miðvikudagur, maí 10, 2006

"Know your enemies" - Sun Tzu -

Síðasti skóladagurinn á morgun... fyrirlestur kl.13.00 og svo ætlum við yndislegi hópurinn minn að skála á vegamótum yfir lunch að kynningu lokinni!!
Bara nokkuð ánægð með verkefnið... og vona að kennarinn og tengiliðurinn okkar við Glitni verði það líka ;) Við hópurinn erum búin að skemmta okkur konunglega saman síðustu þrjár vikur... ég held ég geti nú alveg sagt að ég eigi eftir að sakna þeirra, luv ya krúttin mín ;)

Ræktin... búin að vera frekar slök... en það stendur allt til bóta... :)

Fór til miðils í gær... mjög áhugavert og skemmtilegt... pabbi var nú frekar hneykslaður á því uppátæki hjá háskólamenntaðri dóttur sinni... en mamma klikkaði ekki og studdi minn málstað ;) Ég bara verð að viðurkenna að ég hef mjög gaman að svona málum, eitthvað sem heillar mig við þetta!! En ég er að segja ykkur það að konan sem ég fór til hún vissi bókstaflega allt um mig... og þá er ég að tala um hluti sem ekki væri hægt að googla... nokkuð merkilegt skal ég segja ykkur!!

Ég er alveg búin að vera að fíla veðrið undanfarna daga... vona að þetta sé bara forsmekkurinn af sumrinu... liggja í sundi og hanga á kaffihúsum... nææs... miðbærinn er algjörlega málið! Ég elska að finna svona gróðurlykt... það er allt eitthvað svo grænt og blómstrandi...
en mér líkar nú ekkert of vel við þessar býflugur samt.... fæ alveg nett panikk atakk að sjá þær suðandi nálægt mér... en engin er rós án þyrna...

Góða helgi fallega fólk... mín byrjar á morgun ;)

Engin ummæli: