sunnudagur, ágúst 31, 2008

Let go your heart - let go your head!

Þetta líf er óútreiknanlegt og maður veit aldrei hvert straumurinn ber mann... ég hoppa bara upp á flekann með headphoninn á hausnum, loka augunum, læt mig dreyma og hlakka til að vakna við sólargeislana!!

Fyrir tæpu ári kynnti vinur minn mig fyrir ljúfum tónum David Grey... þó svo að það hafi verið meira gott að liggja í faðminum á honum og hlusta þá finnst mér svo gott að setja hann á fóninn þegar ég vil vera ein með sjálfri mér... draga andann djúpt, ná áttum og ákveða næstu skref! Hann minnir mig á allt það góða og jákvæða sem ég á að vera að einbeita mér að!

Veturinn sem framundan er á eftir að þjóta áfram eins og elding!

Don't just live - be alive!

föstudagur, ágúst 29, 2008

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

CAOS!

Ladies & gentlemen.... ég tek æfingu 3 og 4 - niðurtog og fótalyftur! :) Massíft... ég er fáránlega spennt! Eigum við eitthvað að ræða kviðvöðvana sem ég verð komin með í byrjun nóv... dísösss kræst...

Ég ver nánast öllum mínum tíma uppi í Sporthúsi þessa dagana... hef beilað á lunch á Vox og bruch á Vegó... djamminu... missti af Katý minni á Íslandi, hef enn ekki heimsótt litla prinsinn hennar Krissu... en það koma betri tímar með blóm í haga! Ég er heppin að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast að gera en ég hlakka ofsalega til að hitta stelpurnar hjá Rakel á miðvikudaginn!

Vikan er þéttskipuð... allan sólarhringinn... er að reyna að passa að ég fái amk sex tíma svefn á nóttu svo ég hafi orku á æfingar (nr 1, 2 og 3), í verkefnin mín hjá Emporu, skólann og fjörið uppi í Sporthúsi þessa dagana...

To do listinn minn eru óteljandi post-it miðar út um allt... svona á þetta að vera!

Nýflutt heim og strax farin að missa vitið yfir ránsferðum systra minna inn í herbergið mitt.... það vantar alveg ískyggilega mikið inn í fataskápinn minn... mín ekki sátt!!

Ég er hætt að láta sjá mig í 101... Vegó verður að komast af án mín í nokkra mánuði... nú eru það bara vidjókvöld og æfingar um helgar!

Augnlokin farin að þyngjast....
Saló!

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Esjuferð, Maraþon og Þrekmeistari!

Esjuferð í sumar með Valdísi, Þóreyju Jump Fit og Hrafnhildi...



Svo tók ég 10 km skokk í gær til styrktar Krafti, styrktarsjóði krabbameinssjúkra barna - tók mig nákvæmlega klukkutíma og 37 sek.... enginn úrvalstími en ágætt samt! Stefni á bætingu að ári liðnu... ;)



Á morgun er svo fyrsta æfing hjá Þrekmeistarahópnum!! Keppnin verður í nóvember. Fyrir þá sem ekki vita eru keppnisgreinarnar tíu eftirfarandi:
1. þrekhjól
2. róðravél

3. niðurtog í vél
4. fótalyftur

5. armbeygjur
6. kassauppstig

7. uppsetur
8. axlapressa

9. hlaupabretti
10. bekkpressa

Væri gaman að fá í comment hvaða tvær æfingar þið haldið að ég fái... ath að hver keppandi tekur tvær æfingar í röð! ;)

mánudagur, ágúst 18, 2008

Þungu skrefin...

Djö.. eigum við eitthvað að ræða það hvað er erfitt að koma sér aftur af stað í ræktinni og hollustunni!! Er að rembast við þetta alveg..

mánudagur, ágúst 11, 2008

Let the game begin..

Geðveikin er byrjuð...

Ég er búin að hrista af mér þjóðhátíðarslenið og komin í gang aftur... ekki seinna vænna heldur því nú fer allt á fullt... ekkert grill og hvítt um hverja helgi neitt...
Það tók reyndar aðeins lengri tíma að komast í gang en það hefði átt að gera því ég tók upp á því að detoxa eftir eyjar og hef því nánast bara lifað á grænmeti og ávöxtum síðustu vikuna.. (sé augnabrúnina lyftast á þér Bjarney...)

Við erum nokkrar skvísur sem höfum tekið okkur saman og ætlum að taka þátt í þrekmeistaranum núna í nóvember.. við erum með brjálað team! það verður ágætis upphitun fyrir fitness :)

Æfingar byrjaðar af fullu aftur... skreið hérna heim seinnipartinn eftir æfingu með Nancy... ég verð að sippa með strákana aftur í haust svo ég þarf að fara að koma mér í svaðalegt sippuform á næstu tveim vikum svo maður geti tekið þá almennilega í gegn... gekk nú bara bærilega áðan!! Væri reyndar mjög mikið til í að eignast eins og eitt almennilegt alvöru Buddy Lee band svo ég geti farið að reyna við þrefalt hopp... það fer á óskalistann! Fer náttla að nálgast afmælið mitt... ;)

Svo eru smá breytingar í gangi... ég er aðeins að "minnka" vinnuna mína hjá Emporu og taka að mér meira hjá Sporthúsinu... bæði kennslu og svo sölu og markaðsmál fyrir öll námskeiðin sem eru í boði! Spennandi tímar framundan og svo til að toppa þetta þá byrjar skólinn líka núna 1.sept... :)

Ég er líka að flytja aftur heim í hreiðrið tímabundið... Svalan mín er að koma aftur til Rvk og vill endilega fá íbúðina sína aftur ;)

Hugsa að þetta sé annars orðið ágætt þetta updeit... þarf að halda áfram að vinna... það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum!! Ætla svo að taka nýja bók með mér í rúmið.. "The New Rules of Marketing & PR"

Er ekki við hæfi að enda þetta á ágætis kvóti í Malcom Gladwell marketing guru...

"There can be as much value in the blink of an eye as in months of rational analysis" ;)

Eintóm gleði..

mánudagur, ágúst 04, 2008

Ég er í sælufjötrum!!



Ég á ekki orð til að lýsa hversu geeeeðveik upplifun þjóðhátíð var... af hverju var ég ekki löööngu búin að fara???

Þetta er algjör útópía.. maður er kominn inn í einhvern annan heim!! Magnað...

Við bjuggum með svakalega fínu liði á besta stað í bænum! Vorum held ég 15 í húsinu þegar mest var og svo var tjaldað í garðinum. Það var eins og við hefðum öll þekkst í mörg ár... algjör snilld! Svo hitti ég svo mikið af skemmtilegu fólki... allir svo hressir og allir þarna til að skemmta sér út í rauðan dauðann!! Ekkert annað!

Við skemmtum okkur svo brjálað vel!! Ferðuðumst með bekkjabílunum allt sem við þurftum að komast.... og bara það eitt er upplifun út af fyrir sig!! Þjóðhátíðarlögin í botni og maður söng sig hásan með....

Þjóðhátíðar-Jóhanna vinkona mín og Nancy voru duglegar að fræða mig um þjóðhátíðarreglurnar jafn óðum...

Við vinkonurnar vorum on fire þarna... reyttum af okkur aulabrandarana sambýlisfólki okkar til mikillar skemmtunar... ég veit ekki hvað þau halda um okkur... en eitt er víst að Þjóðhátíðar-persónan er ekki sama manneskja og í raunverulega lífinu.... hehe...

Eyjapeyjinn og vinur minn hann Trausti bauð okkur í gítarpartý og gaf okkur að smakka þjóðarrétt eyjamanna - reyktan Lunda með smjöri... sem mér fannst svaaaakalega góður!!! :)

Við Rakel vorum svo með Jump Fit atriði á sunnudeginum sem lukkaðist ótrúlega vel! :) (dísöss... það verður ekki auðvelt að koma sér af stað aftur í ræktinni...!!)

Þetta var ógleymanleg helgi út í gegn... Ég hugsa annars að ég taki "what happens in eyjar... stays in eyjar" á þetta... er að hlaða inn myndum á facebook... þær segja oft meira en þúsund orð!!

Takk fyrir frábæra verslunarmannahelgi!! Strax farin að telja niður í næstu þjóðhátíð! :) Enn með gæsahúð...

Þjóðhátíð ég elska þig!!!