föstudagur, júní 08, 2007

Jæja... það hafa heldur betur orðið tímamót í lífi mínu...

Það er ekkert lúxusskólalíf sem bíður mín í haust heldur er það real life sem er reyndar nú þegar hafið - ég er orðin vinnandi einstaklingur og síðan í gær official viðskiptafræðingur! En ég kvarta ekki... ég er komin í algjört draumadjobb! Ofboðslega sátt og spennt fyrir því sem bíður mín...

Var að vinna í London alla síðustu viku, svo ég hafði lítinn tíma til að undirbúa útskriftarveisluna sem ég var með í gær! En mamma tók undirbúninginn í sínar hendur og Auður vinkona hennar kom svo og hjálpaði okkur! Það er ekki að spurja að því..
Það rættist heldur betur úr veðrinu þannig að fólk gat alveg verið úti á palli og litlu frænkur mínar þokkalega sáttar að fá að vera úti og hoppa á trampolíninu!!
Ég fékk brjálað flottar gjafir og greinilegt að sumir þekkja mínar deepest darkest sides betur en aðrir... litla snobbhænan svaka sátt.... ;) Ofboðslega, hrikalega ánægð hvað veislan lukkaðist vel... veitingarnar voru svo góðar og allt saman var bara perfect! - Nú er ég alveg klár í slaginn... næsta kafla í lífinu :)

London var æði... team-ið mitt er æði... og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni!! :) Farin að þekkja London ágætlega... enda ekki skrítið eftir að hafa farið þangað þrisvar sinnum síðasta einn og hálfan mánuðinn!!
Skrifstofan hjá Glitni úti er rosalega flott... þið vitið það HR-ingar sem hafið farið þangað í fjármálaferðir... útsýnið er amazing... þægilegt og vinalegt andrúmsloft... Mér leið eiginlega strax eins og ég væri búin að vinna þarna í langan tíma..
Það vildi svo skemmtilega til að þarna voru staddir Corporate Finance strákar (og tvær stelpur) á námskeiði á vegum vinnunnar, svo ég fór með þeim út að borða eitt kvöldið... hresst og skemmtilegt lið! Náði ekkert að hitta Hödda og Óla í þetta skiptið... alltaf svo busy þessir strákar!! ;)
Ég gisti á hóteli í 5 mín fjarlægð frá bankanum... á þessari stuttu leið gekk ég framhjá (og inn í) búðir eins og FCUK, Karen Millen og Louis Vuitton... ég hefði auðveldlega getað eitt mánaðarlaununum mínum á þessu stutta rölti í vinnuna... hehehe... en þykir þetta nú ekki leiðinlegur bónus við skemmtilega vinnu-staðsetningu!! ;)
Svo fórum við á fimmtudagskvöldið, fjögur úr vinnunni í kampavínssmökkun hjá einu lögfræðifirmanu þarna úti. Smökkuðum og gáfum einkunn hvorki meira né minna en átta tegundum af hinu þokkalegasta kampavíni...

Æ það er allt eitthvað svo fullkomið... ég vildi bara óska að Sigrún systir hefði verið hérna líka, þá væri þetta perfect :) En hún er að spóka sig í París og Madrid... stórt knús elsku yndið mitt til ykkar Thomas!! Hlakka svo til að sjá ykkur eftir viku!!! :)

Næstu dagar fara í að ná sér niður á jörðina, koma sér inn í verkefnin í vinnunni og setja sér markmið... ég er eitthvað að róast.. veit ekki hvað það er... something is about to happen.. finn það á mér...


Ást til ykkar allra... takk allir sem glöddust með mér í gær!! Þykir endalaust vænt um ykkur! :)

Engin ummæli: