sunnudagur, febrúar 25, 2007

Ég var að koma af ritstjórnarfundi... áttaði mig þá á því hvað tíminn hefur liðið hratt! Ekki nema 2 vikur í skil á öllu efni til uppsetjara... shiii... en þetta er súper ritstjórn og ef okkur tekst að koma öllum hugmyndunum okkar í verk þá verður þetta þrusublað :)

Ég hef tekið lífinu svo rólega að undanförnu að ég er nú komin með to do lista yfir to do listana mína... nánast!! Er að fá nett sjokk...

Fín helgi liðin... fór á óvænt skrall... rosa flott vínsyndaferð í EJS þar sem Begga ein af skólasystrum mínum í HR er búin að fá vinnu! Skemmtilegt að hitta hana og spjalla.. by the way, ef þið hafið áhuga á fitness og líkamsrækt tékkið þá á þessari síðu: www.blog.central.is/fitnessgirls :)
Endaði síðan með Rut minni á Vegó að vanda!! Við tvær stóðum ennþá uppi kl.04.30 um nóttina eftir að hafa mætt í vísó kl.17.00!! Takk fyrir... ;)

Vinkona mín er með vikulega (yfirleitt á sunnudögum haha..) pistla um hitt kynið... lýsir oftar en ekki pirringi sínum út í hitt kynið eftir viðburðaríka helgi... alltaf svo skemmtilegt að lesa það...
Ég hef lært að taka þessum málum með jafnaðargeði... strákar sem maður hittir á djamminu eru yfirleitt bara með eitt í huga sem er alls ekkert verra og þó margir strákar haldi annað þá hugsa flestar stelpur alveg eins! Það er svona regla... eins og 3 daga swinger reglan.. nema að þessi er svona... ef að stelpu langar að kynnast betur strák sem hún hittir á djamminu... þá fer hún ekki heim með honum... einfalt! Þannig að strákar... þið getið alveg óhræddir sleppt því að lofa að hringja í stelpuna ef hún hefur farið heim með ykkur... miklu einfaldara og enginn ruglingur! hahaha.. já... það er aldeilis speki sem ég lá á... Fyrir mig get ég alveg sagt að ég er ekki að sjá að ég sé að fara að hitta einhvern special someone á næstunni, þó stjörnurnar segi annað, þar sem ég er með hugann við allt aðra hluti núna... og þessi sem mig langar í er hvort sem er frátekinn ;) hentar líka vel fyrir svona career-oriented hugarfar eins og er í gangi hjá mér núna...

Ekki nema fjórar vikur í New York og Arizona!! :) Katý yndið mitt ætlar að hitta mig í New York eftir að ég kem þangað aftur frá Arizona!! Við verðum þarna einar yfir alla páskana!! :) Okkur þykir það nú svo sem ekkert leiðinlegt... ;) Förum á fundi með fólki úr tískubransanum út af lokaverkefninu okkar... bara spennandi og skemmtilegt!! En það þýðir líka að það eru ekki nema fjórar vikur eftir af síðustu önninni minni í HR!!! Whaaaa!!!

Aaaahhhh gleymdi að segja!!... ég náði alþjóðlega DELE spænskuprófinu!! úje! :)

Later love, Saló

mánudagur, febrúar 19, 2007

"Augun eru spegill sálarinnar"

....so true! Hitti my mistery man í gær og smellti á hann einum... þó það sé algjörlega óviðkomandi spekinni hér að ofan...

Sweet dreams are made of these...

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Balenciaga spring 2007

I suddenly decided to blog in english...

Gucci spring 2007

I've been working on this assignment for the last couple of days with one of my best friends. Actually it's my (second) BSc-thesis and the goal is to form a strategy for an American luxury fashion brand into the Scandinavian market. The brand is named after its CEO, Elie Tahari. Does any of you recognice it? It would be located in the same category as e.g. Marc by Marc Jacobs, Red by Valentino, Anna Sui, Diane VonFurstenberg... etc... and it is a part of the Neiman Marcus Group in NYC.
Elie Tahari spring 2007
As I have been studying.. I've been reading through a lot of fashion magazines and a lot of web pages... I think my inspiration has gradually been coming back...

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Þó svo að ég sé í 4 færri fögum en á síðustu önn, og þá er mikið sagt!! þá samt er ekkert minna að gera....

  • Var að koma af viðskiptaþingi sem bar yfirskriftina "Ísland, best í heimi?" og var haldið af Viðskiptaráði Íslands á Hotel Nordica. Ráðstefnan var einstaklega áhugaverð og vel heppnuð. Mér fannst mjög gaman að heyra Simon Anholt tala um niðurstöður rannsóknar um ímynd Íslands og annarra landa. - Hann benti á hvernig Íslendingar gætu aukið jákvæða ímynd sína með því að einbeita sér að því að segja frá fólkinu í landinu, afrekum þess og eldmóði. Þeir útlendingar sem yfir höfuð þekkja landið okkar, þekkja það nánast eingöngu sem náttúruperlu en ekki menninguna sem hér ríkir. Með því að auka jákvætt viðhorf og um leið "goodwill" Íslands ætti landið að verða ákjósanlegri staður fyrir erlenda fjárfesta og aðra útlendinga sem hér vilja búa og/eða sækja menntun.
    Svo má líka velta því fyrir sér hvort við Íslendingar viljum fá meiri alþjóðlega athygli og hvort við ráðum við hana... Mín skoðun er sú að við ættum að taka höndum saman, þjóðin í heild sinni, atvinnulífið og ríkisstjórnin og vinna að því að efla ímynd Íslands út á við. Gera Ísland að "national brand" í skiptum við "country brand". Vissulega er það ferli sem tekur tíma og verður að vinna faglega að en ég held að þegar öllu er á botninn hvolft yrði það þjóðinni í heild sinni til virðisauka.
    Að auki langar mig að fagna þeim áhuga sem orðið hefur á alþjóðasamskiptum Íslands. Þá sérstaklega því sem fram kom í ræðu Höllu Tómasdóttur um menntakerfið, tungumálakennslu og eflingu menningarlæsis þjóðarinnar.
  • Ég var að taka að mér mjög spennandi og áhugavert verkefni. Það ber yfirskriftina "Slice of Iceland" og er hluti af EMAC markaðsráðstefnu sem HR er að vinna að. Verður án efa lærdómsrækt og skemmtilegt :)
  • Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara á ráðstefnu fyrir BÍSN í Barcelona... hún er núna í lok febrúar... ég veit ég hefði ekkert á móti því að heimsækja Fanneyju mína... líka margt sem mig langar að gera sem ég vildi að ég hefði gert þegar ég var þar síðast... m.a. reyna við sæta barþjóninn á Tunnel... haha ;) Hvað segirðu Fanney?? Annars styttist nú óðum í Bandaríkjaferðina... og þá meina ég það bókstaflega því það lítur út fyrir að ég ferðist um landið þvert og endilangt... New York - Detroit - Pheonix - Arizona - Pheonix - Dallas - New York... og ég ætla meðal annars inn í New York borg og gista þar í tvær nætur... restinni af tímanum verður svo eytt í hitabeltisveðráttu Arizona... ekki leiðinlegt er það..!!
  • Elie Tahari maraþonhelgi framundan, get varla beðið :)
  • Síðast en alls ekki síst... Á morgun er Alþjóðadagur HR. Allir sem hafa áhuga á að fara í skiptinám eiga að mæta og allir sem einhvern áhuga hafa á alþjóðasamskiptum eiga líka að mæta... því það verða scouters á svæðinu!!!

Ég er að byrja að sækja um vinnu.... er pínulítið stressuð yfir því... ég er kannski naive en ég trúi því enn að ég geti allt sem ég ætli mér, ef ég er bara nógu einbeitt og ákveðin.... en hvað svo þegar draumarnir rætast? Hvað þá? Bíðum og sjáum... ég er allavega með fingur í kross... :)

Gangi ykkur vel í því sem þið eruð að fást við...