þriðjudagur, júlí 10, 2007

Ég er ekkert smá sátt við sjálfa mig núna! Ég vaknaði eldsnemma í morgun til að fara í spinning og á lyftingaræfingu beint á eftir! Fór svo og hitti Bjarneyju eftir vinnu og við hlupum hvorki meira né minna en 10 km í þessu líka brjálað góða veðri á rétt um klukkutíma! Mér líður líka þrusu vel... alveg búin á því í kálfunum og þreytt í skrokknum... but it feels so good!! :)

Ég hef aldrei hlaupið svona langt úti áður, mest hlaupið 5 km held ég, en það kom sko ekki til greina að gefast upp, svo þrjóskur er maður... svo munar það líka öllu að hafa atvinnumanneskju með sér til að hvetja mann áfram! ;) Stefnan er sett á 10km í Glitnis-maraþoninu og ætlar hún Edda vinkona að hlaupa með mér...

Annars fór ég með fyrsta lánamálið mitt fyrir nefnd í dag í vinnunni - sagði nú reyndar ekki mikið því Laura og Marina voru á hinni línunni, live frá London, og þær eru reynsluboltarnir! Okkur gekk vonum framar og ég lærði heilmikið á þessu ferli öllu saman. Hlakka til að hella mér út í næsta verkefni! :) Ég er rosalega ánægð í vinnunni og þakklát fyrir að fá þetta frábæra tækifæri!! Andrúmsloftið er líka ofsalega gott og ég er nú þegar búin að læra heilmikið þrátt fyrir stuttan tíma!

Styttist óðum í sumarfríið mitt sem er ein vika í Tyrklandi með nokkrum vinkonum mínum... ohhh hvað það verður ljúft!! Sól, strönd og afslöppun... ahhh... Býst við að fara amk einu sinni til UK áður... hlakka til að hitta liðið á skrifstofunni :)

Annars hugsa ég að ég fari nú bara fljótlega að leggja mig... alveg dauðuppgefin eftir langan og frábæran dag!

Engin ummæli: