laugardagur, júlí 21, 2007

Allt í einu áttaði ég mig á því... veit ekki nákvæmlega hvað það var, en það rann skyndilega upp fyrir mér að ég er stödd á stað sem ég hef markvisst stefnt að frá því að ég byrjaði að láta mig dreyma um öll þau afrek og ævintýri sem framtíðin bæri í skauti sér.

Með viljann að vopni stend ég nú dálítið áttavillt á krossgötum að finna sjálfa mig upp á nýtt og setja mér ný markmið á meðan ég nýtt þess að læra og vera þar sem ég er í dag.

Gamlir draumar víkja fyrir nýjum...

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Ég er alltaf að sjá betur og betur hvað ég er ofsalega self centered! Alveg óþolandi galli!!

Reyndi að minnka samviskubitið og gerðist heimsforeldri UNICEF í dag... sló aðeins á en það þarf nú mun meira til!!

En jæja... fyrsta skrefið er að viðurkenna vandamálið...

þyrfti kannski að fara að finna mér einhvern álitlegan til að deila allri þessari ást með...

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Ég er ekkert smá sátt við sjálfa mig núna! Ég vaknaði eldsnemma í morgun til að fara í spinning og á lyftingaræfingu beint á eftir! Fór svo og hitti Bjarneyju eftir vinnu og við hlupum hvorki meira né minna en 10 km í þessu líka brjálað góða veðri á rétt um klukkutíma! Mér líður líka þrusu vel... alveg búin á því í kálfunum og þreytt í skrokknum... but it feels so good!! :)

Ég hef aldrei hlaupið svona langt úti áður, mest hlaupið 5 km held ég, en það kom sko ekki til greina að gefast upp, svo þrjóskur er maður... svo munar það líka öllu að hafa atvinnumanneskju með sér til að hvetja mann áfram! ;) Stefnan er sett á 10km í Glitnis-maraþoninu og ætlar hún Edda vinkona að hlaupa með mér...

Annars fór ég með fyrsta lánamálið mitt fyrir nefnd í dag í vinnunni - sagði nú reyndar ekki mikið því Laura og Marina voru á hinni línunni, live frá London, og þær eru reynsluboltarnir! Okkur gekk vonum framar og ég lærði heilmikið á þessu ferli öllu saman. Hlakka til að hella mér út í næsta verkefni! :) Ég er rosalega ánægð í vinnunni og þakklát fyrir að fá þetta frábæra tækifæri!! Andrúmsloftið er líka ofsalega gott og ég er nú þegar búin að læra heilmikið þrátt fyrir stuttan tíma!

Styttist óðum í sumarfríið mitt sem er ein vika í Tyrklandi með nokkrum vinkonum mínum... ohhh hvað það verður ljúft!! Sól, strönd og afslöppun... ahhh... Býst við að fara amk einu sinni til UK áður... hlakka til að hitta liðið á skrifstofunni :)

Annars hugsa ég að ég fari nú bara fljótlega að leggja mig... alveg dauðuppgefin eftir langan og frábæran dag!

mánudagur, júlí 02, 2007

Vogin (23.sept - 23.okt)

Mikil hamingja er í kringum þig og útgeislun þín smitar fólkið sem umgengst hér í byrjun júlí. Nú fer allt að ganga eins og þig hefur dreymt um. Gott jafnvægi, fjárstreymi og góð innri líðan á vel við en þú ættir ekki að gleyma bjartsýni þinni og hafa augu þín opin næstu vikur og nýta hæfileika þinn til að sjá hvar tækifærin liggja. Með jákvæðu viðhorfi vogar og sigurvilja ert þú fær um að nýta þér aðstæður þínar.


Var ég búin að segja þér Rakel hvað þú ert bestust? Þú ert bestust... takk fyrir að koma með mér á línuskauta í dag og kenna mér :) Ég er svo happy með þetta... hlakka til að fara aftur - fer bókað eftir vinnu á morgun!!

Við Rakel vinkona fórum sem sagt saman á línuskauta í Nauthólsvíkinni í dag eftir vinnu... ég hlakka svo til þegar ég er orðin góð! haha... er rétt að læra að stoppa mig þessa dagana... en það gengur fínt held ég - hef líka massa þolinmóðan kennara!! :) Skil ekkert í því að hafa ekki byrjað á þessu fyrr! Og veðrið skemmir sko ekki fyrir - love it!! Ekki langt í að maður verði svona flottur... ;)


Fór beint í ræktina á eftir og er alveg endurnærð núna eftir langan vinnudag... hugsa að ég fari bara að koma mér í háttinn!
Ég er ánægð með þær breytingar sem hafa orðið í lífinu mínu að undanförnu - "work hard - play hard"