mánudagur, nóvember 20, 2006

Þegar ég var rétt að rumska um hádegi í dag var litla systir mín að fara út að moka snjó... svo virtist sem báðir bílarnir á heimilinu hefðu snjóað inni... jesús.. hvað er langt síðan það hefur snjóað svona svakalega á höfuðborgarsvæðinu??!! Anyway... þetta yndi var búið að dúða sig upp og var í óðaönn að moka snjóinn frá bílnum mínum þegar ég ákvað að leggja henni lið... snjórinn náði okkur langt upp á læri en þetta hófst þó samt á endanum og bílinn minn brunaði eins og ekkert væri um götur borgarinnar! Það voru nánast allir í götunni komnir út að moka og ég sá í fyrsta skipti andlitin á þeim... nokkuð amusing!!

En ömurlegt að vera að moka þegar maður gæti verið að búa til snjókall eða snjóhús... hugsaði til afa heitins sem byggði flottasta snjóhúsið í götunni fyrir mig og stóra bróður á sínum tíma... sem ég svo skemmdi með brussugang nokkrum mínútum seinna... fannst nefnilega ýkt kúl að hoppa á þakið á því beint fram af svölunum hjá afa og ömmu... svo hátt náði snjórinn í gamla daga á Akureyri!!
Man bara hvað ég grenjaði hrikalega mikið og skammaðist mín... við sem vorum búin að safna saman öllum krökkunum í hverfinu til að leika við okkur... úff... leiðinlega frekju litla systirin... eitthvað annað en núna!! ;)

En já... stoppaði nú samt litla dónalega strákpjatta sem voru að dúndra snjóboltum í bíla í hverfinu mínu. Þegar ég sá að þeir ætluðu að kasta í bílinn minn stoppaði ég bílinn og sagði þeim að þeir væru allir ættleiddir og þær ættu bara að hunskast heim til sín...

Við erum Rakel erum búnar að vera rosa duglegar í ræktinni... fólk er farið að þekkja okkur fyrir að vera alltaf í Laugum... þá hlýtur manni nú að vera að miða eitthvað! :)

Verkefni - próf - verkefni - próf... svona lítur næsti mánuður út... ég hlakka svo til jólafrísins að það hálfa væri ágætt!! Vá hvað ég ætla að njóta þess að vera í fríi...

Luv, Saló

Engin ummæli: