miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Var að koma úr ræktinni... hálf veik orðin eftir helgina en maður lætur það nú ekkert á sig fá... enda enginn tími til að vera veikur þessa dagana!

Kannski tími til kominn að líta á glósur úr gerð og greiningu... ég held það sé deginum ljósara að sumir þurfi samt að fara í endurtektarpróf í janúar... ég er ekki að fíla það, vil klára það sem hægt er að klára strax... ekki eyða jólunum í prófalestur.... NEMA kannski að ég fái einhvern myndarlegan aukakennara!! ;)

Gekk bara super í lögfræðinni í morgun... og rosa ánægð með það!
Það er ekki langt í einkunn fyrir spænskuna... mér sýnist á öllu að það verði 8.0 :)
Þannig að ég er nú bara pretty sátt við lífið þrátt fyrir smá kæruleysi....
Sakna samt pínu familíunnar... búin að vera svo upptekin undanfarna daga að ég hef ekkert getað eytt tímanum með þeim... bæti úr því um leið og ég get!!

En vá!! Eruði ekki að grínast í mér hvað ég var að eignast geðveikan disk!!! Þið verðið öll að útvega ykkur hann... þetta er ítalskur tónlistarmaður, Zucchero, sem syngur dúett með rosa flottum listamönnum.... meðal annars Macy Grey, Jeff Buckley, Tom Jones, Ronan Keating, Paul Young, Sting, Pavarotty, Eric Clapton og fleiri og fleiri snillingum!!

Hann er svo geðsjúkur að ég hef hlustað á hann í botni síðan ég eignaðist hann.... Sprengdi meira að segja öryggið í bílnum hjá mér því ég blastaði græjurnar svo!!!

Nýtt release er að koma í Body Combat og kennaranámskeið á næstunni... búin að bíða ansi lengi eftir að komast... þannig að ég hlakka bara frekar mikið til!!

Held að þetta sé it for now... nema kannski að ég þarf að fara að fá mér vin sem getur farið með mig á deit þar sem stelpunum í vinkonuhópnum sem eru á lausu fækkar ört... hvað varð um að njóta þess að vera á lausu... ;)

Come in bed, take me home...

Engin ummæli: