sunnudagur, október 29, 2006

Ég kíkti á RJÓMA, sýningu HR og LHÍ í Hafnarhúsinu, í dag. Byrja kannski á því að óska Katy til hamingju með viðburðinn þar sem hún var einn af fáum skipuleggjendum! Þetta stóðst algjörlega væntingar og meira en það! :)
Mér finnst svo magnað að sjá sumar listatýpurnar... Ég dáist að þeim fyrir að leyfa sér að hafa svona nett kæruleysislegt viðhorf til lífsins og fylgja hjartanu í stað þess að láta velmegun hafa yfirhöndina.

Nóg að gera... ekki nema örfáir dagar í skil á fyrstu drögum BS! Enginn tími til að vera að slá sér upp núna!! Farin að mæta heldur illa í tíma... vona að ég nái að laga það á þessum fáu vikum sem eftir eru! Fyrsta prófið er svo 22. nóvember og síðasta 7. des. Lokaskil á BS eru 15. desember og ég býst fastlega við því að sitja við skrif dag og nótt fram að þeim tíma... eftir það er svo stefnan að skella sér norður í afslöppun og rólegheit!

Helgin hefur farið í verkefnavinnu 24/7... enda eru verkefnaskil í öllum fögum í næstu viku! Og það ekkert lítil verkefni... Til dæmis búin að sitja við tölvuna í allt kvöld og skrifa um Kauphöllina á Íslandi og sameiningu evrópskra kauphalla. Vá hvað ég á skilið að kaupa mér SPA kort í Laugum í desember... ;)

Annars er nú árshátíð um næstu helgi og ég hef boðið nokkrum útvöldum HR-ingum í afmælispartý heim til Katy á undan!! Það verður fínt að lyfta sér aðeins upp áður en maður hverfur alfarið af yfirborðinu til að læra og ná önninni.

Í dag eru 5 mánuðir í heimsókn til Arizona... alveg farin að iða af spenningi!! Stelpurnar pöntuðu New York ferðina með sjö mánaða fyrirvara og sá tími leið eins og elding.... Það er alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til :)

laugardagur, október 21, 2006

B-day

Vog:
Eitthvað sem virtist óheppilegt um tíma reynist gæfuspor þegar upp er staðið. Þú átt loksins eftir að þakka hjartasár fortíðarinnar. Þau gerðu þig vitra og svipmikla sem kemur þér að góðum notum núna.

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar í dag yndin mín!

Luv, Saló

fimmtudagur, október 19, 2006



I - Töframaðurinn

Þú sækir andlegan og líkamlegan mátt ómeðvitað til æðri máttarvalda og á sama tíma úr umhverfi þínu. Tæra vitund þín er þinn andlegi grundvöllur og orkuflæðið hjá þér er mjög mikið um þessar mundir.

Undrið er vöxtur og birting hins guðlega neista sem býr greinilega innra með þér. Hér er um að ræða varanlegt ástand sem þú getur eflt með sjálfinu.

Sjálfsöryggi, skipulag og agi einkennir þig . Þú munt vafalaust virkja drauma þína samhliða gjörðum þínum. Vitsmunir, vilji og þinn ómældi hæfileiki í mannlegum samskiptum mun koma þér á áfangastað.

Máttur þinn til að skapa á sér engin takmörk. Þér er hér ráðlagt að nota kosti þína til að koma hugsunum þínum í verk sem fyrst.

miðvikudagur, október 18, 2006

Ég er búin að vera að leiða hugann að þessu undanfarið:

Við fáum flest aðeins eitt tækifæri í lífinu, eitt tækifæri til að kynna okkur, eitt tækifæri til að sanna okkur og eitt tækifæri til að standa okkur!! Sumir fá líka eitt tækifæri til að klúðra hlutunum... en það eru ekki margir!

Eitt andartak getur öllu skipt. Það getur ráðið úrslitum og haft áhrif á líf þitt um ókomna tíð. Hugsiði ykkur hvað eitt orð eitt hik eitt bros getur breytt miklu... það getur verið vendipunktur..


III - Keisaraynjan


Þú veist sannarlega hvert þú ætlar þér og ert fær um að uppfylla óskir þínar og ekki síður þeirra sem þú hrífst af. Ef þú horfir einungis fram á við og einblínir á það sem þú vissulega þráir hverfa ímyndaðar hindranir eins og dögg fyrir sólu. Þú hefur til að bera hógværð og yfirvegun, líkt og þú sért laus við lægri hvatir eins og græðgi og öfund. Þú ert heiðursmanneskja og vilt hafa umhverfi þitt á sömu nótum.

Miklar andstæður eru hérna innra með þér þegar tilfinningaflæðið er skoðað og þú ert minnt/ur á að þú ert svo sannarlega fær um að kljást við samband sem er nýhafið eða um það bil að verða að veruleika.

Ef að á þessu stigi málsins ólgar innra með þér reiði, afbrýðisemi eða neikvæð líðan yfirleitt ættir þú að snúa við blaðinu hið snarasta því slík líðan margfaldast innra með þér ef þú einbeitir þér ekki að því jákvæða sem þú upplifir.

Sjálfsagi er mikilvægur en þú ættir ekki að hika við að svara ástarhótum vel, ef þú ert á annað borð fær um að svara áreitni þeirra sem eiga hana skilið.

Ég er búin að opna augun!!
Ég er á krossgötum og hlutirnir gerast mjög hratt!
Breytingar í aðsigi....

laugardagur, október 14, 2006

Seinheppin

Ég átti að mæta 9.30 á fund hjá AFS vegna lokaverkefnisins. Eins og venjan er orðin var ég 5-10 mín of sein... bankaði á hurðina sem mér til mikillar undrunar var læst... ég prófaði að hringja í Heiðdísi og jú jú hún var komin. Ég bað hana um að koma og opna fyrir mér. Eftir 2 mín hringdi hún í mig og spurði hvar í ósköpunum ég væri... á sama augnabliki áttaði ég mig á því að ég var á kolvitlausum stað!! Ágætt start á föstudeginum 13...

Eftir því sem leið á daginn fannst mér hann bara verða betri og betri... allt gekk eins og í sögu. Allir fundirnir gengu vel og lokaverkefnið í góðum farvegi..

Fór til Brynju eftir vinnu og við náðum að gefa hvor annarri nokkuð gott update á stöðunni.. svo margt sem maður hefur að segja þegar maður hittist svona sjaldan!! Fór síðan með Rakel í afmæli á Vegó og þaðan fórum við til Krissu þar sem stelpurnar voru. Við tókum actionary með trompi og skemmtum okkur konunglega!! :) Svo var það down town... ætlaði nú ekkert að vera neitt rosa lengi, enda vinna snemma morguninn eftir...

Þetta var búinn að vera virkilega góður dagur, fyrir utan smá rugling þarna um morguninn... En viti menn... ég fór á klósettið á einum skemmtistað og dúndraði hausnum í handþurrkuna!! Fékk med det samme huge kúlu á ennið... lét ískalt vatn renna á ennið til að reyna að minnka bólguna sem varð bara meiri og meiri!! ég var komin með kúlu á stærð við egg og við það að fá hjartaáfall þar sem ég var stödd inni á klósetti á einum skemmtistað bæjarins í góðum gír með vinum mínum... Það var að sjálfsögðu ekki nokkur leið að ég væri að fara að setjast niður aftur þannig að ég fór fram... og beint í taxa upp á slysó!! Læknirinn reyndi að hughreysta mig því ég hafði mestar áhyggjur af því hvað ég væri ekki smart svona... En ég náði bara því að hann sagði að ég yrði ljót í svona 2 vikur!!! Tvær vikur!!! Úff.. pabbi kom og náði í litla barnið sitt um miðja nótt... ég fór beina leið upp í rúm með kælingu á enninu og fingur í kross að bólgan myndi hjaðna sem allra fyrst!! Pála var svo yndisleg að mæta fyrir mig í vinnunna..

Núna er ég ennþá vel bólgin... fæ kannski glóðarauga og allt... þvílíkur klaufaskapur!! Áttaði mig svo á því að ég hafði týnt visakortinu í ofanálag... Þegar ég fór að þusa um að það væri þá rétt sem sagt væri um föstudaginn 13. þá benti pabbi mér nú á að það væri komið yfir miðnætti...

Tvíhöfði...

þriðjudagur, október 10, 2006

Definetly Maybe

Síðustu dagar hafa verið virkilega annasamir. BS ritgerðin er í fullum gangi og ég held að ég geti sagt að okkur Heiðdísi gangi bara þokkalega vel!
Þannig að ekki láta ykkur bregða þó ég hverfi af yfirborðinu fram yfir jólapróf því ég er virkilega í þann mund að hella mér út í geðveikina!!

Fyrir utan verkefni, próf, vinnu, mjög svo spennandi bs ritgerð, Alþjóðadaga HR og útgáfu BÍSN blaðsins þá er ég með ýmislegt áhugavert í farvatninu... just wait and see!

Ég spjallaði heillengi við Eddu vinkonu, sem er úti í Köben, á Skype í kvöld! Stórsniðug uppfinning þetta skype!! Ekki langt síðan ég uppgötvaði þetta en ég bjargaði mér sko alveg!! Sat uppi í rúmi með ipod heyrnatólin í eyrunum og singstar-micinn í annarri og handklæðið á hausnum þar sem ég var að koma úr baði! Skemmtileg sjón! En það var svo gott að heyra í henni!! :)

Á morgun er það svo þétt dagskrá að venju...
Skóli - Alþjóðastúss - Ræktin með Katy - BS madness! - Meiri skóli - New York reunion og stelpukvöld heima hjá Karen!!
Skemmtilegur dagur framundan!! :)

Heill sá er kvað
heill sá er kann
heill sá er nam
heilir þeir er hlýddu
(úr Hávamálum)

föstudagur, október 06, 2006

Lá uppi í rúmi að lesa lögfræðina... búin að klæða mig í flíspeysuna sem ég fékk frá vinnunni í gær og hugsaði mikið um að ná í ullarsokka til að smeygja mér í líka! Þegar ég var komin á fætur þá ákvað ég bara að fá mér coke glas og fara aðeins í tölvuna... Það er rosalega kalt... m.a.s. fingurnir á mér eru ískaldir... þeir eru það reyndar yfirleitt... en eins og mamma segir alltaf: kaldir fingur = hlýtt hjarta :) Mamma er svo klár!
Ég er frekar sjúskuð... búin að vera að vinna í BS í allan dag og svo beint að vinna og svo heim og er í algjöru letikasti núna... var að spá í að kíkja aðeins út í kvöld en er ekki alveg að nenna því... ætti hvort sem er að nota tímann og lesa meira í lögfræðinni. Er alveg til í að fara aftur undir sæng og lesa... þessi lögfræði er líka mjög skemmtileg!! Bróðir minn verður örugglega ánægður að heyra það... þó ég hætti mér varla í lögfræðiumræður við hann... ekki nóg með að ég sé að læra VIÐSKIPTAlögfræði í HR heldur er ég að fara yfir námsefni 5 námsára á einni önn.... honum finnst það ekkert gamanmál!
Fór út að hlaupa í morgun... elska lyktina af haustinu! Sippaði líka með nýja Nike sippubandinu mínu... sem ég er búin að telja mér trú um að sé að sjálfsögðu miklu betra en öll önnur sippubönd því það er jú NIKE!! Ég held ég geti varla neitað því að ég sé af þessari umtöluðu tískuneyslukynslóð. Kaupi hluti sem eru rándýrir bara af því að þeir eru meira kúl og gera mig þar af leiðandi að mega pæju... fer út að borða og kaupi mér kokteila og fer til útlanda á tveggja vikna fresti... segiði svo að námsmenn hafi það ekki gott!! Námslánin covera þessa neyslugleði reyndar engan vegin en ég er jú vinnandi manneskja og þegar allt þrýtur þá er það bara gamla góða visakortið... það er hvort sem er kúl að eiga fullt af vildarpunktum ekki satt!! (fyrir þá sem ekki þekkja mig... þá er þetta að sjálfsögðu kaldhæðni)

Ég komst að því um daginn að umræður um skólagjöld eru mikið hitamál fyrir mig! Ég kemst hreinlega í uppnám þegar fólk er á móti þeim!! Ég finn meira að segja fyrir því núna hvað ég æsist upp við að skrifa þetta!! Helstu rökin "jafn aðgangur að námi!!! ekki mismuna fólki um aðgang að námi á fjárhagslegum grundvelli" --- Ok í fyrsta lagi þá þarf að skoða þetta í aðeins víðara sjónarhorni heldur en þessu... það er alltaf gott og blessað að bera umhyggju fyrir náunganum en honestly þá held ég að málið sé bara ekki alveg svona simple! Það væri ekkert leiðinlegt að vera með super einkunnir og komast svo bara inn í Harvard léttilega þar sem ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af skólagjöldum, því þau hefðu verið felld niður! EN... um leið og það yrði gert væri að mínu mati verið að gengisfella námið við Harvard! Það eru há skólagjöld þar on purpose! Hærri skólagjöld = hærri laun kennara, Hærri laun kennara = auðveldara að fá hæfari kennara til starfa, Hærri skólagjöld = meira fé til dýrmætra rannsókna, Hæfari kennarar = betri kennsla, betri kennsla + dýrmætar rannsóknir = betri háskóli!! Betri háskóli = hæfari útskrifaðri nemendur = aukin framleiðni = aukin velsæld þjóða!! Ég vil meina að hver sé sinnar gæfu smiður!! Fyrir þremur árum hefði ég gefið allt til að komast í draumanámið mitt í London... en það gekk ekki upp þar sem ég var ekkert skynsamari í peningamálum á mínum yngri árum og svo lánar LÍN ekki fyrir skólagjöldum í grunnnámi (ennþá)! My fault... Ég geng ekkert í vinstri flokka og betla um ókeypis nám, ég fer bara aðra leið að því! Tek til dæmis bara lán... það er í tísku! ;)

Vá... Salóme bara orðin pólítísk! Ég ætla að biðja ykkur um að taka mig ekki of hátíðlega... þetta er frumraun og eðlilegar afleiðingar af langri setu með mjög svo vinstrisinnuðum stúdentafélögum Norðurlandanna og baltnesku ríkjanna... það eru örugglega einhverjar röskemdarvillur hér að ofan... enda treysti ég mér aldrei í morfís og hataði stjórnmálaumræður...

Hausinn er á fullri ferð... held ég ætti að fara að henda mér upp í rúm aftur!!

miðvikudagur, október 04, 2006

When you try your best but you don't succeed....

Ég er ekki stolt af sjálfri mér og ég held að mikill serótónín skortur sé hluti af orsök þess... ég held að á mannamáli yrði þetta kallað skammdegisþunglyndi!!
Kannski ekki alveg svo slæmt en ég er allavega í mínus...

í fyrsta skipti á æfinni brást ég eigin lífsmottói og ég er bara alls engan veginn ánægð með það, ef maður er ekki samkvæmur sjálfum sér hvað hefur maður þá!? Ég held það sé nauðsynlegt núna að setjast niður, draga andann djúpt, horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er og vinna út frá því. Setja sér raunhæf markmið. Það er líka nauðsynlegt að hreyfa sig til að auka endorfín magnið í heilanum sem leiðir svo aftur til þess að maður fer að hugsa jákvætt!
Fór einmitt í danstíma áðan og ég er ekki frá því að það hafi hjálpað...vildi að ég hefði ekki hætt í dansi þegar ég var yngri...þá væri ég kannski ekki svona klunnaleg í dag haha..

Anyways, þá er ég komin frá Köben. Þó svo að svona maraþon seminar, debates og workshop séu frekar þreytandi til lengdar þá lærði ég bara heilmikið og kynntist fullt af yndislegu fólki auk þess að ég fékk tækifæri til þess að hitta allar Köbenvinkonurnar mínar og njóta Köben :) Ég heimsótti m.a. CBS og leist bara rosa vel á skólann! Það er alltaf yndislegt að vera í Dk... ég er samt ennþá að hugsa um NYC... þó svo ég hafi kannski ekki beint þannig reynslu af borginni til að geta ákveðið að fara þangað í nám! En allt er opið... það er víst ekki seinna vænna en að fara að amk huga að þessu...

Búin að drepa tvisvar á bílnum í dag... held það sé samt af því að ég er í nýjum hælaskóm!

En já... það er eins gott að fara að herða sig! Ekki nema 7 vikur eftir af þessarri önn og nóg að gera!! Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvernig... ;)