miðvikudagur, desember 27, 2006

Við vinkonurnar höfum átt óteljandi samtöl um hitt kynið... meðal annars hvað varðar aldur. Við vorum svona nokkurn veginn sammála um það að eldri menn væru málið.... þá erum við ekki að tala um sjötuga karla heldur alvöru karlmenn á bilinu 30-40!! Menn sem eru nokkurn veginn búnir að koma undir sig fótunum, sem hægt er að eiga áhugaverðar samræður við og menn með reynslu...
Eins og amma sagði við 19 ára systur mína þegar hún frétti að hún ætti 35 ára kærasta... "strákar eru líka svo óþroskaðir"

Eins og vinir mínir vita hef ég mjög gaman að því að skoða stjörnurnar mínar. Þetta er hluti af spili sem ég fékk áðan...

Það sem gerir þig hér aðdáunarverða/n er óbilandi hugrekki, vilji, festa og hæfileiki til að gera drauma þína að veruleika. Þér er ráðlagt að gleyma aldrei þínum innstu þrám.

Þetta er einmitt eitthvað sem er mikið að sækja á mig núna þegar ég nálgast krossgötur í lífi mínu... Ég held að minn stærsti kostur og um leið versti galli sé sá að ef ég virkilega þrái eitthvað nógu mikið þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til að öðlast það og hætti ekki fyrr en ég hef reynt allt!! Ég honestly trúi því, og sumum finnst ég kannski dálítið naive, en ég trúi því að ekkert sé ómögulegt. Vandamál og hindranir eru til að leysa og yfirstíga!!

a Dream come true

mánudagur, desember 25, 2006

Ég elska jólin... það er mjög lítið um jólaboð hjá familíunni sem þýðir að ég get bara notið þess að gera ekki neitt...þarf ekki einu sinni að klæða mig! Ég fór að sofa klukkan fimm í gærnótt... hafði samt sofnað í sófanum fyrr um kvöldið úr sykurvímu..
Ég fór ekki á fætur fyrr en klukkan var að verða þrjú í dag... ekkert að gera annað en að gera ekki neitt... ágætis tilbreyting... alveg yndislegt!!

Annars hlakka ég hrikalega til á morgun... við Rakel ætlum saman í ræktina... lengi lengi því að við erum báðar búnar að liggja í jólanamminu... þannig að við þurfum að vera duglegar... ég er líka búin að vera veik síðan á fimmtudag og hef því ekkert mætt í ræktina síðan þá... ætlum að fara í spa-ið á eftir.... mmm... get ekki beðið...

Fékk góðar gjafir í gær. Kærar þakkir fyrir mig :) Fékk m.a. tvö eintök af Konungsbók þannig að nú get ég lesið hana tvisvar!! vei.. ;)

Ætla að fara í freyðibað... það er eitthvað svo jóló... svo undir sæng og horfa á TV og lesa bók... Ahh... love it love it love it...

Jólaknús,
Saló

mánudagur, desember 18, 2006

Ég er búin að endurheimta líf mitt... og það hófst fyrir alvöru í dag!!

Ég er loksins loksins loksins búin að skila af mér BS verkefninu mínu!! :) Síðustu 6 sólarhringa held ég að ég sé samtals búin að sofa svona 20 tíma... án gríns!

Akureyrarferðin
Ég fór beina leið norður þar sem við vinkonurnar ætluðum nú aldeilis að sletta úr klaufunum... mistókst nú eitthvað aðeins þar sem litla hunangsbollan hún Soffía datt og braut á sér fótinn aðeins nokkrum tímum eftir að við komum norður!! Hvað á það eiginlega að þýða...?!! Brunuðum beina leið upp á slysó með hana þar sem í sjokki sínu reytti af sér brandarana... En eins og ég sagði við hana; "everything happens for a reason"... ;) I can feel it... she's gonna fall in love with a handsome doctor...
En ég hafði það nú heldur betur gott hjá Sirrí og Tóta! Skelltum okkur á Sálina í Sjallanum á laugardaginn... og maaan! ég skemmti mér vel :) Endaði svo í aldeilis góðu eftirpartýi með vinum hennar Soffíu ;) Takk fyrir mig Sirrí og Tóti!!! Hlakka til að koma aftur eftir áramót með Soffíu, Hillary og Gunna!! :) Þá langar mig að vera í superwoman búningnum...
Ég fór og hitti ömmu sem tók að sjálfsögðu á móti mér með nýbökuðum smákökum og sætu stelpuna mína hana Emelíu, dóttur bróður míns, sem sýndi mér hvað hún var orðin þrusugóð í fimleikum og las fyrir mig alveg heilan helling... það er samt á svona stundum sem maður sér hvað maður er að eldast... en ég hafði gaman að henni!!

Laugar Spa
Ég held ég gæti vanist því... úff... við Rakel fórum í ræktina í dag... eftir langt hlé! fimm dagar síðan við fórum síðast en við höfum löglega afsökun þar sem við höfum verið dag og nótt að vinna að því að klára BS!
Fór í fyrsta skipti... vá... það vantar sko ekki flottheitin þarna... við þurftum náttla að prófa allar sánurnar og heita pottinn og hvíldarherbergið... þvílíkur munur!!

Flugfelag.is
Er að bíða eftir því að vélarnar frá Færeyjum og Skotlandi verði staðfestar... virðist vera bilað veður því það er annað hvort búið að aflýsa flugi eða það í athugun á alla áfangastaði innanlands!! Gaman gaman... lítur út fyrir að ég verði að vinna langt fram á kvöld... kannski maður ætti nú bara að skella sér í ljós á meðan maður bíður... orðin svo hvít að það er hræðilegt!!

Annars er jólaundirbúningurinn í hámarki hér á heimilinu... bakstur og skreytingar og hvaðeina... ég er ekki frá því að ég sé að komast í jólaskap...

föstudagur, desember 08, 2006

Á stelpan að hafa samband að fyrra bragði eða á hún að "play the game" og bíða eftir að strákurinn hafi samband?

Tjáiði ykkur...

þriðjudagur, desember 05, 2006

Loksins þá skil ég bara hvað er búið að vera að koma fyrir mig!!! Takk Anna Lilja!!!

Þökk sé henni og stjörnumerkjapælingunum gat hún sagt mér að ég væri að færast inn á nýtt tímabil í lífinu sem væri stjórnað af stjörnumerkinu fiskunum sem þýðir að ég er að verða aðeins kærulausari, þrái ævintýri og ég fer fast á eftir draumum mínum sem ég sé ljóslifandi fyrir mér :) Skemmtilegt tímabil en varasamt :)

Það skýrir af hverju ég hef ekki; litað glósurnar mínar þessa önnina, reyndar bara ekki gert glósur yfir höfuð, raðað fötunum mínum skipulega í fataskápinn, hrúguna af fötum á skenknum inni hjá mér, "mætinguna" í skólann, skýrir líka af hverju ég hef sofið til 11 eða lengur alla morgna undanfarna mánuði... jesús... það er scary að sjá þetta svona samantekið svart á hvítu!! :S

sunnudagur, desember 03, 2006

ungfru kærulaus... þau mál eru ekkert að breytast...

ætlaði að sjá casino royale með Soffíu og Rakel áðan... en það var uppselt þegar röðin kom loksins að okkur í miðasölunni þannig að við tókum þá skyndiákvörðun að fara á einhverja fjölskyldu/grín/jólamynd í staðin... I have one thing to say about that; "bad decision"... ég gat þó alveg hlegið af einhverjum aulabröndurum af og til... vanalega hef ég alveg gaman að svona jólamyndum en þessi var frekar mikið af hinu góða...!!! Man ekki alveg hvað hún heitir... hanging out with the Butts' eða eitthvað álíka....

Mig sem langaði upphaflega að sjá Borat!! Ég lýsi hér með eftir einhverjum sem er til í að koma á þá mynd með mér áður en hún hættir í bíó.... það virðast nefnilega allir búnir að sjá hana nema ég!!

Er í engu jólaskapi... aldrei komið fyrir mig áður að það sé 3. des og ég ekki í neinu jólastuði at all!! What's wrong with me????

Fór með Karó í ræktina í dag, vorum rosa duglegar!! fórum svo í gufu á eftir.. næææs...

Ég get ekki beðið eftir föstudeginum... ég á pantað í klippingu... á laugardaginn í litun og plokkun og svo á ég ljósakort sem ég þarf að fara að nota og on top of it all fékk ég mér spa kort í laugum yfir jólin.... hversu yndislegt verður það að klára þetta dæmi???

Farin að snúa mér að "financial markets and institutions"...

Peace, Saló