mánudagur, maí 15, 2006

Ég verð nú eiginlega að segja það að ég er frekar jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. En ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá eru það mótmælendur, fólk sem gerir í því að vera með leiðindi og treður skoðunum sínum upp á aðra! Þetta jaðrar við að fara jafn mikið í taugarnar á mér og rauðsokkur... ekki misskilja mig því ég er fylgjandi jafnrétti kynjanna en ég kann ekki vel við feminista... fyrir mér eru það konur sem halda að þær séu betri en karlmenn og eigi að fá einhverja sér meðferð... og hvar er jafnræðið í því? Hljómar kannski dáldið karlrembulega en við þurfum ekki háværa og loðna kvenmenn til að koma á jafnrétti í þjóðfélaginu og eru til dæmis Vigdís Finnbogadóttir, Ragga Gísla, Rannveig Rist og margar fleiri lifandi dæmi þess!!

Mótmælendurnir sem stóðu fyrir framan Nordica í dag fóru óstjórnanlega í taugarnar á mér... kannski jókst pirringurinn vegna þess að ég var svo svekkt að vera ekki á ráðstefnu The Economist sem haldin var á Nordica einmitt í dag... Ég hefði gefið margt en það er ekki á hvers manns færi að greiða rúman 100.000 kall til að sitja eina ráðstefnu... svo ég þurfti að bíta í það súra!! Some other time...

Talandi um dýrar ráðstefnur. Ég hef heyrt því fleygt fram að Einar Bárða ætli að rukka rúmar 40.000 kr fyrir ráðstefnu með M. Gorbachev í október.. Merkilegur maður en hefur hann eitthvað meira að segja? Ég meina hann er búinn að skrifa ótal bækur og greinar og koma fram í fjölmiðlum... hann hefur áður komið til Íslands á leiðtogafundinn fræga sem var heimsatburður á Íslandi árið 1986... fyrir einmitt 20 árum. Pabbi skrifaði einmitt bók um leiðtogafundinn á sínum tíma sem sjálfur M. Gorbachev fékk að gjöf... ég myndi svo sem alveg vilja sitja ráðstefnuna með honum...en eru ekki 40.000 kr of mikið af því góða?? Eða maður spyr sig...

Ég tók dáldið stóra ákvörðun í dag, ég breytti námsáætluninni minni og kem til með að skrifa BS ritgerðina mína í haust! Sem þýðir að ég verð í 21 einingu... ég verð sem sagt opinberlega flutt upp í skóla þegar haustönnin gengur í garð...
Þetta sumar á því eftir að verða ofboðslega eftirminnilegt og skemmtilegt... um að gera að njóta þess í botn og hlaða batteríin fyrir erfiðan vetur!! Margt spennandi framundan...

En mikið er næs að vera í smá sumarfríi... ég svaf til hálf fimm í gærdag... í morgun fór ég í ræktina kom heim og stússaðist aðeins, lagði mig í tvo tíma og fór svo á flakk. Kíkti í efnabúðir, inn í júníform og endaði svo á því að kaupa mér Eurowoman... æðislegt tímarit og ekki skemmir fyrir að það er danskt! Gat nú ekki andað mikið eftir það því Krissa vinkona var komin að ná í mig... við fórum í ljós og sund... alveg endalaust næs... Frábær dagur... alveg nauðsynlegt að vinna upp svefntapið frá því í vetur... ahhh.. ég er bara orðin dáldið sibbin..... ;)

Fór í klukkutíma langa brainstorming kraftgöngu með Soffíu vinkonu í gærkvöldi og við nánast froðufelldum yfir hugmyndum sem komu upp í hugann... Sumar gamlar og sumar nýjar. Það er svo gaman að umgangast fólk sem hefur svona passion fyrir lífinu! Það gerir mann svo jákvæðan og lífsglaðan!! :)

Sé fram á tvær Danmerkurferðir og þrjár Bandaríkjaferðir á einu ári frá og með deginum í dag!! What... var bara að átta mig á því...
En já busy dagur á morgun!

Saló studaholic... (má ekki skilja þetta á tvo vegu??) ;)

Engin ummæli: