sunnudagur, júní 18, 2006

Við sigur íslenska landsliðsins breyttust plönin um rólega vinnuhelgi... horfði á leikinn með öðru auganu í vinnunni og var komin í þvílíkt stuð þegar ég keyrði heim!!
Heyrði í Soffíu vinkonu og bað hana að endurskipuleggja sig og koma með mér út á lífið... sem hún gerði þessi elska. Fórum heim til Hildar og Gunna og ótrúlegt en satt var staðreyndin sú að við vorum allar þrjár vinkonurnar komnar saman á djammið!!
Það var alveg fáránlega mikið af fólki í bænum og raðir alls staðar... en það líður hratt í góðum félagsskap og með smá smoothtalking ;)
Hitti my mistery crush....
Entist lengst af okkur vinkonunum í bænum... að venju!!
Er núna að fatta hvaðan ég þekki sæta strákinn á Vegamótum... see him every day...
Heilsaði helmingnum af sænska landsliðinu með kossi... what's the thing with that...
Hitti rosalega mikið af fólki og skemmti mér bara nokkuð vel... :)

En síðast en ekki síst hitti ég hana Hafnýju elsku sem sagði mér að aðalskipuleggjendur New York ferðarinnar í haust væru að fara að panta borð fyrir okkur beibin á geggjuðum stað í Manhattan á föstudagskvöldinu... ekki seinna vænna!!! Og þetta er galastaður... þannig að þetta verður þvílíkt fancy með cocktailum og svona... og vá hvað ég hlakka til....

Farin að vinna... ég er alltaf að vinna!!

Engin ummæli: