miðvikudagur, júní 28, 2006

Ég leiddi hugann að því í dag hvað ég get verið ofboðslega vanaföst, sumir vilja jafnvel kalla þetta þráhyggju eða taka svo djúpt í árinni og segja þetta vera vott að geðbilun... Ég er með svona óafvitaða rútínu gegnum daginn... eða allavega fyrri part dagsins. Eins og til dæmis í ræktinni þá er ég alltaf á sama stað í búningsklefanum og raða alltaf eins inn í skápinn, fer alltaf í sömu sturtuna og set á mig lotion og einhver krem og það allt í sömu röðinni... fyndið að Rakel vinkona er líka svona, og einu sinni rak hún mig úr "sinni" sturtu í Laugum... þá komumst við að því að við "áttum" báðar sömu sturtuna...

Hvar er góða veðrið frá því í morgun?? Ég var búin rétt fyrir 11.00 með morguntörnina í vinnunni og ætlaði aldeilis að nýta veðrið. Náði að draga systur mína með mér í sund gegn því að hún fengi að vera í Stella McCartney bikiníinu mínu en svo þegar við komum ofan í laugina þá var sólin horfin... bömmer!! Með þessu áframhaldi held ég að eina brúnkan mín þetta sumarið verði úr flösku!!

Ég er ekki að sjá fram á útilegu hjá mér og mínum um helgina.. allir að vinna, í útlöndum eða HORFA Á FÓTBOLTA!! Ég verð sjálf að vinna eitthvað en það gæti verið að maður tæki einhver rúnt út á land, kíkti kannski í sund á Örkinni hjá Rachel og grillaði sykurpúða á einhverju túni!! Who knows!! Annars skilst mér að spáin sé ekkert spes...
Hvernig verður helgin hjá ykkur? Feel free to speak... ég bít ekki... oft!!

laugardagur, júní 24, 2006

Viðraði mig heldur betur í gær eftir öll veikindin...
Skutlan er komin á nýja bílinn og orðin meiri pía en nokkru sinni fyrr... ;) Rosa ánægð með poloinn minn!! Ásgerður vinkona á algjörlega heiðurinn af þessum bílakaupum þannig að ég skulda henni feitan greiða!! ;) Tak for det skat! Þetta er þvílíkur munur þó svo að pabbi og mamma eigi ekkert annað en Fálkaorðuna skilið fyrir skutl... Yo'know wha'm sayin!! :)

Fór út á lífið í gær... á polonum of course...
Fjóla sæta hélt upp á afmælið sitt, varð 22 ára 8. árið í röð ;) og gáfum við Rakel henni mjög sniðugar og aðrar "fáránlegar" gjafir í tilefni þess... innpakkaðar í Batman pappír! Fjóla þurfti sem sagt að taka þátt í smá pakkaleik þegar við mættum á svæðið... en ég held hún hafi bara skemmt sér við það ;) Þetta var rosa skemmtilegt boð, mikið hlegið og mikið stuð. Þaðan lá síðan leiðin í bæinn...

Við Rakel kíktum fyrst á Oliver. Þar labbaði ég beint í flasið á danska draumaprinsinum... og smellti að sjálfsögðu á hann einum kossi...
Kom mér á óvart hvað margir voru á Oliver, en það er klárlega Soffíu að kenna hvað ég heilsaði mörgum KB starfsmönnum!!! Hún hefur smitað mig af KB-veirunni... or somthin...
Fékk koss á kinnina from my mistery crush.. ;)
Fórum af Oliver á Vegó og frá Vegó aftur á Oliver og þegar lokaði þar fórum við aftur á Vegó... stuð stuð stuð...
Annars fullt af sætum strákum í bænum... og öðru skemmtilegu fólki!
En megintilgangurinn var að dansa our asses off... dönsuðum helling þó svo að ég hafi oft heyrt betri tónlist, bæði á oliver og vegó... reyndar tókum við einn hring á Barnum áður en við keyrðum heim... þar var fáránlega góð tónlist á vegum ljóshærðrar stelpuskjátu... veit ekki hver hún er en hún var mjög góður dj!! Katy þú myndir fíla þetta líka ;)
Virkilega skemmtilegt kvöld! Takk sömuleiðis Rachel baby.. :) Aftur í kvöld?? ;)

Einhver verkefni bíða mín í dag... annars langar mig mikið út í þetta góða veður... og ætti algjörlega að drífa mig í ræktina...
Langar að nýta tækifærið og kanna hvort einhver hafi áhuga á því að hýsa skiptinema á vegum HR í stuttan tíma í lok ágúst byrjun sept.. gegn smá þóknun að sjálfsögðu?? Verið þá í bandi...
Planið í kvöld so far... girly night með Aldísi vinkonu... alveg nauðsynlegt once in a while!!

Later

þriðjudagur, júní 20, 2006

Ég er búin að næla mér í einhvern vírus og get varla komið upp orði vegna hálsbólgu...
Ég veit fátt verra en að vera veik. Búin að sofa nánast í allan dag.
Ekkert workout og engin vinna... þurfti að fresta verkefnum og fundum... mér líst ekkert á þetta!! vonandi að þetta verði búið fyrir helgi...

sunnudagur, júní 18, 2006

Vaknaði svo fáránlega hress í morgun. Ákvað að baka vöfflur ofan í liðið... I know Sigurpáll verður ekki stoltur af mér, I will have to do some extra push ups tomorrow morning... :S En fjölskyldumeðlimirnir voru rosalega ánægðir með framtakið...

Ég er í endalaust góðu skapi.. fór í ljós og ætla að skella mér á The O-men...
Við sigur íslenska landsliðsins breyttust plönin um rólega vinnuhelgi... horfði á leikinn með öðru auganu í vinnunni og var komin í þvílíkt stuð þegar ég keyrði heim!!
Heyrði í Soffíu vinkonu og bað hana að endurskipuleggja sig og koma með mér út á lífið... sem hún gerði þessi elska. Fórum heim til Hildar og Gunna og ótrúlegt en satt var staðreyndin sú að við vorum allar þrjár vinkonurnar komnar saman á djammið!!
Það var alveg fáránlega mikið af fólki í bænum og raðir alls staðar... en það líður hratt í góðum félagsskap og með smá smoothtalking ;)
Hitti my mistery crush....
Entist lengst af okkur vinkonunum í bænum... að venju!!
Er núna að fatta hvaðan ég þekki sæta strákinn á Vegamótum... see him every day...
Heilsaði helmingnum af sænska landsliðinu með kossi... what's the thing with that...
Hitti rosalega mikið af fólki og skemmti mér bara nokkuð vel... :)

En síðast en ekki síst hitti ég hana Hafnýju elsku sem sagði mér að aðalskipuleggjendur New York ferðarinnar í haust væru að fara að panta borð fyrir okkur beibin á geggjuðum stað í Manhattan á föstudagskvöldinu... ekki seinna vænna!!! Og þetta er galastaður... þannig að þetta verður þvílíkt fancy með cocktailum og svona... og vá hvað ég hlakka til....

Farin að vinna... ég er alltaf að vinna!!

fimmtudagur, júní 15, 2006

Ég er búin að vera í frekar fúlu skapi í dag. Byrjaði á því að vakna of seint og dró mömmu á lappir til að skutla mér í ræktina kl. sjö í morgun... skemmtileg!! Mætti á hlaupum inn í Laugar með óreimaða skóna næstum því datt og tókst að skvetta smá vatni á mig þegar ég var að fylla á vatnsbrúsann. Týpískt ég... Ég fór að vísu á mjög góða æfingu sem bjargaði alveg fyrri partinum. Missti meira að segja út úr mér eftir eina æfinguna "shit hvað ég er mössuð" og kleip í axlirnar á mér... meinti það reyndar ekki í bókstaflegri merkingu heldur meira þannig að maður verður svo geðveikt meðvitaður um vöðvana þegar maður er búinn að lyfta mikið í einu að mann svíður... and I was on fire...

Eyddi of miklum tíma í dag í Kringlunni... hafði lítið upp á sig, nema einn skemmtilegan fatapoka... hitt voru "nauðsynjavörur", eins og ég kýs að kalla það, og meiri pirring..
Ekki skánaði það þegar við systurnar vorum orðnar svangar og litla systir mín ákvað að fá sér domino's pizzu. Ég ætlaði nú heldur betur að vera holl og fá mér bara ánægjusafa (e. pleasure juice) á boozt barnum, tuðaði heilmikið við hana um hollustu... bleh... en safinn hafði þveröfug áhrif á mig, enda fannst mér hann bara ekki vitund góður... pressaður safi úr gulrótum, epli og engifer.. var svona eins og þykkur lime gulrótarbúðingur.... fæ alveg gæsahúð!! Hef vit á því að fá mér "pleasure" annars staðar næst... ;)

And above all þá svindlaði ég á indælis viðskiptavini í eldri kantinum í vinnunni. Hann lét mig fá 50 dollara en ég skráði það sem Evrur og hirti af honum einhverjar 2500 kr... ÞRÁTT fyrir að afabarnið hans hafi komið til mín og spurt hvort það gæti verið að afi gamli hefði fengið of lítið til baka... ég reiknaði þetta út fyrir grey barnið og sýndi henni hvernig ég gaf til baka... þannig að hún varð sátt. Og ég var bara að átta mig á því núna eftir uppgjörið... svona hluti tekst mér að taka inn á mig, verð með samviskubit næstu vikuna sennilega...

En það þýðir víst lítið annað en að leika Pollíönnu og vona að ég fari réttum megin fram úr rúminu í fyrramálið... ;)
Ætla í ljós á eftir, athuga hvort það hressi mig ekki við...

sunnudagur, júní 11, 2006

Ætla að byrja á að óska Kötu litlu systur til hamingju með afmælið... knús sæta :*

Ákvað síðan að koma með smá update...

* Það er dagaspursmál hvenær ég eignast minn fyrsta bíl.. :)
* Nóg að gera í vinnunni
* Nóg að gera hjá alþjóðaráði á næstunni
* Komin í kynningarnefnd BÍSN
* Fimm stjörnu foxy dinner nýafstaðinn
* Skrautleg strákamál
* Komin af stað með lokaritgerðina
* Búin að kaupa mér miða á Álfaborgarséns þar sem foxy mæta ásamt betri helmingunum í suddalegri útilegustemmingu
* flyt í Kópavoginn í lok sumars
* Búin að kötta á föstudagsdjömm og komast að því að laugardagsmorgnar eru minn tími!
* Held með Brazil í HM þar sem Ronaldinho er minn maður
* 85 dagar í Sex and the City ferð til New York
* Gæti ekki lifað án my black book!

Annars vil ég þakka elsku flottu, foxy ladies vinkonum mínum, Hildi, Sirrí og Soffíu fyrir endalaust frábært gærkvöld!! Og Hildur viðskiptafræðingur, enn og aftur til hamingju með áfangann, we love you!! :)

* Fanney skvísa kemur heim í frí frá Barcelona og þá verður klárlega feitt Barcelona - Lambrusco - Reunion!! Kaupóðu, fashion victims vinkonurnar verða loksins loksins reunited eftir allt of langan aðskilnað!! Sýnt verður myndbandið Bootloose með Sellu í aðalhlutverki!!
* Fundir - verkefni - fundir - verkefni - stúss
* Vinna...
* Stefnt á maraþonið, eða ok hálft maraþon... með Aldísi arkitektaskvísu í ágúst, og by the way gangi þér ógeðslega vel í inntökuprófunum my love.. hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim aftur!! :)