miðvikudagur, mars 14, 2007

Talandi um það...
on a foxy ladies night out
Átti samtal við vinkonu mína í gær um sambönd og að "gefa sénsa" átti reyndar svipað samtal við aðra vinkonu mína um helgina... Komst að því að ég veit nákvæmlega alls ekki að hverju ég er að leita!! Sem segir mér allavega það að ég hef ekki fundið það ennþá... eða hvort ég sé yfir höfuð að leita nokkuð... sem ég held reyndar að passi best við mig...
Góðu strákarnir fá yfirleitt ekki "sénsa" af því að þeir eru svo indælir og góðir vinir... ekki kærastatýpan og maður getur einhvern veginn alls ekki ímyndað sér þá sem neitt annað en vini sína!! Það sem gæti verið Live happily ever after rennur manni úr greipum án þess jafnvel að spá í því!! Það eru að sjálfsögðu þessir "bad boy" sem geta nú örugglega farið dáldið illa með mann sem verða oftast fyrir valinu... Svo eru sumir sem maður dirfist ekki að fara í... það gæti bara orðið of alvarlegt... hehe...
Góðu & heitu gauranir, sem by the way eru sjaldgæfari en að ég taki strætó, eru upp til hópa allir fráteknir og um leið og þeir losna úr einu sambandinu eru þeir komnir á fast aftur því það býður eftir þeim hjörð kvenkyns villidýra sem ræðst á þá um leið og þeir standa berskjaldaðir og viðkvæmir í hringiðu ómenningarinnar!
... sem minnir mig á skemmtilega atburði helgarinnar.... það sem manni dettur í hug!!!
Aðrir hlutir en strákamálin (Rakel you are right...) eiga reyndar hug minn allan þessa dagana.... ég stend brátt á krossgötum og á mjög jákvæðan hátt!! Er yfir mig spennt og glöð... allt að ganga upp!!
  • Eitt flottasta Viðskiptavit kemur út í lok mars
  • Elie Tahari verkefnið gengur framar vonum
  • Atvinnumálin í góðum farvegi...
  • Væntanleg utanlandsferð eftir eina og hálfa viku :)
  • Komin í öfluga stjórn BÍSN

Ást til ykkar allra > Saló

Engin ummæli: