fimmtudagur, júlí 27, 2006

Eru endar að ná saman? Já ég held það... hlutirnir mjakast í rétta átt allavega!!

Er búin að gera örugglega 8. "to do" listann í þessari viku... sumir hlutir eru ennþá á honum en aðrir hafa fengið forgang og klárast. Það er góð tilfinning að strika yfir hluti á svona listum...

Ég get algjörlega staðfest það að þetta sumar hefur liðið jafn hratt og elding!! Ég hef varla svo hægt sé að segja, leyft mér að fara út á land... en ég stefni á að bæta úr því við fyrsta tækifæri!! Mývatnssveitin og Norðurlandið verða without a doubt fyrir valinu...
En ég þurfti að gefa upp útileguna fyrir austan um helgina á kostnað skynseminnar... :( Það er víst nóg að gera...

Dagskrá helgarinnar:
1. Vinna...
2. Fundur með Ölgerðinni í hád. á morgun
3. BS ritgerð... undirbúningur...
4. pakka niður (flyt á mánudag!!)
5. Fundur með Alþjóðaráði
6. Fundur með Stúdentaráði
7. Ná almennilegum samningum við helstu skemmtistaði borgarinnar fyrir BÍSN
8. Senda nokkur meil...
9. Bílastúss...

...en ég ætla nú samt sem áður fyrst og fremst að reyna að einbeita mér að því að slappa af og hafa það gott í faðmi fjölskyldunnar og góðra vina... :)

Góða helgi beautiful people...
Luv
Ég er á lífi...

sunnudagur, júlí 23, 2006

Tók Krissu með mér í brjálað singstar para partý til Ásgerðar og Högna... Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég suckaði big time... eina edrú manneskjan á svæðinu en lét það samt ekkert stoppa mig! En ég vil líka meina að hin hafi öll verið þaulæfð... hmhm... Eina manneskjan sem hefur nokkurn tíman trúað á mína sönghæfileika er Gummi, bekkjarbróðir minn úr Versló!! Hann heillaðist þegar ég tók gamla góða slagarann "dreymir" með Landi og sonum framan í cameruna í busapartýinu okkar... ekki satt ;)
Anyways, við Krissa skemmtum okkur konunglega!! Kíktum aðeins í bæinn en hann var frekar súr þannig að við vorum ekki lengi að koma okkur heim...

Fór í gærkvöldi í staffapartý hjá vinnunni! Og er þetta grín eða hvað... ef þetta var ekki mesta sápuópera sem ég hef nokkurn tíman kynnst þá veit ég ekki hvað. Það voru allir að reyna við alla, þessi var búinn að vera með þessum og allt í þeim stíl.... Það er alveg spurning hvort ég hætti mér aftur í svona game! En samt þrátt fyrir allt dramað þá skemmtum við okkur mjög vel og ég sá alveg fullt af myndarlegum strákum sem ég hafði aldrei áður tekið eftir... Ég endaði svo á að draga Berglindi og Guðna (nýja flugfélagsparið) með mér á Vegamót...

Á leiðinni niður laugaveginn hitti ég gamlan vin, það sem hann hafði mér að segja kom mér mjög á óvart og var eiginlega pínulítið leitt að heyra líka.
Ég skil það vel að vilja breyta ófögrum sannleikanum og því skreyta aðeins þegar sagt er frá. En þegar maður er byrjaður að ljúga að sjálfum sér og sannfæra sjálfa sig og aðra um hluti sem eiga sér enga stoð bara til þess eins að friða samviskuna í stað þess að taka á málunum eins og karlmaður þá er eitthvað mikið að... Það sem gerðist, gerðist. Get over it!!

Svaf loksins loksins út... er á leið í afmæli til ömmu! Vonandi fæ ég bílinn minn á morgunn...

Luv

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Dagurinn í dag var algjörlega svona "one of these days".... ég er gjörsamlega búin á því!! Gat ekki sofnað í gær út af stressi, snéri mér í svona hmm... skrilljón hringi og flæktist í sænginni og ég veit ekki hvað! Sem gerði það að verkum að ég svaf ekki í nema tæpa 3 tíma þar sem ég mætti kl.6 í vinnuna í morgun! Þar beið mín overloading af vörum sem ég hafði pantað fyrr í vikunni, veit ekki af hverju ég ákvað að panta vörur frá öllum birgjunum sem við erum með... anyways, ég geri það ekki aftur því ég var orðin svo þreytt og pirruð að minnsta stríðni í minn garð varð stórmál!! Auðvitað varð líka að koma upp svona vesen í kringum vöruafhendingar og svona... til að krydda daginn!! Það er allavega óhætt að segja að það hafi verið pirringur á öllum vígstöðvum! En þegar líða tók á daginn og flugvélunum sem eftir voru fór fækkandi þá fór að lyftast brúnin á fólki! Eftir tólf stunda vinnudag... var ég að missa mig.. fór beint heim, lét renna sjóðandi heitt vatn í baðið og lá þar bara í dágóða stund! Fór með Rakel í dinner á Óliver og gat aðeins gleymt mér í öðru en að vera upptekin af sjálfri mér!! Takk fyrir skemmtilegt kvöld sæta mín!
Það var mikill uppsafnaður pirringur í mér í dag og ég er farin að stressa mig á þeim verkefnum sem framundan eru.... tíminn líður allt of hratt, ég fer yfir allt fram og til baka í hausnum, get samt ekki komið þessu niður á blað.. reyni að muna allt! Gæfi rosalega rosalega mikið fyrir smá slökun og rólegheit...

Búin að fá nýja flugu í hausinn... rosa spennt að sjá hvernig fer!
Ekki nema sjö vikur í New York..
Staffapartý á Saturday!
Bara nokkrir dagar í flutninga og ég hef ekki gert handtak til að hjálpa ennþá!!
Bíllinn minn er í "lagfæringu" fram yfir helgi!!
Við alla þessa caos í hausnum blandast tilfinningaflækjur og framtíðardraumar þar sem ég er með það á heilanum hvert sé næsta skref...
Held ég eigi að stríða við einhvers konar tilvistarkreppu þessa dagana...

Væri ekkert á móti því að fá eitt notalegt faðmlag...

sunnudagur, júlí 16, 2006

Hitti svo sætan strák í dag... það var eitthvað svo ótrúlega heillandi við hann. Hann hafði þetta netta kæruleysislega útlit.. svo aðlaðandi augu og sætt bros.... ohh.. ég var alveg dáleidd!! Alveg hrikalega myndarlegur gaur og með nokkur tattú til að rokka upp lúkkið... mér finnst það bara dáldið sexy.. flestar vinkonur mínar eru ekki sammála því að tattú séu sexy og útiloka gaurana með det samme en fyrir mér getur þetta bara verið dáldið töffaralegt ef það klæðir hann... And it did... Vá.. ég get bara ekki hætt að hugsa um hann!! Strákar það er alveg málið að steggja í Færeyjum...

Ég heyrði skondna sögu áðan... Fór svo að velta því fyrir mér hvernig er ekki hægt að líka við manneskju sem maður hefur aldrei hitt?? Það er alveg absúrd! Og talandi um haunting past... Fer í taugarnar á mér!! Sérstaklega í þessu sambandi...

Do your thing honey...

Crazy from the caos!
Hitti my favourite girls í gærkvöldi.. og að sjálfsögðu skemmtum við okkur rosalega vel! Það var mikið hlegið og mikið talað... ha Tóti... mikið talað ;) Takk fyrir kvöldið allir! Strákarnir grilluðu fyrir okkur og við sátum og sötruðum rauðvín og rifjuðum upp bernskubrek og ódauðlega utanlandsferð...

The past has been hunting me lately... og því fylgir einhver undarleg tilfinning núna. Kann ekki alveg að díla við það þó ég finni eflaust út úr því. Mér finnst þetta óþægilegt og ég verð öll eitthvað svo óróleg... Forðast að leiða hugann að því! Ég held bara að innst inni sé ég ennþá svo reið og sár.
Líka búin að vera frekar óhefluð og kærulaus undanfarið... En ég held það sé kominn tími til að fara að slaka aðeins á... hugsa fram á við! Reyna að róa hugann... sem bara vill ekki hægja á sinni fleygiferð!! Allt að gerast í einu...

En ég er samt ótrúlega sátt við þann stað sem ég er á núna í lífinu... þarf bara að setjast aðeins niður í rólegheitunum og átta mig á því hvaða stefnu ég vil taka næst...

Luv..

laugardagur, júlí 15, 2006

Fór á Sálina á Nasa í gær og vá vá vá vá hvað það var hrikalega gaman!!! Ef að það er eitthvað sem hægt er að kalla nostalgíuflipp þá var ég í því ástandi í gær! Þetta var magnað svo ekki sé meira sagt! Kynntist alveg æðislegri stelpu að norðan sem er að þjálfa í Bjargi og ég ætla að kynna fyrir Sigurpáli.. Hitti alveg endalaust marga á þessu balli, enda var maður nú ekki maður með mönnum nema fara að hlusta á Sálina!! Helga það var rosa gaman að sjá þig!! :) Verðum í bandi fljótlega!!
Við vorum alveg sveittar við dönsuðum svo mikið... svo var það Oliver - Vegó - Barinn - Prikið... þar sem við Rakel hittum eitthvað fólk og fórum með þeim í eftirpartý... rosalega skemmtilegt lið þar!!
Bærinn var bókstaflega troðinn af fólki í gær!

En Soffía, ég verð að viðurkenna að ég braut princippið okkar... :S I know... ég gleymdi mér... en var samt orðin frekar illa stödd og þurfti aðeins að sleppa mér, if you know what I mean... Þú verður að finna einhverja hæfilega refsingu... mjá...

Ætla að leggja mig aðeins... það er vinna á eftir og svo ætla ég að hitta Hillary, Sirrí og maka... ég verð eitthvað voða makalaus en það er svo sem í lagi þar sem þessir strákar eru "one of the girls"... ;) Þetta verður snilld... grill og pottur... held að veðrið sé að snúast okkur í hag...

Luv..

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Var að koma heim af Footloose, þetta var alveg mögnuð sýning. Fékk svona nettan nemó fíling þegar ég sat þarna uppi í bestu sætunum í salnum, thanks to Fanney!! Takk kærlega fyrir mig!! Hún var svo yndisleg að bjóða okkur Sellu með sér í leikhús í kvöld. Þær tvær eru þær manneskjur og Kiddi auðvitað, sem gerðu hvað mest Barcelona ævintýrið mitt ógleymanlegt!! Fæ alveg gæsahúð að hugsa aftur í tímann... vá hvað ég sé ekki eftir að hafa farið! :) Langar óhugnalega að taka fyrstu vél þangað....

Anyways, footloose, já þetta var geggjað show og flottir dansar!! Þorvaldur var líka rosa flottur, djöfull dansar drengurinn vel og sixpakkið, öss... ;) Mér fannst búningarnir líka snilld.. væri alveg til í að fara í einhverju af þessu út á lífið... algjörlega! Takk fyrir kvöldið stelpur mínar. Hlakka til að sjá ykkur í lunch á mánudaginn!! :)

Fríið er búið og við tekur vinna snemma í fyrramálið...
Stefnan er tekin á Sálarball annað kvöld og mér skilst að það sé smá dining and wining beforehand... líst bara vel á það! Enda fjárfesti ég í nýju skópari á útsölunum...

Búin að vera í smá bílaveseni síðustu daga... þannig að ég óska hér með eftir deiti með handlögnum karlmanni! ;)

Annars hangir þetta allt saman!

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Styttist í útihátíð á Borgarfirði eystri...
Allir að skella sér... gert er ráð fyrir hrikalegu fjöri!

Krissa sjáðu stemminguna hjá okkur... rosalegt!! Skelltum okkur eina nótt á háskólaútilegu í Hallgeirsey fyrstu helgina í júlí...



allar aðrar myndir voru ritskoðaðar... ;)

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Var að koma heim úr roadtrippi. Það varð eitthvað minna úr body combat tímanum þar sem ég var svo mikill klaufi að hrasa og detta kylliflöt á bílastæðinu í Kringlunni. Fyrir framan alla... og fullt af fólki stoppaði til að horfa á hrakfallabálkinn!! Ég stóð upp og horfði illum augum á mannfjöldan og það munaði ekki miklu að ég hefði kallað til þeirra "halló, the show is over". Shit hvað ég skammaðist mín.. ég missteig mig greinilega eitthvað því ég fann geðveikt til í ökklanum og svo fékk ég skrámu á hnéð þannig að nú eru bæði hnén í stíl!! Æðislegt... þetta var mjög glatað en samt dáldið fyndið... allt draslið mitt út um allt. Ef þetta er ekki týpískt fyrir mig þá veit ég ekki hvað! Anyways, ekkert varð úr tímanum þannig að ég skellti mér með Rakel í roadtrip um suðurland. Ætluðum í golf en það ringdi of mikið fyrir pæjurnar í þetta skipti... Svo munaði ekki miklu að við hefðum farið á fótboltaleik á Selfossi áðan... hefðum pottþétt gert það ef að Krissa hefði verið með ;) En ég meina maður þarf ekki að vera einhver snillingur í fótbolta til að fara að sjá einhverja vel vaxna karlmenn taka á því...

Supernova í kvöld, ég ætla að horfa. Er eitthvað svaka heit fyrir þessum rokkaratýpum upp á síðkastið... er alveg veik fyrir Johnny Depp!!
Úff... enda er gaurinn bara flottur!!!


Fékk þetta sent á myspace... fannst alveg tilvalið að deila því með ykkur! Held það sé alveg nokkuð til í þessu nefnilega... enjoy!

A man's translations:
These translations are for all of you wonderful women out there, so that you will know what we really mean when we say...

"IT'S A GUY THING"
Translated:* "There is no rational thought pattern connected with it, and you have no chance at all of making it logical."
"CAN I HELP WITH DINNER?"
Translated:* "Why isn't it already on the table?"
"UH HUH," "SURE, HONEY," OR "YES, DEAR"
Translated:* Absolutely nothing. It's a conditioned response.
"IT WOULD TAKE TOO LONG TO EXPLAIN"
Translated:* "I have no idea how it works."
"TAKE A BREAK, HONEY. YOU'RE WORKING TOO HARD.
"Translated:* "I can't hear the game over the vacuum cleaner."
"THAT'S INTERESTING, DEAR."
Translated:* "Are you still talking?"
"YOU KNOW HOW BAD MY MEMORY IS."
Translated:* "I remember the theme song to 'F Troop,' the address of the first girl I ever kissed and the vehicle identification numbers of every carI've ever owned... but I forgot your birthday."
"OH, DON'T FUSS, I JUST CUT MYSELF. IT'S NO BIG DEAL."
Translated:* "I have actually severed a limb but will bleed to death before I admit that I'm hurt."
"HEY, I'VE GOT MY REASONS FOR WHAT I'M DOING."
Translated:* "And I sure hope I think of some pretty soon."
"I CAN'T FIND IT."
Translated:* "It didn't fall into my outstretched hands, so I'm completely clueless."
"WHAT DID I DO THIS TIME?"
Translated:* "What did you catch me at?"
"I'M NOT LOST. I KNOW EXACTLY WHERE WE ARE."
Translated:* "No one will ever see us alive again."
"WE SHARE THE HOUSEWORK."
Translated:* "I make the messes; she cleans them up."

mánudagur, júlí 10, 2006

Ætla að byrja á því að óska Aldísi vinkonu innilega til hamingju með að vera komin inn í Arkitektaskólann í Köben. Ég er rosalega stolt af þér sæta mín!! Fyrsta heimsóknin verður í lok október... ;)

Fórum öll að sækja mömmu og Kötu út á flugvöll. Þær voru að koma frá Svíþjóð/Köben þar sem Kata var á handboltamóti í rúma viku. Valsstelpunum gekk rosalega vel, lentu í 8.-16. sæti af yfir hundrað og var tjáð að þær væru virkilega góðar á alþjóðlegan mælikvarða! Ég er rosa stolt af litlu hetjunni minni sem færði mér nærbuxur merktar Brazil frá útlöndum... Hún þekkir greinilega stóru systur sína ;)

Var búin að skrifa langan texta um það sem er í gangi í hausnum mér... ákvað síðan að það væri ekki við hæfi að setja það á netið! Punshið voru áhyggjur af framtíðinni... ég er svo áhyggjufull að velja ekki rétta leið... ef það er þá einhver ein rétt leið! Það er svo stutt í krossgöturnar,
ég hef átt drauma um framtíðina síðan ég var lítið barn.. þetta stressar mig svo mikið og ég get ekki verið róleg! Mér finnst allt sem ég geri og segi og tek mér fyrir hendur skipta máli og að ég þurfi að vera varkár. Það kemur í veg fyrir ýmislegt núna... Ég er vön að vera nett kærulaus... en shit hvað tíminn flýgur..

Anyways, Sálin á Nasa á fös, held ég skelli mér bara með stelpunum mínum..
Nostalgíu flipp á lau með æskuvinkonunum... hlakka mikið til!

Love,
Saló


Fleiri myndir á www.spaces.msn.com/rakellind

sunnudagur, júlí 09, 2006

Hann fær hjartað til að slá hraðar og hnén til að skjálfa...

Wondering the streets, in a world underneath it all
Nothing seems to be, nothing tastes as sweet
As what I can't have

Kíktum út á lífið í gær ég, Krissa og Rakel. Ég er officially búin að gefast upp á Oliver... Staðurinn er ekki að gera sig! Það er eins og að stökkva inn í ljónabúr að reyna að fara á dansgólfið! En veðrið er ótrúlega gott!! Ætla út að hlaupa þegar ég er búin að vinna... með ipodinn í botni! Þannig að ef þið sjáið einhverja hot skvísu í kringum Miklatúnið seinni partinn þá er það örugglega ég...

Ætla aðeins aftur upp í rúm að kúra áður en ég fer að vinna... er eitthvað svo þreyttur...

Amor... no es amor
it's just an illusion that I have in my heart...

laugardagur, júlí 08, 2006

Við erum að tala um vel heppnað warm-up fyrir New York City...

Me, Sweet Candy and Green hit the town last night.. and it was awesome! Ég væri ekkert á móti því að maður gæti alltaf verið svona grand á því þegar maður kíkir út á lífið...
Byrjuðum á Enricos þar sem við fengum okkur late dinner og hvítvín. Þessi staður er alveg tilvalinn fyrir svona kvöld, við vorum búnar að koma okkur vel fyrir í einu horninu á staðnum eftir matinn og höfðum það mjög huggulegt. Við ákváðum svo að kíkja aðeins yfir á barinn á Hótel 101 sem mér fannst bara nokkuð flottur og trendy staður, hafði ekki komið þangað áður. Greinilega margt þotuliðið sem leggur leið sína þangað... sátum þar eins og einhverjar primadonnur í þvílíkt fancy fíling með rándýra strawberry mojito í annarri! Visakortið fékk illa meðferð... Þaðan fórum við á Oliver og ég verð nú eiginlega bara að segja að það var frekar slöpp stemningin þar... þannig að við fórum yfir á Vegó.. ahh good old... Fengum þar rosalega gott borð uppi í horni og sátum þar og spjölluðum og sötruðum hvítvín með svaka hressu liði!! Takk fyrir æðislegt kvöld stelpur!

Ég ætlaði í ræktina í morgun, var meira að segja búin að taka til allt dótið svo ég hefði enga afsökun þegar vekjaraklukkan hringdi... en ég var ekki komin heim fyrr en upp úr 7.00 í morgun og svaf eins og steinn og stillti ekki einu sinni vekjaraklukku... bara sofnaði um leið og ég lagðist niður enda búin að vera vakandi í rúman sólarhring!! Sorry elsku Aldís mín... en ég er í fríi í næstu viku og mæti þá í tímana þína! PROMISE!!

Sólin skín og ég er bara í góðu skapi, lít reyndar út eins og belja því ég er svo flekkótt eftir að hafa reynt að fá smá lit á kroppinn með aðstoð Lancome... óþarfi að tapa sér yfir því samt! Annars er aldrei að vita nema maður kíki bara aftur út á lífið í kvöld!!

Later

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Ætli snyrtifræðingar hugsi einhvern tíman "ó fokk" þegar þeir eru til dæmis að lita eða plokka augabrúnir... var að pæla í því áðan þegar ég fór í mitt annað skipti á snyrtistofu til að láta lita á mér augabrúnirnar... var dáldið kvíðin yfir því að ég kæmi út eins og ég veit ekki hvað.. því maður veit best sjálfur hvernig maður vill hafa þær en svo var ég bara voða fín!! Ég gerði þetta við fyrrv.tengdó og ömmu hérna áður og þá komu alveg "ó fokk" moment hjá mér ef maður plokkaði burt eitthvað vital eða litaði pínu útfyrir... en það reddaðist alveg og þær voru voða fínar á endanum!! Þetta er bara pæling..

Fór í háskólaútileguna um síðustu helgi. Hitti þar mann og annan. Náðum að tjalda í brjáluðu rokrassgati með hjálp Ásgeirs hennar Söru á meðan hún og María grilluðu ofan í liðið. Við Krissa vorum frekar sophisticated þar sem við borðuðum á picnic teppi með diska, hnífapör, salat og glös! Ég bætti um betur og drakk hvítvín! Ég tók þátt í rugby... eða tók þátt... setti mig í hlutverk liðstjóra og hljóp eins og brjálæðingur fram og til baka á vellinum. Endaði með harðsperrur dauðans í maganum... Annars verð ég að viðurkenna að eins skemmtilegt og það getur verið þá eru útilegur bara just not my thing... Ég missti vitið og er ennþá að leita að því. Held ég canceleri útilegunni sem var plönuð í lok mánaðarins...

Nokkrir dagar í flutninga...
Aðeins fleiri dagar í New York....
Stundaskráin er komin fyrir ykkur HR-ingar... sumarið fór algjörlega fram hjá mér!!
Fékk meil frá Rosaria, Edouardo og David.. my friends from ESADE, Barcelona.

Hafiði tekið eftir því að það eina sem fólk talar um er HM eða veðrið... how sad!!
Viva Italia...