þriðjudagur, september 30, 2008

ENERGIA

Ég fylltist einhverjum eldmóði í gærkvöldi og vaknaði súper jákvæð!

Ég plataði Lísu með mér í ræktina fyrir allar aldir! Tókum góða brennslu og skáluðum í próteinshake áður en við fórum í skólann... heavy sáttar!

Hópurinn minn kynnti lokaverkefnið okkar í skólanum og gáfum svo öllum bekknum Sportþrennu frá Lýsi! Gekk ljómandi vel!

Tók lyftingaræfingu með góðum hópi í hádeginu og hellti mér svo í vinnuna þar sem ég var til sjö í kvöld... fór reyndar í pallatíma til Önnu Karenar seinnipartinn líka!

Hörkudagur og ég er helluð...

Ég kom heim og tók smá beauty sleep áður en ég fór að læra undir lokaprófið í branding sem er á fimmtudaginn... skellti mér svo í ljós með Kötu sys og bakaði bæði hafraklatta og próteinbombur fyrir morgundaginn... ásamt því að henda í tvær vélar!

Hvað sem kom yfir mig... þá er ég að fíla'ða! Vonandi helst þessi orka áfram...

mánudagur, september 22, 2008

Wordplay

I've drawn a conclusion, it's all an illusion, confusion's the name of the game. A misconception, a vast deception something's gotta change...

föstudagur, september 19, 2008

Enn einu sinni er kominn föstudagur..

Vikurnar líða hraðar en ég kæri mig um!

Það er allt á fullu hjá Emporu vegna jólatarnarinnar, og ég setti by the way inn nýtt blogg á heimasíðuna okkar í morgun http://empora.is/?pageid=28 þeim sem hafa áhuga á markaðsmálum gæti þótt þetta áhugavert :)

Það bíður mín stærðarinnar Brand Audit verkefni í skólanum sem hópurinn minn þarf að skila og kynna á fimmtudaginn. Helgin verður því nýtt fyrir hópavinnu og skrif.

Í Sporthúsinu er ég að vinna í tilboðum og markaðssetningu m.a. á nýju Sportbrautinni sem ég held að sé orðið nokkuð ljóst að ég fíla í tætlur...

Ég er með harðsperrur fyrir allan peninginn í öxlunum... og reyndar í öllum líkamanum! Ætla að taka smá axla og kviðæfingu í dag á tíma - er með markmið fyrir þrekmeistarann sem ég þarf að ná fyrr en seinna! Svo ætla ég að vera með dans í tímanum hjá stelpunum í dag - eitthvað fun til að gíra sig inn í helgina og svo ætla ég að taka strákana hjá Gyðu í Jump Fit! No mercy...

Hlakka til að koma heim í kvöld, fara í bað og slaka á...

Út að hlaupa í fyrramálið og þrekæfing áður en við Maja tökum stuttan fund á Maður Lifandi til að negla niður æfingar næstu viku fyrir hópana okkar...
Planið er svo að kíkja á tapasbarinn með nokkrum skvísum úr ræktinni annað kvöld...

Vá liggur við að mig svimi bara við að lesa færsluna yfir...

Hasta la vista!

miðvikudagur, september 17, 2008

White wine...

Setti inn nýja færslu á http://www.empora.is/?pageid=28 :)

Er á brutal cöttfæði þessa dagana... ágætt að taka þetta inn á milli...

Fór á massífa þrekmeistaraæfingu með skvísunum áðan... Anna Bella fékk Evert til að leiðbeina okkur og believe it or not þá breyttum við allar um æfingar.... ég enda í axlapressu og kvið - gleði gleði :)

Ekki nema tveir mánuðir til stefnu og eins gott að fara að ná taktíkinni rétt.. við ætlum ekkert að fara í þetta nema í vígahug... bara að hafa það á hreinu!!

Fusion Festival í Laugum eftir rúma viku... og við verðum með Jump Fit kynningu á svæðinu!! :)

Farin að hella mér út í næsta skólaverkefni og setja upp eróbikk tíma fyrir morgundaginn... missi af mótorcrossinu annað kvöld því við Maja erum með fund... sjúklega svekkt!! tek bara þeim mun betur á því í kennslunni :)

Með harðsperrur alls staðar....

mánudagur, september 15, 2008

Run... run... run..

Ég hef sjaldan verið jafn fegin að einn dagur sé að verða búinn...

Ég sofnaði óvart um 5 leytið í morgun... vaknaði við símann kl 6.15... var 10 mín of sein í kennslu... græjurnar í fokki svo ég tók hörku spinningtíma á liðið til að fá útrás fyrir eigin pirring... skreið heim til að skila verkefninu fyrir vörumerkjastjórnun... netið að stríða mér... hélt augunum ekki opnum lengur, hafði ekki orku til að mæta í tíma og steinrotaðist uppi í rúmi...

Ætlaði að aðstoða í afgreiðslunni uppi í Sporthúsi kl 13 - mætti of seint... var svo beðin um að taka tveggja klst íþróttatíma uppi í Digranesskóla... ég var ekki að ná áttum... lagði bílnum liggur við uppi í smáralind, missti pallana sem ég tók með mér og geisladiskarnir duttu út um allt... kom við heima til að skipta um föt áður en ég fór aftur niður í vinnu... var í móki..

Allt í einu var klukkan orðin sjö og ég ætlaði í sportbrautina, hrundi niður þegar ég var að fara í gegnum stigann en harkaði af mér... í skapofsanum náði ég að hífa mig lengra upp kaðalinn... var við það að vera bensínlaus á leiðinni heim... ef ég væri ekki svona dofin hefði ég farið að væla...

Ég þrái að ná að slaka almennilega á og ná að skipuleggja mig svo ég ráði við vikuna... þetta er eiginlega ekki fyndið lengur... held að bubblubað sé málið... body lotion og kertaljós...

Örvar.. ég væri svo ekkert á móti því að fá kærleiksknús! Það virkar alltaf...

laugardagur, september 13, 2008

A D I D A S

Ég veit ekki hvað það er langt síðan það hefur verið svona klikkað að gera hjá mér... ekki að ég sé að kvarta en það fer í taugarnar á mér þegar ég næ ekki að klára hlutina 100%
Svona er það víst að kunna ekki að segja nei... veit ekki hversu oft ég ætla að brenna mig á því áður en það lærist! En eins og Valdís segir, þá bara býr maður sér til tíma! Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi :)

Ég hef haft litla orku eftir til að kíkja út á lífið en skellti mér samt í gær í árlegt skvísuboð heim til Röggu, hip hop skvísu, útvarpskonu, producant og stuðbolta af guðs náð! Þar voru saman komnar um fimmtíu æðislegar stelpur hver um sig með mismunandi bakgrunn. Frumkvöðlar, auglýsingagúrú, hönnuðir, stílistar, fjölmiðlakonur, pólitíkusar, businesspíur og svo mætti lengi telja... ég bauð Soffíu vinkonu að koma með mér og við skemmtum okkur konunglega og kynntumst mörgum frábærum stelpum! :)

Ég er að byrja í nýju prógrammi hjá Valdísi á morgun og gæti ekki verið hamingjusamari með það, ætla samt að halda áfram í Sportbrautinni hjá Gyðu þrisvar í viku og pöllum hjá Valdísi, tími ekki að taka það út! nota bene... þó ég sé búin að sippa í samtals svona 10 klukkutíma í vikunni og kenna 4 eróbikk tíma þá tel ég það ekki með sem æfingu af því að ég var að kenna!! Djöf er maður klikkaður... en það eru æfingarnar sem halda mér gangandi! Annars væri ég líklega búin að tapa geðheilsunni! hehe...

As we speak er ég að fara að hella mér út í fyrsta skilaverkefni vetrarins í vörumerkjastjórnun þar sem ég ætla að skrifa um adidas brandið! Spennandi :) Búin að hlakka lengi til að byrja á þessu verkefni!

Við Jóhanna vorum staðráðnar að tékka á þessu Skímó balli á Nasa í kvöld... ég var sjúklegur fan í menntó... er samt að gæla við það að vera heima í tjillinu... fara í bubblubað og klára verkefnið.... sé til... yrði reyndar ekki í fyrsta skipti sem það kæmi upp einhver púki í mér þegar fer að nálgast kvöldið...

Anyways... kemur allt í ljós! Góða helgi fallega fólk... :)

sunnudagur, september 07, 2008

Join me in the middle of extacy...

I start to forget
How my heart gets torn
When that hurt gets thrown
Feeling like you can't go on


Ótrúlegt en satt þá náði ég að slaka aðeins á um helgina.. það var næs...

Langt síðan ég hef slakað á heilan sunnudag... svaf út, engin æfing og ekkert stress... verð að viðurkenna að það var dáldið notalegt...

Mágur minn kom með hugmynd sem mér finnst brill... væri sniðugt að eyða heilu sumri erlendis í einhverju health & spa resorti sem þjálfari á brjálað flottum stað... svona til að njóta lífsins og finna aftur ævintýraþrána... tilvalið að gera það þegar ég fer í masterinn! :)

Well... ég ætla að halda aðeins áfram að setja upp fyrirlestur um online marketing, Part II, fyrir Empora skvísurnar sem bíða spenntar!

Get ekki beðið eftir að mæta á hardcore æfingu kl 6.15 í fyrramálið og beint í skólann þar sem fjallað verður um brand equity... segið svo að mánudagar séu ekki skemmtilegir dagar! ;)

föstudagur, september 05, 2008

Life is life!

Vá hvað skólinn er skemmtilegur... ég elska þennan bransa inside out, snilldar samnemendur og kennarar! Verð að viðurkenna að ég hafði smá áhyggjur af að hafa skráð mig í HÍ en þessir kennarar hafa báðir kennt við HR og námsaðferðin þal mjög svipuð og þar. Í fyrsta skipti í langan tíma langar mig actually að lesa kennslubækurnar spjaldanna á milli! Heyrðu já, svo vorum við bara sett í blind test á bjór fyrir kl 10.00 í morgun... fíla'ða...

Er komin af stað með margar hugmyndir fyrir Emporu... hlakka til að geta aðeins eytt meiri tíma í það þegar hægist um uppi í Sporthúsi og ég get notað frítímann í hina vinnuna mína :)

Ég er byrjuð að mæta í tíma í nýju Sportbrautinni sem er ekkert annað en snilld! Ég er að reyna að safna saman í hóp því ætlunin er að mæta í þessa tíma amk tvisvar í viku! Þá hlýt ég að fara alla leið upp allan kaðalinn fyrir jól, goddamit.. :)
Svo er stráka jump fit að byrja í næstu viku og líklega verð ég með einhver íþróttalið í vetur líka... ásamt skvísunámskeiðinu sem ég er með :)

Einhver var að tala um að ég þyrfti að fara að búa til tíma fyrir einkalífið... það er spurning... get alveg viðurkennt að ég er ekkert mjög kærustuvæn þessa dagana...

Anyways... aftur komin helgi og Jump Fit kynningartími á laugardag kl.12.15 fyrir þá sem hafa áhuga (öll námskeið að fyllast) og þrekmeistaraæfing á sunnudag... ekkert tjútt síðan um versló... djöf er ég að standa mig! ;)