laugardagur, júní 30, 2007

Ég er ekkert smá sátt við veðrið hérna heima síðustu viku!! Lá allan laugardaginn síðasta heima hjá Rakel, úti í sólbaði! Næs...

Var nú eiginlega bara pínu svekkt að yfirgefa landið í svona góðu veðri - fór að vinna í London frá þriðjudegi til fimmtudags. Það var ekki nærrum því jafn gott veður þar og er búið að vera hérna!
En ég get ekki sagt að það hafi verið neitt leiðinlegt... alltaf gaman að hitta teymið mitt og hina á skrifstofunni :) Er alltaf að komast betur og betur inn í það sem ég á að vera að gera! Við fórum nokkur saman á tónleika með Snow Patrol á miðvikudagskvöldið! Ótrúlega skemmtum við okkur vel!! Ég þekkti ekki nema eitt lag en það skipti sko engu máli! haha... við vorum nú ekki alveg á því að segja þetta gott eftir tónleikana svo liðið hélt á þennan líka snilldar karókí stað! Við fengum bara okkar herbergi út af fyrir okkur og sungum öll eins og vitleysingar! Það var algjört æði!

Það var svo æðislegt veður í gær að ég tímdi ekki að eyða neinum tíma án sólar eftir að hafa húkið inni í vinnunni allan daginn svo ég fór og lagðist á sólbekk í sundlaugargarðinum í Laugardalnum með Bjarney eftir æfingu - í íþróttafötunum haha...
Fór svo og hitti loksins Sellu og Siggu í gærkvöldi... eftir alltof alltof langan tíma! Fórum út að borða á Ítalíu og svo röltum við aðeins um 101 - ég kíkti inn á B5 í fyrsta skipti og ég hafði ekki hugmynd um hvað staðurinn væri flottur! Fer alveg bókað þangað fljótlega aftur...

Fór á æfingu í morgun og ákvað svo að fara og kaupa mér línuskauta.... ég er hræðilega léleg! Búin að rúlla mér eitthvað fram og til baka á gangstéttinni hérna fyrir utan en tókst samt að detta á rassinn því ég kann ekki að stoppa mig og fékk risa sár á handlegginn... samt með allar hlífar og græjur á mér - nema hjálm því það er bara ekki nógu kúl... ég þarf að fá einhvern þolinmóðan til að kenna mér... fara á námskeið eða eitthvað... því þetta er algjör snilld ef maður kann eitthvað á þetta!!

Annars ákvað ég bara að láta þetta duga í dag... halda mig bara við sólbaðið... ekki veitir af!!

Það þýðir lítið að hanga inni í þessu veðri...

sunnudagur, júní 17, 2007

Nýja lagið hennar Fergie er æðislegt... er alveg að elska það... mætti halda að ég hefði samið textann fyrir hana....

....Da Da Da Da
The smell of your skin lingers on me now
You're probably on your flight back to your home town
I need some shelter of my own protection baby
To be with myself and center, clarity
Peace, Serenity....

Akkurat það sem ég þarf að gera.. þessi strákamál fara alveg með einbeitinguna hjá mér...

Ég fór út í gær - veit ekki alveg hvað málið er en það er eins og ég sé einhver segull á frátekna menn... ótrúlegt! heyrði til dæmis þetta "ég ætti ekki að vera að tala við þig" - "I trust you but I don't trust myself to control myself" wadda... !!!
Spurning hvort ég leyti bara hopeless case uppi svo ég viti nákvæmlega hversu langt hlutirnir geti gengið og þá er ég búin að tryggja að ég verði ekki særð... - big girls don't cry...

Ég er ekkert rosalega hrifin af sambandsstíl minnar kynslóðar... Framhjáhöld eru svo algeng að það er viðbjóður... og skilgreiningin á framhjáhaldi er á ansi gráu svæði þykir mér...

æi ég veit það ekki... samt er ég eitthvað svo vængbrotin...

It's personal, myself and I
We've got some straightenin' out to do
It's time to be a big girl now
And big girls don't cry...

fimmtudagur, júní 14, 2007

Hugleiðingar

8 mynt Þú ert vafalaust eigin herra í víðasta skilningi þar sem kunnátta þín er einstök og á það við starf þitt eða nám. Dagleg verkefni eru skilgreind sem áhugamál.Mikill erill ýtir undir vellíðan þína og ekki síður hamingju. Þú eflist fjárhagslega á sama tíma og stolt þitt eykst með hverjum deginum. Hér kemur fram að þú skilir öllum verkum þínum með sóma.Blóm langana þinna opnast og draumar þínir verða að veruleika í fyllingu tímans.


föstudagur, júní 08, 2007

Jæja... það hafa heldur betur orðið tímamót í lífi mínu...

Það er ekkert lúxusskólalíf sem bíður mín í haust heldur er það real life sem er reyndar nú þegar hafið - ég er orðin vinnandi einstaklingur og síðan í gær official viðskiptafræðingur! En ég kvarta ekki... ég er komin í algjört draumadjobb! Ofboðslega sátt og spennt fyrir því sem bíður mín...

Var að vinna í London alla síðustu viku, svo ég hafði lítinn tíma til að undirbúa útskriftarveisluna sem ég var með í gær! En mamma tók undirbúninginn í sínar hendur og Auður vinkona hennar kom svo og hjálpaði okkur! Það er ekki að spurja að því..
Það rættist heldur betur úr veðrinu þannig að fólk gat alveg verið úti á palli og litlu frænkur mínar þokkalega sáttar að fá að vera úti og hoppa á trampolíninu!!
Ég fékk brjálað flottar gjafir og greinilegt að sumir þekkja mínar deepest darkest sides betur en aðrir... litla snobbhænan svaka sátt.... ;) Ofboðslega, hrikalega ánægð hvað veislan lukkaðist vel... veitingarnar voru svo góðar og allt saman var bara perfect! - Nú er ég alveg klár í slaginn... næsta kafla í lífinu :)

London var æði... team-ið mitt er æði... og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni!! :) Farin að þekkja London ágætlega... enda ekki skrítið eftir að hafa farið þangað þrisvar sinnum síðasta einn og hálfan mánuðinn!!
Skrifstofan hjá Glitni úti er rosalega flott... þið vitið það HR-ingar sem hafið farið þangað í fjármálaferðir... útsýnið er amazing... þægilegt og vinalegt andrúmsloft... Mér leið eiginlega strax eins og ég væri búin að vinna þarna í langan tíma..
Það vildi svo skemmtilega til að þarna voru staddir Corporate Finance strákar (og tvær stelpur) á námskeiði á vegum vinnunnar, svo ég fór með þeim út að borða eitt kvöldið... hresst og skemmtilegt lið! Náði ekkert að hitta Hödda og Óla í þetta skiptið... alltaf svo busy þessir strákar!! ;)
Ég gisti á hóteli í 5 mín fjarlægð frá bankanum... á þessari stuttu leið gekk ég framhjá (og inn í) búðir eins og FCUK, Karen Millen og Louis Vuitton... ég hefði auðveldlega getað eitt mánaðarlaununum mínum á þessu stutta rölti í vinnuna... hehehe... en þykir þetta nú ekki leiðinlegur bónus við skemmtilega vinnu-staðsetningu!! ;)
Svo fórum við á fimmtudagskvöldið, fjögur úr vinnunni í kampavínssmökkun hjá einu lögfræðifirmanu þarna úti. Smökkuðum og gáfum einkunn hvorki meira né minna en átta tegundum af hinu þokkalegasta kampavíni...

Æ það er allt eitthvað svo fullkomið... ég vildi bara óska að Sigrún systir hefði verið hérna líka, þá væri þetta perfect :) En hún er að spóka sig í París og Madrid... stórt knús elsku yndið mitt til ykkar Thomas!! Hlakka svo til að sjá ykkur eftir viku!!! :)

Næstu dagar fara í að ná sér niður á jörðina, koma sér inn í verkefnin í vinnunni og setja sér markmið... ég er eitthvað að róast.. veit ekki hvað það er... something is about to happen.. finn það á mér...


Ást til ykkar allra... takk allir sem glöddust með mér í gær!! Þykir endalaust vænt um ykkur! :)