laugardagur, janúar 06, 2007

Ég er svo hamingjusöm að ég er í skýjunum!!!! Nýja árið byrjar æðsilega!!!

Hvar á ég eiginlega að byrja!!?

Jú ég veit það.... elsku elsku Rakel mín!!!!! Innilega til hamingju með að ljúka BS á tveimur og hálfu ári!!! Ég er svo stolt af þér að ég er að springa :) Hlakka til að fagna þessu í kvöld!!!

Ég fékk einkunn fyrir BS verkefnið mitt fyrir stuttu og er að rifna úr hamingju!! Ég fékk 8,5!!! :)

Ég fór líka í sjúkrapróf í gerð og greiningu ársreikninga í vikunni og mér gekk svo hræðilega að ég kom næstum því grátandi út úr prófinu!!! En nei!! Ég var að fá einkunnina og fékk 8,5!!!!!! Ég er svo ótrúlega hamingjusöm með þetta allt saman að ég brosi allan hringinn!!!

Auk þessa alls vorum við Soffía vinkona að taka ákvörðun um að fara til Parísar saman í sumar!! Jei.. við höfum hvorugar komið þangað áður og það er allt of langt síðan við vorum saman í útlöndum!! Ætlum að fara í tæpa viku og njóta lífsins í botn!!! Nógu verður að fagna þá :) Farðu svo að losna úr þessu bölvaða gifsi svo við getum farið að gera eitthvað skemmtilegt ;)

Vorum að fá boðskortið í brúðkaupið hans David! Ég hlakka svo til að fara og hitta hann og hina frændur mína að ég er alveg að deyja!! Flýg sennilega til Baltimore í lok mars og þaðan áfram til Arizona með systur pabba og manninum hennar :)

Þetta er orðið ágætt... en svona í lokin langar mig að þakka Sellu og Fanneyju og Kidda fyrir frábært kvöld í gær!! Það var svo æðislegt að hitta ykkur öll aftur... við Sella erum með Barcelonaför í huganum... það er ekki langt í heimsókn Fanney!! calle Paris, Tunnel, ströndin, ramblan, verslunarferð á passeig de gracia, FC Barcelona fótboltaleikur, út að borða á fancy stað á ströndinni, djamm eins og aldrei áður, sangría og lambrusco drykkja, og svo margt margt margt fleira ;)

Kv. Salóme að fríka út af hamingju!!!

Engin ummæli: