laugardagur, júní 30, 2007

Ég er ekkert smá sátt við veðrið hérna heima síðustu viku!! Lá allan laugardaginn síðasta heima hjá Rakel, úti í sólbaði! Næs...

Var nú eiginlega bara pínu svekkt að yfirgefa landið í svona góðu veðri - fór að vinna í London frá þriðjudegi til fimmtudags. Það var ekki nærrum því jafn gott veður þar og er búið að vera hérna!
En ég get ekki sagt að það hafi verið neitt leiðinlegt... alltaf gaman að hitta teymið mitt og hina á skrifstofunni :) Er alltaf að komast betur og betur inn í það sem ég á að vera að gera! Við fórum nokkur saman á tónleika með Snow Patrol á miðvikudagskvöldið! Ótrúlega skemmtum við okkur vel!! Ég þekkti ekki nema eitt lag en það skipti sko engu máli! haha... við vorum nú ekki alveg á því að segja þetta gott eftir tónleikana svo liðið hélt á þennan líka snilldar karókí stað! Við fengum bara okkar herbergi út af fyrir okkur og sungum öll eins og vitleysingar! Það var algjört æði!

Það var svo æðislegt veður í gær að ég tímdi ekki að eyða neinum tíma án sólar eftir að hafa húkið inni í vinnunni allan daginn svo ég fór og lagðist á sólbekk í sundlaugargarðinum í Laugardalnum með Bjarney eftir æfingu - í íþróttafötunum haha...
Fór svo og hitti loksins Sellu og Siggu í gærkvöldi... eftir alltof alltof langan tíma! Fórum út að borða á Ítalíu og svo röltum við aðeins um 101 - ég kíkti inn á B5 í fyrsta skipti og ég hafði ekki hugmynd um hvað staðurinn væri flottur! Fer alveg bókað þangað fljótlega aftur...

Fór á æfingu í morgun og ákvað svo að fara og kaupa mér línuskauta.... ég er hræðilega léleg! Búin að rúlla mér eitthvað fram og til baka á gangstéttinni hérna fyrir utan en tókst samt að detta á rassinn því ég kann ekki að stoppa mig og fékk risa sár á handlegginn... samt með allar hlífar og græjur á mér - nema hjálm því það er bara ekki nógu kúl... ég þarf að fá einhvern þolinmóðan til að kenna mér... fara á námskeið eða eitthvað... því þetta er algjör snilld ef maður kann eitthvað á þetta!!

Annars ákvað ég bara að láta þetta duga í dag... halda mig bara við sólbaðið... ekki veitir af!!

Það þýðir lítið að hanga inni í þessu veðri...

Engin ummæli: