fimmtudagur, maí 25, 2006

Það er ótrúlegt hvað minningar eru sterkar með vissum lögum...

Ég heyrði í dag eitt lag sem fær mig til að hugsa aftur í tímann, þegar ég var yngri og vitlausari... Stödd á grísku eyjunni Rhodos með yndislegu vinkonum mínum sem ég hitti allt of sjaldan í dag! summer of seventeen... and so sweet!! Dansandi berbrjósta á bikiní brókinni í hitanum og skálandi smirnoff ice sem við vinkonurnar fengum spes kælda í búðinni fyrir neðan hótelið okkar! Með tónlistina í botni til að ná athygli strákanna á hæðinni fyrir ofan... verð nú að segja að það hafi tekist allsvakalega því við höfum allar sjö verið í tygjum við einhvern af þeim og eru nú enn þrjú pör saman og tvö að auki sem kynntust í gegnum okkur hin... alltaf gaman að segja frá því ;) Við grétum í flugvélinni á leiðinni heim... þessi ferð var án efa það skemmtilegasta og eftirminnilegasta sem ég hef á ævi minni upplifað!! Mun lifa í minningunni ALLTAF!!!
En lagið sem ég er að tala um er Gabrielle - out of reach... rétt eftir Bridget Jones æðið mikla!! Og Sirrí ég hugsa líka alltaf til þín sérstaklega... því þetta lag kom á undan ring ring ring á disknum!!! Við erum að tala um snilld í alla staði... Ég sakna ykkar!!

Gömul vinkona mín sagði við mig þegar ég var 12 ára... Salóme hlustaðu á textann í laginu... þá pældi ég í því að ég tók aldrei eftir textanum... hlustaði alltaf á taktinn, enda hafði ég þá verið í dansi frá 4 ára aldri og rythm my life!! En ég fór að hennar ráðum og hef alla tíð síðan gert það... Og stundum finnst mér eiginlega bara eins og sum lög hafi verið samin eftir tilfinningum mínum... maður finnur sig svo í laginu!! En ég er sennilega ekki ein um það...

"Look at my life, look at my heart, I have seen them fall apart,
...but now I'm ready to rise again!
Just look at my hopes, look at my dreams, I'm building bridges from these scenes..."

Hvernig væri að henda sér í sjóðandi heitt freyðibað... held það sé algjörlega málið!!

Love...

Hotel Rhodos Palace

Stelpur muniði þegar við lágum þarna við sundlaugabakkan eða létum kaffæra okkur í waterpolo í ískaldri lauginni... eða sátum á útibarnum með íspinna til að kæla okkur niður!!

Good times good times... ég fæ gæsahúð!!!

mánudagur, maí 22, 2006

Síðustu dagar eru búnir að vera fáránlega rólegir... skrítið hvað ég kem litlu í verk þegar ég hef allan tíman fyrir mér! Ég hef getað tekið mér 3 klst beautysleep daglega... reyndar í stað þess að sofa út en ef ég hefði ekki Sigurpál til að píska mér út á morgnana þá veit ég ekki hvar ég væri! En nú tekur alvaran við.. vinnan byrjar á morgun. Ný flugáætlun hefst á mánudaginn þannig að ég verð meira og minna uppi í vinnu eftir það...

Helgin var mjög fín. Pabbi bauð mér og Siggu litlu systur út að borða í hádeginu á föstudeginum í góða veðrinu. Fór að vinna og tók því svo bara rólega heima um kvöldið því í fyrsta skipti í laaaangan tíma ætlaði ég mér að mæta eldsnemma í ræktina á laugardagsmorgni... and I did! Það var geðveikt... fór með Aldísi og Eyrúnu í Kickbox tíma og naut þess svo að slappa af í pottinum á eftir!! Sweet sweet sweet... komið til að vera! Fór á Sirkusmarkaðinn með Unni systur seinna um daginn og skemmti mér við að gramsa í dótinu þar á meðan spiluð var live music og dj-ar á borð við dj margeir og dj gusgus þeyttu skífum...
Kvöldið klikkaði ekki heldur.. var ekkert æst yfir eurovision þar sem Ísland komst ekki áfram og fór því út að borða með mömmu, pabba og Kötu systur á Hornið.. gamla góða! Fór þaðan til Soffíu þar sem við tókum okkur aðeins til og fékk svo stóra bróður til að skutla okkur heim til Krissu beib þar sem var nett eurovision stemming! Finland... dux point! Snilld.. ég vissi að þeir myndu vinna... enda snilldarlag þrátt fyrir ljóta búninga og einhverja misheppnaða tungutakta hjá flytjendum! Eftir að hafa heyrt í Rakel elskunni minni sem var í suddalegum djammgír varð ég að sjálfsögðu að hitta hana áður en við myndum fara í bæinn. Tók því Soffíu með mér heim til Önnu Lilju þar sem ég hitti Rakel og fleira gott fólk. Þaðan lá leiðin í bæinn...fengum far hjá einhverjum Könum, fór inn á nýja Barinn og beint út aftur þar sem allt liðið hafði farið á Oliver... þar rústuðum við dansgólfinu áður en við fórum á Vegó í enn betri tónlist! Ég sé mest eftir að hafa ekki farið með Rakel og Nönnu á Kaffibarinn því ég heyrði að það hefði verið "burnt dancefloor" eftir þær skvísur... en annars var þetta frábært kvöld í alla staði! Skemmti mér konunglega!!

Ætla að grafa upp skissurnar mínar frá tískuteikningu og fara að gera eitthvað af viti...
Kannski ég skipti líka um lag á iTunes... búin að vera með eitt ónefnt lag á repeat í klukkutíma og syngja með... þannig að þetta er kannski líka spurning um að fara ekki með fjölskylduna mína í gröfina!!

Peace

miðvikudagur, maí 17, 2006


mánudagur, maí 15, 2006

Ég verð nú eiginlega að segja það að ég er frekar jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. En ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá eru það mótmælendur, fólk sem gerir í því að vera með leiðindi og treður skoðunum sínum upp á aðra! Þetta jaðrar við að fara jafn mikið í taugarnar á mér og rauðsokkur... ekki misskilja mig því ég er fylgjandi jafnrétti kynjanna en ég kann ekki vel við feminista... fyrir mér eru það konur sem halda að þær séu betri en karlmenn og eigi að fá einhverja sér meðferð... og hvar er jafnræðið í því? Hljómar kannski dáldið karlrembulega en við þurfum ekki háværa og loðna kvenmenn til að koma á jafnrétti í þjóðfélaginu og eru til dæmis Vigdís Finnbogadóttir, Ragga Gísla, Rannveig Rist og margar fleiri lifandi dæmi þess!!

Mótmælendurnir sem stóðu fyrir framan Nordica í dag fóru óstjórnanlega í taugarnar á mér... kannski jókst pirringurinn vegna þess að ég var svo svekkt að vera ekki á ráðstefnu The Economist sem haldin var á Nordica einmitt í dag... Ég hefði gefið margt en það er ekki á hvers manns færi að greiða rúman 100.000 kall til að sitja eina ráðstefnu... svo ég þurfti að bíta í það súra!! Some other time...

Talandi um dýrar ráðstefnur. Ég hef heyrt því fleygt fram að Einar Bárða ætli að rukka rúmar 40.000 kr fyrir ráðstefnu með M. Gorbachev í október.. Merkilegur maður en hefur hann eitthvað meira að segja? Ég meina hann er búinn að skrifa ótal bækur og greinar og koma fram í fjölmiðlum... hann hefur áður komið til Íslands á leiðtogafundinn fræga sem var heimsatburður á Íslandi árið 1986... fyrir einmitt 20 árum. Pabbi skrifaði einmitt bók um leiðtogafundinn á sínum tíma sem sjálfur M. Gorbachev fékk að gjöf... ég myndi svo sem alveg vilja sitja ráðstefnuna með honum...en eru ekki 40.000 kr of mikið af því góða?? Eða maður spyr sig...

Ég tók dáldið stóra ákvörðun í dag, ég breytti námsáætluninni minni og kem til með að skrifa BS ritgerðina mína í haust! Sem þýðir að ég verð í 21 einingu... ég verð sem sagt opinberlega flutt upp í skóla þegar haustönnin gengur í garð...
Þetta sumar á því eftir að verða ofboðslega eftirminnilegt og skemmtilegt... um að gera að njóta þess í botn og hlaða batteríin fyrir erfiðan vetur!! Margt spennandi framundan...

En mikið er næs að vera í smá sumarfríi... ég svaf til hálf fimm í gærdag... í morgun fór ég í ræktina kom heim og stússaðist aðeins, lagði mig í tvo tíma og fór svo á flakk. Kíkti í efnabúðir, inn í júníform og endaði svo á því að kaupa mér Eurowoman... æðislegt tímarit og ekki skemmir fyrir að það er danskt! Gat nú ekki andað mikið eftir það því Krissa vinkona var komin að ná í mig... við fórum í ljós og sund... alveg endalaust næs... Frábær dagur... alveg nauðsynlegt að vinna upp svefntapið frá því í vetur... ahhh.. ég er bara orðin dáldið sibbin..... ;)

Fór í klukkutíma langa brainstorming kraftgöngu með Soffíu vinkonu í gærkvöldi og við nánast froðufelldum yfir hugmyndum sem komu upp í hugann... Sumar gamlar og sumar nýjar. Það er svo gaman að umgangast fólk sem hefur svona passion fyrir lífinu! Það gerir mann svo jákvæðan og lífsglaðan!! :)

Sé fram á tvær Danmerkurferðir og þrjár Bandaríkjaferðir á einu ári frá og með deginum í dag!! What... var bara að átta mig á því...
En já busy dagur á morgun!

Saló studaholic... (má ekki skilja þetta á tvo vegu??) ;)

laugardagur, maí 13, 2006



Color - Rainbow - Glamour - Beauty - Passion
Þegar ég labbaði yfir flugbrautina í gær til að hitta Brynju vinkonu inni í flugskýli fór ég að hugsa. Vá hvað lífið er yndislegt... Það var glampandi sól og smá gola, ég var klædd í sumarjúníformið og vél í aðflugi sást í fjarska. Þessar 3 mín sem það tók mig að labba frá flugstöðinni og yfir voru dásamlegar!! Mér fannst ég eitthvað svo frjáls. Ég hafði auðan flugvöllinn í kringum mig svo langt sem augað eygði, það var ekkert sem þrengdi að mér... Yndisleg tilfinning og ég naut þess í botn...

Ég er svo hamingjusöm að vera svona frjáls... ég er reyndar svo hamingjusöm að ég hef ekkert verið að pirra mig á fatahrúgunni sem stækkar og stækkar inni í herbergi og visakortinu sem er við það að bráðna..

Ég tek bara undir orð Bubba frænda... "sumarið er tíminn..."

miðvikudagur, maí 10, 2006

"Know your enemies" - Sun Tzu -

Síðasti skóladagurinn á morgun... fyrirlestur kl.13.00 og svo ætlum við yndislegi hópurinn minn að skála á vegamótum yfir lunch að kynningu lokinni!!
Bara nokkuð ánægð með verkefnið... og vona að kennarinn og tengiliðurinn okkar við Glitni verði það líka ;) Við hópurinn erum búin að skemmta okkur konunglega saman síðustu þrjár vikur... ég held ég geti nú alveg sagt að ég eigi eftir að sakna þeirra, luv ya krúttin mín ;)

Ræktin... búin að vera frekar slök... en það stendur allt til bóta... :)

Fór til miðils í gær... mjög áhugavert og skemmtilegt... pabbi var nú frekar hneykslaður á því uppátæki hjá háskólamenntaðri dóttur sinni... en mamma klikkaði ekki og studdi minn málstað ;) Ég bara verð að viðurkenna að ég hef mjög gaman að svona málum, eitthvað sem heillar mig við þetta!! En ég er að segja ykkur það að konan sem ég fór til hún vissi bókstaflega allt um mig... og þá er ég að tala um hluti sem ekki væri hægt að googla... nokkuð merkilegt skal ég segja ykkur!!

Ég er alveg búin að vera að fíla veðrið undanfarna daga... vona að þetta sé bara forsmekkurinn af sumrinu... liggja í sundi og hanga á kaffihúsum... nææs... miðbærinn er algjörlega málið! Ég elska að finna svona gróðurlykt... það er allt eitthvað svo grænt og blómstrandi...
en mér líkar nú ekkert of vel við þessar býflugur samt.... fæ alveg nett panikk atakk að sjá þær suðandi nálægt mér... en engin er rós án þyrna...

Góða helgi fallega fólk... mín byrjar á morgun ;)

laugardagur, maí 06, 2006

Tognuð í baki og á bringu..
Með risastóran marblett á sköflungnum eftir gærkvöldið...
Tapaði mér yfir risarandaflugu inni í herbergi...
Braut vínglas yfir matnum...

That's me in a nutshell!!

Nördar landsins hafa tekið sig saman og eru farnir að færa sig upp á skaftið eftir að byrjað var að sýna þættina Beauty and the geek... mér til ómældrar skemmtunar!! SNILLD!!!

Ekkert smá yndislegt veður... spáð 18 stigum á morgun og alles!! Það verður sko klárlega tan-pása í hópaverkefninu hjá okkur!! ;)

5 dagar í kynningu á flottasta stefnumótunarverkefni fyrr og síðar, sumarfrí og spending some time með litla uppáhaldinu mínu.... sweet sweet sweet....

Farin út í góða veðrið...

mánudagur, maí 01, 2006

Passion for life

Allt í einu kom það yfir mig...

Stundum tekur lífið óvæntar stefnur. Allir þurfa að velja og hafna og stundum þarf að velja á milli peninga eða hamingju... ég held að lífshamingjan verði ekki keypt með peningum þó svo að þeir geti haft unaðsleg skammtímaáhrif!!

Ég á það til að vera ofboðslega þenkjandi... fyrir mér er allt mögulegt. Allir draumar geta ræst og erfiðleikar og hindranir eru bara til þess að styrkja okkur og sigrast á. Þegar ég var yngri þótti mér mjög ljúft að sitja inni í herberginu mínu með kveikt á kertum og að semja lög. Ég ætlaði að búa til tónlist þegar ég yrði stór, ég ætlaði að sauma föt og var reyndar byrjuð á því... Ég sakna þeirra stunda!! En mig langar ennþá að búa til tónlist og mig langar ennþá að sauma föt sem ég er yfirleitt búin að búa til í huganum í nokkrar vikur.... einhversstaðar á leiðinni týndi ég sjálfri mér!! Mínum draumum og löngunum... but it's all coming back to me now!

Ég elska að lakka á mér tásurnar, lesa ID og hint fashion, vafra á netinu síðu frá síðu og lesa sögu hönnuða og sniða... ég elska glingur og glimmer, vil helst vera í 3-4 bolum í einu öllum í mismunandi lit... clothes are my passion!! Vintage is the keyword!! Rápa búð úr búð... missa sig í glingri og makeup, that's me.. Ef þið sjáið einhvern sitja á gólfinu á bókasafninu eða í bókabúð fyrir framan art categoriuna með nefið ofan í history of fashion... þá er það mjög líklega ég að gleyma mér í gleðinni!! Sama er að segja með efnabúðir... get hangið þar inni í langan tíma, bara til að káfa á efninu og fá hugmyndir.. Mér finnst gaman að taka myndir... sitja á kaffihúsi with my girls og kjafta út í eitt... og hlusta! Ég elska að slappa af í pottinum í Laugardalslauginni, með smá sólarglætu í andlitinu og hlusta á ysið og þysið í kringum mig... og tilfinninguna sem ég fæ þegar ég er búin að ganga frá mér í ræktinni! Mér finnst gaman að gefa gjafir og tefla!!! Í mér býr lítill nörd... ef mig langar að ganga í bleikum buxum þá geri ég það og mér finnst gaman að tala útlensku og ég vil æst elta löggubíla og sjúkrabíla ef ég sé þá með blikkandi sírenurnar!! Ég veit fátt skemmtilegra en að skrúfa tónlistina í botn og syngja með... þó ég sé tonedeaf!! Love it, love it... Ég elska að dansa!! That's my second passion... Mér finnst eitthvað fáránlega heillandi við óvissu og það að vita ekki hvað gerist næst en hef þó gaman að að leita svara og vísbendinga í spádómsfræðum!!
Mér verður seint lýst sem jarðbundinni manneskju... og ég er hrædd við páfagauka og býflugur...

Ég elska að ferðast, þó það sé ekki nema upp í Öskjuhlíð á góðviðrisdegi með pönnslur... það er alltaf ákveðin góð tilfinning sem ég fæ.. Ég elska fólk og ég elska að horfa á fólk... ég elska að láta fikta í hárinu á mér... bleikan gloss, rautt naglalakk og hettupeysur... Mér finnst gaman að vita alla skapaða hluti og lesa mér til og rökræða... Ég er tapsár... en ég fylgi því að maður uppsker eins og maður sáir! Ég vil ekki geta gengið að hlutunum vísum, ég vil challence og fjölbreytileika!!

Stundum festist maður í einni þráhyggju og augun lokast fyrir fjölbreytileikanum, litunum og gleðinni!! Ekki týna ykkur.. njótið lífsins!! Það er yndislegt

Látið draumana ykkar rætast og ekki vera hrædd við að vera þið sjálf!!

Lots of love...