miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Þó svo að ég sé í 4 færri fögum en á síðustu önn, og þá er mikið sagt!! þá samt er ekkert minna að gera....

  • Var að koma af viðskiptaþingi sem bar yfirskriftina "Ísland, best í heimi?" og var haldið af Viðskiptaráði Íslands á Hotel Nordica. Ráðstefnan var einstaklega áhugaverð og vel heppnuð. Mér fannst mjög gaman að heyra Simon Anholt tala um niðurstöður rannsóknar um ímynd Íslands og annarra landa. - Hann benti á hvernig Íslendingar gætu aukið jákvæða ímynd sína með því að einbeita sér að því að segja frá fólkinu í landinu, afrekum þess og eldmóði. Þeir útlendingar sem yfir höfuð þekkja landið okkar, þekkja það nánast eingöngu sem náttúruperlu en ekki menninguna sem hér ríkir. Með því að auka jákvætt viðhorf og um leið "goodwill" Íslands ætti landið að verða ákjósanlegri staður fyrir erlenda fjárfesta og aðra útlendinga sem hér vilja búa og/eða sækja menntun.
    Svo má líka velta því fyrir sér hvort við Íslendingar viljum fá meiri alþjóðlega athygli og hvort við ráðum við hana... Mín skoðun er sú að við ættum að taka höndum saman, þjóðin í heild sinni, atvinnulífið og ríkisstjórnin og vinna að því að efla ímynd Íslands út á við. Gera Ísland að "national brand" í skiptum við "country brand". Vissulega er það ferli sem tekur tíma og verður að vinna faglega að en ég held að þegar öllu er á botninn hvolft yrði það þjóðinni í heild sinni til virðisauka.
    Að auki langar mig að fagna þeim áhuga sem orðið hefur á alþjóðasamskiptum Íslands. Þá sérstaklega því sem fram kom í ræðu Höllu Tómasdóttur um menntakerfið, tungumálakennslu og eflingu menningarlæsis þjóðarinnar.
  • Ég var að taka að mér mjög spennandi og áhugavert verkefni. Það ber yfirskriftina "Slice of Iceland" og er hluti af EMAC markaðsráðstefnu sem HR er að vinna að. Verður án efa lærdómsrækt og skemmtilegt :)
  • Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara á ráðstefnu fyrir BÍSN í Barcelona... hún er núna í lok febrúar... ég veit ég hefði ekkert á móti því að heimsækja Fanneyju mína... líka margt sem mig langar að gera sem ég vildi að ég hefði gert þegar ég var þar síðast... m.a. reyna við sæta barþjóninn á Tunnel... haha ;) Hvað segirðu Fanney?? Annars styttist nú óðum í Bandaríkjaferðina... og þá meina ég það bókstaflega því það lítur út fyrir að ég ferðist um landið þvert og endilangt... New York - Detroit - Pheonix - Arizona - Pheonix - Dallas - New York... og ég ætla meðal annars inn í New York borg og gista þar í tvær nætur... restinni af tímanum verður svo eytt í hitabeltisveðráttu Arizona... ekki leiðinlegt er það..!!
  • Elie Tahari maraþonhelgi framundan, get varla beðið :)
  • Síðast en alls ekki síst... Á morgun er Alþjóðadagur HR. Allir sem hafa áhuga á að fara í skiptinám eiga að mæta og allir sem einhvern áhuga hafa á alþjóðasamskiptum eiga líka að mæta... því það verða scouters á svæðinu!!!

Ég er að byrja að sækja um vinnu.... er pínulítið stressuð yfir því... ég er kannski naive en ég trúi því enn að ég geti allt sem ég ætli mér, ef ég er bara nógu einbeitt og ákveðin.... en hvað svo þegar draumarnir rætast? Hvað þá? Bíðum og sjáum... ég er allavega með fingur í kross... :)

Gangi ykkur vel í því sem þið eruð að fást við...

Engin ummæli: