laugardagur, maí 13, 2006

Þegar ég labbaði yfir flugbrautina í gær til að hitta Brynju vinkonu inni í flugskýli fór ég að hugsa. Vá hvað lífið er yndislegt... Það var glampandi sól og smá gola, ég var klædd í sumarjúníformið og vél í aðflugi sást í fjarska. Þessar 3 mín sem það tók mig að labba frá flugstöðinni og yfir voru dásamlegar!! Mér fannst ég eitthvað svo frjáls. Ég hafði auðan flugvöllinn í kringum mig svo langt sem augað eygði, það var ekkert sem þrengdi að mér... Yndisleg tilfinning og ég naut þess í botn...

Ég er svo hamingjusöm að vera svona frjáls... ég er reyndar svo hamingjusöm að ég hef ekkert verið að pirra mig á fatahrúgunni sem stækkar og stækkar inni í herbergi og visakortinu sem er við það að bráðna..

Ég tek bara undir orð Bubba frænda... "sumarið er tíminn..."

Engin ummæli: