sunnudagur, september 30, 2007

Life is wonderful - meaningful - full of love..

Takk fyrir frábært kvöld í gær stelpur!! Þetta var æðislegt :) Mjög áhugaverðar umræður og komment frá öllum vígstöðvum.... og takk fyrir "Gucci" titrarann... ekki nóg með að þetta sé luxury good (dugar ekkert minna fyrir svona sophisticated lady) heldur er gott að vita að vinir mínir hugsi vel um mig ;) Rakel er með fullt af skemmtilegum myndum... frá partýinu sko!! God... hvað datt ykkur í hug?? Hehe.. verð að koma mér upp myndasíðu...

Það er magnað hvað maður getur stundum leyft sér að vera með mikla naflaskoðun á meðan töluvert alvarlegri hlutir en brostið hjarta eða vangaveltur um það hvort maður eigi að fara að huga að íbúðakaupum í stað þess að treysta á "hótel mömmu" eru að gerast í þjóðfélaginu og heiminum öllum ef út í það er farið...
En ætli þessar bloggsíður séu ekki einmitt leyfilegur vettvangur hégómafullra naflaskoðana... staður þar sem maður getur komið í ritað mál því sem maður á erfitt með að koma frá sér í orðum... eins konar - online therapy - Svo getur forvitið fólk flakkað á milli síða og fylgst með hugarfylgsnum annarra í laumi...

Eins og svo margir las ég bókina The Secret fyrir ekki svo löngu síðan.

Það er eitt sem þar kom fram og ég hef velt svolítið fyrir mér... að maður dregur til sín vissar aðstæður... Ég held það sé dálítið til í þessu.

Þó mér hafi fundist ég vera eitthvað áttavilt undanfarna mánuði, þá vissi ég undirniðri alveg upp á hár hvað ég vildi! Og af því að ég hef, án þess að gera mér kannski fyllilega grein fyrir því, mikið hugsað um það og markvisst búið mig undir þessar aðstæður þá er ég núna á stað sem ég er ofboðslega sátt við! :)

Þetta er fyrsta skrefið í átt að jafnvægi og upphaf á nýju tímabili í mínu lífi!! Hlakka til að geta sagt betur frá þessu og hætt að tala svona undir rós! :)

Ef ég velti því fyrir mér, þá held ég að eins og maður dregur til sín aðstæður, dragi maður líka að sér ákveðið fólk... og kannski einmitt fólk sem hentar aðstæðunum... Sumt fólk er komið til að vera en annað kemur og fer jafnhraðan... sama hvort er, þá held ég að flestöll kynni (og þá á ég ekki við stundarkynni) - góð eða slæm séu allt í allt góð... í þeim skilningi að þau skilja eitthvað eftir sig hjá manni... einhvern lærdóm, einhverja góða minningu eða tilfinningu, einhvern sársauka... en einmitt til að þekkja hamingjuna og gleðina þá verðum við að þekkja sársaukann... :)

Svo að basically það sem ég er að reyna að segja er að þú sjálf/ur ert leikstjórinn í þínu lífi!

Vika í næstu London ferð...

Jump Fit námskeiðin mín að byrja á laugardaginn... :)

Framundan er busy vika... nýtt upphaf...!!

Lesson of the day: Sumt er betur látið ósagt en stundum er líka nauðsynlegt að leggja öll spilin á borðið og segja það sem liggur manni á hjarta... og koma því frá sér :) - that's how we make progress...

It takes a thought to make a word
And it takes some words to make an action
And it takes some work to make it work
It takes some good to make it hurt
It takes some bad for satisfaction
It takes some silence to make sound
And it takes a loss before you found it
And it takes a road to go nowhere
It takes a toll to make you care
It takes a hole to make a mountain

fimmtudagur, september 27, 2007

Ég var að detta inn um dyrnar... búin að henda upp úr töskunum og taka mig til fyrir morgundaginn... ætti að fara að drífa mig í háttinn því ég ætla að mæta í ræktina eldsnemma í fyrramálið... og ég hlakka svo til! :) Lítið búin að hreyfa mig í vikunni - en ég held að líkaminn hafi haft gott af smá pásu...

Ég set kannski inn einhverjar línur um London-ferðina á morgun... :)

Langar bara að deila með ykkur að ég er að fara að kenna mína eigin Jump Fit tíma eftir viku!! og ég titra úr spenningi... notaði tímann í flugvélinni til að æfa mig að hlusta á taktinn og semja rútínu... þetta verður alveg magnað!! :) Jump Fit er eitt skemmtilegasta sport sem ég hef kynnst!!

Á morgun er kynning á Jump Fit í Garðarskóla og svo er súper class kynningartími í Sporthúsinu á laugardaginn kl.12.10 og ég skora hér með á alla að mæta!! Það kostar ekkert og allir fá sippuband á staðnum :) Held ég sé nú þegar búin að ná að plata einhverja með mér..

Annars var rosalega gott að komast til London... mér líður undarlega vel... einhver léttir yfir mér og ég finn hvernig ég er að ná tökum á hlutunum aftur... það er góð tilfinning! Ég er samt eitthvað lítil í mér þessa dagana svo ég vara ykkur við að vera ekki að ýta við mér nema þið séuð tilbúin að knúsa mig líka... gætu komið tár!

En ofboðslega spennandi helgi á næsta leiti og hrikalega spennandi tímar framundan...

Við Soffía og Hildur, and their plus-one vorum að panta okkur miða norður til Akureyrar í heimsókn til Sirrí vinkonu - loksins - loksins og ég er að farast úr tilhlökkun... skvísan á afmæli og ég er að segja ykkur að þið vitið ekki hvað almennilegt afmælispartý er fyrr en þið hafið kynnst Sirrí og Tóta!!! Þetta verður brjálað fjör! :) Og Sófí... í guðanna bænum taktu með þér mannbrodda í þetta skipti... ef við eigum ekki að gera slysóferð að árlegum viðburði.. ;)

Ces't la vie!!!

þriðjudagur, september 25, 2007

Ég sit hérna ein á skrifstofunni að klára verkefni, klukkan er vel gengin í ellefu og það er hániðamyrkur úti... er uppi á 7. hæð með útsýni yfir City sem margir myndu öfunda mig af... Það er ótrúlega hljótt, bara róleg tónlist frá tölvunni.. mér finnst það eitthvað svo þægilegt.. ég næ að einbeita mér vel...

Tók mér smá pásu áðan og fór í ræktina... ég þurfti á því að halda að fá smá útrás og nýtti orkuna í sippið... ég hugsa að ég hafi bara aldrei farið á svona flotta líkamsræktarstöð erlendis áður... ég meira að segja velti því fyrir mér hvort ég ætti að gerast meðlimur því þetta er stöð sem vinnufélagarnir hérna sækja... það yrði þá þriðja stöðin sem ég hefði aðgang að... sem er ekkert annað en bilun.. en hey... ég er amk að nýta mér þetta allt saman... ekki bara að styrkja gott málefni... ;)

Er að japla á bláberjum... ekki eins góð og íslensku... ekki nærrum því...

Var búin að tala um að koma með eitthvað málefnalegt blogg... farin að skammast mín hálfpartinn fyrir þetta endalausa væl... það tókst ekki alveg í þetta sinn en ég held þetta sé allt að skána ;)

Ætla að fara að koma mér út í undergroundið og upp á hótel fljótlega og hringja í litlu systur til Parísar...

Ohhh... London er æði...

mánudagur, september 24, 2007

Á Íslandi búa um 300 þúsund manns – af þessum fjölda hvað ætli séu margir íslenskir menn á aldrinum ca 25 – 32 ára? Og enn frekar, hvað ætli margir af þeim séu síðan annað hvort fráteknir eða bara hreinlega giftir? Og þeir sem eftir eru... hvað ætli margir af þeim séu straight?

I wonder...

Það skilur allavega ekki eftir mikið rúm til að vera picky...

En þrátt fyrir þennan fámenna “markhóp” finnst mér að maður sé alltaf að kynnast einhverjum sem hverfur svo jafnóðan...

Og eins og ég er búin að vera að tönnslast á undanfarið þá fer maður af og til í ákveðið ástand þar sem maður sér ekki the big picture heldur er alveg fókuseraður á einhverja stundarangist... En sem betur fer, amk í mínu tilviki á ég bestu vinkonur sem fyrirfinnast og þær hika ekki við að taka mig í gegn þegar ég stefni í eitthvað volæði eða rugl... love you guys...

____________________________________

Það var ekki auðvelt að vakna í morgun... alveg ótrúlega sybbin.. tv-ið var ennþá í gangi og ég dröslaðist á lappir... vissi bara það eitt að ég var einhvers staðar lengst í burtu frá skrifstofunni og þurfti að gefa mér tíma í að komast þangað. Stóð þreytuleg fyrir framan spegilinn, á hlírabolnum með tannburstann uppí mér og velti fyrir mér því sem mig dreymdi... Enginn sjálfsagi til að vakna klukkan sex til að fara út að hlaupa eða eitthvað annað álíka gáfulegt... enda búin að hanga í símanum frameftir öllu..
Anyways... fór í morgunmat á hótelinu í pínu tímaþröng... og lenti í röð á eftir hópi af nokkrum digrum eldri konum sem ég hefði getað svarið að væru austur-evrópskar þangað til að ég heyrði að þær væru frá Frakklandi... Ég er að segja ykkur það að þær fengu sér bókstaflega ALLT sem var í boði og voru ekkert að flýta sér... konan fyrir framan mig var sennilega búin að bera fjóra kúfaða diska á borðið sitt og kom alltaf aftur og tróð sér inn í röðina til að ná í meira.. hún setti allar þrjár tegundirnar af morgunkorni í sömu skál og ég er bara hissa að hún hafi ekki bara tekið cherios pakkann á borðið til sín... ja eða bara náð sér í stól og sest við hlaðborðið!! jesús.. ég var allavega ekki að hafa þolinmæði í þetta.. haha.. fékk loksins brauðsneiðina mína og pirraði mig á að það væri bara sykruð jógúrt og niðursoðnir ávextir í boði svo ég sleppti því.. so much for the sophisticated French people...
Fór og bað þau um að panta leigubíl fyrir mig í afgreiðslunni... það hefði tekið 30 mín að bíða og ég þorði ekki að taka sénsinn.. svo þegar strákurinn sá angistarsvipinn á mér, ráðlagði hann mér að labba í átt að brautarstöðinni til að ná taxa.. sagði að það væri ekki rigning... en nei nei auðvitað var grenjandi rigning þegar ég kom út... og ég í skrifstofudressinu, með hárið upp og á hælunum... great! Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur.. Ég var megapirruð... kom að leigubílaröð sem var lengri en ég veit ekki hvað.. allavega lengri en augað eygði.. svo ég gerði augnarráðið... sneri við.. hoppaði upp í taxa sem reyndist svo vera upptekinn.. damn!! Rennandi blaut endaði ég í undergroundinu í troðningnum í Central line... að kafna úr hita.. rennandi blaut og var ekkert smá sjúskuð þegar ég mætti upp í vinnu.. en 10 mín á undan áætlun!! Tataaa!!! En allur pirringurinn gleymdist um leið og ég hitti vinnufélagana... :)

Það er skemmtileg vika framundan. Nóg að gera í vinnunni! Ég er að fara að hitta Katý og Veru í kvöld. Herbie ætlar að taka mig með sér í ræktina á morgun – Rakel, það er þessi brasilíski.. ég þykist ætla að kenna honum að sippa... ;) Vona að ég nái svo að hitta á Hödda og Gumma Páls því að á miðvikudagskvöldið er mér boðið á tónleika með Garðari Cortes, sem ég by the way er hrikalega spennt fyrir.. ekki oft sem maður hefur tækifæri til að vera menningarlegur :) Á fimmtudaginn stelpulunch og svo er ég flogin aftur heim... næst ætla ég að vera yfir helgi... njóta borgarinnar og gefa mér tíma til að hitta vini mína hérna...

Við Rakel erum með afmælispartý fyrir HR-skvísurnar um helgina, það verður æðislegt... hugsa að stefnan sé að mála bæinn rauðan áður en maður hættir svo þessari vitleysu..

Later aligator...

fimmtudagur, september 20, 2007

Eruði að grínast hvað tíminn líður hratt... það er að koma helgi! Og alltaf hugsa ég með mér... núna ætla ég að vera geðveikt dugleg að læra spænsku... og ég ætla að klára öll verkefnin fyrir BÍSN sem ég hef látið sitja á hakanum... en mér verður aldrei neitt úr verki samt... þannig að þessa helgi þá ætla ég bara ekki að segja orð... enda er nóg um að vera... og ég hlakka bara til að sofa út og æfa mig á sippubandinu!! Þessu stórhættulega tæki.... en við erum að verða eitt... er öll blá og marin og í rispum en þetta er allt að koma.. fer að verða fljúgandi fær! ;) Og laugardagurinn verður án efa skrautlegur... ef ég þekki stelpurnar rétt... afmæli hjá Hjördísi og hún er búin að lofa mér sætum fótboltastrákum ;)

By the way! Systir mín kom heim af æfingu um daginn og tilkynnti mér að líkamsræktaraðstaðan í Valsheimilinu væri orðin geðveik! Mér líst ekkert á þessa þróun.. þá hverfa allir sætu íþróttastrákarnir úr ræktinni og hvað á maður þá að gera? Fara að einbeita sér að því að komast í form... ;)

Later..

miðvikudagur, september 19, 2007

Allt í einu mundi ég eftir bloggsíðunni minni... er búin að vera svo dugleg að blogga á myspace-inu... Helena ég veit að þú ert einn af mínum dyggu lesendum svo ég vona að þú hafir fundið þá síðu ;) By the way.. langar að fara að heimsækja ykkur skvísurnar niður í vinnu!
Ég gæti nú alveg komið með smá update...

- Mikið að gera í vinnunni, rosalega krefjandi og ég er loksins að fá að verða involveruð í risa case :)
- Námskeið úti í London á vegum vinnunnar...
- Jump Fit æði (sipputímar) - ætla að fara að kenna - sendi póst á ykkur og segi betur frá... allir verða að prófa :)
- Jú alltaf í ræktinni... held ég verði bara að fara í fitness til að klára þau mál í eitt skipti fyrir öll... aldrei að vita... ;) En sippið er alveg að pay off in the meantime..
- Mikið búið að vera um að vera í öllum vinahópunum mínum og ég er alltaf að kynnast nýju fólki!
- Er að safna mér fyrir íbúð.. :)
- Strákamálin... til að gera langa sögu stutta... er enn að leita að þessu za-za-zu.... ;)
- BSc verkefnið mitt gekk æðislega vel!! Við fengum 9.0 fyrir ritgerðina og þegar Katý vinkona kemur heim núna fljótlega frá Lux þá ætlum við að update-a það og reyna að fá að kynna það fyrir Marvin Traub og Elie Tahari í New York - með von um að þeir nýti sér verkefnið að sjálfsögðu ;)
- Fullt af öðrum spennandi og skemmtilegum hugmyndum á döfinni... ég þarf alltaf að hafa meira en nóg fyrir stafni... þannig virka ég best ;)

Ef að það eru einhverjir að lesa þessa síðu ennþá... eða byrja að lesa hana.. endilega skiljiði eftir komment!!