föstudagur, mars 23, 2007

I'm going to wake up in a city that never sleeps...

Var að skoða veðurspána fyrir næstu viku og ég get ekki sagt annað en að ég sé nokkuð sátt... Hitinn þar sem ég verð í Arizona er vel upp undir 30°c svo það er eins gott að hafa sólarvörnina með sér ;)
Reyndar "ekki nema" um 20 stig í New York... en ég held það sé ágætis verslunarhiti.... ;)

Fór í klippingu í gær og breytti aðeins til...

Viðskiptavit - tímarit útskriftarnema við viðskiptadeild HR, fór í prentun í dag!!! Er að bíða eftir símtali frá prentsmiðjunni svo ég geti sótt próförkina... mikil spenna!!! Allur extra tími hefur farið í vinnsluna á þessu og rúmlega það...

Um helgina er vinna, ræktin... og Elie Tahari priority... ekki margir dagar í skil!

Vogin
Þegar stjarna vogar er reiðubúin að mæta tækifærum framtíðarinnar með opnum huga þá munu lausnir koma af sjálfu sér. Þú munt takast á við verkefni sem er nú þegar hafið af alhug og eljusemi en ekki láta óþarfa áhyggjur eyðileggja fyrir þér. Hin fullkomna forskrift fyrir velgengni er án efa byggð á frelsinu, að vera óháð/ur. Tileinkaðu þér að hika aldrei kæra vog!

Já... við sjáum hvað setur!
Hasta la vista... Saló

Engin ummæli: