fimmtudagur, september 28, 2006

Ég hef 17 klst til að:

Læra undir spænskupróf
Gera verkefni í framleiðslustjórnun
Skipuleggja hvað ég þarf að læra úti
Pakka niður
Sofa
Fara í ræktina
Taka spænskupróf
Keyra út á flugvöll

... og ég er að eyða tímanum í þetta!!

Ég er alveg að fíla að vera under pressure... vinn alltaf best þannig hvort sem er :)

Copenhagen here I come...

þriðjudagur, september 26, 2006

Ég er í skýjunum!! Þessi dagur hefur klárlega verið full of surprises! :)

Í dag átti að vera fundur í skólanum til að kynna Alþjóðaviku HR, sem verður haldin í október, fyrir nemendum! En það var ekkert smá léleg mæting á fundinn... þannig að ég var ekkert of sátt! Anyways... en þeir sem mættu eru virkilega góðir kandídatar og ég hlakka mikið til að vinna með þeim við undirbúning og framkvæmd Alþjóðavikunnar! :) Það eru komnar upp á borðið magnaðar hugmyndir og ég vona bara að við náum að framkvæma það allt...
Til okkar kom m.a. ein stelpa sem heitir Kristín eða Di og er frá Kína. Hún er með okkur í viðskiptafræðinni. Hún hefur líka unnið dáldið með okkur Alþjóðafulltrúum í tengslum við skiptinemana. Hún bauð okkur Katy að koma með sér í kvöld í móttöku á vegum kínverska sendiráðsins þar sem verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Kína sem er 1. október. Að sjálfsögðu þáðum við það flotta boð og mættum niður í Ráðhús seinnipartinn í dag. Þetta var ekkert smá glæsilegt. Við skoðuðum ótrúlega flottar myndir frá Kína og fengum kínverskan fingramat. Mér fannst þetta þvílíkt áhugavert allt saman og við fengum að spjalla aðeins við viðskiptafulltrúa kínverska sendiherrans sem hafði margt fróðlegt að segja okkur. Alveg frábært eftirmiðdegi!

En ef það sem ég er að fara að tilkynna er ekki samkvæmt sjálfri mér þá veit ég ekki hvað er það...
Eins brjálað og er að gera í skólanum og öllu öðru stússi hef ég samt tekið ákvörðun um það að fara á vegum BÍSN á ráðstefnu í Kaupmannahöfn um helgina. Málið er að mér bauðst þetta bara fyrr í dag og ég gat ómögulega hafnað þessu frábæra tækifæri!

Ráðstefnan ber yfirskriftina NOM sem stendur fyrir Nordic presidential meeting. Aðalumfjöllunarefni hennar verður svokallað qualifications frameworks sem snýst fyrst og fremst um það að endurskoða og endurmeta einingafjölda allra kúrsa sem kenndir eru í háskólum. Þetta hefur verið í umræðunni undanfarið og að sjálfsögðu á fundum hjá BÍSN einnig. Ég tel það mikilvægt að meta hvern kúrs fyrir sig því það er beinlínis ósannngjarnt og óeðlilegt að langflestir kúrsar í t.d. viðskiptafræðinni hjá mér séu metnir til 3 eininga eða 6 ECTS þegar í sumum þeirra er klárlega mun meira vinnuálag en í öðrum. Þannig að ég hlakka mikið til að fara þarna út og taka þátt í þessari ráðstefnu. Ég bind líka vonir við að ég geti notað tækifærið og hitt bæði Aldísi og Eddu Láru sem eru staddar í Köben í námi!!

Ég held það sé því mál að fara að byrja að læra eitthvað af viti... ætla reyndar að skella mér í bíó líka með Soffíu minni sem var að skila BS ritgerðinni sinni!! Hún er reyndar líka að fara til Köben á fös... :) Annars þá kemur þetta allt með kalda vatninu... :)

sunnudagur, september 24, 2006

Þetta er svo ofsalega fallegt lag...

When you try your best but you don't succeed
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse

And the tears come streaming down your face
When you lose something you can't replace
When you love someone but it goes to waste
Could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

And high up above or down below
When you're too in love to let it go
But if you never try you'll never know
Just what you're worth

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

Tears stream down your face
when you lose something you cannot replace
Tears stream down your face
And I

Tears stream down your face
I promise you I will learn from my mistakes
Tears stream down your face
And I

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

Njótiði dagsins elskurnar...
Hvernig stendur á því að af öllum þeim sætu, indælu og eligable strákum sem ég hitti í gær þá er sérstaklega einn sem situr rosalega eftir í hausnum á mér... og hann er frátekinn!
Ætli þetta sé af því að þessi gaur er með sjúklegt aðdráttarafl og fallegustu augu sem ég hef séð eða ætli ástæðan sé sú að mann langar alltaf mest í það sem er mest challengeble fyrir mann... ?? Ég er allavega enginn hjónadjöfull og ætla því að hætta að hugsa um hann...upphátt!

Anyways.... stelpurnar í stjórninni stóðu fyrir frábærri óvissuferð í gær!! Vá hvað ég skemmti mér vel!! Ferðin hófst með fordrykk og snittum kl.5 í gærdag og I was playing the party animal til kl. 5 í morgun... Algjör snilld frá upphafi til enda!! :)Þemað var rautt og drungalegt og við fórum í heimsókn í Nornabúðina. Þar á eftir fórum við í Haunted walk down town Reykjavik!! Það var geggjað, fékk að bera kyndil og enduðum draugasögugír í gamla kirkjugarðinum í vesturbænum! Fórum þaðan í geðveikan dinner á Thorvaldsen....mmm... eins og ég segi alveg æðislegt kvöld í alla staði!! :) Takk allir fyrir frábært kvöld!

Fékk svo að kúra heima hjá Katy og Bálasz í nótt... (er þetta rétt skrifað?)
Miðað við rosalegt kvöld þá er ég bara óvenju hress!
Nú er það BS verkefnið og alþjóðaráðsfundur sem bíða mín... svo er það vika með nýjum áherslum framundan! ;)

Love

laugardagur, september 23, 2006


Það er búið að vera nóg að gera síðan ég kom heim frá New York. En því miður hef ég kannski minnst lagt áherslu á skólann... meira félagslífið! En ég hef ákveðið, eins og góð vinkona mín gerði fyrir sig, að taka mig í smá sjálfsskoðun og fara að raða hlutunum í rétta forgangsröð!

Síðasta vika fór aðallega í þetta;
- vinna
- Tief shcwarcz tónleikar á NASA um síðustu helgi með Katy og Ölmu
- opnunarpartý í búðinni hans Úlla "Módern"... sleppti mér alveg í draumaheimum þar!!
- skiptinemapartý
- ræktin... með hálfum hug þó :S
- BÍSN fundir...
- Stúss og skipulagning á útgáfupartýi sem var haldið í gærkvöldi á Barnum! Tékkið á þessu www.studentakort.is
- Útskriftarráðsfundir...
- Alþjóðaráðsfundir...
- Framleiðslustjórnun...

Ég átti stutt samtal við einn kennara uppi í skóla í vikunni. Hann sagði mér að það myndaðist alveg sérstakt andrúmsloft á seinni önninni hjá þriðja ári... ég er nú þegar farin að fá fiðring í magann og hugsa mikið um hver mín næstu skref verði. Hvað langar mig að gera? Það er miklu erfiðara en ég hélt að gefa sér tíma og hugsa hvað mann langar og hvert maður stefnir sérstaklega þar sem sú ákvörðun getur haft mikið um framtíð mína að segja. Ég hef hugsað mér að fara að stunda yoga svona einu sinni til tvisvar í viku og athuga hvort að ég nái þannig að einbeita mér betur að þessu. Ég er allavega alveg með það á kristaltæru að ég er ekki á leiðinni að starfa fyrir bankana... ef það verður eitthvað fjármálatengt þá fer ég í annars konar fjárfestingarfyrirtæki! En eins og er þá liggur hugurinn... ótrúlegt en satt... út í heim! Allt í vinnslu... ;)

Spurning um að fara aðeins aftur upp í rúm... var að koma heim úr vinnunni og er að fara í óvissuferð með Stúdentafélaginu seinna í dag.. :)

Love,
Saló

sunnudagur, september 17, 2006

Fullt af myndum frá New York komnar inn hjá stelpunum... :)

Hafný sæta með Rocco de Luca

Rakel í stuði... ég gat ekki hætt að hlæja!

Karen og Aníta, beautyqueens...

Hildur on fire...

Moi et JP, a photographer! Frábært kvöld! :)

miðvikudagur, september 13, 2006

THE WONDERS OF NEW YORK CITY

Ég á eiginlega ekki orð sem lýsa því hversu æðisleg þessi borg er! Ég skemmti mér svo ótrúlega vel með stelpunum og hafði það svo hrikalega gott síðustu 9 daga að ég er klárlega endurnærð og til í slaginn aftur!

Ég held að ef ég færi að lýsa ferðinni frá A-Ö þá myndi enginn nenna að lesa færsluna þannig að ég ætla bara að telja upp það helsta...

- sat frammí hjá flugstjórum hálfa leiðina út... hinn helminginn á Saga Class... næs! Mjög skemmtileg upplifun! Matt Damon sat tveimur sætum frá mér... ;)
- Þegar komið var til New York þá var ég eins og Marilyn Monroe myndi segja... just a small girl in a big world... en ég var svo heppin að kynnast æðislegum strák sem flaug með mér út og býr á Long Island og hana Ingu sem var með mér í Versló og býr úti í NY því þau hjálpuðu mér að komast á leiðarenda áfallalaust. Takk fyrir það!!
- Kynntist æðislegum stelpum, sumum alveg from scratch og öðrum betur... þið gerðuð þessa ferð að því sem hún varð elskurnar!! Hlakka til að hitta ykkur aftur :)
- Mikið verslað... enda ekki annað hægt!! Victoria's secret, H&M, Abercrombie og Fitch, Guess, Forever 21, Mac, Urban Outfitters, Old Navy, Gap... Name it! (I think I lost myself....)
Við stelpurnar gerðum einmitt grín að því að sumar okkar yrðu sennilega eins og gellan í The Excorsist í búðunum... hausinn færi í hringi og við myndum æða eins og brjálæðingar í gegnum búðirnar rífandi hverja pjötluna á fætur annarri í fangið og kveikja í kreddaranum... well.. it almost happened!!
- Fengum einn rigningardag... og ég keypti mér 2 regnhlífar. Alla hina dagana fengum við steikjandi hita og sól... æðisleg tilbreyting frá mjög svo glötuðu íslensku sumarveðri!
- Fór í manicure og pedicure... var alveg að upplifa drauminn to the fullest... ;)
- Birna kom okkur í partý með Kiefer Sutherland og þar kynntumst við fullt af æðislegu fólki! hárgreiðslumönnum, ljósmyndurum, editorum, tónlistarmönnum, business fólki... I had fun! ;)
- Fórum í magnað útsýnisflug með þyrlu að kvöldi til... þessu flugi fylgdi endalaust fyndið atriði... þyrluRóbert... say no more!
- Fórum í limmó...
- Fórum á geðveika veitingastaði!! Fyrir utan frekar ógeðfelldan pastarétt í Little Italy...
- Maður hafði það nú eiginlega of gott í mat og drykk... (ræktin á morgun!)
- Allir voru ótrúlega vinalegir og opnir, margir vildu fá að koma með okkur heim til Íslands..
- Mjög skemmtilegt að sjá hvernig íbúar Manhattan breytast útlitslega þegar maður fer úr einu hverfi í annað... t.d. úr Soho yfir í Chinatown og þaðan yfir í Little Italy... það er eins og að hoppa úr einu landi í annað!! En æðislegt samt sem áður...
- Times Square er geðveikt... ótrúlega amerískt og mikill glamúr yfir því...
- Fórum tvisvar í tour bus... einu sinni að degi til og svo aftur seinna um kvöldið og keyrðum þá yfir Manhattan Bridge yfir til Brooklyn... það var þvílíkt flott að sjá ljósin á Manhattan í myrkrinu!
- Maður komst eiginlega ekki hjá því að vera dáldið hrærður þegar við fórum að skoða "ground zero" ofboðslega mikil sorg sem maður skynjar... ég tala nú ekki um í gær, 11. september sjálfan... við vorum ekki svo langt frá turnunum og sáum því fullt af fólki ganga í átt að þeim með blóm á leið að minnast hinna látnu og votta virðingu sína.
- Fór í guided tour í hjólakerru um Central park..
- Gleymdi mér í Barnes&Noble og keypti mér bæði Good to Grea e. Jim Collins og Jack Welsch; Straight from the Cut.

Æðisleg ferð frá upphafi til enda!! Myndirnar munu tala sínu máli og fara að koma inn!! Þetta er klárlega draumaborgin... ég væri alveg til í að prófa að búa þarna... aaawww... man... þetta var rosa næs!! Maður lifði eins og prímadonna!!

En samt sem áður nice to be back home... hlakka til að sjá ykkur aftur!
Real life er tekið við..
Luv

sunnudagur, september 03, 2006

Hjartað slær örlítið hraðar en vanalega og ég er með fiðrildi í maganum! Ég held ég verði að viðurkenna að ég er pínu kvíðin fyrir morgundeginum...
Ég er á leiðinni til New York ein míns liðs... stelpurnar koma allar sólarhring seinna!! Ég flýg nefnilega á stand by miða og allar vélar eru stútfullar þannig að ég vil ekki taka neina sénsa! Ég hef aldrei áður komið til Bandaríkjanna en ég er þó vön að ferðast ein þannig að það hjálpar nokkuð til! Ég á örugglega eftir að vera dáldið lost og pínu einmana in the big city annað kvöld.... En ég verð nú samt að segja að þrátt fyrir þennan óróleika hlakka ég ofsalega til!!
Hótelið okkar er staðsett í Tribeca sem er ekki svo langt frá Soho hverfinu þannig að ég sé fyrir mér að vakna snemma og rölta aðeins um hverfið... kíkja upp í Greenwitch Village og njóta dagsins og veðurblíðunnar (spáð 23 stiga hita og sól!!) í rólegheitunum... setjast á kaffihús og kaupa mér nýjasta Vouge svo ég sé með á nótunum þegar ég byrja að versla með stelpunum ;) Ég veit samt að sms frá ykkur myndi definetly fá mig til að brosa út í annað ef ég verð eitthvað lítil í mér... :)

Þetta er annars búin að vera frábær helgi, fórum í vísó í KB banka í gær og þaðan á Angelos, lita staðinn við hliðina á Barnum. Mjög næs staður og staffið þar líka :) Við Mn'M rákumst á einn starfsmann Actavis sem var þarna að skemmta sér og ég held bara að við höfum étið hann lifandi!! ;) Ég ætla ekki að segja á hvaða skemmtistað megninu af kvöldinu var eytt með skiptinemunum okkar... því það myndi hreinlega skemma mannorð mitt ;) en við skemmtum okkur allavega rosalega vel :)
Í kvöld komum við yndinu okkar honum Marc á óvart með því að við Katy og allir skiptinemarnir tókum okkur saman og héldum crazy surprise afmælisparty fyrir hann! Hann varð 25 ára í dag og við keyptum líka handa honum rosa kúl afmælisgjafir! Víkingahjálm, bol og Jeff Who diskinn.. hann var mjög sáttur líka og hjálmurinn var þvílíkt vinsæll! Skemmtum okkur þvílíkt vel!! Verð að fara að koma upp myndasíðu...

Anyways... kannski ég ætti að fara að huga að því hvað ég ætla að taka með mér út... reyna að skipuleggja mig aðeins! Sem betur fer er ég alveg dauðþreytt... svaf lítið í nótt ;) þannig að ég á eftir að steinsofna þegar ég leggst niður...

Varðandi ferðina og NYC þá eru öll tips vel þegin :)

Well... kossar og knús... hlakka til að sjá ykkur þegar ég kem heim aftur!! ó mæ gad, ó mæ gad ó mæ gad.... :)
Luv