höfuð að leita nokkuð... sem ég held reyndar að passi best við mig...
Góðu strákarnir fá yfirleitt ekki "sénsa" af því að þeir eru svo indælir og góðir vinir... ekki kærastatýpan og maður getur einhvern veginn alls ekki ímyndað sér þá sem neitt annað en vini sína!! Það sem gæti verið Live happily ever after rennur manni úr greipum án þess jafnvel að spá í því!! Það eru að sjálfsögðu þessir "bad boy" sem geta nú örugglega farið dáldið illa með mann sem verða oftast fyrir valinu... Svo eru sumir sem maður dirfist ekki að fara í... það gæti bara orðið of alvarlegt... hehe...
Góðu & heitu gauranir, sem by the way eru sjaldgæfari en að ég taki strætó, eru upp til hópa allir fráteknir og um leið og þeir losna úr einu sambandinu eru þeir komnir á fast aftur því það býður eftir þeim hjörð kvenkyns villidýra sem ræðst á þá um leið og þeir standa berskjaldaðir og viðkvæmir í hringiðu ómenningarinnar!
... sem minnir mig á skemmtilega atburði helgarinnar.... það sem manni dettur í hug!!!
Aðrir hlutir en strákamálin (Rakel you are right...) eiga reyndar hug minn allan þessa dagana.... ég stend brátt á krossgötum og á mjög jákvæðan hátt!! Er yfir mig spennt og glöð... allt að ganga upp!!
  • Eitt flottasta Viðskiptavit kemur út í lok mars
  • Elie Tahari verkefnið gengur framar vonum
  • Atvinnumálin í góðum farvegi...
  • Væntanleg utanlandsferð eftir eina og hálfa viku :)
  • Komin í öfluga stjórn BÍSN

Ást til ykkar allra > Saló

sunnudagur, mars 11, 2007

Ég opnaði síðuna mína og var ekki lengi að ákveða að eyða út síðustu færslu... ég bara breytist í eitthvað óargardýr og frekjudollu þegar ég hef drukkið ákveðið mörg hvítvínsglös...

Fór með prinsessunni á skrall í gær... höfðum hist fyrr um daginn og brallað svolítið saman... fórum á ÍR fögnuð - þar hittum við rosa fjöruga körfuboltastráka og dyraverði og taxa-driverinn minn var algjört yndi að ná í okkur þarna uppeftir þar sem það var algjörlega ómögulegt að ná í bíl á þessum tíma!

Niður í bæ... beina leið... fórum inn á Oliver og þaðan aðeins á rokkbúlluna ellefuna og þaðan yfir á Vegó... þetta var bara ágætt kvöld... Rakel tók við vaktinni af Soffíu því ég er yfirleitt aldrei tilbúin að fara heim fyrr en allt er lokað... Hitti fullt af góðu fólki! Vá hvað er langt síðan ég hef hitt Hröbbu og Þórunni til dæmis - sem hafa verið úti í Kína í einhverjar vikur! Hitti megnið af BÍSN fólkinu sem hafði verið á aðalfundi allan daginn... Djammgellurnar skiptinemana mína og fleira gott fólk! Já... Bara nokkuð gott kvöld!! Myndir væntanlegar very soon...

Annasöm vika framundan... stutt í utanlandsferðina... og Sirrí!! heyrðu í mér ef þú ert enn í Rvk!!

Love, Saló...

miðvikudagur, mars 07, 2007

Ég hélt að ég þekkti verstu tilfinningu í heimi - höfnun, tómleika og svik á einu bretti! En fyrir stuttu kom svolítið uppá sem gerði mér ljóst að svo er ekki. Það sem er verra en að lenda í ástarsorg er að horfa upp á einhvern sem manni þykir vænt um lenda í því. Það er versta tilfinning sem ég hef upplifað - það er ofboðslega erfitt að sjá manneskju kveljast og geta ekkert gert til að láta viðkomandi líða betur, hversu heitt sem maður óskar þess. Enda myndi ég ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum svona hörmungar!!
Hugsið vel um þá sem standa ykkur næst, þá sem skipta ykkur mestu máli! Þessir fáu í kringum ykkur sem standa eins og klettar við bakið á ykkur no matter what!! Ræktið sambandið við þá og gefið þeim af ykkur....
:)