mánudagur, janúar 29, 2007

Vogin (23.sept - 23.okt)

Þú ættir að átta þig á því að allar þínar æðstu óskir rætast ef þú opnar huga þinn og sendir langanir þínar meðvitað frá þér. Láttu til leiðast og tak mót aðstoð með því að ýta stolti þínu til hliðar um stund. Nýttu það sem eftir lifir af janúar mánuði til að koma verkefni sem tengist þér persónulega á laggirnar. Þú hefur gáfurnar til að verða það sem þú þráir.

  • Bókaði flug til New York í dag
  • ~ *Elie Tahari *~ verkefnið okkar Katy gengur ótrúlega vel... er að vonast til að hún geti komið með mér til NY
  • Er að setja saman rosalega spennandi kúrs sem verður kenndur í HR í vor... Er í tengslum við Eurotour og viðskiptaháskólann flotta í Rotterdam
  • Er að gera kynningu á BS verkefninu mínu á ensku fyrir AFS International
  • Flutt heim til Rakelar í tvær vikur... ekki séns að hún geti verið ein hérna í þessu gettói sem við höfum sko sannarlega fengið að kynnast!!
  • Er að byrja að sækja um vinnu... hef góða tilfinningu fyrir þessu...
  • Er að hugsa um að skrá mig aftur í Alþjóðafjármál... kennarinn er snillingur og námsefnið óhugnalega áhugavert!!! Anna Lilja er búin að bjóða mér í hópinn sinn sem er að fjalla um Louis Vuitton... hvernig get ég sagt nei???

Ástarkveðjur hunangsbollur....
Kastið endilega á mig kveðju, farin að sakna ykkar!!
Salóme

mánudagur, janúar 22, 2007

Það var gott að komast aðeins norður um helgina! Ég náði að slappa aðeins af og skemmti mér svo konunglega í góðum félagsskap! :) Skiptinemarnir mínir voru æðislegir!!

Annasöm vika framundan...

Áhugaverð grein um globalisation sem birtist á vef bbc í gær http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/6279679.stm ...

Fór á áhugaverðan fyrirlestur Magnúsar Scheving um frumkvöðlastarfssemi uppi í skóla. Virkilega inspiring...
Ég stefni á fjármálamarkaði... ekki banka (nema ég sé bankastjóri)... allt annað! ;)

Farin að lesa undir próf í stjórnun... uppáhaldsfagið mitt ;)

laugardagur, janúar 13, 2007

Stundum koma svona dagar... kannist þið við það...

Það er eins og það sé stór steinn í maganum á mér, ligg bara uppi í rúmi með lokuð augun og hugsa... hlusta á sorglega tónlist og mig langar bara að gráta....

en lífið hefur kennt mér að setja upp grímu...
Can we try again to start a new,
And lovely story that will shine a ray of light upon our hearts and bring
back Long lost glory of how it used to be
Baby you and me,
Convinced we were each others destiny
My heart crys out to u, u must forget me,
Iv bn dancin in the dark
Been shearchin for a spark
A fire still burnin

now we will make it through if years stand by me
we can weather rain or storm
we can keep each other warm,
as long as theres love,

Everytime i think i close my eyes,
Filled with tears,
To think that i give in to sweet temptation,
Those words like music to my ears,
I hope its not to late,
That ud still come wait,
And we'd still breath and ur still heaven fate.

My heart cries out to you,
U must forget me,
Iv been dancin in the dark,
Been searching for a spark,
A fire still burning,
Now we will make it through if years stand by me,
We can weather any storm
And we can keep each other warm
As long as theres love.

faith is not mine, if i could id unturn, the hands of time

ohh my heart cries out to u
U must forget me,
Iv been dancin in the dark
Been searchin for a spark
I believe we will make it through
If u stand by me,
We can weather any storm,
And keep each other warm,
As long as theres love,
Never end love ...
Af hverju held ég alltaf að "þetta skipti" verði það öðruvísi... anyways... það er það ekki!!

Eina í stöðunni er að keep it real... ég er sko hætt öllu óheilbrigðu fyrir líkama og sál! Farin að einbeita mér að því sem raunverulega skiptir mig máli!!

mánudagur, janúar 08, 2007

Ein besta vinkona mín var að missa góðan vin. Hún skrifaði svo fallegan texta á heimasíðuna sína að ég vil deila honum með ykkur líka. Þennan texta sendi hún mér líka þegar mér var illt í hjartanu fyrir um ári síðan og hann gladdi mig. Hann fékk mig til að hugsa djúpt og hugsa jákvætt. Ég vil hvetja ykkur öll til að lesa þetta.

KANNSKI
Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið, svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur.

Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum, en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.

Kannski er besti vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.

Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það.

Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.

Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfanginn af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.

Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.

Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi.
Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.

Ég vona að þessi texti fái ykkur til að hugsa um það sem skiptir ykkur máli í lífinu...

laugardagur, janúar 06, 2007

Ég er svo hamingjusöm að ég er í skýjunum!!!! Nýja árið byrjar æðsilega!!!

Hvar á ég eiginlega að byrja!!?

Jú ég veit það.... elsku elsku Rakel mín!!!!! Innilega til hamingju með að ljúka BS á tveimur og hálfu ári!!! Ég er svo stolt af þér að ég er að springa :) Hlakka til að fagna þessu í kvöld!!!

Ég fékk einkunn fyrir BS verkefnið mitt fyrir stuttu og er að rifna úr hamingju!! Ég fékk 8,5!!! :)

Ég fór líka í sjúkrapróf í gerð og greiningu ársreikninga í vikunni og mér gekk svo hræðilega að ég kom næstum því grátandi út úr prófinu!!! En nei!! Ég var að fá einkunnina og fékk 8,5!!!!!! Ég er svo ótrúlega hamingjusöm með þetta allt saman að ég brosi allan hringinn!!!

Auk þessa alls vorum við Soffía vinkona að taka ákvörðun um að fara til Parísar saman í sumar!! Jei.. við höfum hvorugar komið þangað áður og það er allt of langt síðan við vorum saman í útlöndum!! Ætlum að fara í tæpa viku og njóta lífsins í botn!!! Nógu verður að fagna þá :) Farðu svo að losna úr þessu bölvaða gifsi svo við getum farið að gera eitthvað skemmtilegt ;)

Vorum að fá boðskortið í brúðkaupið hans David! Ég hlakka svo til að fara og hitta hann og hina frændur mína að ég er alveg að deyja!! Flýg sennilega til Baltimore í lok mars og þaðan áfram til Arizona með systur pabba og manninum hennar :)

Þetta er orðið ágætt... en svona í lokin langar mig að þakka Sellu og Fanneyju og Kidda fyrir frábært kvöld í gær!! Það var svo æðislegt að hitta ykkur öll aftur... við Sella erum með Barcelonaför í huganum... það er ekki langt í heimsókn Fanney!! calle Paris, Tunnel, ströndin, ramblan, verslunarferð á passeig de gracia, FC Barcelona fótboltaleikur, út að borða á fancy stað á ströndinni, djamm eins og aldrei áður, sangría og lambrusco drykkja, og svo margt margt margt fleira ;)

Kv. Salóme að fríka út af hamingju!!!