þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Betri tímar

Ég ákvað að hætta þessu væli og stressi og bara njóta þess að vera til.... No offence Bonni, en mér leið eiginlega betur að sjá að það væru fleiri í svona tímaþröng í vikunni en ég...

Í dag þarf ég bæði að læra undir próf í mannauðsstjórnun sem er á morgun og klára tölfræðiverkefnið mitt fyrir morgundaginn.... Og sjaldan verið jafn róleg...!!

Ég vaknaði um 10, lærði aðeins og skellti mér svo í ræktina með Ingvari og Karó og tók góða brennsluæfingu... algjörlega komin í gírinn aftur! Fórum svo og fengum okkur að borða á Amokka. Æðislegt kjúklingasalat þar... namm... ;) Svona eiga dagarnir að vera....

Það er einhvern veginn þungu fargi af mér létt! Ég veit að ég er á réttri braut :) Nú eru bara skemmtilegir tímar framundan...

Árshátíð HR á næsta leiti og ég hef það á tilfinningunni að þetta verði sú flottasta í sögu skólans... ;) Við Rakel verðum að sjálfsögðu spes heitar eftir alla einkaþjálfunina... ;)

Ég ætla svo að skippa árshátíð Flugfélagsins sem verður haldin í Glasgow og skella mér í staðinn á kvennakvöld Fram með Guðrúnu, Írisi og Brynju... ég hlakka ótrúlega mikið til þess!! Ég held að við séum allar orðnar frekar spenntar að loksins djamma saman.... ;)

Svo er líka Londonferðin framundan og heldur betur hægt að byrja að hlakka til... 15.-19. mars!
Svona brot af því besta:
- Heimsókn í höfuðstöðvar allra íslensku bankanna í London
- Heimsókn í Bakkavör og Baug
- Kokteilar með flottum gaurum í fjármálabransanum í London

Og on top of it all!! Fjármálanámskeið í kauphöllinni í London!!

Ég hlakka svo til á fimmtudaginn í næstu viku að ég gæti farið yfir um... þá verður þessi búin í bili!!

Saló sæta

sunnudagur, febrúar 26, 2006

vonleysi

Mér fallast hendur, ég veit ekki hvort það er þessi dagur eða veðrið eða hvað það er en ég er í hrikalega vondu skapi...og tölfræðiverkefnið mitt er að ganga frá mér!! Ef ég get ekki gert þetta almennilega þá vil ég frekar sleppa því...

Æi vitiði ekki hvað ég meina... það eru sumir dagar bara algjörlega vonlausir, það ætlar ekkert að ganga upp og næstu dagar virðast óhugnalega yfirþyrmandi!! Ég sit bara og það gerist ekkert!! Ég horfi bara á blaðið fyrir framan mig og tárast!!

Ég heyrði lag í útvarpinu áðan með Fort Minor og meðan ég hlustaði á textann þá fannst mér hann eiga ágætlega við þetta mess allt saman...

Believe me...

I guess That this is where we've come to
If you don't want to
Then you don't have to believe me
But I won't be there when you go down
Just so you know now
You're on your own now believe me
I don't want to be the one to blame
You like fun and games
Keep playing em I'm just sayin
Think back then
We was like one and the same
On the right track
But I was on the wrong train
Just like that
Now you've got a face to pain
And the devil's got a fresh new place to play
In your brain like a maze you can never escape the rain
Every damn day is the same shade of grey
Hey I used have a little bit of a plan
Used to Have a concept of where I stand
But that concept slipped right out of my hands
Now I don't really even know who I am
Yo, what do I have to say
Maybe I should do what I have to do to break free
What ever happens to you, we'll see
But it's not gonna happen with me

Ég ætla að hrista upp í sjálfri mér.. fara í ljós og kíkja á Krissu vinkonu sem er svo yndisleg að hún ætlar að hjálpa mér með tölfræðiverkefnið mitt...

laugardagur, febrúar 25, 2006

Það er allt á fullu í skólanum að venju... best að hætta bara að taka það fram! Það er bara alltaf þannig....

Fór í fjármálapróf í gærmorgun og ég held það hafi bara gengið nokkuð vel... Ég og Rakel áttum að mæta í einkaþjálfun snemma um morguninn líka þannig að við ákváðum bara að stoppa að læra klukkan hálf eitt um nóttina sama hvar við værum staddar! Ég held að svefninn hafi borgað sig... sem er gott mál!!

Eftir prófið leigðum við Rakel okkur video, tókum 40 year old virgin... og týpískt ég... ég var búin að sjá myndina... ég bara man það aldrei fyrr en að myndin byrjar!! Ég er alveg glötuð í þessu enda búin að sjá þó nokkrar myndir tvisvar sinnum.... (nema þegar ég sofna)!
Við sendum svo loksins út flottu markaðskönnunina okkar í gær (shit Rakel ég gleymdi að tala við tölfræðikennarann aftur!!)

Við Edda fórum í partý í gær þar sem við hittum nokkra Akureyrar-stráka... þetta er alveg segull!! ;) Var bara á rólegu nótunum og á bíl en skemmti mér mjög vel :) Siggi missti manndóminn og skuldar mér 10.000 kall... en hvað er það á milli vina!!

Ég búin að pæla dáldið í þessu... Mamma hennar Soffíu vinkonu sagði við okkur þegar við vorum litlar og stendur enn við það, að þegar við höfum fundið þann "eina rétta" þá er aldrei neitt vesen á meðan maður er að byrja að hittast og deita.. það gengur allt bara smooth fyrir sig... og þá veit maður að það er ment to be :) Gott að hafa það á bak við eyrað...

Fór að vinna í morgun, leið að sjá ekki Ragga og Gumma í tollinum..... (er þetta ekki flott? ;)) Fór svo upp í Borgarleikhús seinna um daginn til þess að aðstoða við kynningu á Háskólanum í Reykjavík þar sem stóri háskóladagurinn var í fullum gangi! Ég held ég hafi alveg selt skólann nokkuð vel... enda er þetta fyrir mér eins og Kb banki fyrir Soffíu... og þá er mikið sagt! ;) Fór heim og málaði mömmu sem var á leið á árshátíð og þaðan brunaði ég beint í vinnuna aftur og síðan á Nings með Aldísi vinkonu! Nóg að gera... en ég fór ekki í ræktina og lærði ekki neitt... sem var svona númer eitt, tvö og þrjú á to do listanum yfir helgina... góð... en þá verður þetta bara massífur sunnudagur!!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

uppgefin

Þetta er búinn að vera svo erfiður dagur að mig langar mest til að leggjast undir sæng og gráta!!
Vaknaði eldsnemma til að fara í ræktina, fór þaðan í skólann og síðan heim í gati til að gera verkefni, fór aftur í skólann og þaðan í verkefnavinnu og síðan heim til að læra undir próf og hringdi eitt símtal sem mér þótti ofboðslega vænt um að hafa átt. Fór í flýti í ræktina aftur og þaðan upp í skóla að gera skilaverkefni með hópnum mínum og er nýkomin heim... dauðuppgefin og dáldið sorgmædd... ég þarf einhvern til að faðma mig og segja mér að hlutirnir muni ganga upp!!!
Sé fram á sérstaklega erfiðar næstu tvær vikur....!!

Lonestar where are you out tonight?
This feeling I'm trying to fight
It's dark and I think that I wouldgive anything
For you to shine down on me
How far you are I just don't know
The distance I'm willing to go
I pick up a stone that I cast to the sky
Hoping for some kind of sign
-Norah Jones-

sunnudagur, febrúar 19, 2006

afmæli hjá önnu rut

Þetta er búin að vera rosa fín helgi... en er alveg að drepast úr strengjum!!

Á fimmtudagskvöldið fórum við stelpurnar í matarboð til Söru og horfðum á Bachelorinn. Það var ekkert smá næs að slappa af með stelpunum mínum eftir erfiða viku í skólanum....

Við Rakel mættum eldhressar í ræktina morguninn eftir og tókum þvílíka hörkuæfingu! Ég fór svo að vinna um daginn og um kvöldið bauð Aldís vinkona mér í mat. Við röltum aðeins í bæinn seinna um kvöldið og þar hitti ég Soffíu sem var ógeðslega töff í fjólubláu buxunum sem hún keypti í Barcelona!! ;) Fór af Ara í ögri yfir á Oliver og þaðan fljótlega heim því stefnan var tekin á "herþjálfun" snemma á laugardagsmorgninum.

Á laugardagskvöldið var síðan afmæli hjá Önnu Rut þar sem við horfðum á undandkeppnina í Eurovision, það var ótrúlega gaman og ekkert smá flottar veitingar í boði... Eftir að hafa deilt með okkur flöskum, ég, Krissa og Edda... kíktum við í bæinn ásamt Söru sem var svo mikil elska að vera driver kvöldsins! Það var stappað af fólki og raðir inn á ólíklegustu staði!! Við gáfumst fljótlega upp og drifum okkur heim...

Veðrið í dag er búið að vera svo ótrúlega gott þannig að ég er svona að vona að harðasti veturinn sé yfirstaðinn... við Krissa fórum í langa sundferð sem var algjörlega nauðsynleg!! Svo er það bara búinn að vera lærdómur og svefn í dag... Er stödd hjá Rakel, nýbúnar að skila af okkur verkefni fyrir skólann og ætlum að fara að sofa því að okkar bíður biluð æfing í fyrramálið!!

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

ingvar á afmæli

Mér líður alveg einstaklega vel!

Fór í ræktina í morgun!! Skólinn var alveg að gera sig og ég fór heim í hádeginu til að koma skóladótinu mínu í tilheyrandi möppur... var alveg orðið nauðsynlegt!!

Ég held að skipulagið og aginn sé alveg að brjótast fram í mér aftur....

Hér er matarboð í kvöld þar sem stóri bróðir er orðinn 27 ára gamall....

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

valentínusardagurinn 2006

Ég vaknaði við koss á ennið, minn heittelskaði faðmaði mig að sér og bauð mér góðan dag... Ég tímdi varla að fara undan heitri sænginni en ég neyddist til þess... Þegar ég kom heim eftir langan skóladag biðu mín rauðar rósir og heitt freyðibað... Ég er búin að finna draumaprinsinn!!

.... já ef það væri svo gott ;)

Ætla að skreppa á smá rúnt áður en ég fer að hvíla mig. Púlið byrjar í fyrramálið!!

mánudagur, febrúar 13, 2006

Valentínus

Þá er hægt að opinbera það!
Sigurpáll Jóhannesson er að fara að taka mig í gegn og hefst geðveikin eldsnemma á miðvikudagsmorgunn!! :p Við Rakel verðum tvær saman í þessu... þetta verður bilað!

En eruði ekki að grínast með þessa geðveiki uppi í skóla... það er bara ekki eðlilegt hvað er mikið um að vera... það er ekkert lát á þessu!! Er rétt komin heim...

Á morgun er Valentínusardagur... margir eru á móti því að við Íslendingar höldum hann hátíðlegan en mér finnst bara um að gera að pör nýti hvert tækifæri sem gefst til að veita hvort öðru óskipta athygli og geri eitthvað sætt fyrir hvort annað. Maður er allt of upptekinn af daglegu amstri þannig að það vill oft gleymast... ef að Valentínusardagurinn er ein leið til þess, þá tek ég honum bara með opnum örmum :)

Augað mitt og augað þitt
ó - þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt
- þú veist hvað ég meina.
Vatnsenda-Rósa

útlandaferðir...

Er að vinna í smá verkefni... heyrði aðeins í Katy og get ekki að því gert að hugurinn reikar að London ferðinni miklu sem er í vændum. :) Ekki nema mánuður... og áður en ég veit af verð ég stödd í miðri Lundúnarborg ásamt mínum yndislegu vinkonum!!
Stefnan er tekin á að heimsækja þessi stóru íslensku fyrirtæki eins og Baug og Kb banka, enda er þetta "fjármála"ferð!
Að sjálfsögðu verður líka kíkt í helstu verslanir og á næturlífið og maður getur varla farið til London án þess að fara á leik hjá ensku deildinni... (eins og sjá má er þetta í fyrsta skipti sem ég fæ að fara til London)! :)
En það sem er líka svo æðislegt er að yndið mitt hún Katy ætlar að fljúga til London frá Köben og vera með okkur þarna alla helgina!! Ekkert smá frábært! :)

Og ég sem hélt að ég væri komin í ferðapásu eftir Barcelona....en ó nei! Svo er verið að skipuleggja ferð til New York líka... ég get ekki kvartað!! ;)

Dagarnir líða hraðar en ég veit ekki hvað... mér finnst ég vera nývöknuð þegar ég er að fara að sofa og nýsofnuð þegar ég þarf að vakna...
Morgundagurinn í hnotskurn: skólinn - ræktin - verkefni....

sunnudagur, febrúar 12, 2006

soffíu afmæli

Gærkvöldið var alveg magnað!! Dagurinn var reyndar ekki alveg minn þó hann hefði byrjað vel... fór í ljós og sund með Krissu og þaðan í Smáralindina og svo heim!! Hlutirnir voru eitthvað ekki alveg að ganga upp hjá mér þá en á endanum small þetta allt saman með hjálp frá mömmu... ;)

Þegar ég kom til Soffíu þá var búið að útbúa rosa flottar veitingar og hún var í óðaönn við að blanda sangríuna sem ég vildi meina að væri mjög "lúmsk"! Það er ekki að ástæðalausu sem tvær ungar skvísur geta svolgrað 5 fullum könnum af þessum drykk eins og ekkert sé!! (bein tilvísun í Barcelona)! Ég skemmti mér rosalega vel :) Í þetta skiptið hafði ég vit á því að láta setja mig á gestalistann á Oliver þannig að við sluppum við bilaða röð... ég held bara að það hafi "allir" verið í bænum í gærkvöldi!! Við röltum síðan yfir á Vegamót og hittum nokkra kunningja... einn af þeim er í skákklúbbnum í HR... ég veit ekki af hverju hann vildi taka það fram en mér fannst það dáldið mikið fyndið....out of the blue, nema að hatturinn hafi tengst því eitthvað... Ekki samt misskilja mig skák er töff ;) Seinna um kvöldið fórum við á Hverfis... sem ég hefði kannski betur látið ógert... ég finn bara hrukkurnar myndast í andlitinu á mér við að koma þangað inn! Ég lyfti meðalaldrinum upp um amk 3 ár!! Hræðilegt!!

Ætla að skutlast til Rakelar sem var svo yndisleg að lána mér bílinn sinn til að skjótast heim í mat... við erum nefnilega svo rosalega duglegar að læra! Bæ í bili....

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

burgos hittingur

Í gærkvöldi hitti ég Burgos gellurnar, það var algjört æði! Sigrún bauð okkur heim til sín og bakaði fyrir okkur skvísurnar heimsins bestu pizzur!! Vá hvað var gaman að hittast svona aftur! Og elsku Aldís Arna enn og aftur til hamingju með trúlofunina! Ég, Edda og Rakel erum svo heppnar að hittast nánast á hverjum degi en það er ekki alltaf sem maður hefur tíma til að setjast niður í rólegheitunum og spjalla um daginn og veginn!! Frábært kvöld í alla staði, takk fyrir mig :)

Annars líður hver vikan á fætur annarri og það er strax aftur komin helgi. Dagurinn í dag fór allur í ráðstefnu á vegum vinnunnar sem var bara fínt. Ingvar og Karó komu í mat með litlu upprennandi kvikmyndastjörnuna!! Svo sit ég núna hérna heima hjá Rakel... ætlum að kíkja á smá rölt í bænum :)

Hoppaði rétt áðan í sturtu og notaði einhverja nýja hárnæringu frá Sebastian sem átti að vera eitthvað volume.... og ég sé að það er greinilega orð með rentu því hárið á mér er orðið eins og ég sé stokkin inn í sjötta áratuginn....

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Draumar

Ég ætla að hleypa ykkur aðeins inn í hugaróra mína og hégóma!!

Ég hef sett mér nokkur mission in life... eitt af þeim var að eignast Louis Vuitton tösku á lífsleiðinni... keypti hana reyndar fyrr en ég ætlaði mér, á eftirminnilegu design flippi með Rakel og Eddu í Madrid síðasta sumar, og hef ég sjaldan verið jafn ánægð með nokkur kaup, þó svo að kortið mitt hafi bráðnað og hjartað í mér slegið nokkur aukaslög í hálfan dag... nema kannski með 3 mánaða strætó/metró kortið sem ég keypti úti í Barcelona! Bestu og skynsamlegustu kaup sögunnar!!

Nú ætla ég að reyna að láta annað mission in life verða að veruleika... en ég ætla samt ekki að gefa það upp núna, svona in case... ;) líka fínt að halda ykkur forvitnum svo þið leggið leið ykkar um síðuna reglulega...

.....to be continued ;)

Ætla að henda mér upp í rúm... búin að liggja alltof lengi yfir aðgerðagreiningu... þó með smá Sex and the city pásu... en það er afsakanlegt þar sem ég er hvorki að fylgjast með Lost né The O.C.! ;)
Ætla að fara í body pump fyrir allar aldir... á mjög ósiðlegum tíma... og ætla svo aftur seinni partinn og joina Helgu vinkonu í RPM... ég var búin að gleyma hvað þetta er æðislegt!!

Er samt búin að segja upp samning við ISF og ætla nú að flytja mig yfir í Laugar... hún flott á því stelpan! Ekkert vit í því að vera bara umkringdur einhverjum kellum þegar mannhafið í Laugum er á boðstólnum ;)

Saló sæta

sunnudagur, febrúar 05, 2006

rauða ljónið

Já eins og ég bjóst við var gærkvöldið mjög skrautlegt.... og eftirminnilegt.... :)

Fór heim til Eddu og horfði á Sylvíu Nótt syngja í undankeppninni, hún var alveg geggjuð!! Svaka show! Hittum svo liðið fyrir utan Moggahúsið þar sem rúta full af fólki beið eftir að flytja okkur á áfangastað! Förinni var heitið út á Seltjarnarnes, nánar tiltekið í koníaksstofu Rauða Ljónsins!
Það var alveg fáránlega gaman... en það er eins gott að maður fer ekki oft í partý þar sem allt er fljótandi í smirnoff ice og tópas staupum...
Flestir tóku þátt í hattaþemanu og voru geðveikt flottir! Fólk var með alls konar hatta og múnderingar! Ég verð eiginlega að gefa Kára fimm stjörnur fyrir mjög svo frumlega hönnun!! :)
Í grófum dráttum... Eftir geggjað partý lá leiðin niður í bæ... auðvitað fórum við beint á Oliver en við gáfumst fljótt upp á biðinni og ég var fljótlega stödd á Sólon ásamt fríðu föruneyti ;)
Dilluðum okkur aðeins þar og fórum svo á Oliver.... og vorum þar til lokunar! Röltum svo niður á Pizza King til að næra okkur og fórum heim...

Aldrei er neitt svo illt að úr því verði ekkert gott ;)
Ég fer óvenjufersk inn í nýja viku...

laugardagur, febrúar 04, 2006

Helgin

Þvílíkur léttir að klára Markaðsfræðiprófið!! Mér finnst þetta samt frábært fyrirkomulag, við tökum þrjú lokapróf í markaðsfræði, hvert gildir 25%. Þannig að við förum yfir ákveðið efni og klárum það svo bara af! Það er mjög næs... og mér gekk held ég bara nokkuð vel :)

Fór í body combat hjá Aldísi í gær... algjör snilld!! Ef maður mætir í tvo - þrjá tíma í viku ætti maður nú fljótlega að ná upp nokkuð góðu formi! Það er engin spurning... Skemmti mér mjög vel! Kem aftur næst sæta ;)

Mætti allt of seint heim til Krissu ásamt miss fashionably late ;) og Guðrúnu Ástu... Sara og Erla voru búnar að elda þannig að maður gat bara sest strax niður með ljúffenga fajitas í annarri og hvítvínsglas í hinni.. Takk fyrir mig stelpur! Við skemmtum okkur frábærlega, þær eru svo yndislegar :)
Eftir nokkur hvítvínsglös og mikið spjall lá leiðin í bæinn! Þar hélt að sjálfsögðu gamanið áfram... Við Edda varla settumst niður allt kvöldið því við dönsuðum svo mikið! Mér finnst það æði!! Þetta var vel heppnað kvöld í alla staði... ;)

Vaknaði snemma til að vinna. Mætti voða sæt í dressinu upp í flugstöð og afgreiddi nokkra þreytta ferðalanga. Á að mæta svo aftur seinna í dag til að taka á móti vélinni frá Kulusuk... nóg að gera! Ætlaði nú eiginlega að reyna að nýta tímann og reikna nokkur dæmi í tölfræði og fjármálum... kannski skella mér í sund og ljós líka...
Svo er óvissuferðin í kvöld.. það verður algjör snilld! Ætla svo að hitta Sófí í bænum og djamma fram á nótt!! :)

Lífið er yndislegt....

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Talar frá Breiðholti

Nú er geðveiki vikunnar að fara að ljúka, maður er búinn að vera á hvolfi alla vikuna, vaknandi fyrir allar aldir og lærandi fram á nóttu, nú er bara stífur próflestur í dag og svo er eiginlega bara komin helgi með öllu sem því fylgir!!
Á föstudagskvöldið eru einhverjar stelpurnar búnar að skipuleggja dinner og að sjálfsögðu er ég til í það!! :) Á laugardaginn er síðan óvissuferð Stúdentafélagsins og mig grunar nú að það verði frekar mikið rugl í gangi og nokkuð eftirminnilegt líka þar sem Edda Lára og strákarnir "hennar" taka þátt í skipulagningunni!! Telma kemur þú ekki með?? ;) Ég er búin að útvega mér hatt allavega... Svo er ég líka að vinna um helgina þannig að það er nóg að gera!!
Ég sé samt fram á að ná að slappa ágætlega af og vera dugleg að læra líka... maður vinnur svo vel undir álagi!!
Svo er lafði lokkaprúð að koma heim frá Tenerife og ég hlakka voða voða mikið til að hitta hana aftur!!
Annars hef ég það bara mjög fínt hérna í Breiðholtinu, þetta er rosa kósý hjá okkur ;) Aulahúmorinn er alveg að fara með okkur svona þegar tekur að kvölda... og við höfum átt langar samræður um hitt kynið og það er bara gaman að því!! ;)

Muniði bara að mér þykir endalaust vænt um ykkur!! Góð vísa er víst aldrei of oft kveðin!

Ástarkveðjur, Salóme