miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Var að koma úr ræktinni... hálf veik orðin eftir helgina en maður lætur það nú ekkert á sig fá... enda enginn tími til að vera veikur þessa dagana!

Kannski tími til kominn að líta á glósur úr gerð og greiningu... ég held það sé deginum ljósara að sumir þurfi samt að fara í endurtektarpróf í janúar... ég er ekki að fíla það, vil klára það sem hægt er að klára strax... ekki eyða jólunum í prófalestur.... NEMA kannski að ég fái einhvern myndarlegan aukakennara!! ;)

Gekk bara super í lögfræðinni í morgun... og rosa ánægð með það!
Það er ekki langt í einkunn fyrir spænskuna... mér sýnist á öllu að það verði 8.0 :)
Þannig að ég er nú bara pretty sátt við lífið þrátt fyrir smá kæruleysi....
Sakna samt pínu familíunnar... búin að vera svo upptekin undanfarna daga að ég hef ekkert getað eytt tímanum með þeim... bæti úr því um leið og ég get!!

En vá!! Eruði ekki að grínast í mér hvað ég var að eignast geðveikan disk!!! Þið verðið öll að útvega ykkur hann... þetta er ítalskur tónlistarmaður, Zucchero, sem syngur dúett með rosa flottum listamönnum.... meðal annars Macy Grey, Jeff Buckley, Tom Jones, Ronan Keating, Paul Young, Sting, Pavarotty, Eric Clapton og fleiri og fleiri snillingum!!

Hann er svo geðsjúkur að ég hef hlustað á hann í botni síðan ég eignaðist hann.... Sprengdi meira að segja öryggið í bílnum hjá mér því ég blastaði græjurnar svo!!!

Nýtt release er að koma í Body Combat og kennaranámskeið á næstunni... búin að bíða ansi lengi eftir að komast... þannig að ég hlakka bara frekar mikið til!!

Held að þetta sé it for now... nema kannski að ég þarf að fara að fá mér vin sem getur farið með mig á deit þar sem stelpunum í vinkonuhópnum sem eru á lausu fækkar ört... hvað varð um að njóta þess að vera á lausu... ;)

Come in bed, take me home...

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Enn önnur mögnuð vika liðin...

Kláraði DELE með stæl seinni partinn á föstudaginn!! Fagnaði því með því að skella mér með Hverópíum á Tapas.... orðin fastagestur alveg klárlega! Humarinn þarna er bara svo ómótstæðilegur... úff! Ætluðum svo rétt að kíkja á röltið við Rakel en það lengdist nú aðeins... Fórum á Rex þar sem allt var stappað af miðaldra karlmönnum sem vildu ólmir skála við okkur... leist ekkert spes á það þannig að við fórum og tókum smá rölt á Vegó og Oliver áður en við fórum heim. Rosa góð tónlist á Oliver... mjög langt síðan maður hefur lent í góðu partýi þar!

Í gærkvöldi fórum við Rakel á opnunina á DOMO, rosa flottur staður... mæli með að þið kíkjið þangað!! Þaðan á Vegó þar sem við vorum fram undir morgunn... Ekki þekktar fyrir að hanga í röðum... húkkuðum okkur því far heim og lentum á alveg hreint mega hressum gaur!! Sátum svo tvær og kjöftuðum til hálf átta þar til við rotuðumst... Erum búnar að liggja í hláturskasti í dag yfir uppákomum helgarinnar.... Ég átti alveg nokkrar góðar línur... eins og mér einni er lagið... og djúpar samræður um samskipti kynjanna.... Mjög áhugavert...

Dagurinn í dag er algjörlega búinn að fara í ekki neitt annað en hangs.. en ætla að kíkja á lögfræðina núna rétt áður en ég fer að sofa.... kæruleysin að fara með mig ég veit ekki hvert!!!
En ætla nú fyrst að henda mér í langþráð bað....

Eitthvað minna duglegar í ræktinni um helgina... verður bætt úr því snemma í fyrramálið!! (sem er kl.11 í mínum sólarhring...)

Var að spá, hvar getur maður lært svona súludans... mér finnst það frekar töff sport nefnilega og ég hef heyrt að það sé þokkalegt workout líka...

Chiao bello

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ég hef svo einga einbeitingu þessa dagana... langar bara að eyða öllum deginum í ræktinni og fara svo út að dansa!!! Þrái það...

22 dagar í ekkert annað en það....

Mig langar að sjá Bond um helgina... eða jafnvel Borat... einhver til í það??

DELE prófið á morgun... fínt að fá diplóma upp á spænskukunnáttuna...

Nostalgíudagar eftir prófin... við vinkonurnar ætlum að skella okkur norður yfir heiðar í heimsókn til Sirrí. Fara á sjallaball eins og í gamla daga, út að borða á Greifann og jafnvel að maður kíki í "bláa lónið" í Mývatnssveitinni...

Peace out... farin að skoða gömul DELE próf... hugsið fallega til mín! ;)

mánudagur, nóvember 20, 2006

Þegar ég var rétt að rumska um hádegi í dag var litla systir mín að fara út að moka snjó... svo virtist sem báðir bílarnir á heimilinu hefðu snjóað inni... jesús.. hvað er langt síðan það hefur snjóað svona svakalega á höfuðborgarsvæðinu??!! Anyway... þetta yndi var búið að dúða sig upp og var í óðaönn að moka snjóinn frá bílnum mínum þegar ég ákvað að leggja henni lið... snjórinn náði okkur langt upp á læri en þetta hófst þó samt á endanum og bílinn minn brunaði eins og ekkert væri um götur borgarinnar! Það voru nánast allir í götunni komnir út að moka og ég sá í fyrsta skipti andlitin á þeim... nokkuð amusing!!

En ömurlegt að vera að moka þegar maður gæti verið að búa til snjókall eða snjóhús... hugsaði til afa heitins sem byggði flottasta snjóhúsið í götunni fyrir mig og stóra bróður á sínum tíma... sem ég svo skemmdi með brussugang nokkrum mínútum seinna... fannst nefnilega ýkt kúl að hoppa á þakið á því beint fram af svölunum hjá afa og ömmu... svo hátt náði snjórinn í gamla daga á Akureyri!!
Man bara hvað ég grenjaði hrikalega mikið og skammaðist mín... við sem vorum búin að safna saman öllum krökkunum í hverfinu til að leika við okkur... úff... leiðinlega frekju litla systirin... eitthvað annað en núna!! ;)

En já... stoppaði nú samt litla dónalega strákpjatta sem voru að dúndra snjóboltum í bíla í hverfinu mínu. Þegar ég sá að þeir ætluðu að kasta í bílinn minn stoppaði ég bílinn og sagði þeim að þeir væru allir ættleiddir og þær ættu bara að hunskast heim til sín...

Við erum Rakel erum búnar að vera rosa duglegar í ræktinni... fólk er farið að þekkja okkur fyrir að vera alltaf í Laugum... þá hlýtur manni nú að vera að miða eitthvað! :)

Verkefni - próf - verkefni - próf... svona lítur næsti mánuður út... ég hlakka svo til jólafrísins að það hálfa væri ágætt!! Vá hvað ég ætla að njóta þess að vera í fríi...

Luv, Saló

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Vogin (23.sept - 23.okt)
Hreyfing einkennir þig á þessum árstíma. Þú ert án efa mjög hrifin/n af íþróttum sem veitir þér nægt rými. Stöðnun, eirðarleysi og leiðindi er eitthvað sem þú virðist ekki þola og er það vissulega af hinu góða í fari vogar. Þú elskar náungann, í stórum stíl og ættir ekki að hika við að njóta þess að blanda geði við fólkið sem þú umgengst næstu daga og dagana sem framundan eru. Skemmtilegt ævintýri bíður þín.

Skemmtilegt... var einmitt í ræktinni í morgun með Rakel. Við erum að tala um killer workout... vika 2! Við gengum út úr World Class rangeygðar, titrandi og við það að kasta upp... tókum svo allsvakalega á því! Ákváðum nefnilega að skiptast á að lyfta og sippa... úff með þessu áframhaldi kemst maður jafnvel í fermingarkjólinn...

Peace

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Ég elska þessa síðu... www.spamadur.is



Stafariddari

Persónuleiki
Fyndinn, ljúfur og myndarlegur maður birtist hér. Hann er hlýr, gjafmildur, skemmtilegur og vinamargur en fólk dregst samstundis að persónuleika hans við fyrstu kynni. Hann leitar nánast uppi ævintýri hvar sem hann stígur niður fæti og tekst sífellt á við nýja reynslu. Oft á tíðum er hann villtur og óábyrgur.

Aðstæður
Spenna og hraði eiga vel við hérna. Ferðalag, flutningar og líkamleg hreyfing birtist þegar kemur að aðstæðum þar sem breytingar til batnaðar og ævintýri eru framundan hjá þér.



Stafagosi

Persónuleiki
Hér er á ferðinni lífleg manneskja sem færir þér skemmtilegar stundir og ekki síður spennu. Vinátta ykkar er án efa byggð á trausti. Persónan sem um ræðir birtist mér mjög glaðleg og nýtur þess að spjalla við þig oftar en ella. Viðkomandi færir þér góðar fréttir innan tíðar.

Aðstæður
Efnahagslegt öryggi knýr hjarta þitt ekki áfram hér heldur kýst þú að láta dekra við þig eins og lítið barn. Þú virðist vita hvað þú þráir á sama tíma og þú ert hugmyndrík/ur, næm/ur og þolgóð/ur. Þú ert fær um að skilja eigin tilfinningar. Hér birtist þú yndislega sveigjanleg/ur, greiðvikin/n og undantekningarlaust töfrandi í alla staði. Hér lætur sálin án efa undan með því að hlýða á hjartað. Glampi skín úr augum þínum sökum vellíðunar.

...mmm hljómar ekki illa! ;)

Fór á Vetrarhátíðina í skólanum í gær. Skemmti mér bara ágætlega... kíkti svo í bæinn með stelpunm og Balaz. Fór í fyrsta skipti á ellefuna og ég verð að segja að mér fannst bara frekar mikið stuð þar... Núna er ég frekar þreytt eitthvað... þó hafragrauturinn sem ég fékk mér í morgunmat hafi bjargað deginum!! Búin að koma mér fyrir uppi í sófa með teppi... í leggings og hettupeysu... eins og mér líður best!! Æi hvað mig er farið að langa í einhvern huggulegan til að kúra með... ætla aðeins aftur upp í rúm áður en ég fer að vinda mér í verkefnin sem býða mín í dag! En ekki fyrr en eftir að ég er búin að horfa á ANTM sem ég missti af fyrr í vikunni! O boy... táraðist yfir queer eye for the straight guy... svona er ástandið á manni!!

Ljós í kvöld...
Peace