sunnudagur, október 05, 2008

Changes in my life..

Við Valdís sitjum inni á skrifstofunni okkar þegar hún segir allt í einu.. "Saló veistu hvað ég var að hugsa?" "hvar var þessi litla stelpa fyrir ári síðan??" "Við sem erum alveg like this" og gerði svona merki með fingrunum.. hehe..

... og ég fór að hugsa...

fyrir ári síðan var ég nýútskrifuð úr HR... fékk draumastöðu í banka.. ferðaðist að lágmarki einu sinni í mánuði út fyrir landsteina vegna vinnu - á fyrsta farrými!... var í kokteilboðum, tónleikum.. strjaujaði kreddan í Karen Millen eða á Kensington High Street eins og ég fengi borgað fyrir það (seriously).. kynntist brjálæðislega kláru fólki, fékk að vinna með toppunum... lærði endalaust mikið.. en uppgötvaði líka að þetta var ekki mín hilla... og tók á honum stóra mínum og viðurkenndi það fyrir sjálfri mér... það fækkaði reyndar ekkert snobbkvöldunum með vinkonunum... út að borða og kokteilar áður en við gerðum allt vitlaust á dansgólfinu... var klárlega lífið...

en ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan þá og margt öðruvísi en áður.. þó svo að við vinkonurnar tryllum auðvitað ennþá lýðinn þegar við mætum á dansgólfið.. enda þær heitustu í bænum ;)

Ég er sátt.. það er bara ekkert flóknara en það!

Átti svakalega góða helgi.. kláraði vörumerkjastjórnun á fimmtudaginn og fagnaði með því að fara í ljós með Kötu sys og á hryllingsmynd með Lísu í boði Rikka, horfði á tv með mömmu og Kötu sys á föstudagskvöldið.. mætti morguninn eftir í pallatíma í Laugum ásamt Valdísi, grænu og miss elvu italiano.. fór í ísbíltúr í góða gluggaveðrinu með Lísu minni og hitti svo skutlurnar í Grafarholtsgenginu í gærkvöldi.. bærinn var ekki að gera neitt fyrir mig.. eiginlega glataður.. svaf út... mmmm... fór að þjálfa uppi í Sporthúsi og svo á massífa Jump Fit æfingu...

Er ready í vikuna... bring it on!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

farðu nú að koma með öppdeit á keppnisundirbúningi kona...

kv. einn áhugasamur

Saló sagði...

Hmm... hvaða keppni þá??

þrekmeistaranum... eða íslandsmótinu... eða.... hehe..