miðvikudagur, mars 29, 2006

Ekki að ég sé með einhverja minnimáttarkennd en mér fannst ég ekkert ofsalega kúl þegar ég lenti á rauðu ljósi við hliðina á geggjuðum Benz CLS320 á rauða "skókassanum" okkar....

Anyways...ég vaknaði upp við vondan draum áðan þegar ég áttaði mig á því að lokaprófin eru að byrja á mánudaginn!! Össs.. sem þýðir að ekki séu nema 13 dagar í prófalok!!
Bæði Krissa beib og Rachel fagna afmælunum sínum um páskana og Katy elskan kemur heim þannig að ég sé fram á mikið stelpustuð!! Ég er bara farin að sakna stelpnanna minna því það er svo langt síðan við gerðum eitthvað allar saman!! Hvað segiði um að við skipuleggjum bara eitthvað game gengispíur?? Komments?? :)

Mér finnst dáldið mikið um það að fólk sé að taka sér bloggpásur núna... líst ekkert á það!! En ætli maður bloggi mikið í prófunum.... það verður bara að koma í ljós... Maður tekur allavega prófin með trompi og fer í ræktina þess á milli!! Ljúfa líf...

þriðjudagur, mars 28, 2006

Ég er í svona ástandi þar sem ég vildi að ég gæti spólað aðeins til baka... nokkra daga!
En hvað geirir maður þá. Endurskipuleggur allt. Raðar öllu upp á nýtt og ekki eins og það var áður, lagar til inni í skápum og setur allt í röð og reglu. Fer í ræktina í tvo tíma og svo heim í heitt freyðibað með rólega tónlist og kertaljós!! Þá er allt orðið gott aftur....

...það er stefnan!!

laugardagur, mars 25, 2006

Mér líður einstaklega vel...

Undanfarið hef ég verið mjög ólík sjálfri mér, eiginlega bara síðan úti í Barcelona! Ég hef algjörlega komið sjálfri mér á óvart, sumt er gott og annað slæmt. Ég vil samt meina að þetta sé millibilsástand sem senn fer að ljúka. Einhvern veginn er ég að ná fótfestu á nýjan leik.

Það er hrikalega lítið eftir af skólanum, tíminn hefur svo sannarlega flogið þessa önn. But you know what they say "time flies when you're having fun" ;) Og ég hef klárlega verið að njóta lífsins síðustu mánuði! Þessi tími er búinn að vera þvílíkur reynslurússíbani fyrir mig og ég er bara innilega þakklát fyrir það! Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig.

Ég er svo ofsalega spennt fyrir framtíðinni að ég fæ sting í magann að hugsa um það... það eru svo mörg tækifæri sem bíða handan við hornið!!! Ekki nema ár eftir í útskrift... og ég er sko með langan lista yfir drauma sem bíða eftir að rætast!! :)
En á meðan nýt ég lífsins í botn í góðra vina hópi og faðmi fjölskyldunnar...

Vorið er að koma og ástin liggur í loftinu... I love my life!! :)

18 dagar í próflok....
En í kvöld ætla ég loksins að hitta Ásu pjásu vinkonu því það er sko löngu kominn tími á það!!

Sé ykkur úti á lífinu...

fimmtudagur, mars 23, 2006



ÞÚ ERT:ARTEMIS

Artemis er gyðja óbyggðana og villtra dýra, en síðar varð hún einnig gyðja fæðandi kvenna. Hún var skírlíf og bað ung föður sinn guðinn Zeus að veita sér eilífan meydóm.Hún þótti ægifögur en gat um leið verið afar köld. Hún var ætíð vopnuð boga og örfum var mjög grimm hverjum þeim sem gerði á hlut hennar og þeirra villtu dýra er hún verndaði. Hún naut sín best á hlaupum með dýrunum í skóginum.



Þú hefur hlotið 42 stig
Persónuleiki þess sem fær á milli 41-50 stig:

Fólki finnst þú frískleg, lifandi, heillandi, skemmtileg og ætíð áhugaverð persóna. Þú ert gjarna miðpunktur athyglinnar án þess þó að það stigi þér til höfuðs. Fólki finnst þú einnig góðhjörtuð, tillitssöm og skilningsrík manneskja sem gleðji fólk auðveldlega og sért ávallt tilbúinn til aðstoðar og hvers kyns hjálpar.
Tékkið á þessu...

miðvikudagur, mars 22, 2006

Syndandi Hugarflugur
Af hverju viljum við alltaf það sem við getum ekki fengið?
Hversu langt eigum við að ganga til að fá það sem við viljum, hvar eru mörkin?
Erum við búin að ganga úr skugga um að við getum með engu móti öðlast það? Getum við gengið burtu sátt og haldið áfram lífinu án þess að vita það? Hefðum við kannski átt að þrauka pínulítið lengur? Munum við iðrast þess að hafa ekkert gert eða munum við iðrast þess að hafa eitthvað gert? Aftur, af hverju viljum við alltaf það sem við getum ekki fengið?

mánudagur, mars 20, 2006

ég er dáldið mikið búin að vera að velta hlutunum fyrir mér í dag...

Stafariddari

Persónuleiki
Fyndinn, ljúfur og myndarlegur maður birtist hér. Hann er hlýr, gjafmildur, skemmtilegur og vinamargur en fólk dregst samstundis að persónuleika hans við fyrstu kynni. Hann leitar nánast uppi ævintýri hvar sem hann stígur niður fæti og tekst sífellt á við nýja reynslu. Oft á tíðum er hann villtur og óábyrgur.

Aðstæður
Spenna og hraði eiga vel við hérna. Ferðalag, flutningar og líkamleg hreyfing birtist þegar kemur að aðstæðum þar sem breytingar til batnaðar og ævintýri eru framundan hjá þér.

Here we go again...



XXI - Heimurinn

Þú veist innra með þér að þar sem kærleikurinn fær blómstrað þar mun ríkja jafnvægi og hér nýtur þú fullkomins kærleika samhliða spili þessu.
Verkefni einhverskonar er að ljúka og farsæld er í nánd. Hringur nær endum saman og þú fyllist af krafti og orku sem ýtir undir jafnvægi þitt og vellíðan. Þú munt upplifa ómælda ánægju og gleði sem smitar vissulega út frá sér.
Velgengni einkennir þig og á það við alheiminn ef því er að skipta.

Óendanleg tækifæri leita þig uppi og þú munt grípa þau á hraðri leið inn í hamingjuna.
Andlegur þroski hefur náðst og næsta skref birtist þar sem nýr kafli hefst.
Birta umlykur þig og gjörðir þínar og draumar þínir og langanir verða samstíga löngunum lífs þíns. Líf þitt ýtir undir áhyggjuleysi, fögnuð og frelsi.

sunnudagur, mars 19, 2006

Londonferðin var æðisleg frá A-Ö, algjörlega, óendanlega ógleymanleg!!!

Ég er svo hrikalega ánægð með ferðina að ég á ekki til orð... þetta var geðveikt!! Manni leið hálfpartinn eins og maður væri staddur í miðjum þætti af The Apprentice. Ferðaðist á milli þvílíku fyrirtækjanna og allir í sínu fínasta... þetta var ótrúlega fróðleg, áhugaverð, skemmtileg og einstaklega vel heppnuð ferð í alla staði! Fengum mjög góðar móttökur hvert sem við fórum og nánast farið með okkur eins og kóngafólk sums staðar..
Það var líka alveg rosalega gaman að hitta Katy yndið mitt aftur... rosalega er ég búin að sakna hennar! Hún er bara að njóta lífsins í botn í Kongens Köben... kemur til Íslands um páskana og þá verður sko ærlegt stelpudjamm!! Við fengum rosa flott herbergi á hótelinu sem við vorum á. Hótelið heitir Holiday Inn og er í Kensington... ekkert slor!
En kannski svona til að leyfa ykkur að fá smá innsýn í ferðina...
  • heimsóttum Morgan Stanley og fengum að fara á "gólfið" mjög gaman að fá að sjá hvernig starf verðbréfamiðlara gengur fyrir sig - life - hjá svona stóru og þekktu fyrirtæki! Maður fékk alveg gæsahúð!
  • skoðuðum eina af verksmiðjum Bakkavarar í London og hlustuðum á fyrirlestur um starfsemi Bakkavarar síðustu ár. Mjög spennandi að sjá hvernig þeir fóru að því að ná sinni markaðshlutdeild á breska markaðnum!
  • fórum á námskeið í kauphöllinni í London. Mér fannst það mjög áhugavert og skemmtilegt námskeið... fjallað enn frekar um verðbréfaviðskipti og ég lærði heilmikið!! Fylgdumst með gengi Ogvodafone og veðjuðum á lokagengið. Sú sem var næst því fékk kampavínsflösku í verðlaun!
  • heimsóttum höfuðstöðvar Glitnis í London. Mjög áhugavert og skemmtilegt að sjá hvernig þeir ætla sér að stækka enn frekar erlendis. Mjög flott aðstaða hjá þeim og að sjálfsögðu var búið að innrétta allt með nýja rauða litnum! Ekkert verið að tvínóna við hlutina...
  • heimsóttum höfuðstöðvar Landsbankans líka. Þar fengum við þvílíkt flottar veitingar og drykki á meðan við hlýddum á fyrirlestur um viðskipti Landsbankans í London. Mjög impressive... gaman líka að bera saman bankana og sjá hvað þeir eru með mismunandi áherslur!!
  • Baugur Group toppaði ferðina svo sannarlega! Okkur var boðið á rosalega flottan stað rétt hjá skrifstofunni þeirra. Þar var haldinn smá fyrirlestur og við horfðum á stutt myndband um Baug frá upphafi til dagsins í dag og það er algjörlega óhætt að segja að það var virkilega impressive!! Ótrúlegt hvernig þeir hafa byggt þetta upp... okkur var boðið upp á veitingar, þ.á.m. sushi!! (ég smakkaði sushi í fyrsta skipti, kom mér á óvart hvað það var gott!) og drykki. Einhver orðaði þetta einmitt mjög vel... maður fékk sér bara eitt hvítvínsglas (varð aldrei tómt!). Seinna um kvöldið var farið með okkur á rosa flottan skemmtistað sem heitir minnir mig Pangea. Þetta kvöld toppaði algjörlega allt... við stelpurnar skemmtum okkur konunglega í félagsskap flottustu gauranna í bransanum ;)
  • kíkti á Oxford street og Covent Garden á laugardeginum... ekki mikið verslað samt sem áður. Bara það sem var fyrirfram ákveðið...

Ég hefði verið svo innilega til í að vera lengur í London. Langar að skoða betur borgina en kann rosalega vel við mig þarna. Maður kannski skellir sér bara fljótlega aftur við tækifæri, ég veit að Rakel hikar ekki við að koma með mér ;) Absoloutely marvellous!!

Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil...

Takk allir sem voru með mér úti

þriðjudagur, mars 14, 2006

Enn eitt verkefnið frá eða reyndar tvö í þessu tilfelli... ekki nema 17 tímar í flug,

ólíkt mér þá er ekkert komið niður í tösku og ég á eftir að gera eitt heilt skilaverkefni í aðgerðagreiningu... en búin að redda gjaldeyri og flugmiðinn er á sínum stað!

Ekkert stress í gangi... bara tillhlökkun!! :) Ætla að fara í eins og einn ljósatíma áður en ég fer upp í skóla í kvöld... bara til að slappa af...

dreymdi rosalega skemmtilegan draum... stundum verða draumar að veruleika ;)

Kveðja, Saló london baby...

mánudagur, mars 13, 2006

6 stafir
Þú hefur vissulega lagt þig fram og unnið af alhug þegar litið er til fortíðar. Nú er komið að því að þú njótir erfiðisins.
Sigur og velferð eru einkunnarorðin hér því þú hefur sýnt þolinmæði í verki og hugsun og á sama tíma unnið heiðarlega fram að þessu. Viðurkenning fyrir vel unnin störf bíður þín.
Langanir þínar verða uppfylltar og góðar fréttir berast þér innan fárra daga.
Leit inn á eina af mínum uppáhaldsafþreyingarsíðum, spamadur.is, ekki slæmt... ;)

sunnudagur, mars 12, 2006

Er ekki tími til kominn að ég fái aðeins að rasa út um strákamál???

Takk fyrir að minna mig á að sumir eru einfaldlega ekki þess verðugir að tala við....mistök frá fyrsta degi!
Ég held að málið sé að leyfa bara hverjum fugli að fljúga eins og hann er fiðraður...

Mest off í strákamálum fyrir utan óheiðarleika er klárlega þegar þeir verða of desperat. Þá er ég ekki að meina að þeir eigi ekki að reyna neitt við mann heldur ekki að fleygja sér í fangið á manni... Mér finnst bara einfaldlega ekkert töff við það!! Og hvað á maður að gera... honestly, en þetta er svo sem kannski ágætt til að minna mann á hvað þetta er ekki töff!! Sumir eru kannski vanir að fá allt upp í hendurnar eða taka það næsta sem býðst en ég vil allavega þurfa að hafa dáldið fyrir þessu... hafa þetta eitthvað spennandi, þó ekki þannig að maður sé eins og rjúpan við staurinn.. bara hafa balance í þessu ;) Æi þið hljótið að vita hvað ég meina...

Stelpur þið verðið að hætta að húkka mér upp... það er ekki alveg að gera sig!!

Mest on... ég er búin að finna hver er mest on allavega ;)

Ég get eiginlega ekki hætt að brosa... kvöldið endaði svo skemmtilega!!
Setning dagsins er svo sannarlega: "ástin sigrar að lokum"...

Saló og strákamálin...

föstudagur, mars 10, 2006

Af hverju á ég ekki heima í stjórnmálum??... Af því að ég á allt of gott með að skilja sjónarmið annarra! Það er nú bara svo einfalt...

fimmtudagur, mars 09, 2006

Halló fallega fólk!!

Loksins er ég búin í tölfræðiprófinu, búin að skila af mér tveimur stórum verkefnum... og nú finnst mér ég geta allt!!! Næstu þrjú verkefni leggjast í kringum helgina og mér finnst þau bara piece of cake!!

Hef ekki komist í ræktina í tvo daga... búin að vera með smá flensu en ég hristi hana bara af mér því að Árshátíðin er á morgun, djamm með gömlum og góðum vinkonum á laugardaginn og svo er Londonferðin í næstu viku!!! :) Enginn tími til að vera veikur núna...

Ætla að drífa mig í ræktina og í ljós... mmm.... I feel good...

Saló súperskvísa!

mánudagur, mars 06, 2006

Laugardagskvöldið var í rólegri kantinum... hahaha.... en mjög skemmtilegt samt sem áður! Við Rakel vorum bara heima hjá henni í einhverju flippuðu skapi! :) Tókum m.a. nokkur vel valin lög í karókí...

Þessi vika verður fljót að líða... það er síðasta miðannaprófið, tvö risaskilaverkefni og svo loksins loksins árshátíðin.... Sennilega eina skiptið sem hún verður haldin sameiginleg fyrir allar deildir skólans!! Hlakka ofboðslega mikið til... vildi að ég hefði bara meiri tíma til að undirbúa mig...

Fór með Stefnumótunarhópnum mínum í Íslandsbanka í dag þar sem við hittum tengiliðina okkar fyrir verkefnið sem við erum að fara að vinna fyrir þá! Vá hvað þetta er hrikalega spennandi.... Ég held við séum öll í skýjunum.. þetta verður erfitt og krefjandi, en algjörlega worth it!! Spennandi tímar framundan... frá 11. apríl er allt búið í skólanum nema þetta verkefni og þá fer allur tíminn í það!

Ætli ég þurfi ekki að snúa mér að tölfræðinni aftur því ég ætla að rústa þessu prófi!! ;)

laugardagur, mars 04, 2006

Slysaðist út á lífið í gær... Það er nefnilega stundum þannig að þegar maður planar ekkert of mikið þá verður það besta djammið!!

Ég, Edda og Krissa hittumst heima hjá Krissu þar sem við komum okkur í gírinn!! Edda var yfir sig hrifin af playlistanum hennar Krissu sem hún fattaði seinna að var útvarpið... góð! ;) Við sötruðum hvítvín og borðuðum osta og vínber... rosalega næs! Áttum allar okkar "golden moments" hvað comment varðar... ég sagði stelpunum t.d. að ég hefði tekið við ljótum þúsundkalli í vinnunni... hver spáir í það?? Greinilega ég...
Fórum heim til Agga þar sem nokkrir af strákunum voru saman komnir... takk Aggi fyrir lagið sem þú samdir fyrir mig (án þín)... bræddir hjartað í mér without a doubt! ;)
Leiðin lá á Vegamót og þar var bara fín stemming... en auðvitað þurftu partýdrottningarnar ég og Edda að fara líka á Oliver og að sjálfsögðu var danski draumaprinsinn minn á staðnum og ég smellti á hann einum af vana... ;)
Það kom mér á óvart hvað margir voru í bænum í gær... yfirleitt eru föstudagskvöldin ekkert spes en þetta föstudagskvöld var bæði eftirminnilegt og fáránlega skemmtilegt!!
Strákar í lögfræði eru eitthvað frekar heitir þessa dagana... best að segja ekkert of mikið, maður veit aldrei hver er að lesa þetta!! Edda kvaddi um fjögur leytið en ég hélt áfram að meika það á dansgólfinu ásamt fríðu föruneyti... ;)
Lenti í mjög fyndnu atviki á laugaveginum þegar ég var að labba upp á kaffibar til að hitta systur mína. Hitti Viktor og var eitthvað að spjalla við hann þegar e-r strákur kemur til okkar og byrjar að tala um hvað við séum rosalega sæt saman. Við bara já takk, viltu taka mynd... hann vildi það endilega og dró upp símann sinn. Viktor sagði honum að við værum búin að vera saman í 4 ár og hann missti andlitið.. honum fannst það þvílíkur áfangi og átti eiginlega bara ekki orð! Honum fannst við rosalega flott par... Þegar við kvöddum hann, hljóp hann niður laugaveginn til vina sinna öskrandi "þau eru búin að vera saman í fjögur ár" það var fáránlega fyndið...!!
En ég er sammála, fjögur ár eru ekkert grín...

Ætla að skjótast til Rakelar minnar!

Þetta var snilldarkvöld í alla staði.. hefði þó viljað sofa aðeins lengur... en það jafnast út í nótt :)

föstudagur, mars 03, 2006

föstudagskvöld

Fór í ræktina í morgun í kvöl og pínu dauðans sem ég reyndar fíla bara ágætlega.... það er nefnilega ekki sama hver það er sem er að pína mann!! ;)

Svo var ég að vinna og var bara frekar lengi... það eru komnar fullt af nýjum flöskum inn í fríhöfnina t.d. einn líkjör sem er svona eins og gyllt mozart kúla... ég gæti vel trúað að hann væri nokkuð góður og góð rauðvín og flott hvítvín... Fór einmitt í ríkið áðan og hamstraði mína uppáhaldstegund af hvítvíni ;) En Helena ég verð að koma því að hérna að ég seldi flíspeysu í dag!! Ég er ekki að grínast... mig langaði að faðma kallinn!! haha...

Ég sá í dag strák með ofboðslega falleg augu, skærblá... ég gat ekki annað en starað!! Sumir eru bara með ólýsanlegt aðdráttarafl...

Það er föstudagskvöld.... I know you like me... Ég, Edda og Krissa ætlum að hittast á eftir og hafa kósý stelpukvöld... hver veit nema að heppnin verði með ykkur og við kíkjum í bæinn... ;)
En eruði að grínast með kuldann... þetta er varla manni bjóðandi!!

Og stelpur, heilræði helgarinnar: "a moment on your lips, forever on your hips" ;)

fimmtudagur, mars 02, 2006

Edda gella 22

Loksins...langþráð helgar"frí"...
Yndið mitt hún Edda Lára er orðin 22 ára og ætla ég að fagna því með henni og fleiri heitum skvísum annað kvöld með uppáhalds hvítvíninu mínu (sem ég lofa að leyfa ykkur að smakka í þetta skiptið) og jarðarberjum með súkkulaði....
Nóg annað í gangi líka... ohh ég finn á mér að þetta verður næs helgi... ;)
Keypti mér love spell....
Ætla að skríða upp í rúm.... ræktin í fyrramálið!!
Góða nótt fallega fólk!