mánudagur, desember 18, 2006

Ég er búin að endurheimta líf mitt... og það hófst fyrir alvöru í dag!!

Ég er loksins loksins loksins búin að skila af mér BS verkefninu mínu!! :) Síðustu 6 sólarhringa held ég að ég sé samtals búin að sofa svona 20 tíma... án gríns!

Akureyrarferðin
Ég fór beina leið norður þar sem við vinkonurnar ætluðum nú aldeilis að sletta úr klaufunum... mistókst nú eitthvað aðeins þar sem litla hunangsbollan hún Soffía datt og braut á sér fótinn aðeins nokkrum tímum eftir að við komum norður!! Hvað á það eiginlega að þýða...?!! Brunuðum beina leið upp á slysó með hana þar sem í sjokki sínu reytti af sér brandarana... En eins og ég sagði við hana; "everything happens for a reason"... ;) I can feel it... she's gonna fall in love with a handsome doctor...
En ég hafði það nú heldur betur gott hjá Sirrí og Tóta! Skelltum okkur á Sálina í Sjallanum á laugardaginn... og maaan! ég skemmti mér vel :) Endaði svo í aldeilis góðu eftirpartýi með vinum hennar Soffíu ;) Takk fyrir mig Sirrí og Tóti!!! Hlakka til að koma aftur eftir áramót með Soffíu, Hillary og Gunna!! :) Þá langar mig að vera í superwoman búningnum...
Ég fór og hitti ömmu sem tók að sjálfsögðu á móti mér með nýbökuðum smákökum og sætu stelpuna mína hana Emelíu, dóttur bróður míns, sem sýndi mér hvað hún var orðin þrusugóð í fimleikum og las fyrir mig alveg heilan helling... það er samt á svona stundum sem maður sér hvað maður er að eldast... en ég hafði gaman að henni!!

Laugar Spa
Ég held ég gæti vanist því... úff... við Rakel fórum í ræktina í dag... eftir langt hlé! fimm dagar síðan við fórum síðast en við höfum löglega afsökun þar sem við höfum verið dag og nótt að vinna að því að klára BS!
Fór í fyrsta skipti... vá... það vantar sko ekki flottheitin þarna... við þurftum náttla að prófa allar sánurnar og heita pottinn og hvíldarherbergið... þvílíkur munur!!

Flugfelag.is
Er að bíða eftir því að vélarnar frá Færeyjum og Skotlandi verði staðfestar... virðist vera bilað veður því það er annað hvort búið að aflýsa flugi eða það í athugun á alla áfangastaði innanlands!! Gaman gaman... lítur út fyrir að ég verði að vinna langt fram á kvöld... kannski maður ætti nú bara að skella sér í ljós á meðan maður bíður... orðin svo hvít að það er hræðilegt!!

Annars er jólaundirbúningurinn í hámarki hér á heimilinu... bakstur og skreytingar og hvaðeina... ég er ekki frá því að ég sé að komast í jólaskap...

Engin ummæli: